Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1986 45 Þessir hringdu . . . Slæða og peysa gleymdust Jón hringdi: „1. febrúar sl. vorum við hjónin á Hótel Sögu. Þegar halda skyldi heim fengum við engan leigubíl, en fengum far með ungum manni. Svo óheppilega vildi til að konan mín gleymdi peysu og slæðu í bílnum hjá piltinum. Við vitum ekki hver hann er né veit hann nokkuð um okkur, þannig að ég bið hann eða þá sem kannast við málið að hafa samband í síma 74971. Lyklakippa tapaðist Lítil stúlka týndi nýlega lykla- kippu í Austurstræti. Á merkis- spjaldinu stendur „Bergen". Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 44796. Kvæðin eftir Guðmund Guðmundsson Sigríður Eyjólfsdóttir hringdi: „Um daginn birtist fyrirspum frá Guðmundi A. Finnbogasyni um tvö kvæði. Ég get upplýst að þau eru bæði eftir Guðmund Guðmunds- son skólaskáld. Annað heitir Kvöld- ljóð og er í fyrra bindi kvæðasafns Guðmundar, en hitt heitir Jón Sig- urðsson og er í öðru bindi. Við síð- ara ljóðið er til fallegt lag eftir Jón Laxdal, en nótnabókin sem það er að fínna í er orðin mjög gömul og þekkja því fáir ljóðið. Haldið vel á spöðunum í Tjarnarskóla Móðir hringdi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni með Tjamarskólann og það starf sem þar fer fram. í upphafí hraus mér hugur við að greiða 3000 krónur í gjald á mánuði, en skipulagning skóla- starfsins, samfelldur skóladagur, heimanám í skólanum og fleira varð til þess að ég sendi dóttur mína í skólann. Nú fínnst mér ég hafa fengið peningana margfalt til baka og skólinn hefur farið fram úr mín- um björtustu vonum. Þar er vel haldið á spöðunum og fylgst grannt með árangri nemenda. Ef bömin fá milli 9 og 10 í einkunn í ensku, er boðið upp á frekara nám og sé frammistaðan slök í einhveiju fagi fá þau aukatíma. Þannig er ekki beðið eftir miðsvetrarprófum til að kanna árangurinn og foreldrar geta treyst því að vel sé fylgst með.“ Misskilningur um fréttir á táknmáli Halldóra Jónsdóttir hringdi: „Ifyrir skömmu birtist grein í dálkum Velvakanda um fréttir á táknmáli. Nokkurs misskilnings virðist gæta hjá bréfritara og vil ég benda á ýmislegt í því sambandi. Fréttir á táknmáli em ætlaðar þeim sem hafa aldrei haft heym og hafa því lært táknmál. Útdrátt- urinn sem birtist á skjánum eftir fréttir er fyrir þá sem hafa misst heymina af einhveijum ástæðum og á elli kerling þar stærstan hlut að máli. Það er draumurinn að frétt- ir á táknmáli verði sýndar á litlum skermi um leið og þær em lesnar. En til þess að það sé hægt verður túlkurinn að heyra, en einnig að vera svo fær í táknmálinu, að hann geti túlkað fréttimar jafnharðan og þær em sagðar. Sem stendur er enginn hér á landi sem gæti þetta, að ég best veit, en nú er verið að þjálfa hóp sem hugsanlega gæti sinnt þessu í framtíðinni. í framhaldi af þessu langar mig einnig að minnast á þær reglur um textun á erlendu efni sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra undirritaði nýlega. Fyrir heymar- daufa væri það til stórkostlegra bóta ef íslenskt efni væri einnig textað. Allra best væri ef hann fylgdi þegar efni er sent út í fyrsta sinn. En þegar íslenkt efni er endur- sýnt eins og oft er, fínnst mér sanngjamt og í raun sjálfsögð krafa að texta það.“ 4 MORGUNBLADID, 8UNNUDAGUR ». FKBBtlAR 1866 • • „Ofl sem vilja múlbinda allt andóf og gagnrýni“ — segir Eiríkur Stefánsson sem rekinn var úr Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðsfirðingar sammála um að vöruverð sé lœgra í verzlun VerkalýðsfélagBÍns Kæru Fáskrúðsfirðingar Kæru Fáskrúðsfirðingar fýllstu gætið virðingar. og kurteisti við kaupfélags- kóngana að morgni dags. Verkalýðsfélagsforinginn fékk að taka pokann sinn. Hann á að taka hattinn ofan og hengja lás á búðarkofann. Hákur Einkaflugmannsnám- skeið Haldið verður einkaflugmannsnámskeið sem hefst 15. febrúar og stendur til aprílloka. Upplýsingar gefnarísíma 28970. Flugfarhf. Vesturflughf. TOPtY KðY í kvöld skemmtir Tony Kay, hinn bráðskemmtilegi söngvari, píanóleikari og grínisti matargestum í Blómasal. Blómasalur býður upp á nýjan glæsilegan matseðil. Par á meðal logandi piparsteik framreldda við borðin og góðan ábætisrétt á eftir. Komið og eigið skemmtilega kvöldstund í Blómasalnum. Borðapantanir í síma 22321 og 22322 HÓTEL LOFTLEIÐiR FLUGLEIDA , ' HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.