Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986
„Við þurfum að vinsa úr
störf sem borga sig“
GuAni Einarason á Sifurrin.
Suðureyri:
\99
.66
Við þurfum að vinsa úr
í störf sem borga sig‘
— segir Guðni skipstjóri á Sigurvon
Jsiua^^|ga*áflBBafaLJ--asiiiáaa^igLaiaaahÉigaa^^^Maii£^?a er hggt ni “m~
Á sjómannadaginn síðasta, þann
2. júní 1985, birtist viðtal í Morgun-
blaðinu við Guðna Einarsson, þrí-
tugan skipstjóra á vb. Sigurvon á
Suðureyri við Súgandafjörð. Guðni
hefur sótt sjóinn frá 13 ára aldri
og er formaður sjómannadagsráðs
í sinni heimabyggð. Fannst mér
frásögn Guðna svo merkileg að ég
hélt henni til haga. Leyfi ég mér
að birta hér glefsur úr henni:
„Nei, það hefur lítið gengið síðan
um páska, ég veit ekki hvort það
lagast. Staðan? Ég er náttúrlega á
móti kvótanum, hann er hringavit-
leysa. Ég get ekki séð að það sé
rétt að menn í Reykjavík segi manni
hvenær á að fara á sjó og hvenær
ekki. Við fórum illa út úr þessu
kvótamáli. Sl. ár gátum við breytt
steinbítskvóta yfir í þorskígildi, en
það er ekki hægt á þessu ári og
það þýðir um 15% skerðingu á
þorskaflanum hjá okkur. Þú spyrð
um breytingu á sjósókninni. Nei,
það hefur ekki orðið mikil breyting
á sjósókn og veiðimennsku undan-
farin ár. Afkoman er léleg við
þessar aðstæður. Það er hægt að
ná saman endum ef mannskap er
fækkað og skipin eru nógu ódýr,
þá er hægt að hafa góða afkomu,
annars ekki. Það virðist vera stefn-
an að ekkert nýtt komi til í breyting-
um á skipunum og maður þurfl að
vaka dag og nótt þannig að sítrónan
er kreist til fulls, þá kannski gengur
þeta, en það er lítil glóra f því.
Hitt er að meðferðin á físki hefur
lagast, ég held almennt. Við þekkj-
um það auðvitað best hjá okkur,
en það er allt lagt í það að reyna
að koma þessum kvikindum í sem
mest verð. Menn reyna í ríkari
mæli að vanda meðferð flsksins.
Þeir sem hafa lítinn kvóta, mér
þykir líklegt að þeir hendi lélegasta
fískinum."
„Hvað brýnast er að gera, hvað
skal segja? Það er búið að drepa
niður öll fyrirtæki í sjávarútvegi eða
svo gott sem og þau geta ekkert
hreyft sig af neinu viti nema grund-
völlur sé skapaður fyrir þau. Væri
t.d. ekki ráð að gefa gjaldeyrisversl-
unina fijálsa, leyfa flskvinnslunni
að selja sinn gjaldeyri á fljálsum
markaði, láta bjóða hann út, láta
bjóða í hann og svo verður að vera
hægt að endumýja skipakostinn.
Þetta gengur auðvitað ekki að láta
hann úreldast, það sem á að leggja
kjölinn undir þjóðarbúskapinn.
Meginvandamálið að mínu mati er
það að grundvöllurinn í sjávarútvegi
í heild er ekki fyrir hendi.
Vaxtahækkunin ein þýddi sam-
svarandi og launahækkun um 100%
hjá fyrirtækinu sem gerir úr okkar
bát. Og svo eru þeir að sjá eftir
10% launahækkun í kjaftinn á fólk-
inu. Það er eitthvað bogið við þetta.
Það þarf að vekja fólk við vitundar,
fólk almennt í þjóðfélaginu, um það
á hveiju það liflr. Við emm á rangri
leið í dag að mínu mati.
Það má gjaman koma fram að
þeir reiknuðu það út tveir hér í
plássinu, að þegar togarinn var 5.
aflahæsta skipið á landinu þá var
tímakaupið hjá háseta sambærilegt
við tímakaupið hjá kennumm sem
þó telja sig vera þá lægst launuðu
í landinu. Það er víða pottur brotinn
í þessum efnum. Fólk veit ekki sitt
ijúkandi ráð í efnahagsóstjóm
undanfarinna ára og þess vegna
skiptir máli að tekið sé á þannig
að það sé skapaður gmndvöllur, í
fyrsta lagi fyrir undirstöðuatvinnu-
vegina.
Við höfum kostnaðarsama þætti
í okkar þjóðfélagi. Heilbrigðiskerflð
er dýrt og það er gott og það skilar
sér, en í menntakerfinu tel ég að
við séum með alltof mikið af eilífð-
arstúdentum, sem við komum aldrei
til með að þurfa að nota. Við þurfum
að vinsa úr störf sem borga sig,
beina fólki inn í störf sem vantar
fólk í og ég held að það væri ekki
svo galið að hafa þetta eins og í
Stýrimannaskólanum að fólk þurfí
að vera búið að vinna í ákveðinn
tíma í því starfí sem það ætlar að
mennta sig í í stað þess að vaða í
menntunina í eitt eða fleiri ár og
sjá svo að námslokum að það vill
vinna eitthvað allt annað en það
hefur menntað sig í og kannski
enginn möguleiki að fá starf í því
fagi sem það hefur menntað sig í.
Þá vara margir í eitt námið enn og
svona getur þetta gengið koll af
kolli og kostar með ólíkindum mikið
fyrir þjóðfélagið. Þetta er hvorki
skynsamlegt fyrirkomulag né skyn-
samleg íjárfesting.
Þannig var þetta með Lánasjóð-
inn hjá námsmönnum um árabil að
menn sem voru að leita að sjálfum
sér, stefndu ekki að neinu ákveðnu
verkefni, en voru að leita að sjálfum
sér, eins og kallað var, þeir fengu
lán ár eftir ár, en þeir sem höfðu
unnið eins og menn, haft tekjur og
stefndu síðan markvisst í námi,
þeir fengu ekkert af því að þeir
s_prengdu einhvem tilbúinn skala.
Ég tel að menn eigi að geta fengið
lánað eins og þeir þurfa í námi og
slíku, en það sé jafnframt tryggt
að þeir verða að borga það aftur
til þess að fá lánað, þá fá menn
það aðhald sem þeir þurfa.“
Sjómönnum, flskverkunarfólki
og öðrum, sem með ærinni fyrirhöfn
og stundum með því að hætta lífí
sínu, afla þjóðarbúinu tekna, sendi
ég velfamaðaróskir og læt fylgja
vísu eftir Bjama Jónsson, kennara
í Garði á Garðsskaga:
Sjómannslíf er auma ævin
efútafnokkuðber;
fískinn einn er á að treysta,
allt með honum þver.
Rannveig Tryggvadóttir
UPPSAFNADAR TEKJUR ISAL FRÁ 1984 I RAUN OG SAHKVJDtT SPA
Híllj.
USD
Tekjur ISAL aiðaö vió spá sórfraðinga fri 1984.
Uppsafnaðar tskjur 1 raun. • Spi fri irslokua 198S.
Spár sem ekki rættust
Eftirfarandi greinargerð er
frá íslenska álfélaginu hf. f
Straumsvfk um álverð á heims-
markaði og umræður um raf-
orkuverð til ÍSAL:
ÍSAL tekur undir vonbrigði,
sem Hjörleifur Guttormsson, al-
þingismaður, og Þjóðviljinn hafa
látið í ljós vegna þess að áætlanir
um orkuverð til Landsvirkjunar
og þar með álverð á heimsmarkaði
árið 1985 stóðust ekki og munu
ef til vill ekki standast 1986. En
vegna fréttar í Þjóðviljanum 6.
febrúar er rétt að ítreka, ef það
mætti verða til skilningsauka, að
orkuverðið sem ÍSAL greiðir
Landsvirkjun, er háð ákveðnum
alþjóðlegum viðmiðunum sem ÍS-
AL ræður engu um. (Þessar við-
miðanir eru álverð á málmupp-
boðsmarkaðnum í London (LME),
skráð álverð f Bandaríkjunum
(COMEX), söluverð Pechiney
(franskt ríkisrekið álfélag), (PIP)
annars vegar og Alusuisse (ASIP)
hins vegar til óháðra aðila á
hveijum tíma.)
Þetta breytilega heimsmark-
aðsverð á áli, sem stjómast af
Greinargerð
frá f SAL um
álverð á
heimsmarkaði
framboði og eftirspum, er ákvarð-
andi þáttur í_ orkuverði Lands-
virkjunar til ÍSAL. Þó að spár
óháðra sérfræðinga sem stuðst
var við í samningagerðinni 1984
hafí ekki staðist, er ekki við ÍSAL
að sakast í þeim efnum. Ástæður
þess, að álverð hefur ekki hækkað
eins og spár gerðu ráð fyrir, eru
helstar þær, að ekki var dregið úr
framleiðslu almennt í ríkisreknum
álverksmiðjum vfða um heim, þó
að eftirspum minnkaði. Einnig
hefur endurvinnsla áls sífellt verið
að aukast og ýmis plastefni orðið
skæðir keppinautar áls vegna
lækkandi olíuverðs.
Á síðasta ársfjórðungi 1984
dró ÍSAL úr ffamleiðslu um 12%
vegna iélegs markaðar. Hefði ÍS-
AL fengið það álverð, sem svarar
til 13,8 mill/kWh, eins og gert
hafði verið ráð fyrir, hefðu tekjur
ÍSAL á árinu 1985 aukist um 400
milljónir króna, enda hefði þá
verið framleitt með fullum afköst-
um. Hliðstæðir reikningar vegna
ársins 1986 gefa 500 milljónir
króna, en þá spáðu sérfræðingar
Landsvirkjunar 14,8 mill orku-
verði.
Til glöggvunar eru birt hér þijú
línurit. Mynd 1 sýnir þróun orku-
verðs frá 4. ársflórðungi 1984 til
4. ársfjórðungs 1985, en álverð á
umræddu tímabili hefur einmitt
ákvarðað orkuverðið til ÍSAL.
Mynd 2 sýnir annars vegar upp-
saínaðar orkusölutekjur Lands-
virkjunar vegna ÍSAL án nýrra
samninga, tekjur í reynd og tekjur
miðað við spár frá 1984 og mynd
3 sýnir uppsafnaðar tekjur ÍSAL
miðað við sömu forsendur.
Sem dæmi um það, hversu ál-
markaðir hafa verið lélegir, má
benda á, að mest allt tímabil nú-
gildandi samnings hefði verið
greitt lægra orkuverð en raun
varð á, ef orkuverðið hefði einung-
is farið eftir álverði og ekkert lág-
marksverð verið umsamið, s.s.
mynd 1 sýnir. Greiðsla til Lands-
virkjunar árið 1985, miðað við
álverð á þessum tíma, hefði orðið
33 milljónir króna lægri, ef ekkert
lágmark hefði verið um samið.
Samúð Alþýðubandalagsins
með Landsvirkjun er auðvitað vel
skiljanleg. En að Alþýðubanda-
lagið skuli hafa samúð með ÍSAL,
þó undirskilin sé, vegna bágrar
afkomu, er ánægjuleg „áherslu-
breyting" svo notað sér orðfæri
Svavars Gestssonar. Hjörleifí
Guttormssyni og félögum skal
bent á, að hugsanlegur gróði
Landsvirkjunar var ekki blekking,
heldur miklu frekar spár erlendra
sérfræðinga um þróun álverðs.
Við vígslu Jámblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga 1979 Iýsti
Hjörleifur Guttormsson, þáver-
andi iðnaðarráðherra, því fjálg-
lega, hversu Norðmenn hefðu
komið færandi hendi og sagði
efnislega: „Þetta er í annað sinn
á 1100 árum sem Norðmenn
kenna íslendingum að framleiða
málma. Hið fyrra skiptið var
þegar Skalla-Grímur Kveldúlfsson
kenndi íslendingum að gera jám
úr mýrarrauða."
Járnblendiverksmiðjan á
Gmndartanga greiddi Landsvirkj-
un 6,4 mill/kWh árið 1985. Það
væri verðugt viðfangsefni fyrir
Hjörleif Guttormsson og hans
nóta að reikna út tap Landsvirkj-
unar á því að Jámblendið skuli
ekki greiða sama orkuverð og
ÍSAL. Útkoman gefur vafalaust
tilefni til nýrra samúðaryflrlýs-
inga.
Samanburdur orkuverds skv. gömlu og
nýju samkomulagi
mills/kWh
______Hámarksyerd_ skv. nyiu _sgmkomuJqgi__
18 -
16 -
14 -
12 -
10 -
8 -
4 -
2 -
Spá frá 1984 (13.8 mills)
12.600
_________Greitt orkuverd skv. nviu samkoroulaqi________
n 79^ U 942 11 fl?ft Útreiknacf
""""“skv. átverdi
^miMsZkWh ^kv f^rri^samnip^*
r~r rr-r *~rr.
A.ársfj. I.ársfj. 2.ársfj- 3. ársfj. A.ársfj.
1984 1985 1985 1985 1985 1986