Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1986 13 Haustmyndir Helgi Þorgils Friðjónsson Hljómplötur Egill Friðleifsson Skömmu fyrir síðustu jól kom út hljómplata, sem ber heitið „Haustmjmdir", og hefur að geyma flutning Hamrahlíðarkórs- ins á nokkrum verka Atla Heimis Sveinssonar, auk þess sem Pétur Jónasson gítarleikari kemur einn- igvið sögu. Það voru ekki barðar bumbur við útkomu þessarar plötu, né heldur flaut hún með í auglýsinga- flóði komandi hátíðar. Það kæmi mér þó ekki á óvart þó þessi plata veitti þeim, sem á annað borð kynnast henni, fleiri ánægju- stundir en flest það annað, sem út var geflð sl. haust og fer þar saman ágæt og um sumt nýstár- leg verk Atla og mjög vandaður flutningur Hamrahlíðarkórsins undir öruggri stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Það ætti ekki að vera þörf á að fara mörgum orðum um Hamrahlíðarkórinn jafn vel og hann er þekktur. Af dæmafáum dugnaði og listrænni smekkvísi hefur Þorgerði tekist að skipa kómum í fremstu röð, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á alþjóð- legum vettvangi. Nægir þar að minna á hið glæsilega afrek, er kórinn bar sigur úr býtum í kóra- keppni evrópskra útvarpsstöðva „Let the People Sing“ árið 1984. Það er mesta viðurkenning, sem íslenskum kór hefur hlotnast til þessa. Snar þáttúr í starfí Hamra- hlíðarkórsins hefur verið flutning- ur samtímaverka. Hefur Þorgerð- ur óspart hvatt tónskáld til dáða, sem mörg hver hafa látið kómum nýsmíðar í té. Sem fyrr segir eru öll verkin eftir Atla Heimi Sveinsson. Á hlið I em „Haustmyndir", við ljóð Snorra Hjartarsonar. Verkið skiptist í fjóra kafla og er sá fyrsti lengstur. Hann hefst á langri liggjandi fímmund í strengjum, sem raddimar spinna svo um hægan tónvef. Mér fínnst þessi rólyndislega áferð hæfa heiðríkju ljóðsins vel og kómum tekst að halda athygli hlustandans með fáguðum og blæfögmm söng alit til enda. Verkið allt er hið áheyrilegasta. Á hlið II em fyrst þijú japönsk ljóð, er Atli samdi fyrir Asíuferð kórsins 1984 við ljóðaþýðingar Helga Hálfdanar- sonar, snotur lög þar sem þýður gítarleikur Pétur Jónassonar fell- ur vel við fágaðan söng_ kórsins. Pétur er snjall gítaristi. Á þessari plötu leikur hann þijá dansa „Úr dönsum dýrðarinnar" er Atli samdi árið 1983, og gerir þeim góð skil. Þá er eftir að geta um „Haust- vísir til Maríu“ við kvæði Einars Ól. Sveinssonar, fallegt lag í næsta hefðbundnum stíl og syng- ur kórinn það listavel. Hljóðritun annaðist Ríkisútvarpið og tókst vel. Plötuumslag er hið vandað- asta, þar sem forsiðuna prýðir falleg mynd eftir Karl Kvaran. Þessi plata er kjörgripur þeirra, sem unna vönduðum kórsöng. eftirfarandi þanka um notagildi höggmynda: „ ... Gaman væri ef fólk gæti ristað brauð inni í Jónasi Hallgríms- syni í Hljómskálagarðinum þegar það væri í sunnudagsgöngutúmum sínum, og spælt egg í unga ást- fangna parinu hennar Tove. Þá lærði kannski einhver, með þakklát- um huga, ljóð þjóðskáldsins, og fuglamir nörtuðu í brauðmylsnuna við bekkinn. Ég mundi glaður taka að mér að gera skúlptúr með upp- takara fyrir vínið.“ Eins og heiti bókarinnar ber með sér er í henni sagt frá viðskiptum höfundar við löngu dauðan ræn- ingja, Eppelein von Gailingen að nafni. Þegar lífláta átti ræningjann bjargaði hestur hans honum úr klóm réttvísinnar með því að stökkva með hann á bakinu yfír virkisvegg. Ræningi þessi og geim- steinn sem hafnar í nefí höfundar gera frásögn bókarinnar ævintýra- lega og draumkennda. Það er von að höfundurinn segi sem svo: „ . .. Þetta er að verða hin undar- íegasta saga. Þegar ég segi sann- leikann, trúir mér enginn, en um leið og ég lýg ómerkilegustu hlutum trúa mér allir, alveg sama hversu fáránlegir þeir eru. Eg verð að grípa í taumana. Get ég skipt á lífí mínu, um stundarsakir, og t.d. lífi Eppel- ein von Gailingen?" Þetta sambland lygisagna, draumóra, ranghugmynda og hversdagslegra frásagna gerir bók- ina vissulega undarlega. Hugljúfar stemmningar úr Dölum verða þó síður en svo utangátta í frásögninni. Þrátt fyrir ýmsa útúrdúra vill höf- undurinn vera trúr dagbókarform- inu og tekst það framar öllum vonum. Það má að vísu segja sem svo að fjölskyldulífíð fái á köflum of mikið rúm í frásögninni, verði of fyrirferðarmikið á kostnað hug- arflugsins. Ég á þá við til að mynda eftirfarandi lýsingu, eina af mörg- um, en hún er vel að merkja ekki sneydd hugkvæmni og ferskleika: „Við komum síðastliðna nótt. Veður var kyrrt og hlýtt, og bjart þó um nótt væri. Svona er þá íslensk sumamótt. Ég heyrði hvellan hljóm stelksins í þriggja kílómetra fjar- lægð. Laxafélagið var að sleppa laxaseiðum í Hólsá, og Óla á Breiða beið eftir þeim félögum með kaffí og kökur á borðum, en þangað fór- um við að sækja lyklana að Hafurs- staðahöllinni. Rolla með tvö lömb horfði í forundran á okkur og hefur eflaust velt því fyrir sér, hvemig við komumst eiginlega inn í túnið til hennar. Þrír dvergrabbabarar hafa litið dagsins ljós í kartöflu- garðinum okkar, og minnir mig að þeir hafí verið tveir í fyrra og aðeins einn í hittifyrra. Þetta þýðir einn nýr rabbabari á ári. 53 rabba- barar eftir fímmtíu ár, og ég 84 ára.“ í af viðskiptum mínum við Eppel- sein von Gailingen er komið víða við eins og fyrr segir. Það sem mestu skiptir er að bókin er vel skrifuð og hin skemmtilegasta lesn- ing. Hún er í senn sjálfsmynd lista- manns og framlag til margvíslegrar umræðu um mannlífið. STÓRSÝNING Laugardag frá kl. 1.0-5 og sunnudag frá kl- 1-5 Reykjavík: Akranesi: Akureyri: BÍLABORG H/F BÍLÁS BÍLASALAN H/F Smiðshöfða 23 Þjóðbraut 1 Skála V/Kaldbaksgötu Sýndar verða 1986 árgerðirnar af: Mazda Mazda 323 626 Ennfremur sýnum við í Reykjavík MAZDA E 2200 sendibíla, MAZDA B 2000 Pickup og MAZDA T-3500 sendibíl með kassa. Gerið ykkur dagamun KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDAÍ BÍLABORG HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.