Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR 1986 Aðalfundur Nútímans hf.: Steingrímur vill slíta félaginu Framsóknarflokkurinn yf irtekur skuldir þess STEINGRÍMUR Hermannsson forsætísráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins, lagði til á aðalfundi Nútímans hf., sem haldinn var á miðvikudaginn, að félaginu yrði slitið. Hákon Sigurgrímsson, formaður stjómar Nútímans hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi tillaga Steingríms Hermannssonar hefði ekki verið borin undir atkvæði. Til þess að slíta félaginu þarf 2h atkvæða, en ljóst var að ekki var nægilegt atkvæðamagn á fundinum til að afgreiða þetta mál. Hákon sagði að enginn ágreiningur hefði komið fram á fundinum um þessa tillögu, en ákveðið var að fresta afgreiðslu hennar til 10. mars næstkomandi, en þá hefur verið boðaður framhaldsfundur. Hákon sagði ennfremur að Stein- grímur Hermannsson hefði lýst því yfír að Framsóknarflokkurinn myndi leitast við að greiða skuldir félagsins. Hann sagði að þau mál yrðu endanlega ákveðin á fram- haldsfundinum 10. mars. Skuldir Nútímans hf. umfram eignir voru liðlega 40 milljónir um síðustu ára- mót. „Á fundinum var flutt skýrsla stjómarinnar. Þá kom fram að menn hafa orðið fýrir verulegum vonbrigðum með þessa dýru tilraun. Menn voru einhuga um að taka höndum saman og komast út úr þessum vanda og reyna jafnframt að tryggja útkomu blaðs áfram," sagði Hákon Sigurgrímsson að lokum. Dómprófasturinn 1 Reykjavík: Safnaðarráðs- fundur Reykjavík- urprófástsdæmis í hveiju prófastsdæmi er hald- inn svo nefndur héraðsfundur að hausti, þar sem lagðir eru fram reikningar safnaðanna og héraðasjóða prófastsdæmanna eftír tilkomu þeirra, og kirkju- mál eru rædd og reifuð. En í Reykjavíkurprófastsdæmi eru haldnir svonefndir safnaðarráðs- fundir tvisvar sinnum á ári yfir- leitt. Þar eru rædd skipulagsmál og gerðar áætlanir um frekara starf. Nú er boðað til safnaðaráðs- fundar á sunnudaginn kemur. Verð- ur hann haldinn í sal Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis á neðstu haeð skrifstofubyggingarinnar og hefst kl. 16. Er þetta nýr fundar- staður fyrir söfnuðina, en miklar framkvæmdir hafa átt sér stað hjá kirkjugörðunum og er fundarmönn- um boðið að skoða þær í fundarlok. En auk þess er á dagskrá fundarins umræða um kirkjugarðana í próf- astsdæminu m.a. með tilliti til nýs kirkjugarðs í Kópavogi og breyt- inga, sem Reykjavíkurborg hefur hug á að gera á skipulagi Gufuness- kirkjugarðs. Mun forstjóri kirkju- garðanna, Ásbjöm Bjömsson, kynna þessi mál. Þá mun Ami Guðjónsson hæstaréttarlögfræðing- ur ræða um nýtt fmmvarp um kirkjugarða, sem lagt var fyrir kirkjuþing í haust og verður tekið til endanlegrar afgreiðslu á næsta kirkjuþingi. Þá verður tekin ákvörðun um tillögu að sóknargjaldi fyrir yfír- standandi ár, en samkvæmt lögum, sem samþykkt vom í fyrra, er ekki lengur um nefskatt að ræða, heldur ákveðna prósentu af útsvarsstofni. Nefndir skila áliti, m.a. um breytt viðhorf í útvarpsmálum og um hlut presta og organista og söngfólks í kirkjulegu starfí og ábyrgð þeirra og kjör. Einnig em kosningar á dagskrá og önnur mál, ef berast. En safn- aðaráðsfundi sækja samkvæmt lögum sóknarprestar, formenn sóknamefnda og safnaðarfulltrúar, en auk þeirra hafa aðrir sóknar- nefndarmenn mikið sótt þessa fundi og nýju lögin gera ráð fyrir starfs- mönnum safnaða í hálfu starfi eða meir á héraðsfundum og virðist eðlilegt, að slíkt nái til safnaðaráðs- funda einnig. Það má því búast við töluverðu fjölmenni á sunnudaginn. Fræðsla ætluð forráða mönnum fermingar .barna Síðustu ár hafa verið námskeið og fræðslufundir innan vébanda Reykjavíkurprófastsdæmis og tekin fyrir hin margvíslegustu málefni. Hefur þessi nýbreytni mælzt vel fyrir og m.a. stuðlað að Biblíulestr- um í söfnuðum. Nú er forráðamönnum ferming- arbama sérstaklega boðið til fjög- urra kvölda námskeiða, þar sem boðin er kynning á því, sem ferm- ingarbömin sjálf em að fást við nú í nánd ferminganna. Verður fyrsta samverustundin mánudaginn 17. febrúar og hefst kl. 20.15 eins og öll hin einnig og er fundarstaðurinn safnaðarheimili Bústaðakirkju. Fyrsta kvöldið talar dr. Einar Sigur- bjömsson um síðustu kvöldmáltíð- ina og baksvið hennar, næsta mánudag, 24. febrúar, íjallar séra Ólafur Oddur Jónsson um heilaga kvöldmáltíð sem samfélag, þriðju- daginn 4. marz er á dagskrá erindi séra Heimis Steinssonar um fyrir- gefninguna í ljósi heilagrar kvöld- máltíðar og loks íjallar séra Karl Sigurbjömsson þriðjudaginn 11. marz um ferminguna og altaris- gönguna. Ætti að vera töluverður fengur að þessum erindum og em aðrir en forráðamenn fermingarbama yfír- standandi árs vitanlega velkomnir. Fræðsla þessi er undirbúin af nefnd, sem starfar á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis og er frú Unnur Halldórsdóttir formaður hennar og stýrir umræðum, sem verða að framsöguerindunum loknum. Auk þess er kaffí fram borið til hressing- ar. Er vonandi að sem flestir hagnýti sér þessi námskeið, sem koma í eðlilegu framhaldi fyrri fræðslu- kvölda, en em þó sjálfstæð eining og ekki háð þeim. Ekkjan frú Quin (Svanhildur Th. Valdimarsdóttir) og Gamli Mahan (Ogmundur Jóhannesson) í leikgervum sínum. Leikfélag Kópavogs: Lukkuriddar- inn sýndur á ný í kvöld NÚ ERU að hefjast á ný hjá Leikfélagi Kópavogs sýningar á Lukkuriddaranum eftir J.M. Synge, í þýðingu Jónasar Arna- sonar. Leikurinn gerist á lítilli krá á friðsælum stað í N-írlandi um síðustu aldamót. Fátt raskar ró manna, þar til einn daginn að ungur aðkomumaður birtist í þorpinu. Hann er á flótta undan réttvísinni, þar sem hann er réttdræpur sem föðurbani. Leikstjórar em þau Rúnar Lund og Helga Harðardóttir og í aðalhlutverkum em Þór- hallur Gunnarsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Svanhildur Valdimarsdóttir og Hörður Sig- urðsson. Sýning verður í kvöld laugardaginn 15. febrúar kl. 8.30 í Hjáleigunni, félagsheimili Kópavogs. NYTT FRA MITSUBISHI TREDIA FOLKSBILL MEÐ TORFÆRUEIGINLEIKA Jafnvígur í snjó, hálku og aurbleytu — á malarvegum og malbiki A Verð frá kr. 650.000. #>. Þú kemst til áður ókunnra staða á MITSUBISHI TREDIA með ALDRIFl, 85% læsingu á afturdrifi, 19 cm veghæð og afístýri. ~T Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Dæmi um stadlaðan búnaó: ► Rafstýrdir útispeglar ► Míðstýrdar hurðalæsíngar Rúllu bílbeltí í öllum sætum Vi' HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 ", y*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.