Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Greinargerð frá Hagstofu íslands: Nýtt auðkennistalnakerfi og aðrar breytingar á þjóð- skrá og fyrirtækjaskrá Hinn 1. janúar 1987 verður auðkennistalnakerfi þjóðskrár og fyrirtækjaskrár breytt. Nafnnúmer- in sem nú eru notuð, verða aflögð sem auðkennistölur einstaklinga í þjóðskrá og sem auðkenni fyrir- tækja, félaga og stofnana í fyrir- tækjaskrá. I stað þeirra verða tekn- ar upp nýjar auðkennistölur, sem byggjast á fæðingamúmerum þjóð- skrár fyrir einstaklinga og samsvar- andi talnakerfí fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Auk þessa er nú unnið að ýmsum öðrum breytingum á þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Er ætlunin að á þessu ári verði farið að tölvuskrá allar breytingar á skránum með reglubundnum hætti allt árið, eftir því sem tilkynningar berast um þær. Jafnframt á að stækka nafn- svið í skrám, bæta nafnritun að mun og stefnt er að því að nöfn verði skrifuð rétt, með öllum bók- stöfum íslenska stafrófsins og með hástöfum og lágstöfum eftir því sem við á. Þá verða heimilisföng einstaklinga skráð bæði í nefnifalli og þágufalli. * Ag-allar nafnnúmera- kerfisins Ástæðan fyrir breytingu á auð- kennistalnakerfinu er fyrst og fremst sú, að ýmsir annmarkar eru á notkun núverandi nafnnúmera, sem ætla má að ágerist eftir því sem lengra líður. Nafnnúmerin voru upphaflega tekin í notkun á árinu 1959 til þess að unnt væri að staf- rófsraða nöfnum í þjóðskrá í þeim vélum, sem þá voru til. Vélar þess tíma réðu við röðun eftir tölustöfum en ekki eftir bókstöfum. í upphafí var númerum úthlutað á nöfn með þeim hætti, að rétt stafrófsröð fengist, auk þess sem númerum var dreift þannig á nafnaskrá þjóð- skrár, að unnt átti að vera að bæta við nöfnum inn í skrána eftir því sem fólkinu flölgaði og án þess að réttu stafrófí væri raskað. Þessi númeragjöf var byggð á þáverandi tíðni nafna og hefði kerfíð dugað lengi ef nafngjafír hefðu haldist áfram í svipuðu horfí. Undanfarin ár hafa nafngiftir hins vegar breyst mjög. Ymis nöfn sem algengt var að gefín væru fyrir aldarfjórðungi, hafa nær horfíð, en önnur sem þá voru fátíð eða jafnvel óþekkt hafa rutt sér til rúms. Jafn- framt hefur tvínefnum fjölgað mikið og ýmsar samsetningar nafna orðið mjög vinsælar á mjög skömm- um tíma. Þessar breytingar hafa vaidið því, að mjög erfítt hefur reynst að fullnægjaþví skilyrði talnakerfísins, að réttrar stafrófsröðunar væri gætt. Raunar er nú svo komið, að á nokkrum stöðum ( nafnaskránni hafa öll númer verið fullnýtt og stafrófsröðun verður því ekki komið við. Af þessum sökum hefur oft þurft að grípa til þess óyndisúrræðis að nota að nýju nafnnúmer látinna einstaklinga eða horfinna fyrir- tækja. Þessi endumotkun númera hefur reynst illa, einkum eftir £ið þau náðu mikilli útbreiðslu sem almenn auðkennisnúmer í viðskipt- um einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Látnir einstaklingar láta eftir sig dánarbú, eignir og skuldir, og fyrirtæki sömuleiðis. Marghátt- aðar skuldbindingar eru nú skráðar á nafnnúmer og hverfa ekki þótt viðkomandi sé allur. Því er algengt, að nafnnúmer einstaklings eða fyrirtækis sé í notkun um langt skeið eftir að viðkomandi aðili er horfínn af sjónarsviðinu. Við þetta bætist að nafnaskrám er oft beitt við ýmiss konar rannsóknir, t.d. á sviði læknisfræði; er þá nauðsynlegt að númerakerfíð sé einhlítt og tveir eða fleiri aðilar mega ekki hafa sama númerið. Annar ágalli nafnnúmerakerfís- ins er sá, að nauðsynlegt hefur verið að breyta um númer hafí orðið breyting á ritun nafna í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá. Alltaf er nokk- uð um nafnbreytingar hjá einstakl- ingum, t.d. erlendum mönnum er þeir taka íslenskan ríkisborgara- rétt, hjá fólki, sem fellir niður ættamöfn, eða hjá fólki, sem heitir tveimur nöfnum, en æskir breyting- ar á nafnritun vegna þess að það notar yfírleitt aðeins síðara nafnið en ekki bæði nöfnin. Þá hafa því miður verið að því nokkur brögð, að einstaklingar leituðu eftir þvf að fá nafnritun breytt til þess að fá nýtt nafnnúmer og losna undan skuldbindingum, sem skráðar voru á eldra nafn þeirra og númer. Að því er fyrirtæki varðar, eru nafn- breytingar mjög algengar og hefur þá jafnan orðið að gefa viðkomandi fyrirtæki nýtt númer. Allt þetta veldur þvi að úthlutun númera er nú miklum vandkvæðum bundin, númerakerfið er ekki lengur einhlítt ,og erfítt er að tryggja að sama númeri sé ekki úthlutað oftar en einu sinni. Loks má nefna sem galla á nafn- númerunum, sem nú eru notuð, að þau hafa ekki dugað sem auðkenn- istölur fyrir böm. Ástæðan er sú, að ekki hefur þótt fært að úthluta bömum nafnnúmerum fyrr en þau væm orðin allstálpuð vegna óvissu um nöfn þeirra. Þetta stafar bæði af því að það vill stundum dragast að bömum séu gefín nöfn og af breytingum á nöfnum eða á ritun nafíia, t.d. á föðumafni vegna ættleiðinga eða bamsfaðemisúr- skurða. Þar sem böm hafa af þess- um sökum ekki fengið nafnnúmer fyrr en við 12 ára aldur hefur fæðingamúmerum þjóðskrár sums staðar verið beitt sem auðkennis- tölum, einkum í heilbrigðiskerfinu. f reynd hafa því verið tvö opinber auðkennistalnakerfi í notkun hér á landi og er æskilegt að á því verði breyting. Nýja númerakerfið Númerakerfið sem tekið verður í notkun um næstkomandi áramót sem auðkennistalnakerfi, byggist sem fyrr segir á svonefndum fæð- ingamúmerum þjóðskrár. Ástæð- umar fyrir því að fæðingamúmerin hafa orðið fyrir valinu, era m.a. þær, að þetta talnakerfi er til (allir fslendingar eiga sitt fæðingamúm- er), því er þegar beitt af sjúkrasam- lögum, sjúkrahúsum, f skólakerfínu og í ýmsum nafnaskrám rannsókn- arstofnana. Þá er talan stutt og því auðlærð. Ýmsa aðra kosti má nefna: Auðvelt er að gefa númerið og forðast árekstra þegar ný númer era gefín. Auðvelt er að koma við sérauðkennum í númeram eftir því sem þörf er á. Númeram einstakl- inga má raða í rökrétta röð, þ.e. rétta fæðingartímaröð. Hægt er að skilja á milli einstaklinga og fyrir- tækja. Þá fellur þetta kerfí vel að þjóðskréirvinnslunni, eins og hún hefur verið. Loks næst með þessu sá mikli ávinningur, að eitt og sama talnakerfíð mun gilda fyrir alla og vera notað jafnt af öllum aðilum. Fæðingamúmer era nú sett saman úr fæðingardegi, mánuði og ári (táknað með tveggja stafa tölu, þ.e. 86 í stað 1986) og þriggja stafa númeri aftast. Númerið er því nú alls 9 stafir en við breyiinguna verður einum staf bætt við. Númer- ið verður því alls 10 stafir. í þriggja stafa númerinu, sem nú kemur aftan við fæðingarárið, era tveir fyrstu stafimir hlaupandi tölur frá 01 upp í 99. Þriðji stafurinn er svonefhd vartala, en í henni felst prófun á stafína átta sem á undan koma. Fjórði stafurinn, sem við bætist og verður tíundi og aftasti stafurinn í tölunni í heild sinni, táknar fæðingaröld. Þannig verður talan 9 aftasti stafur ( auðkennis- tölum allra þeirra, sem fæddir era á þessari öld, talan 8 verður aftasti stafur í tölum þeirra, sem fæddir era fyrir síðustu aldamót, og stafur- inn 0 verður aftasti stafur í auð- kennistölum þeirra sem fæðast munu eftir að árið 2000 er gengið í garð. Sem dæmi um hin nýju númer einstaklinga má nefna, að auðkennistala einstaklings sem fæddur er 17. febrúar 1986, gæti orðið 170286-1289. Einstaklingur með sama fæðingardag á síðustu öld gæti hins vegar haft númerið 170286-1288. Auðkennistölur fyrirtækja, stofn- ana og félaga, verða með sama hætti og tölur einstaklinga. Þær verða þó frábragðnar að því leyti, að þær munu aldrei byija á lægri tölu en 41, en númer einstaklinga byija á tölum á bilinu frá 01-31 eftir fæðingardegi. Breytingarnar í framkvæmd Sem fyrr segir munu hinar nýju auðkennistölur verða teknar í notk- un í þjóðskrá hinn 1. janúar 1987. í samráði við ríkisskattstjóra hefur verið ákveðið, að í stað nafnnúmera verði auðkennistölumar nýju á skattframtali 1987 vegna tekjuárs- ins 1986. Ríkisskattstjóri hefur jafnframt ákveðið, að við öll skatt- skil vegna ársins 1987, sem m.a. era gerð á launaskatts- og sölu- skattsskýrslum á því ári og á launa- miða- og skattframtölum 1988, skuli hinum nýju auðkennistölum beitt. Við skattskil vegna ársins 1986 verða gömlu nafnnúmerin hins vegar notuð. Ljóst er, að upptaka nýrra auð- kennisnúmera krefst mikils undir- búnings, bæði hjá opinberum aðil- um og einkafyrirtækjum, sem notað hafa nafnnúmer í viðskiptum sínum og bókhaldi. Þar sem ætla má að það geti reynst tímafrekt að breyta hinum ýmsu tölvukerfum mun Hagstofan færa nafnaskrá þjóð- skrár með tvennu móti um nokkurt skeið eftir breytinguna. Verður nafnaskráin þá bæði með gamla laginu, þ.e. miðuð við nafnnúmer, en einnig með nýju lagi og nýjum auðkennistölum. Ekki er gert ráð fyrir, að skráin verði færð með gamla laginu lengur en til ársloka 1988, og raunar mun hún úreldast fyrr af ýmsum ástæðum, sem nánar verður rakið hér á eftir. Er því brýnt, að þeim tölvuskrám, sem byggjast að einhveiju leyti á þjóð- skrá og núverandi nafnnúmeram, verði breytt sem fyrst. Tekið skal fram, að Hagstofan hyggst semja við nokkrar tölvustofur um að þær verði reiðubúnar að taka að sér að snúa nafnnúmeram yfír í hinar nýju auðkennistölur til hægðarauka fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasam- tök, sem þess kunna að óska. Áuk breytinga á tölvuskrám og tölvuforritum veldur upptaka nýs auðkennistalnakerfís því, að óhjá- kvæmilegt verður að breyta öllum eyðublöðum og því um líku, þar sem nú er gert ráð fyrir að nafnnúmer sé skráð. Jafnframt verður nauð- synlegt að setja hinar nýju auð- kennistölur á prentuð bréfsefni, reikninga, kvittanir og þess háttar, í stað núverandi nafnnúmera. Nú er unnið að því að úthluta öllum sem era á fyrirtækjaskrá nýjum auðkennistölum og mun Hagstofan tilkynna sérstaklega þegar því verki er lokið. Það verður væntanlega í aprílmánuði. Þá mun verða gefin út ný skrá yfír þau fyrirtæki, stofnanir og fé- lög, er hafa sérstakt auðkennisnúm- er og munu þar koma fram bæði núverandi nafíinúmer og hinar nýju auðkennistölur. Að því er einstakl- inga varðar verða núverandi fæð- ingamúmer stofn hinna nýju auð- kennistalna. Fæðingamúmerin era prentuð á nafnskírteini og sjúkra- samlagsskírteini og auk þess era þau prentuð á skattframtöl ársins 1986 og verða á álagningarseðlum síðar á árinu. Einstaklingar geta fundið hinar nýju auðkennistölur sínar með því að taka þessi fæðing- amúmer og bæta við þau sem aft- asta staf tölunni 9 fyrir þá sem fæddir era á þessari öld, og tölunni 8 fyrir þá sem fæddir era fyrir aldamót. Sem fyrr sagði, era níu stafa fæðingamúmer þegar víða notuð í stað nafnnúmera. Slíkar skrár munu ekki eyðileggjast þótt auð- kennistölur verði tíu stafir frá 1. janúar nk. Er ástæðan sú, að tíundi stafurinn, aldartáknið, kemur fyrir aftan vartölu númersins. Þeir sem nota þessar skrár fá þannig heldur meira svigrúm en aðrir til breytinga á tölvukerfum sínum, en Hagstofan mun allt fram til ársloka 1988 leit- ast við að haga úthlutun auðkennis- talna þannig, að engir tveir aðilar fái sama númerið, þótt fæddir séu hvor á sinni öldinni. Þrátt fyrir þetta er vitaskuld æskilegast að þeim tölvuskrám sem nú hafa 9 stafa fæðingamúmer, verði sem fyrst breytt og tíunda stafnum bætt við. Aðrar breytingar á þjóðskrá Eins og fram kemur í inngangi þessarar greinargerðar er breyting á auðkennistalnakerfínu aðeins einn liður í þeirri endurskipulagningu þjóðskrár og fyrirtækjaskrár, sem að hefur verið unnið að undanfömu. Breytingin á auðkennistalnakerfinu er sú sem beinast snýr að almenn- ingi en aðrar breytingar, sem á döfínni era skipta einnig máli. 1. Sívinnsla. Á þessu ári mun Hagstofan taka upp sívinnslu við færslu þjóðskrár og fyrir- tækjaskrár, þ.e. að farið verður að tölvuskrá allar breytingar, sem verða á skránum jafnóðum og tilkynningar og gögn um þær berast, en fram að þessu hefur mest áhersla verið lögð á árlega færslu skráa miðað við 1. desem- ber ár hvert. Fyrst í stað mun þetta ná til breytinga á lög- heimili en frá og með næsta ári mun sami háttur hafður á við öll skráningaratriði í þjóðskrá. Með þessari breytingu vinnst tvennt. Annars vegar mun vinn- an við skráningu dreifast jafnt á árið. Hin venjubundna ársloka- skráning verður æ erfiðari við- fangs, vegna þess hve breyting- um á skráningu hefur fjölgað gífurlega undanfarin ár, einkum vegna síaukinna flutninga fólks. Hins vegar er þess vænst, að þjóðskráin verði eftir þetta rétt- ari á hveijum tíma og jafnframt haldbetri heimild en nú er um breytingar á skráningaratriðum. Þetta mun auka notagildi henn- ar að mun fyrir alla þá sem byggja skrár sínar á þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá. Upptaka sí- vinnslu krefst veralegra breyt- inga á tölvuvinnslu svo og nýs tækjabúnaðar. Sívinnslan mun leysa ýmis vandamál á Hagstof- unni en henni fylgja önnur. Þessi þáttur endurskipulagningar snýst raunar ekki fyrst og fremst um nýja tækni, heldur fremur um breytt vinnubrögð og endurskipulagningu gagna- meðferðar og gagnasöfnunar. 2. Stækkun nafnsviðs. Fyrir- hugað er að breyta tölvuskrám þjóðskrár með ýmsum hætti. Meðal annars verar nafnsvið þjóðskrár stækkað úr 23 stöfum í 31 staf. Nafnsviðið er nú svo þröngt, að oft verður að skamm- stafa nöfn meira en góðu hófi gegnir og verður útkoman þá stundum illskiljanleg eða óvið- felldin. Þessu á nú að verða unnt að breyta. 3. Skráning umboðsmanns. Ætlun- in er að gefa fólki sem býr er- lendis, t.d. námsfólki, kost á að tilgreina umboðsmann hér á landi. Þetta er gert í því skyni, að ýmis opinber gögn komist til skila, þótt viðkomandi sé ekki á íbúaskrá. Er með þessu reynt að koma til móts við ýmsar óskir, sem Hagstofunni hafa borist um þetta, einkum frá námsmönnum erlendis og aðstandendum þeirra. 4. Heimilisföng í þágufalli. Eins og nú háttar era heimilisföng, þ.e. heiti gatna, húsa eða býla, aðeins skráð í nefnifalli. Þetta hefur verið gagnrýnt og hafa margir bent á að notkun neftii- falls í heimilisföngum á bréfum o.þ.h. sé andstæð íslenskri mál- venju. Því hefur nú verið ákveðið að tölvuskrá heimilisföng bæði í nefnifalli og þágufalli þannig að við útskriftir eða útsendingar megi velja um hvort fallið sé +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.