Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 * I eyðimörkum Saudi-Arabíu Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Laurie Devine: Saudi Útg. Arrowbooks 1985 UNG bandarísk stúlka, Sunny Shannon, fædd í Saudi-Arabíu af bandarískum foreldrum er aðalper- sóna þessarar löngu sögu. Faðir hennar vinnur hjá olíufyrirtæki þar í landi og kona hans ferst með voveiflegum hætti, þegar telpan er mjög ung. Faðir hennar hafði ekki aðeins brugðið við rangt þegar ólán- ið skall yfir, heldur ber hann einnig ábyrgð á því að Abdullah, vinur hans og fylgdamautur, ferst. Hann vill bæta fyrir brot sitt með því að kosta skólagöngu tveggja sona hans, þeirra Muhammeds og Ras- hid. Telpuna verður hann að senda frá sér til Bandaríkjanna, en allar stundir elur hún með sér löngun og undarlega þörf til að kynnast landinu þar sem hún fæddist. Hún kemst í kynni við bræðuma þegar þeir koma til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og eftir mikil sálar- umbrot er ákveðið að hún fái að giftast Rashid. Hún verður að vísu eiginkona númer tvö, því að hann á konuna Nura fyrir í Saudi-Arabíu. Hún flytzt með honum til heima- lands hans, elur honum tvö böm og það gengur á ýmsu í hjónaband- inu. Loks bregst mágurinn Mu- hammed með því að skýra frá ein- hverju sambandi við Sunny á unga aldri og Rashid á ekki um annað að velja en skilja við „eiginkonu hjarta síns“ og senda hana aftur heim til Bandaríkjanna. Son sinn Khalil verður hún að skilja eftir og sér aðeins tvisvar eftir það. En auðvitað er sagan ekki búin hér með. Og þetta er aðeins ófull- komin beinagrind því hér er á ferð- inni meiriháttar bók að ýmsu leyti. Hún lýsir á ótrúlega skilmerkilegan og næman hátt afstöðu í hinum arabíska heimi. Gagnvart konunni, gagnvart fjölskyldunni, gagnvart landinu. Höfundur virðist annað hvort vera gjörkunnugur arabísku „mentaliteti" eða að minnsta kosti skilja það svo vel, að með ólíkindum er. Hvemig fólk þessara tveggja gjörólíku heima, Sunny og Rashid, dragast hvort að öðru og hvemig þau gera sér líka bæði grein fýrir því að þau muni aldrei geta skilið hvort annað nema að takmörkuðu Where.even viotations of honour are subject to forgiveness... leyti. Hindranimar em of háar og ástin ein, hversu sterk sem hún er, dugir ekki nema skammt. Samt aðlagar Sunny sig að mörgu leyti heimi Rashids, svo þegar að þvi kemur að að hann sendir hana frá sér og hún fer aftur til Bandaríkj- anna með ungri dóttur sinni, hefur hún týnt rótum sínum. Þær em þrátt fyrir allt í eyðimörkum Saudi- Arabíu. Inn í frásögnina er fléttað af miklum hagleik og kunnáttusemi pólitískri framvindu í þessum heimshluta öll þessi ár, olíuverðs- hækkunin 1973 og það sem í kjöl- farið kom. Átök í Miðausturlöndum á hinum ýmsu tímum. Afstaðan til Israels, átökin innan Saudi-Arabíu, ránið á OPEC-ráðherrunum og fleira og fleira. Og árás ofstækis- trúaðra á Mekka. Einn úr hópnum er Khalil, sonur þeirra Sunny og Rashid. Hann hefur fyrir löngu sýnt einhver merki um geðtmflun og foreldrar hans hljóta að saka sig sjálf um hvemig fór fyrir honum. Sómi Rashids og hefðin býður honum að vera viðstaddur þegar einkasonur hans er líflátinn, og það er áhrifamikil frásögn laus við til- finningamgl. Síðan fer hann með afa sinn Ibrahim út í eyðimörkina þar sem Ibrahim vill fá að gefa upp andann. Og um nóttina áður en gamli maðurinn deyr reynir hann að útskýra fyrir „þér, Rashid, sonur sonar míns" hvað Kóraninn kennir um fyrirgefninguna og umburðar- lyndið og að Rashid hafi aldrei skilið kennisetningamar. Þetta heillandi saga. Þarna er komið víða við og úrslitum ræður, hversu meistaraleg tök Laurie Devine hefur á viðfangsefni sínu og hefur unnið að gerð þessarar sögu á sérstaklega vandvirknisleg- an og þó manneskjulegan hátt. Fyrir allan þann góða fróðleik um manneskjuna — hver og hvar sem hún er — sem sagan hefur að geyma. „Grænt ljós“ sást yfir Garðsárdal: Hjálparsveitar- menn sáu ekkert athugavert Akureyri 13. febrúar. LÖGREGLU á Akureyri var um kl. 11 í morgun tilkynnt um grænt ljós yfir Garðsárdal, sem gengur austur úr Eyjafirði. Þrír félagar í Hjálparsveit skáta á Akureyri voru kvaddir út. Þeir héldu inn á dalinn en fundu ekkert athugavert. „Við sáum engin ný spor eða neitt. Við fómm svo til alveg inn í dalbotn," sagði Gunnar Gíslason, einn þremenninganna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, eftir að þeir komu til baka, laust eftir kl. 15. Þeir Filipus Einarsson og Baldvin Stefánsson fóm ásamt Gunnari inn í dal. Gunnar sagði menn ekki vita af hveiju ljós það er sást hefði stafað — en gælt væri við þá hugmynd að glampað hefði af vígahnetti eða gervihnetti sem flogið hefði lágt. Undar- legasta saga lið- ins árs Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Helgi Þorgils Friðjónsson: af viðskiptum mínum við eppel- ein von gailingen. Reykjavík 1985. Helgi Þorgils Friðjónsson, f. 1953, er myndlistarmaður og rithöfundur. Eftir hann liggja nokkrar sérkenni- legar bækur myndskreyttar, sumar eins konar myndasögur. Á þessar bækur hefur verið minnst í þessum þáttum, ekki sfst vegna þess að þær era nýstárlegar, ólíkar flestum öðmm bókum. Þær era líka ein- hvers staðar á mörkum myndlistar og bókmennta. Af viðskiptum mínum við Eppel- ein von Gailingen heitir nýjasta bók Helga Þorgils Friðjónssonar og nú er treyst á textann eingöngu, engar myndir fylgja ef undan er skilin smáteikning á titilsíðu af einu af uppáhaldsviðfangsefnum myndlist- armannsins, dýri sem er í senn froskur og maður. Bókin, sem er 70 bls., er að mestu í dagbókarformi. Höfundur segir frá sjálfum sér, konu sinni og syni, skyldfólki, vinum og kunn- ingjum. Víða er komið við. Sviðið er ýmist heima eða erlendis, í ís- lenskri sveit eða á strætum gamalla menningarborga. Flughafnir era líka meðal þeirra staða sem Helgi Þorgils lýsir. Einn eftirminnilegasti kaflinn gerist í flughöfninni í Lúx- emborg, lýsir íslendingum sem bíða eftir fari heim og einnig öðra fólki. Helgi Þorgils er næmur á blæbrigði mannlegs lífs, dregur upp lifandi myndir af fólki, oft spaugiiegar. Háðskur getur hann verið, en það er aldrei beinlínis tilgangur hans. Hann vill frekar spegla mannleg viðbrögð en dæma samferðamenn sína. Aðferð Helga Þorgils minnir stundum á Einar Guðmundsson sem samið hefur eins konar dagbókar- skáldsögur, Án titils (1978) til dæmis. Frásögn Einars er aftur á móti furðu hlutlaus og skýrslu- kennd, en Helgi Þorgils skrifar fjörlegri prósa. Lítum til dæmis á Normannar Erlendar bækur: Siglaugur Brynleifsson R. Allen Brown: The Normans. The Boydell Press 1984. Allen Brown er prófessor í London og er mikill áhugamaður um normannska sögu, hefur sett saman rit um þau efni svo og um hemaðarmannvirki og einkum kastalabyggingar frá dögum Normanna. í þessu riti rekur hann sögu Normanna allt frá því að Göngu-Hrólfur setti á stofn ríki í Normandí 911 og atburðarás tengda þeim næstu þrjár aldimar. Innrásina í England, þátttöku þeirra í Krossferðunum, hemað og ríkjastofnanir á Ítalíu og Sikil- ey og á írlandi. íbúar Evrópu vora ekki sérlega hrifnir af fyrstu fulltrúum nor- rænna þjóða, sem þeir kynntust fyrst sem ótíndum sjóraufuram og þjófum. Illþýði þetta hylltist einkum til að ræna þá staði þar sem takmarkaðar vamir vora fyrir hendi en einhver von gulls og skartgripa. Svo æxlaðist að þetta lið tók sér bólfestu í Eng- landi, írlandi og á Frakklandi og með tíð og tíma mönnuðust af- komendumir og tengdust yfir- stéttunum, sem fyrir vora í þess- um löndum. Brown leggur höfuðáhersluna í sögu Normanna í Suður- og Austurlöndum nær og þátttöku þeirra í Krossferðunum. Hann álítur að Normannar hafi átt dijúgan þátt í flestum stjóm- málalegum breytingum sem urðu á þessum þijú hundrað áram og ekki síður í þróun riddararegl- anna. Sem skipuleggjendur telur höfundur þá einstaka. Byggingar- list þeirra er veglegur minnisvarði um snilli þeirra í þeirri grein, einkum á Englandi. Sikiley var sérstakt menningar- svæði á 12. öld, þar sem tvinnuð- ust saman menningaráhrif, róm- versk, býsönsk og serknesk auk normannskra, og enn má sjá rúst- ir kastalanna, sem reistir vora í Landinu helga, margir að fram- kvæði normannskra riddara. Afstaða og mat Browns á af- rekum Normanna er þeim mjög hliðholl og í eftirmála kennir fremur kulda til þeirra sagnfræð- inga sem vilja gera hlut þeirra minni en Brown álítur að efni standi til. Hann telur eins og áður segir að Normannar hafi valdið þáttaskilum í evrópskri menningu og hafi mótað afgerandi enskt samfélag. Hugtakið Normanni getur engan veginn táknað algjör- lega sérstætt þjóðemi. Eftir að þeir gerðust landstjómarmenn á Englandi, blönduðust þeir Engil- Söxum og í Normandí gerðist það sama. Norpiannar vora í upphafi of fámennir til þess að geta haldið þjóðemi sínu, enda týndu þeir tungumáli sínu fljótlega eftir að þeir settust að í Normandí og tóku upp frönsku og það vora frönsku- mælandi Normannar sem lögðu undir sig ríki Engil-Saxa á Eng- iandi og enskan myndast úr engil-saxnesku og normanna- frönsku og þegar kemur fram á 14. og 15. öld var franska Nor- mannanna horfin sem stjómar- mál. Afrek Normanna vora því afrek nýrrar yfírstéttar, bæði í Norm- andí (frönsk-normönsk) og á Englandi (engil-saxnesk og norm- önsk) og þáttur kirkjunnar og ögun þessara stétta átti mestan þátt í normansskri menningu. Bókin er smekklega prentuð og myndasafn er gott, bæði litmyndir og svart/hvítar myndir. Bóka- skrár fylgja. Metsölublad á hverjum degi! Utsala á yfir tvö hundruð bókatitlum á verðbilinu frá kr. 50 til kr. 200 Afgreiðslustaðir: Almenna bókafélagið Skemmuvegi 36, Kópavogi. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.