Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 22
22_____ Mexíkó MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 17 lögreglumenn drepnir í fyrirsát Oaxaca, Mexíkó, 14. febrúar. AP. SAUTJÁN lögreglumenn voru drepnir í fyrirsát eiturlyfjasmyglara í afskekktu marijuanaræktarhéraði í Suður-Mexíkó á miðvikudag, að sögn lögregluyfirvalda. Einungis tveir árásarmannanna féllu í skotbardaganum og einn lögreglumaður hefur enn ekki fundist. Samkvæmt frásögn dagblaðsins E1 Imparcial átti atburðurinn sér stað í fjöllunum um 50 km suður af Oaxaca. Hundruðir eiturlyfja- smyglara réðust óvænt að rúmlega 150 lögreglumönnum og beittu vél- byssum. Lögreglumennimir eru ennþá á svæðinu og hafa að sögn lokað öllum vegum til borgarinnar. Engar handtökur hafa enn verið gerðar að sögn lögregluyfirvalda. Svarið erneil Tvöþúsund og fimmhundruð manns komu til að mótmæla því að sett yrði upp geymsla fyrir kjarn- orkuúrgang í grennd við skóla í Napólí í Maine í Bandaríkjunum. Mótmælin áttu sér stað þegar embættismenn orkumálaráðuneytisins héldu opinberan fund um málið í þessari viku. Eins og sjá má 'a spjöldum þeim, sem mótmælendur halda á lofti, er svar þeirra nei. 13.-22. FEB I ARMULANUM 2,43m. Verð áður 15. i.-. Afsláttur er 35%. dagana, þá er úrvalið rr 942 fyth est Veggeiningar: Len Kjaratilboð kr. 10 Bestu kaupin er Opið til kl.4ídag Velkomin í Ármúlann Vörumarkaðurinn hf. 41 hand- tekinn við blaðhús Murdochs London, 14. febrúar. AP. BREZKA lögreglan handtók 41 mann í morgun fyrir utan blað- hús Roberts Murdoch í Wapping er um 2.000 manns reyndu að koma í veg fyrir dreifingu blað- anna The Times og Sun. í hópi mótmælenda voru prentarar, sem störfuðu hjá Murdoch í Fleet Street og vinstrimenn, sem styðja málstað prentara, sem misstu atvinnu sina er Murdoch tók i notkun nýja tækni við blaða- vinnslu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu. Að sögn lögreglunnar voru hinir handteknu ýmist kærðir fyrir líkamsárás á lögreglumenn, að hindra lögreglu í starfi eða hindra eðlilega umferð um akvegi. Nokkrir lögreglumenn slösuðust, alvarlegustu meiðslin voru fingur- brot og brotin hnéskel. Vegna aðgerðanna töfðust bif- reiðar, sem dreifa blöðum Murdochs, um eina klukkustund. Samkvæmt yfirlýsingu blaðaheild- sala um land allt komust blöðin þó víðast hvar í blaðsölur á tilskyldum tíma. Að sögn talsmanns útgáfufyr- irtækis Murdochs var blaðadreifing- in með eðlilegum hætti, nema í Exeter, þar sem blöðin komust seint til skila vegna bilunar í bifreið, sem ók blöðunum þangað. Murdoch hóf að prenta blöð sín í nýju blaðhúsi í janúarlok. Flutti hann úr Fleet Street, þar sem blöðin voru sett og prentuð með úreltri prenttækni. Með nýju tækninni kemst hann af með rúmlega 100 menn í prentsmiðju í stað fleiri þúsunda. Murdoch reyndi árangurs- laust að ná samningum við stéttar- félag prentara um starf þeirra í nýja blaðhúsinu. Efndu þeir loks til verk- falls, rétt áður en flutt skyldi í nýja blaðhúsið og svaraði Murdoch því með uppsögnum og réð rafeinda- tækna til starfa í nýju prentsmiðj- unni. Ítalía: Sleppa um 50 f öngum vegna lagabreytinga Róm, 14. febrúar. AP. Um 50 manns, sem sitja í fang- elsi í Róm vegna ákæru um meint samstarf við hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna, verður bráðlega sleppt vegna ákvæða í nýjum varðhaldslögum, að þvi er heimildarmenn í dómskerfi landsins hermdu í gær, fimmtu- dag. Nokkrir í þessum hópi voru fangels- aðir árið 1978 vegna ránsins og morðsins á fyrrum forsætisráðherra Italíu, Aldo Moro. Flestir þeirra, sem látnir verða lausir, eru taldir hafa gegnt óverulegum hlutverkum í hryðjuverkastarfseminni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.