Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekingur! Ég er fædd 10. júní 1970 kl. 19.20 að kveldi til í Reykja- vík. Mig langar að vita hvaða starf hentar mér best. Mig langar til að verða skáld og rithöfundur. Hvemig passar tungumálanám mér? (Ég er á tungumálabraut.) Hvaða stjömumerki semur mér best við? Með kærri kveðju, Nemesis." Svar: Kæra réttvísi- og refsigyðja. Þegar þú fæddist var Sól í Tvíburamerkinu, Tungl og Miðhiminn í Meyju, Merkúr og Satúmus í Nauti, Venus og Mars í Krabba og Sporð- dreki var Rísandi. Þú berð því einkenni Tvíbura, Meyju, Nauts, Krabba og Sporð- dreka. Rithöfundar- hcefdeikar Sagt er um Tvíburann að hann sé merki tjáskipta og upplýsingamiðlunar. Það er því Tvíburum eðlilegt að fást við ritstörf og störf að margs konar fjölmiðlun. Þar sem sólin var f Tvíburamerkinu er þú fæddist ættir þú að hafa rithöfundarhæfileika og meðfædda þörf tii að tjá þig. Hins vegar eru hæfíleikar ekki allt. Þeir sem fást við listræn störf segja margir að vægi hæfíleika sé 5% og vinnu 95%. En það er jú oft irinri þörf sem rekur menn áfram í vinnu. Þú mátt ekki gleyma þvf að það er þinn vilji sem skiptir öllu máli. Ef þú vilt raunvemlega verða rithöfundur þá verður þú rithöfundur. Það helsta sem þú getur þurft að sigrast á er eirðarleysi. Margir Tví- burar eiga erfítt með að sitja kyrrir og beita sér af fullum krafti að 'einu ákveðnu máli. Þó þú þurfír að varast eirðar- leysi þá er samt sem áður mikilvægt fyrir þig að fást við fjölbreytileg viðfangs- efni. Tungumálahœfúeiki Þú hefur góða tungumála- hæfíleika. Meyjarmerkinu fylgir iðulega málfræðihæfí- leikar og Tvíburar eru ágætir tungumálamenn. Skáldskapur Allt bendir einnig til þess að þú hafír hæfileika í skáld- skap. Merkúr- Venus- Nept- únus-tenging er algeng hjá skáldum, táknar að tengsl eru milli hugsunar, fegurðar- kyns og ímyndunarafls. Tengslum Merkúrs og Nept- únusar fylgir hins vegar hætta á of miklu draumlyndi og sjálfsblekkingum. Til að ná sem bestum árangri þarft þú að læra að hemja ímynd- unaraflið og fínna því já- kvæðan og uppbyggilegan farveg. Hjálpsöm Um aðra þætti í korti þínu má segja, t.d. hvað varðar tilfínningar, að Tungl í Meyju og Venus í Krabba táknar að þú ert frekar íhaldssöm, þarft öryggi og varanleika. Þú ert hjálpsöm en getur átt það til að vera gagnrýnin og hvöss. Mikil- vægt er fyrir þig að eiga gott heimili og að hafa dag- legt líf þitt reglubundið og í föstum skorðum. Þú ert snyrtileg og nákvæm í þér. SjálfstœÖ Mars í spennuafstöðu við Úranus táknar að þú þarft að starfa sjálfstætt og eftir þínum eigin reglum að þér fellur best að vinna í skorp- um og óháð stimpilklukku. Ég get ekki séð hvaða merki þér semur best við. Ekki er þó ólíklegt að þér falli vel við eitt eða fleiri „hinna merkja" þinna, Meyju, Sporðdreka, Naut eða Krabba. DÝRAGLENS LJÓSKA - iMCTKINl Fl? YDAO HVAP APVCKA /TTHM5t-lá( BH. HÖN VERE> QFTTR VNSRJ \ KONUM UIFA T/MUI Rill ICMMI \"JP' \ 7» : 1 UIVIiVII Uu JtlMNI /\r HVERJU pb- LEIPIRÐU 1ÖMMA EKKI TIL GEZA EnTHVADrTf (SÓE> ££M MATREIPSLO- MEISTAR.I /PTLA é&AÐ) „ TIL SÆLKEKÁ- MÓSA - PÖUNUKÖKO/ FERDINAND SMÁFÓLK Tónleikar fyrir ungt fólk „Pétur og úlfurinn" Aftur? Kannske verðum við Kannske að úlfurinn nái rétt einu sinni, og sjáðu heppnar I þetta sinn ... honum núna! hvað þeir eru að spila... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það fer í taugamar á lesendum þegar spil eru vitlaust upp sett. Víst geta menn oftast ráðið í það hvar mistökin liggja, en það spillir mjög ánægjunni af því að skoða spilið. Á miðvikudaginn víxluðust hendur austurs og suðurs í þessu spili: Suður gefur; A/V á hættu. Norður ♦ 2 ¥- ♦ ÁD10 ♦ 1098765432 Vestur Austur ♦ Á ♦ KDG109 ♦ ÁKDG109 í KG98765432 ♦ - *ÁK Suður ♦ DG ♦ 876543 V 8765432 ♦ - ♦ - Vestur Norður Austur Suður 3 grönd Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass Pass Spilið er hugsmíð greifans Von Zedtwitz, sem hann bjó til í því skyni að sýna fram á að hægt væri að vinna þrjú grönd með aðeins 6 punkta á milli handanna. Þegar skiptingin er villt er eðlilegt að sagnir séu það líka, og Zedtwitz skýrði sagnir svo, að suður ætlaði sér að blekkja, hindra andstæðingana með * því að vekja á þremur gröndum og þvinga svo makker til að taka út í annan hálitinn. Redoblið átti að sjá til þess að makker opnaði munninn, en hann lagði annan skilning í það — taldi það sýna fjallsterk spil ogpassaði. Éins og við höfum áður farið yfir, er spilið óhnekkjandi — vestur getur ekki annað en spil- að tígli og gefíð sagnhafa þar með innkomur og frið til að fría og taka laufið. Eigi austur út hins vegar, tekur vömin alla slagina ef vestur hendir spaða- ásinum í hjarta austurs. Á sama hátt standa 7 grönd í austur ef suður spilar út hjarta, en með spaða út fara þau tíu niður! Umsjón Margeir Pétursson í 1. deildar keppni sovézka meistaramótsins í ár kom þessi staða upp í skák alþjóðameistar- ans Azmaparashvilis, sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistar- ans Holmovs. 26. Hxf7! og Holmov gafst upp, því eftir 26. — Kxf7, 27. Hd7+ er hann vamarlaus. Mót þetta er úrtökumót fyrir úrslit sovézka meistaramótsins sem fer fram í vor. Röð efstu manna: 1. Malanjuk 10 Vt v. af 17 mögulegum, 2—3 Balashov og Smagin 10 v. 4—9. Panehenko, Judasin, Tseshkov- sky, Khalifman, Rashkovsky og Azmaparashvili 9'A v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.