Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 47

Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1986 47 Morgunblaðlð/RAX • Kristján Arason stendur hór í ströngu. Tveir Norömenn hanga í honum en ef marka má svipinn á Kristjáni er hann ekki á því að láta það stöðva sig. Á myndinnl hór til hœgri má sjá Geir Sveinsson gera heiðarlega tilraun til þess að ná knettinum inni í vítateig Norðmanna. Tilraunin tókst hjá Geir og úr varð mark. Þreyttir íslendingar unnu nauman sigur ÍSLENDINGAR unnu nauman sigur á Norðmönnum, 25—24, í landsleik í handknatttleik í Laug- ardalshöll í gœrkvöldi. Leikurlnn var mjög sveiflukenndur, þó höfðu Islendingar ávallt foryst- una og var mesti munurinn ( leiknum sex mörk. íslensku leik- mennirnir virtust vera farnir að þreytast í seinni hálfleik og er ekki að undra þar sem Bogdan þjálfari hefur verið með mjög strangar æfingar að undanförnu. Liðið á að geta meira. Staðan í leikhléi var 14-11 fyrir ísland. Páll Ólafsson skoraði þrjú fyrstu mörk íslands, hvert öðru glæsi- legra, fyrst með gegnumbroti, svo af línu og síðan fyrir utan. Fyrstu mínúturnar gengu leikkerfi liðsins vel upp. (slendingar höfðu frum- kvæðið í byrjun allt fram í miðjan fyrri hálfleik er Norðmenn jöfnuðu 6—6 og komust síðan yfir 6—7. Þá misstu Norðmenn einn leik- mann útaf og (slendingar nýttu sér það vel og skoruðu næstu þrjú mörk. Þessi munur hélst svo út fyrri hálfleikinn. í seinni hálfleik breytti Bogdan um varnarkerfi og lót leika 6-0- vörn í stað þess að ieika framar eins og í fyrri hálfleik. Þetta gafst vel fyrstu mínúturnar og skoruðu Islendingar fyrstu þrjú mörkin og komust í 17—11. Þessi munur hélst fram í miðjan seinni hálfleik er staðan var 20—14 og allir farnir að bóka stórsigur íslenska liðsins og íslensku leik- mennirnir sjálfsagt líka, því þeir gerðu afdrifarík mistök næstu mín- útur, voru of bráðir í sókninni og svo voru þeir einnig óheppnir með skot sín, í stöng eða framhjá norska markinu. Norðmenn runnu á lagið og löguðu stöðuna og var munurinn allt í einu orðinn tvö mörk, 20—18. Þá skoraði Þorgils Óttar, með spelkurnar, fyrsta mark sitt í leikn- um af línunni. Norðmenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka jöfnuðu þeir, 23—23. Þá fór um marga áhorfendur í Höllinni. Síð- ustu mínúturnar voru svo mjög spennandi. Þegar ein mínúta var eftir var staðan 25—24 og íslend- ingar í sókn. Þeir reyndu að hanga á knettinum það sem eftir var, en er 14 sekúndur voru til leiksloka var dæmd á þá leiktöf og Norð- menn brunuðu upp. Þorbjörn stoppaði sókninna með því að fá útafrekstur þegar ein sekúnda eftir. Norðmenn tóku aukakastið og skoruðu úr því, en leiktíminn var úti og fengu þeir því markið ekki gilt og sigurinn því íslands. LIÐIN Leikurinn var eins og áður segir mjög sveiflukenndur. íslenska liðið lék vel á köflum en datt of mikið niður á milli. Vörnin var ekki nógu sannfærandi. Norðmenn skoruðu flest sín mörk af línunni og voru markverðirnir Kristján og Brynjar ekki öfundsverðir af sínu hlutverki, maður á móti manni. Kristján, Páll og Guðmundur voru bestu menn íslands. Atli komst einnig vel frá leiknum. Þorgils Óttar er ekki samur og áður með spelkurnar. Bjarni var óheppinn með skot sín. Þorbjörn og Geir hafa báðir leikið betur. Steinar fékk lítið aö vera með. Norska liðið kom nokkuð á óvart. Það er mun sterkara en talið hafði verið. Þá skortir þó skyttur, en línumenn þeirra bæta það upp. Besti leikmaður þeirra var Arild Akerö, geysilega sterkur línumað- ur, þó hann virðist þungur að sjá sneri hann vörn íslands oft af sér. ístendingar skoruðu 9 mörk fyrir utan, 7 mörk af línu, 4 með gegn- umbrotum, 3 úr hraðaupphlaupum og 2 út vítaköstum. Norðmenn gerðu 2 mörk fyrir utan, 9 mörk af línu, 5 með gegnumbrotum, 5 úr hraðaupphlaupum og 3 úr víta- köstum. Dómararnir voru frá Vestur- Þýskaiandi og dæmdu þeir þokka- iega. Þessir sömu dómarar dæma í heimsmeistarakeppninni, í sama riðli og íslendingar leika. Úrslitin ekki eftir pöntun — sögðu þeir Einar og Sigurður „NEI, ekki voru þessi úrslit nú samkvæmt pöntun,“ sögðu þeir Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson eftlr leikinn við Norðmenn f gærkvöldi. Þeir fé- lagar hvddu báðir i þessum leik og voru þvf meðal áhorfenda. Við spurðum þá félaga fyrst að því hvort þessi úrslit væru sam- kvæmt pöntun því oft hefur verið sagt að íslenska landsliðið megi ekki leika vel í síðustu leikjum fyrir stórmót. Þeir voru ekki alveg sammála þessu eins og fram kemur í svari þeirra hér á undan. „Mér fannst þetta nú frekar slakur leikur en það komu þó mjög góöir kaflar í honum," sagði Sig- urður og bætti síðan við: „Með vörnina jafn slaka og í fyrri háfleik höfum við ekkert að gera í heims- meistarakeppnina og einnig er það alvarlegt að missa niður sex marka forystu gegn Norðmönnum." „Við nýttum dauðafærin mjög illa og fengum á okkur mörk í staðinn og það er slæmt. Annars eru þessi úrslit nokkuð eðlileg þegar haft er í huga hvernig við höfum æft upp á síðkastið. Það var æfing í hádeginu í dag og leikur núna. Síðan æfum við í hádeginu á morgun (í dag) og leikum síðan klukkan sex við Norðmenn. Svona hefur þetta verið undanfarnar vikur og því er ekki nema von að leik- menn sóu þreyttir núna,“ sagði Einar Þorvarðarson. Mörk fslandm: Kristján Arason 8/2, Atli Hilmarsson 6, Páll Ólafsson 5, Guömundur Guðmundsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Bjarni Guömundsson og Geir Sveinsson eitt mark hvor. Mörk Norega: Arild Akerö 8, Kjetil Seve- reide 5/3, Tor Edvin Helland 4, Oddvar Jakob- sen 2, Henning Yven 2, og Wangen, Kjendalen og Sletten eitt mark hver. _ v.BJ. Njarðvík vann ÞAÐ MÁ SEGJA að það hafi allt verið eftir bókinni í gærkvöldi er Njarðvikingar unnu ÍR nokkuð öruggt í úrvalsdeildinni f körfu- knattleik í Njarðvik. Þetta eru þau iið sem eru f efsta og neðsta sæti deildarinnar og þvf flestir sem bjuggust við úrslitum sem þessum. Heimamenn skoruðu 92 stig en ÍR-ingar 71. Staðan í leik- hléivar 50:31. ÍR-ingar skoruðu fyrstu körfuna í leiknum en þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum höfðu heimamenn gert átta stig en ÍR- ingar aðeins fyrstu tvö stigin í leiknum. Njarðvíkingar smá juku siðan forystuna og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 42:23 Njarðvíkingum í vil. Þá leyfði Gunnar Þorvarðarson þremur bestu leikmönnum UMFN að hvíla og IR-ingar tóku að leika pressuvörn. Þetta gekk vel hjá þeim og þeir breyttu stöðunni í 42:29. Njarðvíkingar skoruðu síð- an nokkuð áður en flautað var til leikhlés og var staðan 50:31 þá. ( síðari hálfleiknum komust heimamenn mest í 27 stiga mun, 74:47, og bara spurning hversu mikill munurinn yrði í lokin. ÍR- ingum tóks aðeins að lagfæra stöðuna áður en flautað var af og lokastaðan varð 92:71. Það vakti athygli að ÍR-ingar komu ekki í upphitunina fyrir síðari hálfleikinn. Eftir leikinn sögðu þeir að þetta hefðu þeir gert til að mótmæla lélegri dómgæslu Bergs Steingrímssonar, „sem að vísu bitnaði ekkert frekar á okkur en þeim," eins og einn ÍR-ingur orðaði það. Besti maður vallarins var Valur Ingimundarson sem skoraði 24 stig í leiknum og þar af 18 í síðari hálfleik. Hann gerði til dæmis þrjár þriggja stiga körfur í röð þá. Hjá ÍR var Karl Guðlaugsson bestur. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 24, Jó- hannes Kristbjörnsson 14, Helgi Rafnsson 13, Kristinn Einarsson 11, Hreiöar Hreiöarsson 9, Árni Lárusson 8, Teitur örlygsson 6, Ellert Magnússon 6, ísakTómasson 1. Stlg ÍR: Karl GuÖlaugsson 16, Ragnar Torfason 12, Jóhannes Sveinsson 12, Jón öm GuÖmundsson 10, Björn Steffensen 9, Vignir Hilmarsson 8, Hjörtur Oddsson 2, Bjöm Leós- son 2. - ÓT Bogdan sæmdur gullmerki ÍSÍ Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ afhenti Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfa íslands gull- merki ÍSI fyrir landsleikinn við Norðenn f gærkvöldi. Bogdan fékk þessa viðurkenn- ingu fyrir góð störf í þágu hand- knattleiksíþróttarinnar á Islandi. Bogdan er vel að þessum heiðri kominn. Hann hefur þjálfað ís- lenska landsliðið og Víkinga með mjög góöum árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.