Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.1986, Blaðsíða 48
EUROCARD f ómissandi TILDAGUGRANOTA LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Árekstur skammt frá Self ossi: Tyeir piltar ' biðu bana TVEIR ungir Hvergerðingar, 18 og 19 ára, létust í árekstri mótorhjóls og lítils fólksflutningabíls skammt frá Kögunar- hóli í Olfusi í gærkvöldi. Tveir aðrir piltar voru fluttir á slysadeild í Reykjavik, báðir fótbrotnir, marðir og skornir. og munu piltamir tveir, sem á því voru, hafa látist samstundis. Hinum tveimur tókst ekki að komast hjá að lenda í brakinu. Farþegar 1 rút- unni munu hafa sloppið ómeiddir en ekki var ljóst seint í gærkvöldi hversu margir farþegamir vom. Ekki er hægt að greina frá nöfn- um hinna látnu að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum Sel- fosslögreglunnar varó slysið laust eftir klukkan níu í gærkvöldi. Fjórir piltar á tveimur mótorhjólum vom á leið austur frá Hveragerði, tveir á hvom hjóli. Þegar þeir vom komnir á móts við svokallað Ný- býlahverfi lenti fremra hjólið fram- an á rútunni, sem var á vesturleið, 85 milljónir kr. til upp- lýsinga um áliðnaðinn ÁLFRAMLEIÐENDUR á Norður- löndum, Rlmnahiminiiim, hafa ákveðið að veita 85 milljónum króna til menntunar- og rannsókna- verkefna á næstu tveimur árum. Af þessari upphæð koma 2,5 millj- ónir króna til íslendinga. Formaður Skanal er nú Ragnar Halldórsson, forstjóri fSAL. Ein kveikjan að þessari upplýs- ingaherferð um ál og notkunar- möguleika þess em niðurstöður könnunar á því hvað kennt væri í tækniháskólum. í ljós kom, segir í ÍSAL-tíðindum, að það var sáralítið og ennfremur að námsmenn í tæknigreinum vissu lítið um notk- unarmöguleika áls. Að þessu verkefni standa allir álframleiðendur á Norðurlöndum og verður það unnið í nánum tengsl- um við háskóla og tækniskóla á Norðurlöndum. Morgunblaðið/RAX Mjólk afgreidd til dreifingar frá Mjólkursamsölunni eftir hádegi í gær. RLR krefst gæsluvarðhalds: Tekinn með tvö tonn af stolnu nautakjöti 25 ARA maður var handtekinn í gærmorgun með tvö tonn af nautakjöti i sendiferðabifreið við frystihús Barðans í Kópavogi þar sem Samband íslenskra sam- vinnufélaga hefur kjöt til geymslu, en félaga mannsins tókst að komast undan og er hans leitað. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar málið og setti í gærkvöldi fram kröfu f Saka- dómi Reykjavíkur um tiu daga gæsluvarðhald yfir manninum. Dómari tók sér frest tíl úrskurð- ar. RLR hafði byrjað rannsókn máls- ins þar sem grunsemdir höfðu vaknað um að kjöti væri stolið úr geymslum SÍS I Kópavogi. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið hefur horfið úr geymslunum og er rann- sókn á frumstigi. Maðurinn hafði ætlað að koma kjötinu f verð með því að selja það í verslanir, en heild- söluvirði kjötsins mun vera tæp hálf milljón króna. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar lögðu niður vinnu í gærmorgun: Dreifa ekki mjólk til tíu kaupmanna Alvarlegt mál þegar fyrirtækinu er meinað að sinna skyldum sínum við viðskiptavini segir forstjóri Mjólkursamsölunnar Morgunblaðið/Ól.K.M. Sölvi Bjarnason i Reykjavíkurhöfn. Fyrirsjáanlegar eru viðgerðir á búnaði skipsins fyrir 8 milljónir króna áður en það getur hafið veiðar. MILLI 80 og 90 starfsmenn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sem eru í verkalýðsfélaginu Sölvi Bjarnason seldur til Bíldudals: Byggðastofnun lánar - hluthöfum 30 milljónir Landsbankinn og SÍS ábyrgjast hluta útborgunarinnar STJÓRN Fiskveiðasjóðs samþykkti á fundi i gær að selja togarann Sölva Bjarnason útgerðarfélagi BUddælinga fyrir 150.550.000 krón- ur. Þetta var jafnframt hæsta tilboðið í skipið. Byggðastofnun greið- ir fyrir sölunni með 30 milljóna króna lánveitingu til hluthafa, sem er hluti útborgunar, en Landsbanki íslands, Sambandið og Vél- bátaábyrgðarfélag ísfirðinga ábyrgjast eftirstöðvar útborgunar, um 7,6 miUjónir króna. Eigið framlag félagsins I fyrstu útborgun er ekkert. Togarinn Sölvi Bjamason var í eigu Tálkna hf. á Tálknafirði áður en hann var boðinn upp, en síðustu árin var hann í leigu hjá Fiskvinnsl- unni á Bíldudal. Hluthafar í Út- gerðarfélagi Bílddælinga eru Fisk- vinnslan og fleiri aðilar á staðnum. Sem fyrr segir er kaupverð togar- ans rúmar 150 milljónir króna, en fyrirsjáanlegt er að lagfæra þurfi búnað skipsins fyrir um 8 milljónir króna. Stjóm Byggðastofnunar tók þá ákvörðun að lána hluthöfum í Ut- gerðarfélaginu 28 milljónir króna og hreppnum 2 milljónir til hluta- jQárkaupa til að greiða fyrir skipa- kaupunum í ljósi hættu á hruni atvinnulífsins á staðnum, yi-ði skipið ekki gert þaðan út áfram. í skýrslu, sem gerð var af Byggðastoftiun, Fiskveiðasjóði og Landsbankanum, kom fram að fyrrgreind lánveiting Byggðastofnunar var forsenda þess, að Bflddælingar gætu keypt skipið, þar sem þeir höfðu ekkert eigið fé upp í útborgun. Auk þessa og áðumefndra ábyrgða annarra aðila, breytti Fiskveiðasjóður og lengdi áhvílandi lán sín hjá Fisk- vinnslunni á Bfldudal, til að létta á þeim greiðslubyrðinni, og Lands- bankinn bætti lausafjárstöðu fyrir- tækisins með lánveitingu. Lán Fisk- veiðasjóðs, sem fylgir skipinu, er 75% af kaupverði og er til 18 ára, en lán Byggðastofnunar er til 12 ára og eru greiðsiur síðamefnda lánsins meðal annars tryggðar með fostum greiðslum í ákveðnu hlut- falli af útflutningstekjum Fisk- vinnslunnar. Það er mat þessara aðilja að dæmið geti gengið upp við hagstæð skilyrði. Dagsbrún, lögðu niður vinnu í gærmorgun og kröfðust þess að fá upp gefin nöfn þeirra kaup- manna sem grunaðir eru um að hafa keypt stolna mjólk á hálf- virði af 16 starfsmönnum Mjólk- ursamsölunnar. Sögðust þeir ekki hefja störf fyrr en þeir hefðu undir höndum lista yfir nöfn þessara kaupmanna og í framhaldi af þvi myndu þeir stöðva dreifingu til þeirra um óákveðinn tíma. Klukkan 14 í gær ákváðu starfs- menn að ganga til vinnu á ný, en dreifðu þó ekki til 10 kaupmanna sem þeir telja sig hafa vissu fyrir að séu sekir um að hafa keypt stolna mjólk. Rannsóknarlögregla ríkisins synjaði starfsmönnum Mjólkursamsölunnar um fyrmefnd- an lista. Ólafur Ólafsson yfirtrúnaðar- maður sagði að starfsmenn Mjólk- ursamsölunnar teldu sig vita með vissu um 10 kaupmenn, sem keypt hafa stolna mjólk, og mjólk yrði ekki dreift til þeirra að svo stöddu. „En það er ljóst að fleiri kaupmenn eru viðriðnir svindlið og við viljum fá að vita hveijir þeir eru. Því fórum við út í þessar aðgerðir," sagði hann. Ólafur sagði að það hefði verið alger samstaða meðai starfs- fólksins um aðgérðimar. „Við vilj- um vekja athygli á hlut kaupmanna í þessu máli og teljum það fiillkom- lega réttlætanlegt frá siðferðilegu sjónarmiði að bregðast svona við,“ sagði hann. Ólafur sagði aðspurður að hann iiti ekki svo á að starfs- menn Mjólkursamsölunnar væm að taka lögin í sínar hendur „Við höfum einfaldlega ekki geð í okkur til að keyra mjólk til þessara manna. Og það er lítið frelsi í þessu landi ef menn em neyddir til að gera það sem þeim er ógeðfellt," sagði Ólaf- ur. Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsöiunnar sagði að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvem- ig hann hygðist bregðast við þess- um aðgerðum undirmanna sinna, en sagði það vera alvarlegt mál þegar Mjólkursamsölunni væri meinað að sinna skyldum sínum við viðskiptavini. Dreifing á mjólkurvörum hófst aftur rúmlega tvö í gær til flestra kaupmanna. Mjólkursamsalan ann- ast dreifingu á mjólkurvörum í allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum. Dreifingin er mest á föstudögum, enda kaupa verslanir þá til helgar- innar. Að sögn Guðlaugs Björgvins- sonar fara út á þriðja þúsund lítrar af mjólk á föstudögum. Guðlaugur sagði að tekist hefði að bjarga flest- um verslunum frá því að verða uppiskroppa með mjólkurvömr, en þó þyrfti sennilega að kalla út mannskap í dag til að ljúka dreifing- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.