Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986 Mjólkurdreifing í samt lag í dag: Frumhlaup Alþingis — segir formaður Mj ólkurfræðingafélagsins og spáir endurmati á kjarabaráttu verkalýðsfélaga „VIÐ HÖRMUM þessi vinnubrögð, sem við teljum frumhlaup af hálfu meirihluta Alþingis. Það var aldrei gefið tækifæri til að ræða málin og láta reyna á það, hvort samningar tækjust,“ sagði Geir Jónsson, formaður Mjólkurfræðingafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið i gær, en frumvarp ríkisstjórnarinnar um að stöðva verkfall mjólkurfræðinga var samþykkt á Alþingi i fyrrinótt. „Eftir að ákveðið var að beita áhrif á okkar kjarabaráttu og raun- lögum gegn okkur höfðu vinnuveit- endur náttúrlega engan áhuga á að ræða við okkur um samninga," sagði Geir. „Þessi niðurstaða á vafalaust eftir að hafa talsverð ar baráttu fleiri — menn hljóta að fara að hugsa sinn gang þegar það er orðið ljóst, að það skiptir engu máli á hvaða hátt verkalýðsfélögin afgreiða þá samninga, sem gerðir „Eins og Óvinur- inn les Biblíuna“ - segir Davíð Scheving Thorsteinsson um skilning fjármálaráðherra á orðum hans um lækkun raunvaxta „ÉG FÆ ekki skilið hvað fjár- málaráðherra á við með því, að það sé sósialismi að reyna að draga úr halla ríkissjóðs með þvi að hann gangi á undan og lækki útgjöld sín með því að lækka vexti á sínum skuldabréf- um,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson í samtali við Morgun- blaðið vegna þeirra ummæla Þorsteins Pálssonar fjármála- ráðherra, að hann vonaði að Davið væri ekki svo mikill sósíal- isti, að hann héldi unnt að lækka raunvexti með einu pennastriki. „Ég fæ heldur ekki skilið, að það sé sósíalismi að vilja draga úr verð- bólgu á íslandi," bætti Davíð við. „Og ég fæ ekki skilið, að það sé sósíalismi að vilja að raunvextir á Islandi séu í samræmi við þá raun- vexti, sem helstu viðskiptaþjóðir okkar búa við. Að leggja þann skiln- ing í orð mín minnir mig óneitan- lega á það sem sagt er, hvemig Óvinurinn les Biblíuna — þ.e.a.s. aftur á bak og með öfugum klónum. Ég vil draga úr verðbólgunni og halla ríkissjóðs og það geri ég með því að Iækka útgjöld hans. Jafnhliða því mun draga úr útgjöldum fyrir- tækjanna og þau munu lækka verð á vörum sínum öllum til hagsbóta. Fjármálaráðherra gat hækkað vexti á þessum keðjubréfum sínum með einu pennastriki og þá ætti hann að geta lækkað þá á sama hátt,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson að lokum. eru af stóru heildarsamtökunum," sagði Geir. „Menn eru mjög ósáttir við þessa niðurstöðu — en lög eru lög og þeim munum við hlíta. Það er hinsvegar ljóst að vinnuveitend- um hefur tekist að semja við heild- arsamtökin og loka algjörlega á allar sérkröfur. Við erum ekki ánægðir með að ASÍ skuli hafa tekið þátt í þessu og ég tel að nú hljóti að koma til þess að menn fari að leita nýrra leiða við gerð kjarasamninga." Geir bætti við að honum þætti „synd að flokkur allra stétta, eins og hann kallar sig, skuli standa fyrir þessu." Mjólkurfræðingar sneru aftur til vinnu fljótlega eftir kl. 13 í gær, þegar forseti Islands hafði staðfest lög Alþingis um stöðvun á verkfalli félags þeirra. Stjórn félagsins hélt fundi með félagsmönnum sínum í Reykjavík og á Seifossi í gær og hyggst halda fleiri fundi með fé- lagsdeildum víðsvegar um landið á næstu dögum. Vinna var að færast í eðlilegt horf í mjólkurbúunum síðdegis í gær og var talið að pökkun og dreifíng á mjólk og mjólkurvörum yrði komin í eðlilegt horf f dag. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sagði að verið væri að vinna upp þann tíma, sem tapast hefði vegna sólarhringsverkfalls mjólkurfræð- inga. „Vegna þess hve miklar birgð- ir lágu hér fyrir á mánudagsmorgun þegar verkfallið hófst fór dreifing- arkerfið nokkuð úr skorðum enda er plásslítið hjá okkur og þrengslin töfðu vinnu á mánudaginn. Eg á von á að þetta verði komið í samt lag síðdegis á morgun (miðviku- dag),“ sagði hann. Morgunblaðið/Júlíus Svona voru þeir útleiknir, sumir bílanna í Brekkuhverfi Kópavogs, þegar eigendurnir komu á fætur í gærmorgun. Sjötíu bílar skemmdir í Kópavogi RÚMLEGA 70 bílar voru skemmdir í nágrenni lögTeglustöðv- arinnar í austurhluta Kópavogs i fyrrinótt. Á flestum bílanna voru brotnir hliðarspeglar, brotin af loftnet, brotnar rúður í nokkrum og jafnvel mælaborð. Kópavogslögreglan leitaði í gær tveggja unglingspilta, sem sáust á hlaupum á þessum slóðum þegar uppvist varð um skemmdarverkin. Það var um þrjúlejrtið í fyrri- nótt, að lögreglunni barst tilkynn- ing um rúðubrot í versluninni Brekkuvali í Hjallabrekku. Skömmu síðar sáust tveir piltar á hlaupum um götu, þar sem bflar höfðu verið skemmdir, og hafði lögeglan lýsingu á þeim. Eftir því sem leið á morguninn bárust fleiri tilkynningar um skemmda bfla, eina 30 í Lyngbrekku, 15 í Selbrekku og svo nokkra í Daltúni, Eimskip um lýsingu skipstjórans á Goðafossi: Fengum ekki upplýsingar um að ástandið væri svo slæmt Þverbrekku, Hjalla- Túnbrekku og Lauf- Ástúni, brekku, brekku. Engu hafði verið stolið úr bflun- um og sagði lögregiuvarðstjóri í Kópavogi í gærmorgun, að svo virtist sem skemmdarfíknin ein hefði ráðið gerðum varganna. Bareflið, sem notað hafði verið, var fundið og reyndist það vera vírvafningur með blýklump á endanum, einskonar vírstrekkjari, að því talið var. Lögregluvarðstjórinn taldi ekki ólíklegt, að eigendur bflanna þyrftu sjálfír að bera tjónið því þótt piltamir næðust væru þeir varla borgunarmenn fyrir svo miklum skemmdum og óvíst væri með bótaskyldu foreldra þeirra. Félag starfsfólks Allur öryggisbúnaður samkvæmt reglum LÝSING Steinars Magnússonar, skipstjóra á Goðafossi Eimskipafé- lags Islands, á barningi skipverja á vélarlausu skipinu á Atlantshafi fyrr í þessum mánuði kom yfirmönnum Eimskips nokkuð á óvart þegar þeir lásu hana i Morgunblaðinu í gær. „Við fengum ekki þær fréttir frá skipinu, að ástandið væri jafn slæmt og hann lýsti því í viðtalinu í MorgunbIaðinu,“ sagði Garðar Þorsteinsson, forstöðumað- ur stórflutningadeildar Eimskips, i samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Allar ákvarðanir hér heima um hvemig best væri að standa að málurn vora byggðar á þeim upplýsingum, sem við fengum frá skipstjóranum á Goðafossi," sagði hann. Stóru bátarnir sökkva ekki Viggó Maack, skipaverkfræðing- ur hjá Eimskip, sagði að gagnrýni skipstjórans á öryggisútbúnaði skipsins hlyti að vera á misskilningi byggð. „Það er til dæmis rangt að stóru björgunarbátamir myndu sökkva um leið og þeir fylltust af sjó — þeir eru með flothólfum og sökkva ekki,“ sagði Viggó en bætti við að vissulega væri rétt, að erfítt gæti reynst að koma þeim frá borði í vondu veðri, eins og verið hefði á hafínu meðan Goðafoss rak þar vélarvana. Samkvæmt lýsingu Steinars Magnússonar skipstjóra í blaðinu í gær var aftakaveður á hafinu í nokkra daga á meðan beðið var eftir dráttarbáti frá Bandaríkjunum og stóðu menn ýmist í tæmar eða á höfði í kojum sínum þegar verst var. Lýsing hans benti til, að veður hefði verið verra en fréttir hér heima hermdu. „Við gáfum upp veður eftir upplýsingum, sem við fengum frá skipinu," sagði Garðar Þorsteinsson, „og þær fréttir vom ástæða þess að við létum leiguskipið Doris bíða hjá Goðafossi eftir drátt- arbátnum í hálfan annan sólar- hring. Þá taldi skipstjórinn ástæðu- laust að skipið biði lengur. Við fengum aldrei aðrar fréttir en að allt væri í lagi — skipstjórinn er æðstur um borð og honum er fylli- lega treyst til að meta aðstæður." Biluð talstöð og drátt- arbáturinn seinn Garðar sagði að það hefði einkum verið tvennt, sem gerði málið erfið- ara en ella. „Það versta var að talstöðin skyldi bila — eftir það urðum við að notast við skeytasend- ingar á merkjamáli og jafnvel í gegnum Grænland," sagði hann. „Það er að vísu telex um borð í Doris og það gátum við notað meðan hún var á staðnum en vissu- lega var það mjög bagalegt að geta ekki rætt beint við skipstjórann um taistöð, það hefði áreiðanlega dreg- ið úr kvíða þeirra um borð og okkar og aðstandenda hér heima. Hitt var að dráttarbáturinn var tveimur dögum lengur á leiðinni að skipinu en útgerð hans hafði talið í fyrstu og það varð ekki ljóst fyrr en á föstudagskvöldið. Við fengum aldr- ei neinar upplýsingar, sem bentu til að skipið eða áhöfnin væru í hættu og eftir að Goðafoss var kominn í tog var náttúrlega engin hætta á ferðum". Hann sagði að ástæða þess að ákveðið hefði verið að draga skipið til Nýfundnalands frekar en til ís- lands hefði helst verið sú, að Goða- foss hafi verið á leið til Bandaríkj- anna „og eftir að farið er að draga skip á annað borð skiptir ekki svo miklu máli hvort það er 200 mílum meira eða minna.“ Flotgallar í Álafossi og Eyrarfossi Í frásögn fréttaritara Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum af hrakn- ingum Goðafoss kom einnig fram gagnrýni Steinars skipstjóra á ónógan öryggisútbúnað um borð í skipinu. Orðrétt sagði hann: „Björg- unartæki á íslenskum skipum eru léleg. Við hefðum alla vega farið í sjóinn og hann er svo kaldur, að maður hefur aðeins örfáar mínútur til umráða. Á öllum íslenskum skip- um eru lífbeltin léleg. Björgunar- gallar, það er að segja flotgallar, eru það eina sem hefðu bjargað okkur en þeir eru ekki í íslenskum skipum. Það hefur verið talað um að bæta úr þessu frá því Tungufoss fórst en það hefur ekki verið gert." Þetta sagði Viggó Maack að væri rangt. ;,Um borð í tveimur okkar skipa, Álafossi og Eyrarfossi, eru svokallaðir flotgallar á alla skipshöfnina og hefur verið í nærri tvö ár þótt þess sé ekki krafist af Siglingamálastofnun,“ sagði hann. „Skipveijamir völdu þessa galla sjálfir og það segir nokkuð um þá flotbúninga, sem hér eru á markaði, að á þessum tveimur skipum eru gallamir af mismunandi gerð. Gall- amir em afskaplega misjafnir og það sem einum fínnst henta finnst hinum næsta ekki gott. Það mun vera hugmynd forráðamanna þessa félags að flotgallar verði um borð í öllum skipunum enda er það smám saman að verða í nágrannalöndun- um. Ástæða þess, að flotbúningar hafa verið settir um borð í Eyrarfoss og Álafoss á undan öðrum skipum er einfaldlega sú, að þau skip eru mjög borðhá og erfitt að koma öðrum björgunartækjum við ef mikið liggurá.“ í veitingahúsum: Leitar verk- fallsheimildar STJÓRN og samninganefnd Fé- lags starfsfólks í veitingahúsum hefur ákveðið að leita eftir heim- ild til verkfallsboðunar takist ekki samningar í deilu félagsins við veitingamenn í Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda. Samningur ASÍ og vinnuveitenda var felldur á fundi í félaginu og klukkustundarlangur sáttafundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun varð árangurs- laus. „Við neyðumst til að sýna klæm- ar hægt og bítandi ef þeir vilja ekkert við okkur tala,“ sagði Sig- urður Guðmundsson, formaður fé- lagsins, í samtali við blm. Morgun- blaðsins eftir samningafundinn. Hann kvað ákveðið að leita eftir verkfallsheimild á félagsfundi 2. apríl næstkomandi og taldi ólíklegt, að annar sáttafundur yrði haldinn fyrir þann tíma. Vinnuveitendasambandið telur að kröfur félagsins feli í sér um 100% kauphækkun. VSÍ hefur hafnað sérkröfum Félags starfs- fólks í veitingahúsum fyrir hönd veitingamanna en ítrekað boð sitt um ASÍ/VSÍ-samninginn frá 26. fyrra mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.