Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 9 Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í vikunni 1. til 4. apríl nk. hefjast námskeið fyrir b'örn og unglinga á vegum Fáks. Innritun verður í dag kl. 13—14 í síma 30178. Hestamannafélagið Fákur Háskóli íslands _a og atvinnulífið í tilefni 115 ára afmælis Stúdentafélags Reykjavíkur og 75 ára afmælis Háskóla íslands, gengst félagið fyrir ráðstefnu um ofangreint málefni. Ráðstefnan verður í Kristalssal Hótels Loftleiða 4. apríl nk., hefst kl. 10.00 árdeg- is og lýkurkl. 17.00. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Sigmundur Guðbjarnason, rektor, setur ráðstefnuna og ræðir um: Háskóla íslands og atvinnulífið. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf., talar um: Þróun sjávarútvegs og tengsl hans við menntun og rannsóknir. Jón Bragi Bjarnason, prófessor, talar um: Líftækni; horft til framtíðar. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, ræðir um: Háskóli og atvinnulíf eru ekki andstæður. Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, flytur ávarp. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda, talar um: Rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Rögnvaldur Ólafsson, lektor og könnunar- stjóri Marels hf., talar um: Hlutverk HÍ í þjóð- lífinu. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, ræðir um: Tengsl Ríkisútvarpsins við atvinnu- lífið og menntastofnanir. Magnús L. Sveinsson, formaður atvinnu- málanefndar Reykjavíkur, ræðir um: Sam- starf HÍ og Reykavíkurborgar. Ráðstefnustjóri er Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur skorar á félagsmenn, fulltrúa atvinnu- lífsins og háskólamenn að fjölmenna á ráðstefnuna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Báru Bryndísar í síma 622411 sem fyrst. Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. i S Góðan daginn! co Vonir um stóran, víðsýnan jafnaðarmannaflokk bresta: I Alþýðuflokkur- inii— miðstýrðurj og smár I eftir HELGA MÁ ARTHURSSON „Miðstýrður og smár“ Helgi Már Arthúrsson fjallar um Alþýðuflokkinn í stjórnmálaopnu tímaritsins Mannlífs. Inntakið í greininni, sem Staksteinar skoða lítillega í dag, er þetta: „Vonir um stóran, viðsýnan jafnaðar- mannaflokk bresta". Hann fjallar um meintar „hreinsanir í Al- þýðuflokknum," sem „aðhyllist nú í auknum mæli hentugleika miðstýringar". „Alþýðuflokkurinn kann að eflast með því að hjakka í hjólfari smáflokksins," segir Helgi Már, „en hann verður ekki stór. Hann verður miðstýrður og smár.“ Valdabarátta í Alþýðu- flokknum Helgi Már Arthúrsson fjalLir nm innri mál Al- þýðuflokksins i grein f tímaritinu Mannlif. Þar segir m.a: „Valdabaráttan í Al- þýðuflokknum hefst fyr- ir alvöru þegar kemur að Alþingiskosningum. Fyrsta lotan stendur um það, hvort prófkjör skuU vera opin eða ekki. Á flokksþingi 1984 var nefnilega gerð sú breyt- ing á prófkjörsreglum Alþýðuflokksins að flokksfélögum, eða kjör- dæmisráðum, er það í sjálfsvald sett, hvort þau efna til opins eða lokaðs prófkjörs. Og innan flokksins hafa alltaf ver- ið þeir, sem kosið hafa lokuð prófkjör upp á gamla móðinn. Fundist það traustara. Og enda þótt formaður flokksins hafi um tíma sótt styrk sinn út fyrir flokkinn, þá er ýmislegt sem bendir til þess að hann aðhyllist nú í auknum mæli hent- ugieika miðstýringarinn- ar og að flokkurinn sé í alvöru á leið frá opnum próflgörum yfir i lokuð. Fari svo lýkur merkilegu skeiði i sögu Alþýðu- flokksins. Skeiði sem skilaði heilum fjórtan þingmönnum sumarið 1978.“ Breyting á stefnu Al- þýðuflokksins Höfundur segir síðar: „Á sfðustu mánuðum hefur orðið nokkur breyting á áherzlum í stefnu Alþýðuflokksins. Afstaðan til rikisstjómar Steingríms Hermanns- sonar hefur breytzt. Alþýðuflokkurinn studdi til að mynda þær aðgerð- ir i efnahags- og kjara- málum, sem nýlega var rennt í fljótheitum gegn- um báðar deildir Alþing- is. Var þessum aðgerðum meira að segja lýst sem stefnu Alþýðuflokksins í málgagni flokksins. Sama gildir að visu um Alþýðubandalagið, en það er annar handlegg- ur. Ástæðan fyrir stuðn- ingi Alþýðuflokksins við stefnu rfkisstjómar Steingrims Hermanns- sonar f efnhags- og kjaramálum nú - rúmi ári eftir að samþykkt var stefnuyfirlýsing á flokks- þingi Alþýðuflokksins sem gengur þvert á allt sem þessi ríkisstjóm stendur fyrir - er sú, að verkalýðsforysta Al- þýðuflokksins stóð að kröfugerðinni á hendur ríkisstjóminni i kompanii við verkalýðsarm Al- þýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks . . . Með undirtektum sinum við rikisstjómina verður flokkurinn ekki sá val- kostur í stjómmálum, sem hann þótti, meðan stefnuyfirlýsing flokks- þingsins var ung.“ Hreinsanir í Alþýðu- flokknum Greinarhöfundur sendir formanni Alþýðu- flokksins tóninn með þessuin orðum: „Stuttu eftir valdatök- una hófst Jón Baldvin handa um að hreinsa úr flokkskerfinu þá sem ekki vom yfirlýstir stuðningsmenn hans. Haukur Helgason var settur af sem þinglóðs flokksins og í hans stað ráðinn Birgir Dýrfjörð, náinn samstarfsmaður Jóns Baldvins. Fram- kvæmdastjóra flokksins, Kristínu Guðmundsdótt- ur, sem stutt hafði Kjart- an í formannsslagnum og unnið gegn Jóni Bald- vin, var sagt upp störf- um. Hluta af hennar starfi var komið yfir á Ámunda Ámundason, enda þótt ekki væri hann ráðinn framkvæmda- stjóri flokksins. Áform vora uppi um að gera róttækar breytingar á útgáfumálum flokksins. Fyrirhugað var að leggja Alþýðublaðið niður og koma upp sérstakri út- gáfumiðstöð flokksins. Ekkert varð úr þessum fyrirætlunum. Alþýðu- blaðið kemur enn út og ritstjóri þess er Ami Gunnarsson. Þegar tækifæri gafst skipti flokkurinn, að beiðni formanns, út ein- hveijum bankaráðs- mönnum Alþýðuflokks- ins. Einn þeirra banka- ráðsmanna sem þannig vom látnir fara var Bjarai P. Magnússon, sem nú er i fyrsta sæti framboðslista Alþýðu- flokksins við borgar- stjómarkosningamar. . . . Andstætt því sem margir gerðu ráð fyrir hefur formaður flokks- ins náð fram þeim breyt- ingum á flokkskerfinu, sem hann vildi gera.“ Kraumar und- irniðri? Grein Helga Más Art- húrssonar í Mannlifi er, að minnsta kosti í aðra röndina, spjótslag að Jóni Baldvin Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokks- ins. Hún vitnar um nokkra undiröldu i Al- þýðuflokknum og sýnir ef til vill, að formaðurinn siglir þar ekki jafn kyrr- an sjó og ýmsir héldu. Hinsvegar hefur J&ni Baldvin tekist að stíga krappari öldu en þá sem grein Helga Más vekur á hafsjó íslenzkra stjóm- mála. Hinn nýi formaður Alþýðuflokksins hefur fært hann upp úr öldu- dal, sem flokkurinn var fyrir í. Það er hinsvegar nokkur kúnst að halda jafnvægi á ölduhryggn- um. Og Alþýðuflokknum hefur tekist oftar en góðu hófi gegnir að grafa undan forystu- mönnum sinum. Grein Helga Más ber viðleitn- inni vitni, en eitt er að vilja og annað að ráða við f ramkvæmdina. Smáesnkná Olympia Reporter skóla-, ferða og heimilisritvél með leiðréttingarbúnaði. Léttbyggð og áreiðanleg ritvél sem þolir mikið vinnuálag og ferðalög. Leitið nánari upplýsinga um aðrar gerðir Ekjaran ÁRMÚLA 22, SlMI 83022,108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.