Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.03.1986, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986 12 Frakkland: Hægri og vinstri í vígðri sambúð Paría, 25. mars. Frá Torfa Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsins. Nú er komin upp í frönskum stjórnmálum sú staða, sem var af flestum talin óhugsanleg fyrir aðeins örfáum mánuðum. Forset- inn, Francois Mitterrand, hefur ekki lengur meirihluta, sem styð- ur hann á þingi, og hefur neyðst til að fela stjórnmálamönnum, sem eru í grundvallaratriðum andsnúnir stefnu hans, að stjórna landinu. „Sambúð“ hægri og vinstri á valdastóium er orðin að veruleika en umræðan um hvort hún yrði möguleg hefur yfir- gnæft alla aðra stjórnmálaum- ræðu á undanfömum mánuðum. Leiðtogi Gaullista, Jacques Chirac, sem á ýmsar hugmyndir um stjóramál sameiginlegar með Reagan Bandaríkjaforseta er nú orðinn forsætisráðherra Mitter- rands, sem er sósíalisti. Nú fylg- ist alþjóð með þvi hveraig rætast muni úr „sambúðinni“. Myndun ríkisstjómarinnar gekk greiðlega fyrir sig. Þegar úrslit kosninganna voru kunn á sunnu- dagskvöldið fyrir viku gaf Chirac út yfírlýsingu, sem var á þá leið, að nú, eftir að vilji þjóðarinnar væri kominn fram, skyldu stjómmála- menn láta gerðir sínar ráðast af sáttfysi og umhyggju um þjóðar- hag. Engum hefndum yrði komið fram þó fyrrverandi stjómarand- staða væri nú sest að völdum. í MITTERRAND forseti á kjör- stað. Hann setti Chirac þau skil- yrði, að þeir menn, sem hefðu móðgað forsetann persónulega, yrðu ekki skipaðir ráðherrar og að embættum varaar- og utan- ríkismálaráðherra gegndu menn, sem auðvelt væri að starfa með. svipaðan streng tók Mitterrand forseti þegar hann ávarpaði þjóðina í sjónvarpi að kvöldi mánudagsins. Hann sagði þá að hann myndi til- nefna forsætisráðherra, sem kæmi úr röðum hins nýja meirihluta, og batt þannig enda á allar vangavelt- ur um það hvort hann myndi reyna að sneiða framhjá bandalagi hinna hefðbundnu hægri flokka í vali sínu á forsætisráðherraefninu. Á þriðjudaginn voru menn enn að spyija hvort forsetinn myndi samt sem áður reyna að fá einhvem annan áhrifamann innan kosninga- bandalags UDF og RPR en Chirac til að gegna starfínu, t.d. Jacques Chaban-Delmas, fyrrverandi for- sætisráðherra Pompidou og borgar- stjóra Bordeaux. Þó hann hafí verið Gaullisti frá upphafí er hann einnig fomvinur Mitterrands og talinn vera meiri miðjumaður en Chirac og því líklegri til að geta starfað með forsetanum. Hvað svo sem kann að hafa farið fram á bak við tjöldin fór það svo að Mitterrand og Chirac ræddu saman í rúma tvo tíma síðdegis á þriðjudag. Eftir fund þeirra lýsti talsmaður forsetans yfir því að Chirac hefði verið boðið að mynda ríkisstjóm og hann myndi gefa svar innan skamms. Tveimur sólarhring- um síðar hafði Chirac undirbúið ráðherralista sem Mitterrand sam- þykkti síðdegis á fimmtudag. Samningaleiðin Það er ljóst að mennimir tveir, Mitterrand og Chirac, ákváðu að fara samningaleiðina í upphafi þessa einkennilega samstarfs þeirra, í stað þess að efna strax til illdeilna. Forsetinn setti einungis þau skilyrði að enginn, sem hefði móðgað hann persónulega, sæti í stjóminni og embætti vamarmála- og utanríkismálaráðherra yrðu fenginn mönnum sem hann ætti hægt með að starfa með. Vamar- mál og utanríkismál eru þau tvö svið sem stjómarskráin gerir ráð fyrir að forsetinn fari með ákveðið vald á þó svo hann hafí ekki sömu skoðanir og ríkisstjómin. Chirac virðist hafa farið að einhverju leyti að óskum Mitterrands. Hvorugur þessara ráðherra er flokksbundinn og þótt þeir séu taldir hliðhollir stefnu Chiracs eru þeir fyrst og fremst kunnir að því að hafa þjónað vel landi sínu í ýmsum veigamiklum ábyrgðarstörfum. Ef til vill hefúr það líka verið Chirac í hag að fara að vilja forset- ans hvað þetta varðar. Vitað var að tveir leiðtogar UDP, samstarfs- flokks Gaullista í hinni nýju ríkis- stjóm, höfðu óskað eftir því að fá þessa ráðherrastóla. Francois Leot- ard, upprennandi stjama á hægri væng franskra stjómmála, _ hefði viljað fara með vamarmálin. í stað- inn fer hann með yfírstjóm fyilmiðla og menningarmála. Jean Lecanuet, sem gegndi ýmsum ráðherraemb- ættum í stjómartíð Giscard D’Esta- ing, hafði óskað eftir því að verða utanríkisráðherra. Hann tekur ekki sæti í ríkisstjóminni en það kemur öllum á óvart. Talið er að andúð Mitterrand á honum kunni að eiga einhvem þátt í því en einnig við- leitni Chirac til að styrkja stöðu síns eigin flokks á kostnað samstarfs- flokksins. Þó fjöldi ráðherra úr sitt- hvorum flokknum sé svipaður eru það Gaullistar sem gegna hinum veigameiri embættum. Þetta er í annað skipti sem Jac- ques Chirac gegnir embætti forsæt- isráðherra. Hann gegndi því líka á fyrstu stjómarárum Valery Giscard D’Estaings frá 1974 til 1976. Hann sagði af sér í ágúst á því ári vegna þess að hann taldi að forsetinn veitti sér ekki nægilegt frelsi til að fara með stjóm landsins. Hann er því eini forsætisráðherrann sem sagt hefur af sér í mótmælaskyni síðan De Gaulle stofnaði fímmta lýðveldið. Hver er Chirac? Jacques Chirac fæddist árið 1932, nam stjómmálafræði að hluta til 5 Bandaríkjunum og við ENA- skólann í París þar sem aðeins embættismenn hljóta menntun sína; Jacques Chirac, borgarstjóri i París og nýskipaður forsætisráð- herrá. Hann hóf stjómmálaferil sinn 1962 sem ráðgjafi Pompidou, var kjörinn á þing 1967 og gegndi ýmsum ráð- herraembættum þar til hann varð forsætisráðherra í fyrra skiptið, 1974. Sama ár var hann kjörinn leiðtogi Gaullista. 1977 var staða borgarstjóra Parísar endurvakin og Chirac hlaut kosningu í það emb- ætti sem hann hefur farið með allar götur síðan. Hann hyggst halda því áfram nú eftir að hann er orðinn forsætisráðherra og búa áfram I ráðhúsinu sem mun vera þægilegra en bústaður forsætisráðherra sem gengur undir nafninu Matignon. Það er ekki óalgengt í Frakklandi að ráðherra eða þingmenn séu einn- ig borgarstjórar. Pierre Mauroy, fyrri forsætisráðherra Mitterrand, var og er enn borgarstjóri Lille. Jacques Chirac þykir harðfylg- inn, duglegur og metnaðargjam. Hann bauð sig fram til forseta 1981 en vék fyrir Giscard D’Estaing í seinni umferð kosninganna. Margir telja að hann hafí óbeint stuðlað að sigri Mitterrand í þeim kosning- um því að stuðningur hans við Giscard var allt annað en eindreg- inn. Enginn efast um að Chirac ætli sér að verða forseti Frakklands. Raunar er staða Raymond Barre, seinni forsætisráðherra Giscard D’Estaing, mun betri í skoðana- könnunum enn sem komið er. Það veltur á frammistöðu Chirac á stjómartímabilinu, sem nú er að hefjast, hvort hann nái þessu marki sínu. Barre hefur alla tíð verið mótfallinn þvi að sigurvegarar kosninganna tækju það í mál að Mitterrand sæti áfram í forsetastól eftir ósigur stefnu hans á sunnu- daginn. Ef Chirac kemst vel frá því verkefni, sem hann nú er að taka sér fyrir hendur, er líklegt að vegur hans aukist til muna meðal kjósenda. ímynd hans í hugum almennings hefur raunar þróast talsvert að undanfomu. í því sam- bandi skiptir það mestu máli að hann skuli hafa hafnað öllu sam- starfi við hægri öfgaflokkinn Front National. Sennilega kemur lipur- leiki hans f nýafstöðnum samning- um hans og Mitterrand honum iíka til góða. Almenningur kveið því að hin sérkennilega staða, sem skapað- ist eftir kosningamar, myndi leiða til stjómarkreppu og er þakklátur hinum nýja forsætisráðherra fyrir að hafa leyst úr hinu flókna dæmi sem „sambúðin" við Mitterrand hlaut að vera. Raunar nær þakklæti almennings líka til forsetans. Vegur hans í skoðanakönnunum hefur ekki verið jafnmikill síðan 1982 og jókst til muna eftir að stjómin var mynduð Nýju ráðherrarnir Valdamesti ráðherrann í stjóm Jacques Chirac er Edouard Ballad- ur. Hann fer með efnahagsmál, fjármál og á að sjá um að ýmsum fyrirtækjum í eigu ríkisins verði aftur komið í einkaeign. Hann er eini ríkisráðherrann og undirstrik- aði það sérstöðu hans innan stjóm- arinnar. Hann virðist ætla að verða hægri hönd Chirac. Balladur ber ábyrgð á því að Chirac skyldi velja að fara út í „sambúð” við Mitter- rand en fyrir aðeins ári taldi Chirac slíkt vera hina mestu ljarstæðu. Balladur er enginn öfgamaður. Hann hefur sýnt samningalipurð við launþega, sem forstjóri fjölda fyrirtækja, og er fylgjandi því að þeir eigi einhvetja aðild að stjómun fyrirtækja sem þeir starfa við. Hann var valinn til að vera milligöngu- maður milli Chirac og fulltrúa for- setans á meðan þeir voru að semja um hvemig útnefning Chirac í for- sætisráðherraembættið skyldi fara fram. Dómsmálaráðherrann er sam- kvæmt hefðinni næstur forsætis- ráðherranum að tign. Því embætti gegnir nú Albin Chaladon sem hefur verið ráðherra áður en aldrei á sviði dómsmála. Ekki er vitað af hveiju hann var valinn því hann hefur aðallega unnið sér orð sem fær stjómandi stórfyrirtækja. Francois Léotard sem áður var nefndur fer með mál boðskipta, íjölmiðla og menningar. Menning- armálin heyra ekki lengur undir annars flokks ráðuneyti hér í Frakklandi eftir að Jack Lang, forveri Léotard í því embætti, jók umsvif þess til muna. Það er nú talið einn eftirsóknarverðasti ráð- herrastóllinn því honum fylgir að vera mikið í sviðsljósinu. Léotard, sem eyddi ári í munkaklaustri þegar hann var yngri, mun nota tækifærið cil að baða sig í athygli almennings því hann spennir bogann hátt og er talinn einn hinna efnilegustu í hópi yngri stjómmálamanna. André Giraud heitir hinn nýi vamarmálaráðherra. Hann er annar tveggja ráðherra, sem Mitterrand mun þurfa að hafa samstarf við. í fortíðinni hefur Giraud gagnrýnt ýmislegt í vamarstefnu forsetans. Til dæmis er hann fylgjandi sam- starfí Frakka við Bandaríkjamenn í SDÍ-áætlun þeirra sem kennd hefur verið við stjömustríð. Frétta- skýrendur em ekki sammála um hvemig samstarf hans og forsetans muni reynast. Jean-Bemard Raimond var val- inn til að gegna embætti utanríkis- ráðherra. Hann er ekki stjómmála- maður, heldur hefur hann unnið alla sína starfsævi í utanríkisþjón- ustunni þar sem hann hefur gegnt veigamiklum sendiherrastörfum jafnt hjá sósíalistum sem undir forverum þeirra á valdastólum. Hann var sendiherra í Moskvu þar til hann var kallaður heim til að taka við yfírstjóm utanríkismála og er talinn búa nákvæmlega yfír þeim diplómatískum eiginleikum sem þarf til að geta þjónað tveimur herrum, forsetanum og forsætisráð- herranum. Aðeins þtjár konur sitja í þessari ríkisstjóm á móti 34 körlum. Einnig hefur Chirac fellt niður embætti ráðherra sem fór með málefni kvenna og réttinda þeirra. Raunar var það Giscard D’Estaing en ekki sósíalistar sem stofnuðu það emb- ætti. Lausn efnahags- vandans og vernd- un þegnanna Hinn nýbakaði forsætisráðherra fékk ekki frið til að halda upp á stjómarskiptin því um það bil sem verið var að skipa hann I embættið sprakk sprengja í verslunarhöll í Champs Elysees-breiðgötu. Hún varð tveimur mönnum að bana og særði fjölda manns, suma lífshættu- lega. Á sama tíma fannst önnur sprengja í úthverfahraðlest. Það var fyrir snarræði eins farþega sem tókst að koma í veg fyrir að nokkurt tjón hlytist af henni. Um kvöldið mætti Chirac á vettvang og lýsti því yfír að allt, sem mögulegt væri, yrði gert til að binda enda á þessi sprengjutilræði. Hin nýja ríkisstjóm tekur til starfa á voveiflegum tímum í frönsku þjóðlífi. Átta franskir þegn- ar eru f haldi í Líbanon og alda hryðjuverka ríður yfír landið. Chirac forðaðist að gagnrýna fráfarandi stjóm fyrir frammistöðu hennar í máli gíslanna. Eflaust mun stjóm hans taka upp samningaumleitanir við ræningjana þar sem sósíalistar urðu frá að hverfa. Gegn hryðju- verkastarfsemi hyggst hann efna til enn frekari alþjóðlegs samstarfs og efla og auka umsvif lögreglunn- ar. Það er á sviði efnahagsmála sem ríkisstjóm Jacques Chirac ætlar sér hvað mest og vill hún nýta sér þann meðbyr sem lækkandi olíuverð veit- ir henni. í Frakklandi er nú spáð 2,6% hagvexti á næstu misserum. Til að koma stefnu sinni í fram- kvæmd sem fyrst hyggst Chirac fá leyfi þingsins til að setja lög án þess að þau komi til atkvæða. í fyrstu mun hann einkum beita sér fyrir því að spoma við atvinnuleys- inu með því að nema úr gildi ýmsar reglugerðir sem hann telur að hafí dregið úr sköpun atvinnutækifæra. Ýmissa breytinga á skattalöggjöf- inni er að vænta í því sambandi. Einnig mun hann láta nema úr gildi lög sem skylduðu fyrirtæki til að fá leyfi stjómvalda til að segja upp starfsfólki. Að dómi Chirac og skoðanabræðra hans juku þessi lög frekar á atvinnuleysið en spomuðu við því, þar sem þau yrðu til þess að fyrirtæki hikuðu við að ráða til sín starfsfólk af ótta við að geta ekki losnað við það þegar nauðsyn bæri til. Hinn nýi forsætisráðherra mun einnig beita sér fyrir því sem fyrst að koma fyrirtækjum í eigu ríkisins í einkaeign. Mörg þeirra fyrirtækja, sem koma til greina, vom þjóðnýtt af sósíalistum en sum hafði De Gaulle látið þjóðnýta á sínum tíma. Bankar, ttyggingarfélög og iðnað- arsamsteypur munu smám saman hverfa úr höndum ríkisins. Stjómarskráin veitir Mitterrand forseta fræðilegan möguleika á að teQa fyrir framgangi þessara mála því að ef ríkisstjómin fær leyfí til að setja lög án þess að þau komi til atkvæða á þingi þurfa þessi lög að vera undirrituð af forsetanum. Mitterrand hefur lýst því yfír að hann muni ekki reyna að koma í veg fyrir að þingmeirihlutinn fram- fylgi stefnu sinni. Þó hefur mönnum dottið í hug að hann kynni að freist- ast til að spyma við fótum ef stjóm- in ræðst í breytingar, sem vitað er að munu mælast illa fyrir hjá kjós- endum, eins og til dæmis að nema úr gildi tryggingu lágmarkslauna. Talið er að Jacques Chirac bíði með slíkt þar til eftir næstu forsetakosn- ingar en þá vonast hann til þess að þessu „sambúðartímabili" í frönskum stjómmálum verði lokið og forseti og forsætisráðherra verði ekki lengur á öndverðum meiði í stjómmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.