Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986 Tómas Tómasson forseti bæjarstjómar Keflavíkur, Robert Cristofoli borgurstjóri Brighton, og Einar Benediktsson sendiherra. Vinabæjatengsl milli Keflavíkur og Brighton Tengslin staðfest við athöfn í Brighton sl. laugardag STOFNAÐ hefur verið tO vinabæjatengsla miili Kefla- vikur og Brighton á Suður- Englandi. Sérstök áhersla verður lögð á að efla ferða- mennsku og þá ekki síst sjó- stangaveiði. Undirbúningur hófst í nóvember sl. en tengslin voru opinberlega staðfest við athöfn í Brigh- ton laugardaginn 22. mars sl. Einar Benediktsson sendi- herra kom svo kl. 11 ásamt konu sinni. Tómas Tómasson og Cristo- foli borgarstjóri héldu ræður og skiptust á gjöfum fyrir hönd íbúa Keflavíkur og Brighton. Þá var gestum sýnd hin glæsi- lega Pavilion-höll. Um hádeg- isbil var ekið til New Brighton Centre, einnar stærstu ráð- stefnubyggingar á Englandi Magnús Magnússon flutti fyrirlestur um íslendingasögurnar. Frá athöfninni i Pavilion-höll, frá vinstri: Tómas Tómasson og kona hans, HaUdís Bergþórsdóttir, CristofoU borgarstjóri og Jó- Hann Sigurðsson, yfirmaður skrifstofu Flugleiða i London, og kona hans, Dorothy Sigurðsson, en Jóhann bar hita og þuga af undirbúningi vinabæjatengslanna og dagskrárinnar i Brighton. Athöfnin hófst kl. 10 árdeg- is með því að Tómas Tómas- son, forseti bæjarstjómar Keflavíkur, og Jóhann Sig- urðsson, forstöðumaður Flug- leiða í London, en hann er Keflvíkingur, fóru ásamt kon- um sínum í heimsókn til borg- arstjóra Brighton, Roberts Cristofoli, í Brighton Pavilion. og tekur allt að 5.000 manns í sæti, þar sem snæddur var hádegisverður í boði borgar- stjórans. Kl. 15 síðdegis hélt Magnús Magnússon sjónvarpsmaður fyrirlestur um íslendingasögur fyrir fullum ráðstefnusai Old Ship-hótelsins í Brighton, sem tekur 350 manns. Kl. 17 var móttaka fyrir á annað hundrað manns á Old Ship-hótelinu og tók Einar Benediktsson sendiherra á móti gestum fyrir hönd sjö ís- lenskra fyrirtækja, en þessi fyrirtæki stóðu að móttökunni. Ræddi sendiherra um mögu- leika á auknum viðskiptum. Við þetta tækifæri þakkaði Einar móttökumar í Brighton og Cristofoli borgarstjóri, Tómas Tómasson og Jóhann. Sigurðsson fluttu ávörp. Athöfninni lauk með kvöld- verði og dansleik á hótelinu auk tískusýningar þar sem stúlkur frá Módelsamtökunum sýndu íslenska ull. Burt með Skermo- vitch sendiherra Sovétrikin hafa sýnt okk- ur íslendingum þá fáheyrðu ósvifni að setja upp sjón- varpsskerm á hús sitt við Garðarsstræti og virt að vettugi bann Bygginga- nefndar Reykjavikur um staðsetningu skermsins. Sendiherra þeirra, sem ég kýs að nefna Skermovitch i greinarkomi þessu, hefur þar með brotið allar um- gengnisreglur i viðskiptum rikja og ber að lýsa hann óæskilega persónu (persona non grata) og krefjast þess, að hann verði sendur til sins heima, en i stað hans skipað- ur sendiherra, sem kann mannasiði. Treysti ég hinum nýja utan- nkisráðherra okkar, Matthíasi Á. Mathiesen, til þess að ganga rösklega fram i máli þessu svo við Islendingar verð- um ekki lengur að athlægi. Akureyri 25. marz, Leifur Sveinsson Höfundur er forstjóri hjá Völundi hf. Akureyri: Alþýðbanda- lagið tilkynn- ir framboðs- lista Akureyri. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins fyrir bæjarstjómar- kosningarnar á Akureyri í vor hefur verið ákveðinn. Hann er þannig: 1. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi, 2. Heimir Ingimarsson forstöðumaður lífeyrissjóðs Iðju, 3. Sigrún Sveinbjömsdóttir sál- fræðingur, 4. Þröstur Ásmunds- son kennari, 5. Yngvi Kjartansson blaðamaður, 6. Sveinborg Sveins- dóttir hjúkrunarfræðingur, 7. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, 8. Páll Hlöðversson skipa- tæknifræðingur, 9. Ingibjörg Jón- asdóttir fulltrúi, 10. Rögnvaldur Ólafsson verkstjóri, 11. Hilmir Helgason, vinnuvélstjóri, 12. Kar- en S. Kristjánsdóttir bankamaður, 13. Kristján Hannesson sjómaður, 14. Hugrún Sigmundsdóttir fóstra, 15. Gunnar Halldórsson kennari, 16. Hrefna Helgadóttir starfsstúlka, 17. Jóhannes Jóseps- son fyrrv. skrifstofumaður, 18. Helga Frímannsdóttir umsjónar- maður með félagsstarfí aldraðra, 19. Torfí Sigtryggsson trésmiður, 20. Anna Hermannsdóttir hús- móðir, 21. Hulda Jóhannesdóttir húsmóðir, 22. Einar Kristjánsson rithöfundur. Listi þessi var samþykktur á félagsfundi 20. marz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.