Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986
3
Listahátíð:
Miðasala
hefst í dag
MIÐASALA Listahátfðar opnar í
dag. Þegar Morgunblaðið leit inn
í miðasöluna í gær voru miðasölu-
konur í óða önn við að koma sér
fyrir í Gimli og gera allt klárt
fyrir opnunina kl. 14.00 í dag.
Að sögn framkvæmdastjóra
Listahátíðar hefur mikið verið
spurt um einstök atriði og því
búist við mikilii ös. Mest hefur
verið spurt um Claudio Arrau,
Dave Brubeck og leiksýningu
Ingmar Bergman frá Svíþjóð. Þá
i mun unga kynslóðin ætla sér stór-
an hlut í popptónleikunum í lok
hátíðarinnar.
Tvær nýjar verzlan-
ir ÁTVR næsta ár
Verzluninni í Laugarásnum verður lokað
UM MITT næsta ár verður opnað nýtt útibú Áfengis og tóbaksversl-
unar ríkisins og verður það f Kringlunni, nýja Hagkaupshúsinu. Þá
tekur einnig til starfa nýtt útibú í Mjóddinni í Breiðholtinu, en um
leið og það tekur til starfa verður útibúinu í Laugarásnum lokað.
„Við höfum fengið mikið af
kvörtunum frá íbúum í Laugarás-
hverfi, vegna mikillar umferðar í
kring um útibúið þar. Verslunin er
einnig of lítil til með sinna þeim
verkefnum sem hún á að sjá um
og verður henni þvf lokað og annað
útibú opnað í nýju húsnæði ÁTVR
í Mjóddinni" sagði Höskuldur Jóns-
son forstjóri ÁTVR. Áfengis og tób-
aksverslunin á einnig húsnæði í
Glæsibæ, það er í leigu næstu 5-6
árin, en að þeim tíma liðnum er
fyrirhugað að flyfja verslunina á
Snorrabraut í Glæsibæ.
„Ekkert hefur verið rætt um það
af okkar hálfu að flytja útibúið á
Lindargötunni, en við höfum fengið
fyrirspurnir þar að lútandi vegna
breytinga á skipulagi."
JNNLEN'T
Samband hljómplötuframleiðenda:
Oskar eftir opin-
berum afskiptum
af innflutningi
á tónböndum
SAMBAND hljómplötuframleiðenda hefur farið fram á afskipti fjár-
málaráðuneytisins vegna innflutnings á tónböndum og álits á því,
hvort hugsanlega sé urn lögbrot að ræða í ákveðnum tílgreindum
tilvikum. I bréfi sambandsins til ráðuneytisins er meðal annars látin
í Ijós sú skoðun, að ákveðin fyrirtæki skjóti sér undan greiðslu
höfundaréttargjalds og tolls með þvi að flytja inn átekin tón- og
myndbönd, sem síðan séu seld sem óátekin.
í bréfínu er vitnað til breytinga
á höfundalögum frá 1984 þar sem
meðal annars var lögfest tiltekið
gjald á innflutt auð tón- og mynd-
bönd. Segir þar ennfremur að fjöl-
földunarfyrirtækjum hafi þá verið
falið að sjá um innflutning og tolla-
meðferð auðu tónbandanna. Að
því búnu hafí viðkomandi fjölfóld-
unarfyrirtæki tekið upp fremst á
tónböndin eitt lag, lagstúf eða
fuglasöng og síðan endurselt fyrr-
greindum innflutningsfyrirtækjum
alla sendinguna gegn lágri þóknun.
Á tónbandið hafí verið límdur miði
sem á stóð: „Átekin kasetta, upp-
tökubónus, hreinsiband fremst og
aftast".
Samband hljómplötuframleið-
enda bendir á, að í auglýsingum
innflutningsfyrirtækjanna hafí
komið fram að tónböndin séu aug-
lýst og síðan seld sem auð tónbönd
með framangreindum upptökubón-
us og seld á 135 krónur í stað 175
króna, sem venjuleg auð tónbönd
kosti hjá flestum öðrum innflytjend-
um á auðum tónböndum. „Með því
að skjóta sér undan greiðslu svo-
nefnds höfundarréttargjalds og með
því að greiða 20% tolla af auðu
tónböndunum í stað 75% fæst svo
lágt verð sem raun ber vitni hjá
umræddum innflutningsfyrirtækj-
um,“ segir í bréfí SHF til fjármála-
ráðuneytisins, þar sem óskað er
eftir afskiptum ráðuneytisins að
þessu máli.
Listahátíð mun
reka næturklúbb
á Hótel Borg
NÆTURKLÚBBUR mun starfa
á Hótel Borg á meðan á Listahá-
tíð stendur. Þeir einir hafa að-
gang sem kaupa meðlimakort í
miðasölu Listahátíðar og einnig
allir þeir listamenn sem koma
fram á hátiðinni.
í frétt frá Listahátíð segir að
tilgangurinn sé að gefa gestum
hátíðarinnar tækifæri til að hitta
hina einstöku listamenn persónu-
lega en þeir munu jafnframt flestir
búa á Hótel Borg. Fjöldi meðlima
í listahátíðarklúbbnum er takmark-
að við 400. Inntökugjald er 1200
kr. og fá félagar kort sem gildir
sem aðgangskort að klúbbnum á
meðan á Listahátíð stendur. Klúbb-
urinn verður opinn öll kvöld til þijú
eftir miðnætti og verða ýmiskonar
uppákomur á dagskrá með þeim
listamönnum sem koma annars
fram á hátíðinni. Klúbbkort eru
númeruð og fær Ingmar Bergmann
kortnúmer 1.
Utvarpsráð:
Innlend tónlist leikin
fyrir sjónvarpsfréttir
Á FUNDI útvarpsráðs þann 9.
mai síðastliðinn flutti Haraldur
Blöndal tillögu um að hætt verði
að flytja dægurtónlist með er-
lendum texta fyrir sjónvarps-
fréttir og jafnframt kappkostað
að flytja innlenda tónlist og/eða
tónlist flutta af innlendum tón-
listarmönnum.
Tillaga þessi var studd af þeim
Áma Bjömssyni, Magnúsi firlends-
syni, Ingu Jónu Þórðardóttur og
Ingibjörgu Hafstað og var hún
samþykkt í útvarpsráði.
Eiður Guðnason var á móti tillög-
unni. Hann kvaðst andvígur því að
útiloka ákveðna flokka tónlistar úr
sjónvarpi og lagði áherslu á að leik-
in verði fjölbreytt tonlist, innlend
og erlend, fyrir fréttir í sjónvarpi.
DAIHATSU
sýning
Frá kl. 1-5
Allir gæðabílarnir frá Daihatsu.
Daihatsuumboðið s. 685870-681733