Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 7

Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 7 Fossvogsdalurinn og framtíð hans — eftir Geir G. Gunnlaugsson Fossvogsdalur kallast landið sem liggur frá sjó til Elliðaárósa. Hann er skjólsæll og sólríkur enda hafa þúsundir aðkomumanna lagt leið sína þangað til þess að setjast þar að. Þeir hafa byggt þar framtíðar- heimili fyrir sig og sína og nú er svo komið að hlíðar dalsins beggja megin eru þéttbyggðar fallegum húsum með vel hirtum lóðum prýdd- um blómum og tijágróðri. Neðst í hlíðinni Reykjavíkurmegin þekur kirkjugarðurinn stórt svæði og við hann er útfararkirkja og líkhús. Þar hafa hundruð íbúa dalsins kvatt ástvini sína hinstu kveðju og staðið þögulir andspænis óráðinni gátu um framhald lífsins. Neðar í dalnum tekur við skógræktarsvæðið með fallegum tijám og stiklabeðum. Þar eru þúsundir tijáa í uppeldi, sem munu prýða hýbýli manna víðs vegar um landið. I skógræktar- stöðvunum er búið að vinna mikil afrek og vert væri að halda áfram og láta tijágróðurinn ná alla leið eftir dalnum inn að Elliðaám. Þetta yrði yndislegt útivistarsvæði fyrir íbúa beggja megin dalsins og alla aðra er þangað koma til þess að ieita hvfldar, friðar og fegurðar í gróðurríki náttúrunnar. í dalnum blandast saman sjávar- og fjallaloft og dalurinn verður bæði hægra og vinstra lunga byggðarlagsins. Þeir sem búa í dalnum njóta þess að sjá sólarupprásina í austri lýsa með glampandi morgunroða yfir dalinn og horft á sólarlagið þegar loftið verður allt glitrandi ljóshaf. Þið landnemar Fossvogsdalsins megið aldrei láta leggja hraðbraut eftir dalnum. Hún mundi leggja alla gróðurrækt í eyði og spilla ró og friði íbúanna. Ef um er að ræða einhver um- ferðarvandamál á þessu svæði er það í verkahring sérfræðinga að leysa það. Siíkt ætti að vera auð- leyst ef vilji er fyrir því: Umferðar- vandann má aldrei leysa á kostnað tilfinninga þeirra sem dalinn byggja og þykir vænt um hann. Höfundur er bóndi í Lundi íFoss- vogi. Stofnun Jóns Þorlákssonar: Tveir nýir fram- kvæmdaráðsmenn SIGURÐUR Helgason stjórnar- formaður Flugleiða og Hörður Siugrgestsson forstjóri Eim- skipafélags íslands hafa tekið sæti í framkvæmdaráði Stofnun- ar Jóns Þorlákssonar. í framkvæmdaráðinu áttu sæti fyrir þeir Pétur Bjömsson forstjóri Vífílfells hf., Ragnar Halldórsson forstjóri íslenska álfélagsins, Ingi- mundur Sigfússon forstjóri Heklu hf., Árdís Þórðardóttir rekstrarhag- fræðingur, Sigurður Gísli Pálmason forstjóri Hagkaups hf., Hjörtur Hjartarson forstjóri J. Þorláksson og Norðmann, Friðrik Kristjánsson forstjóri Dimon sf., Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf. og Oddur Thorarensen apótekari í Laugavegs apóteki. Á vegum stofnunarinnar hafa komið út ritsafn Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, sem stofnunin er kennd við, og „í sjálfheldu sér- hagsmunanna" eftir Milton Fried- man nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði. Þá hefur stofnunin hlutast til um að fá útlenda fræðimenn til landsins og þar á meðal er Milton Friedman. Stofnun Jóns Þorlákssonar tók til starfa í ársbyijun 1983. í frétta- tilkynningu frá stofnuninni segir m.a. að hún sinni rannsóknum á sviði stjórnmála og efnahagsmála með almenningsheill að leiðarljósi og að hún sé óháð hagsmunahópum og stjómmálaflokkum. Þá segir að á næstunni séu væntanleg rann- sóknarrit um einkaskóla eftir Þor- varð Elíasson og Guðmund Heiðar Frímannsson, um velferðarríkið eftir dr. Vilhjálm Egilsson hag- fræðing og um stjómarskrármálið eftir dr. Hannes H. Gissurarson stjórmálaheimspeking og fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar frá upphafí. I rannsóknarráði stofnunarinnar em m.a. Ámi Vilhjálmsson prófess- or, dr. Guðmundur Magnússon pró- fessor, Jónas H. Haralz bankastjóri og dr. Þór Whitehead prófessor. Morgunblaðið/Júlíus Rangá verður írafoss Flutningaskipið Rangá, sem áður var í eigu Hafskips, hefur nú fengið nýtt nafn með nýjum eigendum. Skipið nefnist nú írafoss og siglir undir merkjum Eimskipafélags Islands. Meðfylgjandi mynd var tekin í Reykjavíkurhöfn nýverið, eftir að nafni skips- ins hafði verið breytt, en þá var verið að búa það undir fyrstu siglinguna með hinu nýja nafni. ísaksskóli: Afmælis- sýning ÍSAKSSKÓLI er 60 ára um þess- ar mundir og í tilefni þessa áfanga í sögu skólans og tvö hundruð ára afmælis Reykjavík- urborgar, verður nú um helgina haldin þar sýning. Opið verður laugardag og sunnu- dag milli kl. 14.00 og 18.00 báða dagana. „Á þessari sýningu ber að líta margt fróðlegra og skemmtilegra muna úr skólastarfínu í 60 ár, sem vekur væntanlega athygli jafnt eldri nemenda sem og annarra," segir í frétt frá skólanum. Tónleikar í Hlégarði Sunnudaginn 25. mai kl. 17.00 halda Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, undirleikari og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, tónleika í Hlégarði. Tóníeikamir eru á vegum menn- ingarmálanefndar Mosfellshrepps og eru lokaatriði á Qölbreyttri dagskrá „Vordaga í Mosfellssveit", sem hófst 19. apríl sl. VEL KLÆDD SÍMASKRÁ SIMASKRA alltaf sem ný í kápunni frá Mulalundi Engrí bók er flett jafnmikið og símaskránni. Hún þarf því að eiga góða yfirhöfn svo hún losni ekki úr böndunum og verði illa til reika. í hlífðarkápunni frá Múlalundi, vinnustofu SÍBS, er símaskráin vel varin! Fæst í öllum helstu bóka- og ritfangaverslunum Iandsíns Múlalundur, Hátúni 10 C, Símar: 38450 38401 § & cr 3 p UJ ÞYSKALAND t' sBSnw # WBf *•§. i Mosel — Bayern Eins og ævfntýrabók — Kues Mosel Hotelpark Frábær gististaður í fögru umhverfi með öllum þægindum, kjörinn staður fyrir alla íjölskylduna að njóta lífsins og hinna óteljandi ferðamöguleika um fögur þorp og borgir. Austur- il |HÉ . * Wmm og náttúrnfegurð. .. BROTTFÖR VIKULEGA Á LAUGARDÖGUM. VERÐ FRÁ KR. 23.400 í 2 VIKUR. í Ratzenriedhöll við rætur þýzku Alpanna Boðið er upp á námskeið á fimm mismunandi ,, ,, , >, stigum, frá byijendum, frá 3 vikum. Val um heima- < vist eða dvöl á einkaheimilum. Austurstræti 17, sími 26611. Feröaskrífstofan ÚTSÝIM FEGURÐ, LETTLEIKJ OG LJUFAR VEGIAR, SKOGAR, VOTN OG SVEITASÆLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.