Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLABIÐ, LAÚGARDAGUR 24.MAÍ 1986 21 • • _________ Olfusvatn — Reynisvatn eftir Sigmjón Pétursson Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, for- mann skipulagsnefndar og fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórnarkosningar. í greininni reynir Vilhjálmur að læða því inn hjá lesendum blaðsins að kaupin á jörðinni Olfusvatni hafi verið borginni hagstæð og a.m.k. hagstæðari en önnur landakaup, svo sem kaupin á Reynisvatni, sem vinstri meirihlutinn stóð fyrir á síð- asta kjörtímabili og kaupin á Viðey. Þótt ég dragi í efa að Vilhjálmur eða Sjálfstæðismenn vilji að hið rétta í þessum málum komi fram, þá tel ég það skyldu mína við les- endur Morgunblaðsins að skýra staðreyndir málsins og síðan getur hver og einn (eða Morgunblaðið sjálft) kannað hvort ekki er farið með rétt mál. Reynisvatn Jörðin Reynisvatn liggur innan lögsögumarka Reykjavíkur. Á veru- legum hluta landsins verður í fram- tíðinni reist íbúðarbyggð. Um kaup- in á Reynisvatni, í maí 1979, var enginn ágreiningur í borgarstjóm, hvorki um hvort rétt væri að kaupa né um verð. Fasteignamat Reynisvatns- lands og brunabótamat húsa var 1. desember 1978 g.kr. 223.636.000 en kaupverð var g.kr. 262.000.000. Kaupverð var því 17% yfir matsverði. Viðey Viðey er ein af dýrmætustu perl- um í nágrenni Reykjavíkur. Það hefur lengi verið sameiginlegt kappsmál allra borgarfulltrúa að borgin fái fullan og óskoraðan yfir- ráðarétt yfir Viðey. I landaskipta- samningum við Seltjamames fyrir nokkrum ámm fékk Reykjavík lögsögurétt yfir eynni. Þótt kaup- Sigurjón Pétursson verð Viðeyjar væri mjög hátt, þá gerðum við ekki ágreining um það með tilliti til framtíðamota Reyk- víkinga af þessu stórkostlega úti- vistarsvæði. Fasteignamat Viðeyjar (þess hluta sem Reykjavíkurborg keypti) var um 900 þúsund krón- „Svo mikil orka er þegar örugg á Nesja- völlum að þó allar bor- anir þar mistækjust hér eftir, yrði ekki þörf fyrir orku úr Ölfus- vatnslandi fyrr en seint á næstu öld!“ ur. Kaupverð 28 milljónir eða 3.111% yfir matsverði. • • Olfusvatn Ölfusvatn liggur við Þingvalla- vatn austur í Grafningi. Jörðin er nálægt Nesjavöllum, þar sem gert er ráð fyrir að framtíðarorka fáist fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Jörðin hefur nú um nokkum tíma ein- göngu verið notuð sem sumarbú- staðaland fyrri eigenda, en þeir era erfingjar Sveins heitins Benedikts- sonar (bróður Bjama heitins Bene- diktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins). Jörðinni fylgja veiðihlunnindi í Þingvalla- vatni og þar er jarðhiti í fjalli. Um kaupin á jörðinni var mikill ágreiningur í borgarstjóm. Kaup- samningur gerir ráð fyrir að selj- endur haldi öllum sínum sumar- húsum og veiðiréttindum næstu 50 árin án endurgjalds. Það er einnig áskilið í samningnum að seljendur megi reisa 3 sumarbústaði til við- bótar á landinu. Reykjavíkurborg sem kaupanda er bannað að leyfa öðram að reisa þama hús næstu 25 árin. í stuttu máli: Seljendur halda öllu sínu, þrátt fyrir söluna. Svo mikii orka er þegar öragg á Nesjavöllum að þó allar boranir þar mistækjust hér eftir, yrði ekki þörf fyrir orku úr Ölfusvatnslandi fyrr en seint á næstu öld! En til þess að geta nýtt Ölfusvatn með Nesja- völlum þá er nauðsynlegt að kaupa jörð sem liggur -'a milli þeirra tveggja, jörð sem heitir Hagavík og vafalaust fæst hún ekki fyrir minna verð. Svo einkennilega vill til að sú jörð er einnig í eigu þekktr- ar íhaldsfjölskyldu, en það era erf- ingjar Helga heitins Tómassonar, fyrram yfirlæknis á Kleppi, en meðal bama hans og í hópi núver- andi eigenda jarðarinnar er Ragn- hildur Helgadóttir, ráðherra. Fasteignamat Ölfusvatnsjarð- ar með veiðiréttindum var 1. desember 1984 kr. 379.000. Kaupverð var 60 milljónir eða 15.831% — fimmtán þúsund átta- hundruð þijátíu og eitt% yfir fasteignamatsverðinu. Rétt er að taka fram að þá er ekki tekið með mat á sumarhúsum og báta- skýlum sem ekki voru keypt. Jörðin öll með skikum umhverfis sumarhúsin var metin á 275 þús- und en hlunnindin á 104 þúsund. Heimildir Kaupverð allra jarðanna er til- greint í samræmi við kaupsamn- inga. Fasteignamat Reynisvatns er skv. bréfi fyrrverandi borgarritara, Gunnlaugs Péturssonar, frá 13. febrúar 1979. Branabótamat húsa skv. orðsendingu Bjöms Friðfinns- sonar til borgarstjóra, dags. 27. apríl 1979. Fasteignamat Viðeyjar var 992 þúsund, en sá eignarhluti var ekki allur keyptur og er því miðað við 900 þúsund krónur. Fasteignamat Ölfusvatns er skv. bókum Fasteignamats ríkisins, staðfest af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Eg vona að eftir þessar upplýs- ingar þurfi ekki að deila um stað- reyndir málsins. 21. maí 1986. Með kveðju. Höfundur er borgarfulltrúi AJ- þýðubandalagsins í horgarsijóm Reykja víkur. Kaffisala Kvenfélags Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag 1. júní, verður hin árlega kaffisala kven- félags Hallgrímskirkju í Domus Mediea og hefst hún kl. 15.00. Það er óhætt að staðhæfa, að þarna verður veislukaffi á borðum með hinu besta meðlæti, svo sem venja hefur verið um árabil og allir þekkja, sem notið hafa. Þar verður einnig skyndihapp- drætti og vinningar eru m.a. að- göngumiðar á Vortónleika Mótettu- kórs Hallgrímskirkju, sem haldnir verða á þriðjudag í Kristskirkju og miðar að veislumáltíð í veitingahús- inu Óðinsvéum. Kvenfélagið hefur lagt drjúgan skerf til byggingar Hallgrímskirkju á liðnum árum, og nú þegar lokatakmarkið er fram- undan þá vænti ég þess að margir vinir kirkjunnar styðji það í loka- sókninni, með því að koma og njóta þess, sem á boðstólum er hjá kven- félaginu. Ragnar Fjalar Lárusson Verðfrá 182.100 þús. < meðryðvörn Opið laugardag og sunnudag frákl. 10—16 VERÐSKRA: Lada 1200 .......................................................... Kr. Lada 1300 skutbíll 4ra gíra ......................................... Lada 1500skutbíll4ragíra ............................................ Lada 1500 skutbíll 5 gíra ........................................... Lada Safir .......................................................... Lada Lux Canada .................Y.PR*®!f!y.,!....................... Landa Sport 5 gíra .............^RR?.R!f,.V.r...................... Ofangreind verð með fyrirvara 158.800,00 182.100,00 195.100,00 208.100,00 175.900,00 195.900,00 326.900,00 Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu Ryðvörn inifalin íverði Afhendingartími 2—4vikur < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF, lli} iiíj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.