Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986
25
AP/Símamynd
Sprengjustaður
Bílsprengja sprakk i Beirút i gœrmorgun i ibúðahverfi i hverfi
kristínna, Sinn el-Fil, í austurhluta borgarinnar, með þeim afleið-
ingum að níu menn biðu bana, þriggja var saknað og 84 slösuð-
ust. Atvikið átti sér stað rétt við grænmetismarkað á mesta
umferðartíma. Múgur húsmæðra var á grænmetismarkaðinum
þegar sprengjan sprakk. Myndin er frá vettvangi.
Dularfullt dauðsfall
í Austur-Berlín
Vestur-Berlln. AP.
FYRRUM libýskur sendiráðsstarfsmaður, sem talið er að útsendarar
Moammars Khadafys, Libýuleiðtoga hafi skotíð til bana i Austur-
Berlín, var að sögn vestur-þýska dagblaðsins Bild á vegum banda-
risku leyniþjónustunnar CIA.
í hinu útbreidda blaði sagði að
Khadafy hefði sjálfur fyrirskipað
að manninum skyldi komið fyrir
kattamef.
Vestur-þýska dagblaðið Die Welt
greindi fyist frá því á miðvikudag
að líbýskur sendiráðsmaður hefði
verið skotinn austan við Berlínar-
múrinn og leiddi að því getum að
morðið hefði verið framið til að
hylma yfir þátt Líbýumanna f
sprengjuárásinni á La Belle-diskó-
tekinu í Vestur-Berlín 5. apríl.
Talsmaður lögreglunnar í Vestur-
Berlfn tilkynnti á fimmtudag að lát
mannsins hefði ekki borið að með
eðlilegum hætti.-
Talsmaður Berlínarlögreglunnar
sagði að Ifbýska sendiráðið í Bonn
hefði farið þess á leit við borgaryfír-
völd að eigur þær, sem Mohammed
nokkur Ashour lét eftir sig í Vest-
ur-Berlín yrðu afhentar. Þetta hefði
gerst skömmu eftir að Ashour beið
bana.
Bild hefur eftir heimildarmanni
sínum að Ashour hafi tekist að ná
saman upplýsingum um bakgrunn
og framkvæmd sprengjutilræðisins
í diskótekinu og afhenda þær CIA.
Bandarískur sendierindreki f
Vestur-Berlín segir að þetta sé mjög
ólíklegt: „Og hafí maðurinn verið
útsendari CLA þá færi enginn að
viðurkenna það fyrir dagblaði."
Að sögn Die Welt var Ashour
starfsmaður lfbýska sendiráðsins f
Bonn þar tii hann innritaði sig í
Freie Úniversitat í Vestur-Berlín til
að ljúka doktorsprófi í stjómmála-
fræðum. Heimildarmaður blaðsins
er í samtökum líbýskra námsmanna
í Vestur-Þýskalandi, sem andvíg
eru Moammar Khadafy Líbýuleið-
toga. Hann segir að Ashour hafí
verið skotinn til bana aðfaranótt
3. maí og hefðu útsendarar Khad-
afys verið þar að verki. Morðið hefði
verið framið í almenningsgarði f
Austur-Berlín.
Læknaverkfall í Svíþjóð
2.000 læknar á 10 stærstu sjúkra-
húsum Svíþjóðar. Verkfallið hefur
engin áhrif á sumar deildir sjúkra-
húsa, s.s. bamadeildir, deildir sem
hlynna fólki með sýkingarsjúkdóma
og krabbamein.
Kjell-Olof Feldt, flármálaráð-
herra, segir „mjög lítið" svigrúm
til launahækkana. Hefur hið opin-
bera hótað að bregðast við verk-
fallinu með verkbanni á 40.000
opinbera starfsmenn.
Stokkh&lmi. AP.
UM 9.000 læknar, tannlæknar,
sálfræðingar og starfsmenn fé-
lagsmálastofnana í Svíþjóð fóru
í verkfaU í gær til að leggja
áherzlu á kröfur sínar um launa-
hækkun.
Næstum allir læknar Svíþjóðar
starfa við hið opinbera heilsugæzlu-
kerfi. Þeir hafa að meðaltali 18.000
sænskar krónur f mánaðarlaun, eða
um 105 þúsund ísl. króna. Krefjast
þeir 1.500 sænskra króna skatt-
frjálsrar hækkunar á mánuði, eða
7.700 ísl. kr.
Samningaviðræður hafa staðið
frá 18. apríl, en samninganefndar-
menn segja að ríkið hafi ekkert
boðið ennþá og þvf hafi komið til
verkfalls. í verkfallinu taka þátt
Mannskæðir og harðir
bardaffar í Afsranistan
TalamaKaH AP
TALSMENN skæruliða í Afganistan segja að gifurlega harðir bar-
dagar hafi átt sér stað í Austur-Paktía-héraði frá þvi um helgina.
Þeir segjast hafa misst 40 menn í bardögunum og 45 hafi særst.
Jafnframt segja þeir 46 sovézka hermenn hafa beðið bana og 90
hafi særst i bardögunum.
Harðastir hafa bardagamir verið
í og við borgina Jaji, sem er skammt
frá landamærum Pakistans, en
borgina hafa frelsisöflin á valdi
sínu. Sovézka innrásarliðið hefiir
haldið uppi hörðum loftárásum og
skriðdreka- og stórskotahríð á Jaji.
Herflugvélar og þyrlur hafa skotið
á borgina og varpað á hana sprengj-
um. Skriðdrekasveitir og fótgöngu-
liðssveitir hafa haldið nær linnu-
lausri skothríð á borgina og stöðvar
skæruliða í nágrenninu og hafa þær
notið stuðnings langdrægra fall-
byssna. Skæruliðar segjast hafa
eyðilagt á þriðja tug skriðdreka og
bardagatækja.
Afganska upplýsingamiðstöðin í
Peshawar í Pakistan, sem fylgist
með gangi mála í Afganistan, stað-
festi í gær að harðir bardagar hefðu
átt sér stað í umhverfi Jaji. Tals-
menn stöðvarinnar segja tilgang
sovézka innrásarliðsins og afg-
anska stjómarhersins vera þann að
loka aðflutningsleiðum skæruliða,
sem fengið hafa vopn sín og vistir
um Pakistan. Á vorin senda skæm-
liðar liðsauka frá stöðvum sínum í
Pakistan til þess að styrkja sveitir
sínar í Afganistan, og reyni Sovét-
menn að hindra þá flutninga nú.
Jaji er í aðeins 15 km Qarlægð frá
landamærum Pakistans.
Sovézki herinn lagði til atlögu
gegn skæruliðastöðvum í vestur-
hluta Paktia seint í apríl og tókst
þeim að eyðileggja bækistöð skæm-
liða í Zahawar eftir þriggja vikna
mjög mannskæð átök.
í gær lauk viðræðulotu um frið
í Afganistan og er enn gjá milli
deiluaðila, að sögn fulltrúa Samein-
uðu þjóðanna, sem reynir að miðla
málum. Aðalágreiningsefnið er
tímasetning brottflutnings sovézka
innrásarliðsins, sem telur 118 þús-
und hermenn. Kínverskir sérfræð-
ingar halda því fram að Sovétmenn
vaði reyk haldi þeir að vandamál
þeirra í Afganistan verði leyst með
nýjum leiðtoga, Najibullah.
Gengi gjaldmiðla
London. AP.
Bandaríkjadollar hækkadi
verulega gagnvart helztu
gjaldmiðlum í Vestur-Evrópu
í gær. Talið var, að horfur á
auknum hagvextí í Bandaríkj-
unum ættu mikinn þátt í
þessu. Mikil eftirspum var
eftír dollamum, þar sem sú
skoðun var ríkjandi, að hann
ætti eftir að hækka enn frek-
ar.
í London kostaði sterlings-
pundið 1,48775 dollara
(1,4960), en annars var gengi
dollarans þannig, að fyrir hann
fengust 2,2335 vestur-þýzk
mörk (2,2750), 1,8952 svissn-
eskir frankar (1,8775), 7,2775
belgiskir frankar (7,2175),
2,5720 hollenzk gyllini (2,5940),
1,564,25 ítalskar lírur
(1,553,50), 1,3670 kanadiskir
dollarar (1,3642) og 170,30 jen
(169,65).
iUIKIL SAU!
Fljúgandi furðuhlutir
elta brasilískar botur
Rin dí» Jnneim. AP.
Rio de Janeiro. AP.
STARFSMENN brasiliska flughersins eru í öngum sínum
um þessar mundir vegna flota fljúgandi furðuhluta, sem
byrgðu hjá þeim alla ratsjárskerma fyrr í þessari viku.
Furðuhlutirair léku sér að brasilískum orrustuþotum,
sem sendar vora á loft til að bera kennsl á þá, og létu
þotumar elta sig fram ogtil baka.
„Við erum að reyna að finna
tæknilega útskýringu á þessum
fyrirbærum, en höfum ekki getað
það enn sem komið er,“ er haft
eftir blaðafulltrúa flughersráðu-
neytisins í Brasilíu, höfuðborg
landsins.
FÍugmaður nokkur kom fyrst
auga á torkennilegan hluti á flugi
nærri Sao Jose Dos Campos, iðn-
aðarborg um 340 km suðvestur
af Rio de Janeiro, á mánudag.
Flugmaður þessi sagði að hlutimir
hefðu verið á stærð við borð-
tenniskúlu og flogið á um 1.400
km hraða á klst.
Octavio Moreira Lima, herfor-
ingi og flughersráðherra, kvað
hlutina „metta ratsjárskjái og
trufla flugumferð" f Sao Jose Dos
Campos og Sao Paulo, stærstu
borg f Suður-Ameríku.
Flugherinn sendi á loft þijár
franskar Mirage III orrustuþotur
og tvær bandarískar F5E-þotur
til að elta fyrirbærin, sem Lima
lýsti sem marglitum ljóskúlum.
En leikurinn snerist við og hlutim-
ir tóku að elta orrustuþotumar,
að því er Lima sagði.
„Einn flugmannanna greindi
frá þvi að þrettán hlutir hefðu elt
loftfar sitt, sjö til annarrar hand-
ar, sex til hinnar," sagði Lima.
Þotur flughersins flugu á eftir
eða vom eltar af þessum fljúgandi
furðuhlutum í þijár klukkustundir
og mátti allan tímann greina
hlutina á ratsjá. Þá þurftu orr-
ustuþotumar að snúa frá vegna
eldsneytisskorts og hefur ekki
spurst til furðuhlutanna sfðan.
Bandarfski vfsindamaðurinn
Larry Brown við Hayden-stjömu-
stöðina f New York segir að þetta
hefði getað verið hvað sem er.
Engir loftsteinar hefðu komið inn
f andrúmsloftið þennan dag en
hann kom þó með eina mögulega
útskýringu: „Verið gæti að sam-
hengi sé milli þessa og halastjömu
Halleys, sem nýverið fór hjá jörðu.
Stjaman skildi eftir sig mikið af
ryki. Þegar ryk þetta fellur niður
í gufuhvolfíð brennur það skæmm
loga.“ Þá er aðeins einu ósvarað:
Hvers vegna f ósköpunum skyldi
rykið hafa tekið upp á þeim
óskunda að elta brasilfskar orr-
ustuþotur?
Toyota Landcruiser Diesel árg. '85.
Ekinn 21.000 km. Topp bfll.
Toyota Landcruiser Diesel
árg. '84. Ekinn 36 þús. km.
Subaru4x41800
árg. '82. Ekinn 60 þús. km.
Mitsubishi Paiero Turbo stuttur
árg. '86. Ekinn 12 þús. km.
Charade árg. '83
Ekinn 27 þús. km.
Mitsubishi Colt 1500 GLX
Árg. '86. Ekinn 7 þús. km.
I
FiatUno 45.Sárg. ’84.
Suzuki Fox árg. '83.
Citroén Axel árg. '85.
Ford Sierra GL 2000 árg. '84.
Fiat 127 árg. '84.
BÍLASALAN
Skeifunni 8- 108 Reykjavík
Sími: 687848