Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986
Feilnóta í kosn-
ingasinfÓníunni?
eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísíadóttur
Það fer varla hjá því að ýmsir
velti því fyrir sér í komandi borgar-
stjómarkosningum, hvað skilji á
milli þeirra flokka og samtaka sem
í framboði eru. Þegar talið berst
að félagslegri þjónustu af ýmsu
tagi þá virðast allir hafa sömu spil
á hendi sem þeir setja út af miklu
öryggi og festu. Allir ætla að
tryggja öldruðum áhyggjulaust
ævikvöld og öryggi í ellinni, allir
ætla að sjá til þess að böm njóti
öryggis og umönnunar meðan for-
eldrar vinna og allir vilja vinna að
því að skóladagur verði samfelldur
og skólamáltíðum komið á í öllum
skólum.
Það er ótrúlega mikill samhljóm-
ur í kosningasinfóníunni og því
hvarflar það sjálfsagt að einhveij-
um að Kvennalistinn sé ekki annað
en feilnóta sem eigi engan rétt á
sér. Þegar slíkri hugsun skýtur upp
þá verður maður að hafa það hug-
fast að æfíngin skapar meistarann
og flestir flokkar hafa kosningasin-
fóníuna á valdi sínu. Þegar þeir
eiga að leika af fingrum fram milli
kosninga þá verður spilverkið ris-
minna.
Skórinn sem kreppir
að konum
Ef vilji flokkanna er eins góður
og menn vilja vera láta þá er mjög
illskiljanlegt hversu illa er búið að
bömum og öldruðum í þjóðfélagi
okkar. Þá hefur eitthvað annað
bmgðist. Sjálf efast ég ekki um að
flestir frambjóðendur vilja vel og
em vænsta fólk. Flokkamir hafa
hins vegar bmgðist í þeim mála-
flokkum sem ég hef drepið hér á.
Ástæðan fyrir því er öðru fremur
sú, að þeim er stjómað af körlum
á besta framkvæmdaaldri, körlum
sem bera takmarkaða ábyrgð á
umönnun bama og aldraðra hvort
sem er á heimilum eða stofnunum.
Þeir hafa aldrei haft þann skó á
fætinum sem kreppir að konum.
Þegar kemur að því að útdeila
sameiginlegum fjármunum okkar
allra á einstök verkefni þá telja
þeir þær þarfir, sem þeir þekkja
best, mun brýnni en þær sem á
konum brenna. Þeir telja sig fyrst
þurfa að auka lóðaframboð, standa
í landakaupum og byggja umferðar-
mannvirki áður en þeir hefjast
handa við byggingu dagvistar-
heimila og þjónustuíbúða fyrir aldr-
aða. Þama emm við komin að þeirri
staðreynd að reynsluheimur kynj-
anna er ólíkuur og elur af sér ólíka
lífsskynjun og verðmætamat og þar
af leiðandi ólíka pólitík.
Það er hvorki tilviljun né illvilji
sem ræður því að ekki var farið að
byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða
fyrr en árið 1972, að aldrei hefur
verið gert átak í dagvistarmálum,
að böm eru ofurseld götunni og
forsjóninni milli þess sem þau
hlaupa úr og í skóla, að kvennastörf
em lægra metin til launa en önnur
störf, að húsmóðurstörf teljast ekki
starfsreynsla á vinnumarkaði og
svona mætti lengi telja. Rótin liggur
í karlaveldinu. Hún liggur í því að
menning og lífssýn karla er ráðandi
VJterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
afl í þjóðfélaginu sem, þegar vel
er að gáð, kemur bæði niður á
konum og körlum. Okkur er öllum
þröngur stakkur skorinn af þessu
afli og em tæpast heilar manneskj-
ur. Við emm vegin og metin eftir
þvi hvort við emm karl eða kona
og sumir léttvægari fundnir en
aðrir.
Kvennapólitíkin
aukaatriði
Hér að framan hef ég lagt alla
flokka að jöfnu á þeirri forsendu
að þeim er öllum stjómað af körlum.
Því verður hins vegar ekki á móti
mælt að á undanfömum áram hafa
átt sér stað talsverðar breytingar á
flokkunum. Þeir hafa tileinkað sér
mörg baráttumál kvennahreyfing-
arinnar og þeir hafa flestir opnað
dymar í hálfa gátt fyrir konum.
Þessar breytingar era ekki síst sér-
framboðum kvenna að þakka. Við
konur höfum hins vegar enga
tryggingu fyrir því að þessar breyt-
ingar séu varanlegar. Það virðist
líka nokkuð augljóst að enn er
kvennapólitíkin bara aukabiti í
veganesti flokkanna í borgarstjóm,
á Alþingi og í verkalýðshreyfing-
unni. Undirstaðan kemur annars
staðar frá.
Sá flokkur sem nú virðist hvað
óárennilegastur fyrir konur er Sjálf-
stæðisflokkurinn. Verður ekki betur
séð en að þar sé höfuðvígi karla-
veldisins. í þeim flokki er hópur af
frambærilegum konum sem ekkert
umboð fá frá flokkssystkinum sín-
um í komandi borgarstjómarkosn-
ingum. Konumar í flokknum eiga
þama sjálfar nokkum hlut að mál-
um því þær kjósa yfir sig karla.
Því miður er það svo að margar
konur þekkja enn ekki hagsmuni
sína né vitjunartíma.
Þær fáu konur sem veljast til
ábyrgðarstarfa fyrir flokkinn verða
svo að standa reikningsskil á stefnu
og starfsháttum sem em konum
andstæð. Og ábyrgð þeirra er mikil
enda hefur flokkurinn verið svo til
einráður í borginni lengst af á
þessari öld. Hin „styrka stjóm"
flokksins hefur ekki verið í mjúkri
móðurhendi. Hún hefur verið í hendi
ungra og miðaldra karla á frama-
braut sem mæla afrek sín í lóðum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Sá flokkur sem nú
virðist hvað óárennileg-
astur fyrir konur er
Sjálf stæðisf lokkurinn.
Verður ekki betur séð
en að þar sé höfuðvígi
karlveldisins. I þeim
flokki er hópur af
frambærilegum konum
sem ekkert umboð fá
frá flokkssystkinum
sínum í komandi borg-
arstjórnarkosningum.“
og malbiki. Það þarf því engum að
koma á óvart þó stærsti kjósenda-
hópur Sjálfstæðisflokksins séu karl-
ar í blóma lífsins. Og rétt eins og
blóminn í egginu em þeir uppfullir
af sjálfum sér og em vemdaðir frá
bamabasli og búsorgum venjulegr-
ar konu.
Sérstaðan
Það sem skilur á milli þeirra
flokka og samtaka sem nú bjóða
fram til borgarstjómar em öðm
fremur hugmyndir þeirra um mann-
legt samfélag. Það em hugmyndir
þeirra um það hvaða lífsgildi eigi
að vera stefnumótandi í borgar-
stjórn. Flestir hafa flokkamir 'hins
vegar villst af leið og svo virðist
sem þeir viti ekki lengur í hveiju
þeirra sérstacia er fólgin, fyrir hvað
þeir standa. Það er kannski gæfa
okkar í Kvennalistanum hvað hreyf-
ing okkar er ung að ámm. Við
höfum enn ekki fjarlægst uppmna
okkar sem er kvennahreyfingin og
baráttumál hennar. Með framboði
okkar viljum við tryggja kvenna-
pólitík sess í borgarstjóm og við
viljum gera reynslu og menningu
kvenna að stefnumótandi afli þar
sem og annars staðar í þjóðféiaginu.
Okkur konum er sjálfum best
treystandi til að bæta kjör okkar
og stöðu. Takist okkur það mun
það skila sér til allra þeirra sem
lakast em settir í þjóðfélaginu.
Höfundur er borgarfulltrúi
Kvennaframboðsins.
Alfa Romeo 33 4 x 4. Sannkallaður draumabíll.
Draumur OkkarAllra í
Fiórhióiadrifinn Alfa Romeo I
NY SENDING KOMIN
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Alfa Romeo 33 4 x 4 er hlaöinn öllum
hugsanlegum aukabúnaöi.
Veröiö er hreint ótrúlegt: Kr. 504.400.
JÖFUR HF
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600