Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 33

Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 33 Athugasemd frá sveitar- sljóra Mosfellshrepps MORGUNBL AÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá sveitarstjórn Mosfellshrepps: Vegna umfjöllunar um biðlista á bamaheimiliá höfuðborgarsvæðinu í Reykjavíkurbréfi 18. þ.m. og samanburð milli sveitarfélaga í því sambandið er nauðs^mlegt að fram komi eftirfarandi: Þær upplýsingar sem byggt er á munu vera teknar úr neytenda- könnun ASÍ sem áður héfur verið birt í fjölmiðlum. Sú upplýsingasöfnun sem stuðst var við í þeirri könnun var unnin gegnum síma og spumingar settar fram með þeim hætti að næsta óvíst er að um samræmi sé að ræða i upplýsingagjöf einstakra sveitar- félaga. Þar ber hæst að skráning bama á biðlista er unnin eftir mis- munandi reglum í hinum ýmsu sveitarfélögum. Ymist er miðað við að bam hafí náð 12 eða 18 mánaða aldri áður en það er skráð á bið- lista. Hér í Mosfellssveit hefur engin slík regla verið í gildi og böm skráð niður eftir því sem óskað hefur verið, án þess að þau hafí náð ofangreindum aldursmörkum. Þá má ennfremur nefna að Garðabær rekur ekki dagheimili og þar er þar af leiðandi ekki skráður biðlisti vegna dagheimilisrýmis þó svo ætla megi að þörf sé fyrir slíka þjónustu þar sem annars staðar. Réttasti mælikvarðinn á hversu vel sveitarfélag sinnir þörfínni fyrir bamaheimilispláss er að skoða fjölda plássa og fjölda bama á biðlista sem náð hafa bamaheim- ilisaldri. Meðfylgjandi yfírlit sýnir stöðu þessara mála hjá Mosfells- hreppi og samkvæmt þeim upplýs- ingum sem þar koma fram samsvar- ar raunvemlegur biðlisti hjá Mos- fellshreppi 2,53% af íbúafjölda en ekki 3,8% eins og fram kemur í fyrmefndum samanburði. Sé tekið mið af aldurssamsetningu íbúa Mosfellshrepps þar sem meðalaldur er mun lægri en víðast annars staðar og böm hlutfallslega fleiri er ljóst að biðlistar vegna bama- heimila em síst lengri hér en al- mennt á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem samanburður sá sem fram kom í Reykjavíkurbréfínu hefur skapað umræður á röngum forsendum tel ég nauðsynlegt að framangreint fáist birt. Virðingarfyllst, PáU Guðjónsson sveitarstjóri Barnaheimilispláss í Mosfells- sveit: Leiksk. Hlaðhömnim: 49 pláss x 2=98 böm Bamaheimilið Hlíð: 20 pláss x 2=40 böm Samtalsleiksk.pláss 138 böm Dagheimilispláss: Bamah. Hlíð, 2 deildir 32 böm Samtalsdagh. + leiksk. 170 böm Biðlistar (miðað við böm sem komin eru á aldurm.tt leikskóla/dagheimili). A) Dagheimili: A1 Einst. foreldri, A1 Einst. foreldri, A1 Einst. foreldri, A2 Hjón/sambúð, A2 Hjón/sambúð, A2 Hjón/sambúð, A2Hjón/sambúð, A2 Hjón/sambúð, B) Leikskóli, biðlisti, böm2áraogeldri böm f. ’85 = 2 böm f. ’84 - 1 böm f. ’83 = 1 Böm = 4 böm f. ’85 = 2 böm f. '84 = 11 böm f. ’83 = 6 böm f. ’82 = 6 böm f. ’81 = 3 Böm = 28 Böm1 = 32 Böm1 = 66 Biðlisti alls Böm1 = 98 Hlutfall afíbfyöldæ 98/3671 = 2,66% Hlutfall af íb.fjölda:93/3671 = 2,53% 1) Þar af v. dagheimilis 5 undir 2 áraaldri. Laugardagsmarkað- ur í Grófinni í GRÓFINNI verður byijað f júní á að starfa að þriggja mánaða áætlun til kynningar á þessu söguríkasta svæði borgarinnar og landsins alls. Að þessari kynningu stendur Félagið i Grófinni sem byijaði að starfa fyrir tæpum þrem mánuðum og fjölmargir aðrir sem það hefur fengið í lið með sér. í dag verður laugardagsmark- varpanum, Vesturgötu 3, og hefst aður í Grófínni. Þar verður bland- að saman gömlu og nýju. Þama getur fólk komið með muni sína, t.d. bækur, húsgögn, gamlar gardínur o.fl. þess háttar og látið bjóða upp fyrir sig. Sömuleiðis er fólk hvatt tii að koma með og selja það sem það er að gera. Þetta ætti fólk að nýta sér. Þá verður vakinn upp „Karlinn á kassanum". Þeir sem vilja tjá sig um aðskiljanleg málefni em vel- komnir. Markaðurinn verður í Hlað- kl. 10.00 og stendur til kl. 16.00. Kl. 13.00 hefst „uppboðið". Ýmis- legt verður svo um að vera inn á milli. Ætlunin er að laugardags- markaðurin (Grófínni verði fastur liður í borgarlffínu framvegis. í Hlaðvarpanum stendur yfír á vegum bókaforlagsins Brietar og Hlaðvarpans kvennabókamaður og -kynning. í dag verða tveir fyrirlestrar um Karen Blixen og byijar dagskráin kl. 14.00. Kaffi- sala verður þar frá kl. 13 til 20. (Fréttatikynnwff) Háskólabíó frumsýnir „Ljúfa drauma“ HÁSKÓLABÍÓ hefur frumsýnt kvikmyndina „Ljúfir draurnar". Myndin gerist í kringum 1950 og fjallar um vinsæla kántrý- söngkonu, Patsy Cline. Patsy hefur átt heldur erfitt uppdrátt- ar, lendir i misheppnuðu hjóna- bandi, en það er hinn brennandi draumur hennar um söngfrægð sem heldur henni uppi. En svo kynnist hún Charlie Dick, drykk- felldum, kærileysislegum ná- unga, og hafa þau kynni mikil áhrif á líf hennar. Þau giftast, en það verður stormasamt hjóna- band. En svo loks rætist draumur hennar, hún fær góðan umboðs- mann og það verður til þess að söngferill hennar er tryggður. En eftir því sem frægð hennar vex verður sambúðin við Charlie erfiðari. Aðalhlutverkið leikur Jessica Lange en hún var tilnefnd til Osc- arsverðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd. Leikstjóri er Karel Reisz. í myndinni er fjöldi vinsælla kántiý- laga. Morgunblað ið/Börkur Kvenfélagið Heimaey: Gaf kvennaathvarf- inu 50.000 krónur KVENFÉLAGIÐ Heimaey af- henti Samtökum um kvennaat- hvarf í Reykjavík 50.000 krónur að gjöf í gær og verður pening- unum varið til bamastarfs í kvennaathvarfinu. Að sögn Guð- rúnar Jóhannsdóttur á skrifstofu samtakanna kom þessi gjöf sér mjög vel fyrir kvennaathvarfið og hefur verið ákveðið að veija peningunum til kaupa á leik- föngum og föndurvörum, auk húsbúnaðar i leikherbergi fyrir böm sem dvelja í athvarfinu. Myndin var tekin í gær er þær Hjördís Sigmundsdóttir, til hægri, og Pálína Armannsdóttir frá Kven- félaginu Heimaey afhentu Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Samtökum um kvennaathvarf gjöfína. Fjölbreytt dagskrá á hrein- gerningardegi í Breiðholti I LAUGARDAGINN 24. maí verð- ur haldinn hreingemingardagur í Breiðholti I, Reykjavík. Eftirtal- in félög úr Breiðholti standa að deginum. íþróttafélag Reykja- víkur (ÍR), Skátafélagið Urðar- kettir, Sóknarnefnd Breiðholti I og Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi. Dagskrá: Kl. 09.30 Safnast saman á Breið- holtsvelli, Amarbakka. Kl. 10.00 Hreinsun hverfísins hefst og áætlað að henni ljúki um Kl. 12.00. Kl. 13.15 Skráning í Breiðholts- hlaup ÍR. Kl. 14.00 Knattspymuleikur milli ÍR og Leiknis í 6. flokki A og á sama tíma hefjast tónleikar Lúðrasveitar Arbæjar og Breið- holts í Breiðholtsskóla undir stjóm Ólafs L. Kristjánssonar, en Lúðrasveitin mun einnig sjá um kaffiveitingar í skólanum. Kl. 14.00 Breiðholtshlaup ÍR. Kl. 14.30 Knattspymuleikur mili ÍR og Leiknis í 6. flokki B. Kl. 15.00 Knattspymuleikur á milli stjómar ÍR og Iþróttabandalags Reykjavíkur og mætast þar frægar kempur. Kl. 15.45 Borreleikaring. Norskur þjóðdansaflokkur kemur í heimsókn. Kl. 16.00 Knattspymuleikur á milli kvennaliðs skáta og kvennaliðs ÍR. Kl. 17.00 Tónleikar í Breiðholts- skóla á vegum Lúðrasveitarinn- ar. Frá kl. 13.00—18.00 munu skát- ar og ÍR-ingar sjá um ýmsar uppá- komur. Breiðhyltingar og gestkomandi eru hvattir til að taka til hendi og gera hreint fyrir sínum dyrum og fá að iaunum þakklæti og nóg af Svala. Skátar munu grilla þjóðarrétt íslendinga, lambakjöt, og pylsur. Að lokum má geta þess að óvæntir gestir munu heimsækja okkur á svæðið. (Fréttatílkynmng') Suðureyri: Fundur um húsnæðismál Á SUNNUDAG efnir Húsnæðis- hreyfingin á Suðureyri við Súg- andafjörð til fundar með þing- mönnum Vestfjarðakjördæmis og öðrum fulltrúum stjómmála- flokka um ástandið í húsnæðis- málum og leiðir til úrbóta. Ollum ráðherrum og þingmönn- . um kjördæmisins hefur verið boðið sérstaklega til fundarins og þar mætir einnig fulltrúi úr húsnæðis- samtökum í Reykjavík. Akureyri: Vorsýning Myndlistar- skólans hefst í dag AkurevrL VORSÝNING Myndlistarskólans á Akureyri verður opnuð í íþróttaskemmunni klukkan tvö í dag, laugardaginn 24. mai. Á sýningunni verða sýnd verk nemenda hinna ýmsu deilda skól- Starfsemi Myndlistarskólans er einkum tvíþætt. Annars vegar eru það síðdegis- og kvöidnámskeið fyrir böm og fullorðna í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins vegar fullgildur dagskóli, þ.e. for- námsdeild, sem er fyrsta ár reglu- legs listnáms, og málunardeild, sem er þriggja ára sémám. Til að hefla nám í fomámsdeild þurfa umsækj- endur að standast inntökupróf sem haldið er fyrstu viku júnímánaðar ár hvert. Rétt til inngöngu í málun- ardeild hafa þeir sem lokið hafa Myndverkin hengd upp í íþróttaskemmunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson námi í fomámseild, forskóla Mynd- lista- og handíðaskóla eða súdents- prófí af myndlistarbraut. Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri voru rúmlega tvö hundmð á hvorri önn í vetur og kennarar ellefu. Aðalkennari í inálunardeild var hollenskur myndlistarmaður, Nini Vilberg. Vorsýningin, sem er árlegur við- burður, verður opin í dag kl. 14—18 og á morgun, sunnudag, frá kl. 14—22 og stendur hún aðeins í þessa tvo daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.