Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 41

Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 41 Minning: Böðvar Bjamason byggingameistari Fæddur 30. mars 1911 Dáinn 15. maí 1986 Nú þegar vegir skiljast hér í jarðlífi verður efst í huga mínum þakklæti sem mig langar að koma á framfæri. Böðvarsholt í Staðar- sveit fékk fljótt eftir komu mína hingað þann sess í huga sem ekki hefir fölva slegið á. Þar réði ríkjum grandvarleiki, trú á góðan guð og síðast en ekki síst að þar sást trúin í verki. Þau hjón áttu þetta sam- merkt og sveitungar og vinir mátu þessa kosti. Þeim var alltaf hægt að treysta. Úr þessum jarðvegi var Böðvar sprottinn. Bjarnveig og Bjarni í Böðvarsholti voru einstakir vinir. Böðvar sonur þeirra var búsettur í Ólafsvík þegar ég kynntist fyrst Snæfellingum. Þar stóð hann ásamt öðrum í uppbyggingu kauptúnsins. Til hans var jafnan litið sem trausts manns, alvörumanns sem hafði stundum nokkuð fyrir því að taka ákvarðanir því meðvitund hans sagði honum að það væri rétt að vanda það sem vel á að standa. Ég átti því þess kost að eignast fljótt vináttu Böðvars og héldum við tryggðum alla tíð síðan. Við fylgdumst hvor með öðrum, mætt- um saman á fundum og í mann- fagnaði því í málum lands og þjóðar áttum við samleið. Við áttum einna mest skipti saman meðan ég var á sýsluskrifstofunni og er mér gleði að líta nú til þeirra stunda þakklát- um huga. Böðvar reyndist mér vel og þá sögu segja fleiri. Starfsmaður var hann þeirrar gerðar að verka hans mætti njóta sem best og sá sem þeirra nyti mætti ánægður verða. Seinasta kafla ævinnar dvaldi hann hér í Sjúkrahúsinu. Þangað Iágu oft mín spor. Þar var vináttan treyst enn betur. Velgengni lands og þjóðar var honum efst í huga. Gat ekki hugsað sér dvínandi manndóm og mannkosti. Því var mér gróði að eiga hann að vin og geta rætt hispurslaust við hann mál sem þá og þá voru á döfinni. Þakklátum huga kveð ég því traustan og góðan vin minn. Bið honum allrar blessunar og bið guð að blessa hans minningu og um leið sendi ég hans nánustu innilegar samúðarkveðjur. Arni Helgason Innilegar þakkir vil ég færa frænda mínum fyrir alla hans hlýju til mín og minna. Frá honum fékk ég barn fyrstu „mubluna“ mína. Þriggja skúffu kommóðu, sem ekki aðeins entist mér, heldur gekk í arf til dætra minna á þeirra bernsku- árum. Smíðisgripirnir hans Böðvars voru eins og hann sjálfur vandaðir ogtraustir. Ég minnist þess er hann kom í heimsókn að Böðvarsholti eitt sinn sem oftar og hafði með sér forláta svuntu til mín frá Auði dóttur sinni minni fyrstu varanlegu vinkonu. í svuntusmekkinn hafði hún saumað upphafsstafi mína með krosssaum og var mér þar með slyngari í handavinnu þó hún væri yngri. Heimafólkið dáðist réttilega mikið að þessari gjöf, en frændi tók skrifbókina mína sem lá á eldhús- borðinu og fór að hrósa mér fyrir hvað ég væri farin að skrifa vel. Slík var nærgætni hans við barns- sálina. Ég minnist með þökk hve hann var fljótur að bæta við naum fjár- ráð okkar Auðar, þegar við sáum í Lárubúð dáindis fallegar teskeiðar, sem okkur langaði til að gefa ömmu okkar í Böðvarsholti. Ég þakka fyrir stundirnar í Urðarmúla þegar ég og mitt fólk sat með honum hangi- kjötsveislu á sólbjörtum sumardegi og ég minnist hans með orf og Ijá að slá lóðina kringum bústaðinn, því allt varð að vera snyrtilegt. Það fylgdi honum frænda mínum hressandi blær, hvort heldur var í síma eða hann kom í heimsókn. Jafnvel þegar hann var búinn að vega sig á handaflinu einu saman upp stigana til okkar, gaf málróm- urinn til kynna að þar heilsaði maður með óbugaðan viljastyrk. — Jæja, komið þið blessuð — sagði hann ætíð og hló við. Ég trúi því að hans hafi beðið vinir í varpa og vistaskiptin hafi ekki reynst honum þung. Því er mér sem ég heyri þrótt- mikla rödd hans er hann sté inn fyrir þröskuld hins óþekkta: — Jæja, komið þið blessuð. — Guð gefi Böðvari Bjarnasyni góða heimkomu. Til ástvina hans allra senda ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur. Alfheiður Bjarnadóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgvnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Alúðarþakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö við andlát LOGA ELDON SVEINSSONAR, Álfaskeiði 40, Hafnarfirði. Jónína H. Jónsdóttir og börn. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför bróöur og fósturbróöur, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, frá Skoravfk, Fellsströnd. Áslaug Guðmundsdóttir, Svava Tryggvadóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir faerum viö öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa, KARLS MAGNÚSSONAR, Þórsgötu 13. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks deildar 3B, Landakotsspítala, fyrir frábaera umönnun. Þóra Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, PÉTURS LÁRUSSONAR, Suðurgötu 17, Keflavik. Sérstakar þakkir faerum viö læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Keflavikurfyrirfrábæra umönnun og alúð í sjúkralegu hans. Kristi'n Danivalsdóttir, Hilmar Pétursson, Ásdís Jónsdóttir, Jóhann Pétursson, Ingibjörg Elíasdóttir, Kristján Pétursson, Ríkey Lúðvíksdóttir, Páll Pétursson, Hallveig Njarðvik Gunnarsdóttir, Unnur Pétursdóttir, Snorri S. Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kær móðurbróðir minn, Böðvar Bjamason, byggingameistari, verð- ur í dag, laugardaginn 24. maí 1986, lagður til hinstu hvílu í Búða- kirkjugarði í Staðarsveit. í vissum skilningi á það að vera gleðiefni er þrautum hlaðinn líkami fær hvíld eftir langt sjúkdómsstríð. En ætíð er kveðjustund blandin söknuðiogtrega. Böndin milli Böðvarsholts-systk- inanna hafa alltaf verið sérlega sterk og kærleiksrík. í mínum huga, sem ólst upp í faðmi móðursystkina minna, var þessi keðja ætíð ung og eilíf. En nú verður að hlíta því óum- flýjanlega lögmáli að fyrsti hlekkur- inn er brostinn. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! pessahelgiOtóknfaststMentar fráM.S.,Bensborg,M.K.ogM;H. frá M S., Flensborg, M-*- °9' •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.