Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986
Staðan
FH HEFUR nú forystu í 1. deild
eftir leikina í gœrkvöldi. Staðan
er nú þessi:
FH
Breiöablik
KR
ÍA
Fram
Víðir
Valur
Þór
ÍBK
IBV
Markahaestir f deildinni eru
nú þessir:
Ingi Björn Albertsson, FH, 3
Valgeir Barðason, ÍA, 3
Björn Rafnsson, KR, 2
Hlynur Birgisson, Þór,. 2
Hilmar Sighvatsson, Val, 2
Jón ÞórirJónsson, UBK, 2
ValurValsson, Val, 2
Jafnt á
Siglufirði
KS og KA gerðu jafntefli, 2:2, f
2. deildinni f knattspyrnu á Siglu-
firði í gœrkvöldi. Staðan f hálfleik
var 2:0 fyrir KA.
Markakóngurinn í 2. deild frá í
fyrra, Tryggvi Gunnarsson, skoraði
fyrst fyrir KA á 7. mínútu. Árni
Freysteinsson bætti svo öðru
markinu við á 35. mínútu. Siglfirð-
ingar komu ákveðnir til leiks í
seinni hálfleik og skoraði Jakob
Kárason á 60. mínútu. Tveimur
mínútum síðar jafnaði þjálfari KS,
Gústaf Björnsson, fyrir heima-
menn.
KA var mun betra í þessum leik
en Siglfirðingar börðust vel allan
leikinn. Gústaf var yfirburðamaöur
í liði KS og í liði KA var Erlingur
Kristjánsson bestur.
UuOmundur Hilmarsson hreinsarfrá eftir þunga sókn KR.
Góður varnarleikur á KR-velli
Ingi Björn
um leikinn:
„Ég er mjög ánægður með að fá
stig á útivelli og sérstaklega á
móti KR, sem er eitt sterkasta
liðið f deildinni að mfnu mati. Við
náðum ágætu spili um miðjan
fyrri hálfleik en misstum það
niður í þeim síðari."
KR-völlur, 1. deild.
KR —FH 1:1 (1:1)
MARK KR: Júlíus Þorfinnsson eftir 2ja minútna
leik.
MARK FH: Ingi Bjöm Albertsson é 32. minútu.
DÓMARI: Óli P. Ólsen og dæmdi hann ágæt-
lega.
GULT SPJALD: Jón G. Bjarnason, KR.
ÁHORFENDUR: 734.
EINKUNNAGJÖFIN:
KR: Sævar Bjamason 3, Jósteinn Einarsson
3, Hálfdán öríygsson 3, Loftur Ólafsson 4,
Willum Þór Þórsson 2, Gunnar Gislason 3,
Ágúst Már Jónsson 4, Ásbjöm Bjömsson 2,
Jón G. Bjamason 1, Sæbjöm Guömundsson
3, Júlíus Þorfinnsson 3, Guðmundur Magnús-
son 2, Ámi Harðarson (vm.) lák of stutt.
SAMTALS: 33.
FH: Gunnar Straumland 2, Viðar Halldóreson
4, Ólafur Hafsteinsson 3, Ólafur Jóhannesson
4, Henning Henningsson 3, Guðmundur Hilm-
arsson 3, Ingi Bjöm Albertsson 2, Kristján
Gfslason 2, Pálmi Jónsson 2, Magnús Páisson
3, Ólafur Danivalsson 3, Halldór Halldóreaon
(vm.) 2, Hörður Magnússon (vm.) lék of stutt.
SAMTALS: 33.
KR—FH
Leikur KR og FH á KR-velli í
gærkvöldi einkenndist af góðum
varnarleik beggja iiöa. KR-ingar
sóttu öllu meira í byrjun og Júlíus
Þorfinnsson skoraði mark eftir
aðeins tveggja mínútna leik. Um
miðjan fyrri hálfleik sóttu FH-ingar
í sig veörið og á 32. mínútu jafnaði
Mynd:
Einar Falur ingólfsson
Texti:
Steinþór Guðbjartsson
Ingi Björn Albertsson leikinn með
stórglæsilegu marki. í seinni hálf-
leik sóttu liðin á víxl og voru sóknir
KR-inga öllu hættulegri, en fleiri
urðu mörkin ekki.
KR-ingar byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og boltinn gekk vel á
milii manna. Á annarri mínútu fékk
Júlíus knöttinn viö miölínu, lék upp
kantinn og gaf knöttinn áfram upp
í hægra hornið þar sem Loftur var
kominn. Hann gaf aftur á Júlíus
þar sem hann var rétt utan við
markteigshornið og hann lyfti
íslandsmeistararnir
komnir á skrið
KEFLAVÍKURVÖLLUR1. deild.
ÍBK-Valur0:4(0:1).
Mörk Vals: Hilmar Sighvatsson á 12. mín.
Valur Valsson á 47. mín. og 74. mín. og Sigur-
jón Kristjánsson á 80. mínútu.
Áhorfendur: 680.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson dœmdi sœmilega.
Qul apjöld: Sigurjón Kristjánsson, Val og
Sigurður GuÖnason, ÍBK.
EINKUNNAGJÖFIN:
ÍBK: Þor8teinn Bjarnason 2, Einar Ásbjörn
Ólafsson 2, Valþór Sigþórsson 2, Freyr Sverr-
isson 1, Siguröur Guðnason 2, Sigurður Björg-
vinsson 3, Gunnar Oddsson 2, Kjartan Einars-
son 1, Óli Þór Magnússon 2, Ingvar Guö-
mundsson 2, Ægir Kárason 1, Rúnar Georgs-
son vm 2 og ívar Guðmundsson vm. lók of
stutt.
Samtals 20.
Valun Stefán Amarson 3, Magnús Magnús-
son 2, Áreœll Kristjénsson 3, Guöni Bergsson
3, Hilmar Sighvatsson 3, Valur Valsson 4,
Ingvar Guðmundsson 2, Sigun'ón Kristjánsson
3, Guömundur Kjartansson 3, Bergþór Magn-
ússon 2.
Samtala 28.
Það var ausandi rigning í Kefla-
vík í gærkvöidi er íslandsmeistar
Vals unnu stórsigur á slökum
Keflvíkingum. Valsmenn léku mjög
vel og nýttu vel breidd vallarins.
Virkuðu mun léttari á blautum
vellinum.
Hilmar Sighvatsson skoraði k
fyrsta mark Vals á 12. mínútu.
Hann fékk sendingu þvert yfir völl-
inn við vítateigshornið, lók að
markinu og skoraði framhjá Þor-
steini, markverði. Næsta umtals-
ÍBK—Valur
0:4
verða marktækifærið átti Óli Þór
Magnússon er hann skoraði fallegt
mark fyrir Keflavík en var réttilega
dæmdur rangstæður.
Á 35. mínútu varði Þorsteinn
mjög vel hörkuskot frá Sigurjóni
Kristjánssyni og einni mínútu síðar
komst Guðni Bergsson einn í
gegnum vörn ÍBK en aftur var
Þorsteinn á róttum stað.
Það voru aðeins þrjár mínútur
liðnar af seinni hálfleik þegar Valur
Valsson, besti maður Vals, hafði
skorað. Hann fékk þá laglega
sendingu fyrir markið eftir varn-
armistök Keflvíkinga og skoraði
frá vítateigslínu af öryggi. Eftir
markið sóttu Keflvíkingar meira, án
þess þó að skapa sér hættuleg
marktækifæri.
Þriðja mark Vals kom á 74. mín-
útu. Hornspyrna var tekin að Vals-
markinu, þar náði Guðni Bergsson
knettinum og gaf langa sendingu
fram á Val Valsson, sem var við
miðlínu, hann brunaði síðan upp
og stakk vörn ÍBK af og skoraði
laglega framhjá Þorsteini. Sex mín-
útum síðar var svo Sigurjón Krist-
jánsson á ferðinni er hann gull-
tryggði stórsigur Vals, á gömlu
félögum sínum í Keflavík. Hann
fékk knöttinn út við vítateigslínu
eftir enn ein varnarmistökin í vörn
ÍBK, lék rétt innfyrir vítateiginn og
skoraði með fallegu skoti.
Sigur Vals var mjög sanngjam
og gat verið enn stærri. Valur
Valsson og Guðni Bergsson voru
bestir Valsmanna og Sigurður
Björgvinsson var sá eini í liði ÍBK
sem sýndi sitt rétta andlit.
knettinum yfir Gunnar markvörð,
og skoraöi 1:0. KR-ingar héldu
áfram að sækja en komust lítt
áleiðis gegn sterkri vöm FH-inga.
„Við verðum að spiia eins og þeir
gera, fast og ákveðið," sagði Ingi
Björn við menn sína um miðjan
hálfieikinn og hann lét ekki sitja
við orðin tóm. Á 32. mínútu fékk
hann knöttinn frá Ólafi Danívale-*-.
syni rétt fyrir utan vítateig KR-inga,
lék aðeins áfram og skaut síðan
þrumuskoti af um 20 m færi sem
hafnaði í bláhorninu uppi hægra
megin, algjörlega óverjandi fyrir
Sævar Bjarnason, sem stóð sig
vel í sínum fyrsta ieik í 1. deild.
Glæsilegt mark hjá Inga Birni, sem
hefur skorað í öllum leikjum FH
það sem af er. Á 35. minútu var
Jósteinn í góðu færi á markteig
FH, en Gunnar bjargaði í horn.
Ásbjörn skallaði að marki eftir
hornspyrnu Jóns, en Viðar bjargaði
á línu. Á 44. minútu gaf Sæbjörn
góða sendingu á Gunnar Gíslason,
en gott skot hans fór naumlega
fram hjá marki FH. FH-ingar brun-
uðu upp, Ingi Bjöm gaf á Ólaf^
Hafsteinsson sem var í góðu færi
en Sævar varði skot hans meist-
aralega á siðustu sekúndu fyrri
hálfleiks.
Liðin sóttu á víxl í seinni hálfleik,
en varnir beggja liða voru þéttar
fyrir. Á 7. mínútu var bjargað á
marklínu FH eftir að Jón hafði
skallað að marki. Á 11. mínútu var
Jón aftur á ferðinni en var of bráður
og skaut í stað þess að gefa á
Hálfdán eða Sæbjörn sem stóðu
fyrir opnu marki. Gunnar misnotaöi
gott færi á 26. mínútu eftir þunga
sókn KR og Ingi Björn skaut í hlið-
arnetið hinum megin á næstu mín-
útu. En fleiri urðu mörkin ekki og
1:1, jafntefli staðreynd.
Sölutjöld 17. júní 1986 í
Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn
17. júní 1986 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða
að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla
viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á
sölutjöldum og leyfi þess tii sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi
þriðjudaginn 3. júní kl. 16.15.
IÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ