Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Framsóknarflokkur: Borgarfulltrúinn ekki í neinni nefnd „ÞETTA sýnir ákveðna vald- dreifingu,“ sagði Sigrún Magn- úsdóttir, eini fulltrúi framsókn- armanna, sem náði kjöri til borg- arstjórnar Reykjavikur í nýaf- stöðnum sveitarstjómarkosning- um. Sigrún átti sæti í stjóm Innkaupstofnunar Reykjavíkur- borgar á síðasta Igörtímabili en við kjör í nefndir á vegum borg- arinnar fyrir yfirstandandi kjör- tímabil, sem fram fór á síðasta borgarstjómarfundi kom fram að hún mun ekki taka sæti í nefndum borgarinnar. „Við þessir litlu flokkar í borgar- stjóm, sem höfum einungis einn borgarfulltrúa, gagnrýndum alla kosningabaráttuna hversu fáar nefndir kæmu í okkar hlut þannig að við verðum að skipta þeim með okkur," sagði Sigrún. Hún sagði að ákveðið hefði verið að gefa þeim sem eru í 10 efstu sætum á lista flokksins tækifæri til að kynnast nefndarstörfum og skipa þá í nefnd- ir ýmist sem aðalmenn eða til vara. Fiá þessu eru tvær undantekningar, í bamavemdamefnd, en þar sat á síðasta kjörtímabili Elísabet Hauks- dóttir og mun hún sitja áfram í nefndinni og Kristinn Finnbogason sem tekur sæti Sigrúnar í stjóm Innkaupastofnunar Reykjavíkur. „Kristinn sat í kosninganefndinni og vann mjög mikið starf og okkur þótti vel við hæfi að hann kæmi þá í stjóm Innkaupastofnunarinn- Kona kosin á búnaðarþing Á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands voru kosnir búnaðar- þingsfulltrúar. Kona var nú i fyrsta sinn kosin á búnaðarþing fyrir Austurland. Áður hafði kona verið kjörin fulltrúi í Eyjafirði. Aðeins kom fram einn listi við kjörið, en áður hafði farið fram forval í kjördæminu. Búnaðarþings- fulltrúar Austurlands eru Guttormur V. Þormar Geitagerði á Héraði, sem var endurkjörinn, og Ágústa Þorkels- dóttir, Refstað í Vopnafirði, sem kemurí stað Sigurjóns Friðrikssonar. ar,“ sagði Sigrún, en rétt er að geta þess að Kristinn Finnbogason er með lögheimili í Reykjavík þrátt fyrir að hann hafi verið búsettur f Mosfellssveit undanfarin ár. „Mér er mikil eftirsjá í þessari nefnd," sagði Sigrún. „En ég tók þessa ákvörðun og vona að þama hafi valist hæfur maður." Að sögn Sigrúnar byggir vald- dreifingin á nánu og góðu samstarfi hennar við þá, sem sitja í nefndum fyrir flokkinn, en úr vöndu væri að ráða þar sem enginn fulltrúi flokks- ins sæti í mörgum veigamiklum nefndum borgarinnar og því erfitt að fylgjast með því sem þar gerist. „Ég sé fyrir mér að fækkun fulltrúa muni hafa í för með sér tafir á borgarstjómarfundi þegar minni- hlutaflokkamir leggja fyrirspumir fyrir nefndir, sem þeir eiga ekki sæti í, varðandi ýmis mál fyrir borgarstjóm," sagði Sigrún. Albert kallaður tíl yfirheyrslu „RANNSÓKNIN á máli Guðmundar J. Guðmunds- sonar er í ákveðnum far- vegi, en ég tel ósennilegt að niðurstöðu sé að vænta fyrir helgi. Á miðvikudag var Albert Guðmundsson ráð- herra kallaður til yfir- heyrslu" sagði Þórir Odds- son, vararannsóknarlög- reglustjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórir sagði að senn færi að líða að því að ríkissaksóknara yrðu kynntar niðurstöður rannsóknarinnar, en hann tekur síðan ákvörðun um hvort ástæða þykir að hafast frekar að í máli þessu. Eins og fram hefur komið gaf Guðmundur J. Guðmunds- son rannsóknarlögreglunni skýrslu á föstudag í síðustu viku. Frá opnun Bíóhússins Morgunblaðið/Einar Falur Nýja Bíó orðið að Bíóhúsinu BÍÓHÚSIÐ heitir nýjasta viðbótin í hópi reyk- viskra kvikmyndahúsa. Raunar er Bióhúsið ekki alveg nýtt af nálinni heldur er þetta Nýja Bíó sem búið er að færa í nýjan búning. Það er Ámi Samúelsson eigandi Bíóhallarinnar í Breiðholti sem tekið hefur við rekstri Nýja Bfós og breytt því í Bíóhúsið. Mestar em breytingamar í anddyri bfósins. Til dæmis hefur miðasalan verið flutt Lækjargötumegin og gengið er út Austur- strætismegin. Breytingamar em ekki eins áberandi f öðmm hlutum bíósins, enn má þekkja gamla „Nýja Bíó“. Allt hefur þó verið málað og bætt hefiir verið við tækjabúnað. Ámi sagði við Morgunblaðið að hann hefði ráð- ist í þessar framkvæmdir til þess að geta annað því að sýna allar þær myndir sem hann hefur á lager. Bíóhúsið yrði notað sem annar „A-salur“ við BíóhöIIina. Þama yrðu myndir frumsýndar og síðan færðar upp í minni sali í Bíóhöllinni. Ámi hefur nú á sex sölum og 1.520 sætum að skipa. Það er meira en nokkurt annað kvikmynda- hús hér á landi. Upplagseftirlit Verzlunarráðsins: Morgnnblaðið — greidd eintök 45.377 ádag Tölur frá janúar til marz í ár sýna 2,7% aukn- ingu frá meðaltalsupplagi síðastliðins árs UPPLAGSEFTIRLIT Verslunar- ráðs íslands hefur nú birt upplýs- ingar um upplag blaða og tíma- rita áríð 1985. Þar kemur fram Jöfnunargjaldið verð- ur ekki afnumið í sumar segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra Ætlunin er að jöfnunargjald af erlendum kartöflum verði ekki afnumið í sumar, sagði Jón Helgason í viðtali við Morgun- blaðið. Ráðherrann kvað þó geta komið til álita að fella það niður ef einhver bið yrði á því að nýjar íslenskar kartöflur kæmu aftur á markaðinn, eins myndi ríkis- stjórnin standa vörð um það að verð kartaflna til neytenda myndi ekki hækka. Þær tekjur sem jöfnunargjaldið mun gefa ríkissjóði eiga að renna til þeirra tveggja kartöfluverk- smiðja sem reknar eru hér á landi, sagði Jón Helgason. En það er ekki aðeins lagt á til að styrkja þær heldur einnig til að koma í veg fyrir að innfluttar kartöflur verði miklu ódýrari en innlendar, bætti ráðherr- ann við. i Morgunblaðinu í gær er það haft eftir Ólafi Sveinssyni, flár- Allt jöfnunargjaldið til kartöfluverksmiðjanna — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra Landbúnaðarráðherra fullvissaði mig um að jöfnunargjald á inn- fluttar kartöflur ætti ekki að Ieiða til hækkunar framfærsluvísitölu því kartöfluverð myndi ekki hækka frá því sem veríð hefði þrátt fyrir þetta nýja gjald, sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn kvað tvennskonar ástæður liggja til grundvallar álagningu jöfiiunargjaldsins. Ann- ars vegar væri hér um að ræða beinan stuðning við kartöfluverk- smiðjumar tvær, því allt jöfnunar- gjaldið á að renna til þeirra. Hins vegar væri jöfnunargjaldið mála- miðlun. Vitað væri að sambærilegar verksmiðjur erlendis fá sitt hráefni verulega niðurgreitt og því hefði sú hugmynd að banna innflutning unninna kartaflna stungið upp koll- inum en ekki náðst um hana eining. Útkoman varð því jöfnunargjald á innfluttar kartöflur, sagði Þor- steinn. Að sögn ráðherrans er keppikefl- ið að vísitala framfærslukostnaðar hækki ekki og um það mun þessi ríkisstjóm standa vörð, sagði hann ennfremur. málastjóra sölufyrirtækisins Ágæt- is, að þessi njja skattheimta sé algerlega tilgangslaus, íslensku kartöflumar eru að verða búnar og auk þess er verð þeirra sambærilegt við erlendu kartöflumar. Á þetta kvaðst Jón ekki geta fallist, óhjá- kvæmilegt væri að erlendar og innlendar kartöflur yrðu seldar samtímis í einhvem tíma á meðan þær íslensku væm að seljast upp. í öðru lagi sagðist ráðherrann hafa frétt af ákaflega ódýrum kartöflum sem hingað væm komnar að utan og biðu þess eins að fara í búðir, en frá og með 2. júlí er leyfílegt að selja innfluttar kartöflur hér á landi. Hjá Óla Emi Tryggvasyni, fram- kvæmdastjóra Eggerts Kristjáns- sonar hf. en fyrirtækið flytur inn kartöflur og dreifír auk þess ís- lenskum kartöflum, fengust þær upplýsingar að keyptar hefðu verið inn mjög ódýrar kartöflur en þær væm nálega ársgamlar og stefnan væri að flytja inn nýjar kartöflur. Heildsöluverð þeirra væri hins veg- ar ailmiklu hærra eða um 45—50 krónur hvert kíló en að sögn Óla er heildsöluverð innlendra kartaflna um 40 krónur kflóið. Kvað hann það því bersýnilegt að verð þeirra myndi á næstunni hækka nokkuð til neytenda, ekki hvað síst með tilliti til þess jöfnunargjalds sem nú ætti að leggja á þær. að Morgunblaðið hefur að meðal- tali selst í 44.194 eintökum dag hvern, en Dagur á Akureyri, sem er annað dagblaðið sem könnun- in nær til, í 4.852 eintökum. Einnig er kannað upplag Morg- unblaðsins og Dags fyrstu þijá mánuði þessa árs og kemur þar í Ijós að Morgunblaðið hefur að jafnaði selst í 45.377 eintökum, sem er 2,7% aukning frá síðasta árí og Dagur í 4.883 eintökum, sem jafngildir 0,65% aukningu. Af tímaritum, sem könnunin nær til, er Mannlíf mest selt á síðasta ári, eða í 13.595 eintökum að meðaltali. Næst kemur Gestgjafínn, með 9.961 seld eintök að meðaltali (1. og 2. tölublað 1985), þá Æskan, 6.223 eintök, Gróandinn, 5.676 eintök, Heilbrigðismál, 5.582 ein- tök, Viðskipta- og Tölvublaðið 5.124 eintök og loks Skinfaxi með 1.392 seld eintök að meðaltali. Tímaritið Skinfaxi er nú með f könnuninni í fyrsta sinn, en tímarit- in Heimsmynd, Þjóðlíf og Stefnir hafa óskað eftir þátttöku og verða væntanlega með við næstu könnun. Vikublaðið Helgarpósturinn hefur hætt þátttöku og tímaritið Lopi og band var ekki tilbúið með upplýs- ingar að þessu sinni, eins og segir í fréttatilkynningu frá Verslunar- ráði. Framkvæmd eftirlitsins er þann- ig háttað, að útgefendur veita trún- aðarmanni eftirlitsins, sem er lög- giltur endurskoðandi, upplýsingar um dreifíngu og seld eintök. Hefur hann aðgang að bókhaldi útgefenda til að sannreyna þær upplýsingar. Samstarf um hátækni og rannsóknir: íslendingar sækja um aðild að EUREKA SAMÞYKKT var á ríkisstjómarfundi í síðustu viku að óska eftir aðild að EUREKA, samtökum Evrópuríkja um samstarf á sviði há- tækni og rannsókna. Næsti ráðherrafundur samtakanna verður haldinn 30. júni í London og verður ósk um aðild íslendinga þá lögð fram. Ekki er vitað hvort samtökin verði við þeirri ósk, því rætt hefur verið um það innan EUREKA að takmarka flölda aðildarríkja við þau ríki sem nú eru þátttakendur f þessu samstarfí, og samkvæmt heimildum blaðsins virðist aðildarumsókn Júgóslava m.a. hafa verið hafnað. Aðildarríki eru nú 18 talsins, Efna- hagsbandalagslöndin ásamt Aust- urríki, Finnlandi, Noregi, Sviss, Svíþjóð og Tyrklandi. Meðal þeirra sviða sem gert er ráð fyrir að hafi forgang fyrst um sinn f þessu samstarfi eru: upplýs- inga og fjarskiptatækni, vélmenna- tækni, efnistækni, líftækni, haf- tækni, leysitækni, umhverfísvemd og flutningstækni. Yfirumsjón samstarfsins er í höndum ráðherra- funda EUREKA en þar eiga sæti fulltrúar ríkisstjóma aðildarland- anna og framkvæmdastjómar Efnahagsbandalagsins. Gert er ráð fyrir að samtökin setji á stofn fá- menna skrifstofu sem lúti yfír- stjóminni. 10 samstarfsverkefni hafa þegar verið lögð fram sem EUREKA-verkefni og á næsta ráð- herrafundi verður lögð fram skrá um nokkra tugi til viðbótar, m.a. verkefni sem Frakkar og Spánveij- ar hafa haft frumkvæði að um þró- un fiskiskipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.