Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 43 Geysir í Haukadal Hvaðan er orðatiltækið Hókus pókus, fílíókus Þetta eru töfraorð sem galdra- menn hafa notað öldum saman og allt til dagsins í dag. Fyrstu tvö orðin munu vera afbökun af lat- nesku setningunni Hoc est corpus (meum) sem þýðir þetta er líkami (minn). Filiokus er afbökun á fi- lioque, sem á latínu þýðir sonurinn. (Dagbladenes pressetjeneste) Beina út- sendingu frá brúðkaupi Andrésar og Söru 3616—7939 kom að máli við Velvakanda og sagði að sér þætti nóg um allar beinu knattspymuút- sendingamar í sjónvarpinu. Hún stakk upp á þvi að sýnt yrði 'beint frá brúðkaupi Andrésar Bretaprins og Söru Ferguson, en sjónvarpinu hefur borist tilboð um að senda út frá brúðkaupinu í beinni útsend- ingu, eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins. Taldi hún að mikill áhugi væri fyrir beinni útsendingu af þessu tagi, ekki síður en fyrir knattspymunni. allt tíundað sem miður fer, að mér finnst ástæða til að segja frá því fallega og góða, sem verður á vegi manns. Það er nefnilega miklu meira af slíku en halda má við fyrstu sýn, eins og þessi nafnlausi kór í Skálholtskirkju og ungu hljóð- færaleikarar bera vott um, en það er þetta blessað fjölmiðlafólk okkar, sem virðist hafa miklu meira yndi af að tíunda það sem miður fer. Það er nokkuð til í orðtakinu gamla: „Það fer fljótast, sem í frétt- um er ljótast". Anna Snorradóttir Þessir hringdu . . Sjálfsagt að sýna Aftur til Eden KK hringdi: „Mér finnst alveg furðulegt að fólk skuli láta út úr sér aðra eins fásinnu og maðurinn sem hringdi út af framhaldsþáttunum í sjónvarp- inu, Aftur til Eden. Hann segir að sjónvarpið eigi ekki að sýna þessa þætti af því að þeir hafa fengist á myndbandaleigum í nokkum tíma. Veit maðurinn ekki að það er um það bil helmingur þjóðarinnar og varla það sem hefur myndbanda- tæki? Eg held að það hljóti að vera tilbreyting fyrir þetta myndbanda- fólk að gera þá eitthvað annað meðan þessir þættir eru sýndir, án þess að ég sé þó neitt á móti myndböndum." Burt með rollurnar — græðum landið Sigrún hringdi: „Mig langar til að leggja orð f belg varðandi rollumálin sem flallað hefur verið um í Velvakanda að undanfömu. Við höfum farið nokkr- um sinnum í HvalQörð að undan- fömu og hef ég tekið eftir því að rollur em allstaðar með veginum að háma í sig nýgræðinginn. Jafn- vel þar sem girt er eru þær að kroppa í ræmunum milli vegs og girðingar. Verið var að sá í kaflann frá Hvalstöðinni út að Ferstikiu fyrir skömmu. Þar er nú fullt af rollum að éta nýgræðinginn þannig að útilokað er að þessi sáning komi að nokkm gagni. Til hvers er verið að sá úr því að rollumar eyðileggja gróðurinn jafn óðum? Svo hef ég séð að allt er fullt af rolium í Hvalflarðarbotni þó þar sé friðað land. Að lokum. Getur verið að þetta dásamlega fjallalamb sem verið er að auglýsa fitni mest við vegar- brúnir þar sem það étur mengað gras og óþverra frá útblæstri bif- reiða, en hafi aldrei á fyall komið?“ Happdrætti vegna tónlistarhúss — hvað er símanúmerið? Kona hringdi: „í október sl. var efiit til happ- drættis til styrktar tónlistarhúsi í Reykjavík. Símanúmerið sem gefið er upp á miðanum er ekki lengur í sambandi og hef ég fengið þær upplýsingar hjá símanum að það sé ekki lengur í notkun. Ég veit um marga sem keyptu þessa happ- drættismiða og vilja ganga úr skugga um hvort þeir hafi unnið eitthvað og væri þörf á að samtökin sem að þessu happdrætti stóðu auglýstu nýtt símanúmer. Sjálfsagt hafa vinningar verið auglýsir í blöð- um á sínum tíma en það fer fram- hjá svo mörgum." Endursýnið viðtalsþáttinn með Gunnari Þórðar ÞÓ hringdi: „Mig langar til að fara fram á það við forráðamenn sjónvarps að viðtalsþátturinn með Gunnari Þórð- arsyni tónlistarmanni verði endur- sýndur. Ég held að það séu margir sem vilja sjá þennan þátt aftur og svo eru líka margir sem misstu af honum.“ Verslunarhúsnæði í miðborginni Verslunarhúsnæði ca. 50 fm á götuhæð á besta stað í miðborg Reykjavíkur ásamt ca. 50 fm húsnæði á annarri hæð til leigu. Húsnæðið leigist frá 1. janúar 1987. Á sama stað er einnig til leigu ca. 170 fm húsnæði sem er mjög fallega innréttað og hentar fyrir ýmiss konar rekstur. Upplýsingar gefnar í síma 26915 á venju- legum skrifstofutíma. HEIMSMEISTARI í FILMUGÆDUM Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexico notar aöeins Fuji filmur fyrir allar myndatökur af leikunum. Þegar á aö taka vandaöar myndir sem á aö varó- veita, þá er betra að hafa FUJI filmu í mynda- vélinni. Nýju FUJICOLOR HR filmurnar standa fyrir sínu — skarpar og fínkornaðar myndir, sem varö- veita góöar minningar um langa framtíð. Næst þegar þú færð þér filmu — mundu eftir FUJI — vegna gæöanna og að sjálfsögóu líka vegna verósins. Þú færð FUJICOLOR litfilmur 100 asa, 200 asa, 400 asa og 1600 asa, sem er Ijósnæmasta filma veraldar. SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177 Útsölustaöir um allt land!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.