Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 Stórveldin: Hlé á afvopn- unarviðræðum Miðar þótt hægt fari # Genf, Waahinton, AP. Á FIMMTUDAG lauk fimmtu lotu afvopnunarviðræðnanna i Genf, með allsheijarfundi samn- inganefndanna. Max Kampel- man, aðalsamningamaður Bandarikjastjóraar, sagði að þrátt fyrir að enn vœri alvarleg- ur ágreiningur milli ríkjanna, hefði miðað vel áfram. Þegar Viktor P. Karpov, formaður sovésku samninganefndarinnar, var spurður hvort einhver árang- ur hefði náðst, svaraði hann hins vegar: „Ekki svo ég hafi tekið eftir“. Þegar svar Karpovs var borið undir Kampelman, vísaði hann því á bug sem áróðursbragði. Hann sagði að samninganefndin héldi til BrUssel, og myndi skýra banda- mönnum Bandaríkjanna frá gangi viðræðna. Að því loknu mun hún fara til Washington, til þess að aðstoða við samningu gagntiiboða, sem verða kynnt Sovétmönnum í næstu samningalotu. Viðræður hefjast hinn 18. september, að loknu sumarhléi. Viðræðunum, sem hófust í mars- mánuði 1985, hefur verið skipt milli þriggja undimefnda. Ein fjall- ar um geim- og vamarvopn, önnur um meðaldræg kjamorkuvopn og sú þriðja um langdræg kjamorku- vopn. Hefur misvel miðað, en minnst hvað varðar meðaldrægar flaugar. Sovétmenn hafa linast f afstöðu sinni til nokkurra mála, og ber hæst afstaða þeirra til geim- vamaáætlunar Bandaríkjamanna. Kempelman sagði þó að Sovétmenn yrðu að sýna meiri samningsvilja, ef saman ætti að ganga. Að undanfömu hafa Bandarfkja- Hér má sjá síðasta fund samninganefnda stórveldanna, í bili. Af- vopnunarráðstefnan í Genf hefur staðið með hléum síðan í mars, 1985. menn sætt gagnrýni fyrir að ætla að hefja framleiðslu efnavopna á ný. Hafa Sovétmenn verið framar- lega í hópi gagnrýnenda. Kom þetta mál m.a. til tals á ráðstefnu 40 ríkja um afvopnunarmál, sem haldin er í Genf þessa daga. Donald Lowitz, fulltrúi Bandaríkjastjómar svaraði gagnrýni Sovétmanna fullum hálsi. Hann sagði það sfst traustvekjandi af hálfu Sovétríkjanna, að neita að viðurkenna tilvist efnavopna í Sov- étríkjunum, einmitt þegar viðræður um bann við þeim ættu sér stað. Bandaríkin halda þvf fram að Sovét- menn búi yfir stærsta efnavopna- búri heims. Sovésk stjómvöld neita alfarið að gefa nokkrar upplýsingar um efnavopn sín, fyrr en bann hefur tekið gildi. GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, AP. Bandarikj adalur hækkaði lít- Ulega á Evrópumarkaði í gær. Er talið að orðrómur þess efnis að Japansbanki ætli að lækka jenið gagnvart dolLaranum, eigi sök á því. Sterlingspundið kost- aði 1,5170 dali í gær, en kostaði á miðvikudag 1,5195 dali. Þrátt fyrir það lækkaði gengi dollar- ans gagnvart jeninu þriðja daginn í röð. Sérfræðingar telja að dollarinn muni enn lækka, þrátt fyrir þennan kipp. GuU hækkaði einnig lítUlega, en óvist þykir um f ramhaldið. Síðdegis í gær var gengi banda- ríkjadals sem hér segir. 2,2195 v-þýsk mörk (var 2,2115), 1,8185 svissn. franki (1,8135), 7,0895 franskir frankar (7,0550), 2,5005 hollensk gyllini (2,4895), 1.524,50 ítalskar límr (1.516,75), 1,3925 kanad. dollarar (1,3852). Svíþjóð: upplýstur Frá Willy Silbergtein, fréttaritara Morgunblaðsins f Stokkhóbni. FORSTJÓRI nokkur í Stokk- hólmi varð uppvís að því að hafa komist yfir 53 inilljónir sænskra króna með aðstoð tölvu. Stuldur- inn var uppgötvaður í tæka tíð Kari Storækre. Storækre vill skjótan skilnað Ósló, fró Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðaina. KARI Storækre, fyrrum kona Arne Treholt, reynir nú að fá skilnaði þeirra að lögum flýtt með dómi. Sænskur lögfræðingur hennar, Henning Sjöström, hefur lagt fram kröfu þar um fyrir borgardómi Óslóar. Taki borgardómur ekki kröfu Kari Storækre til greina mun Sjöström taka málið upp við norsku ríkisstjóm- ina. Heimildir eru fyrir því að Ame Treholt óski einnig eftir því að skilnaði þeirra Kari verði flýtt. Hann heldur því fram að hún hafi verið sér ótrú með því að halda við sænskan sjón- varpsfréttamann. Kari Storækre fékk skilnað frá Treholt að borði og sæng í október í fyrra. Venjan er að eitt ár líði frá skilnaði að borð og sæng þar til lög- skilnaður fæst. Með skírskotan til ætlaðrar flóttatilraunar Treholts og ótta í þvi sambandi um að hann hafi ætlað að ræna syni þeirra, hefur Kari Storækre óskað eftir því að þurfa ekki að bíða fram I október eftir því að fá lögformlega upplausn hjóna- bands þeirra. og hefur maðurinn játað afbrot sitt. Þetta er stærsti tölvuþjófn- aður sem átt hefur sér stað í Svíþjóð. Lögreglan telur þrjá menn hafa átt hlut að máli. Ýmislegt er enn á reiki um sjálfan verknaðinn og hefur lögreglan varast að gefa ná- kvæmar upplýsingar, væntanlega til þess að hindra að einhveijir fylgi fordæmi mannanna. Hins vegar er ljóst að mönnunum þremur tókst að komast yfir upplýsingar sem gerðu þeim kleift að færa 53 millj- óna króna greiðslu frá Volvo-fyrir- tækinu til tryggingafyrirtækis nokkurs, inn á reikning í eigu þeirra sjálfra. Þegar starfsmenn trygg- ingafyrirtækisins urðu þess varir að peningamir höfðu ekki skilað sér gerðu þeir lögreglunni viðvart. Við yfirheyrslur sagði forstjórinn að tveir óþekktir menn hefðu haft samband við sig og beðið um afnot af reikningi sínum gegn þóknun og hefði hann þekkst þetta boð. Mennimir tveir eru enn ófundnir en lögreglan telur þá vera útlend- inga. Það vakti mikla reiði lögreglu- manna að flölmiðlar skyldu komast í frétt þessa þar sem mennimir tveir ganga enn lausir. Austur-Berlín: Hermaður skotinn áflótta Berlin.AP. LÖGREGLAN í Vestur-Berlín skýrði frá þvi ( gær, að grunur léki á að austur-þýskir landa- mæraverðir hefðu skotið her- mann, sem var að reyna að fþ’ýja yfir Berlínarmúrinn til vestur- hluta borgarinnar. Talsmaður lögreglunnar sagði að sjónarvottar, sem búa I hverfinu Frohnau í Vestur-Berlín hefðu heyrt skothríð og séð hermanninn falla til jarðar við múrinn í Austur- Berlín. Síðan hefðu austur-þýskir landamæraverðir flarlægt manninn, sem var enn með lífsmarki, og ekið meðhannábrott. // Kjörbúð Lóuhólum 2-6 sími 74100 da»--iá 4 rúllur wc pappír papco 55,80 M S Bruður 59,80 Don Petro kaffi 69,80 2 kg. þvottaefni 56,90 1,5 1 mýkingarefni 56,90 T. Tómatar á 119 kr. kg. Kryddlegin kinda blaðsteikt á 199 kr. kg. Kryddlegnar lambalærissn. 339 kr. kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.