Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 13 Bandalag ísl. listamanna: Samstaða náist um gerð tón- listarhúss VEGNA þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið varð- andi fyrirhugaða byggingu tónlistarhúss, viU stjórn Bandalags íslenskra lista- manna koma eftirfarandi á framfæri. Stjómin leggur ríka áherslu á að samstaða náist um endanlega gerð hússins meðal þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Telur stjómin að mjög hafi skort á að eðliiegt samráð og samvinna hafi verið höfð við þá listamenn sem málið snertir. Bendir stjómin og á að mistök í byggingu tónlistarhúss geti orðið mjög afdrifarík því að hér er um hús að ræða sem þjóna á tónlistarlífi þjóðarinnar um langa framtíð. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Aukinn ferðamanna- straumur á Flúðum með bættri aðstöðu á Grund — spjallað við Sigurgeir kaupmann VERZLUNIN Grund á Flúðum í Hrunama.nna.hreppi er nú komin í fullan gang í nýju og glæsilegu húsnæði þar sem jafnframt er ágæt veitingaaðstaða. Um Flúðir liggur leið fjölda ferðamanna yfir sumartimann, einkum þeirra sem fara til að skoða Gullfoss, og að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar kaupmanns hefur umferðin aukizt mjög síðan veitingastofan í verzluninni tók til starfa enda er Verzlunin Grund opin á kvöldin og um helgar á meðan ferðamannastraumurinn er mestur. „Það má segja að rekstur svo erlendur ferðamaður hingað Grundar skiptist þannig að annars til lands að hann skoði ekki Gullfos vegar sé um að ræða þjónustu við heimamenn enda er full þörf á því að þeir hafí aðgang að verzlun þar sem á boðstólum er öll algeng matvara, ritföng, búsáhöld, leik- fong og ýmislegt sem telja má til daglegra nauðsynja. Hins vegar er svo þjónusta við sumarbústaða- fólk og ferðamenn sem eru ákaf- lega góðir viðskiptamenn enda er sumarið einskonar vertíð. Síðan veitingaaðstaðan kom til sögunn- ar hefur það færzt mjög í vöxt að fólkið hér í sveitinni komi hingað ekki síður til að hittast og spjalla en að gera innkaup sín,“ segir Sigurgeir sem gengur undir ýmsum nöfnum svo sem títt er um kunna menn. Ýmist er hann kallaður Geiri á Grund, kaup- maðurinn eða bara kaupi. „Það má eiginlega segja að verzlunin hafi aukizt I samræmi við vöxt Flúða-hverfisins,“ segir kaupmaðurinn, „og þá fiölbreytni sem orðin er í atvinnulífi hér í sveitinni. Við urðum fyrir því áfalli í marz í fyrra að verzlunarhúsið brann og f eldsvoðanum eyðilagð- ist eiginlega allt nema frystiklef- inn sem hægt var að nota áfram eftir mikla viðgerð á honum. Skrifstofan brann og allt sem í henni var og þar fór ýmislegt sem ekki er unnt að bæta, m.a. per- sónulegir munir. Það var svo aftur líkast kraftaverki hvernig þetta hús, sem verzlunin er nú í, rauk upp á svipstundu þannig að við gátum opnað að nýju 8. júní og þar skipti meginmáli að maður á góða að og sveitungamir voru mjög hjálplegir." Eins og allir vita kemur varla og Geysi og er það þá yfírleitt gert í sömu dagsferðinni. Lengi vel fóru ferðamennimir rakleiðis á þessa staði en nú tíðkast mjög að farinn sé hringur með viðkomu á Flúðum enda er margt skemmti- legt að sjá þar um slóðir. Á Flúð- um er ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks fyrir ferðamenn, m.a. minjasafn Emils Ásgeirssonar í Gröf. Á Flúðum er auk þess ágæt aðstaða til útivistar af ýmsu tagi, Hettavatnið er ekki óþrjótandi nema... Sum lífsþægindi eru svo samtvinnuð daglegu lífi okkar að við tökum naumast eftir þeim. Þannig finnst okkur heita vatnið ósköp hversdags- legt og lítilvægt, nánast jafn- sjálfsagt og andrúmsloftið. Ekkert er t.d. eðlilegra en að geta skotist í heitt og notalegt bað hvenær sem er nema... nema ef lokað er fyrir heita vatnið. Þá vekur köld gusan okkur til umhugsunar og skyndilega er smáatriðið orðið að aðalatriði. Allt í einu jafnast ekkert á við heitt vatn. Heitt vatn úr iðrum jarðar er auðlind sem mikilvægt er að nýta. Hitaveita Reykjavíkur kappkostar að miðla þessari verðmætu orku skilvíslega og hnökralaust til notenda. Til að það sé unnt verða orkukaup- endur að greiða skilvíslega fyrir þjónustuna. Hafðu hug- fast að heita vatnið er ekki óþrjótandi nema þú greiðir orkureikninginn. Láttu orkureikninginn hafa forgang. Morgunblaðið/RAX Sigurgeir í nýju verzluninni. Þar er fullkomin frysti- og kæligeymsla eins og sjá má í bakgrunni. s.s. sundlaug. Þar er rekið sumar- hótel en Skjólborg, þar sem eru smáhýsi með eldunaraðstöðu og heitum potti við hveija vistarveru, er hins vegar opin allt árið. „Við hér í Flúða-hverfinu höf- um áhuga á því að laða að ferða- menn. Um það eru allir samtaka og á undanfömum árum hefur aðstaða ferðamanna hér sífellt tekið framförum," segir Sigur- geir. „Þó er þess gætt að þessi þáttur í athafnalífínu á staðnum verði ekki yfírgnæfandi því að við teljum æskilegt að ferðamanna- þjónustan mótist af því lífí sem hér er og slitni ekki úr tengslum við það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.