Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 Islenska óperan: Aida eftir Verdi frumsýnd í Gamla bíói 9. janúar nk. UNDIRBÚNINGUR er nú haf- inn á vegum íslensku óperunnar á óperunni Aidu eftir Verdi og verður frumsýning verksins í Gamla bíói 9. janúar nk., en þá eru fimm ár liðin síðan íslenska óperan fékk eigið heimili, að sögn Garðars Cortes, fram- kvæmdastjóra. Bríet Héðinsdóttir verður leik- stjóri, Una Collins hefur verið ráðin sem leikmynda- og búningahönn- uður og Gerard Deckert verður hljómsveitarstjóri, en hann hefur sl. 14 ár verið sljórnandi Vínar- óperunnar. „Þau Bríet, Una og Gerard hittust í Englandi nú fyrr í júní til að ráða ráðum sínum en Borgarfjarðarsýsla: Mikíð um tófuí Flókadal í FLÓKADAL virðist nú vera óvenjumikið um tófu og hefur þegar séð á fuglalífi á staðnum auk þess sem liklegt þykir að lömb hafi orðið fyrir barðinu á henni. Að sögn Ingvars Ingvarssonar á Múlastöðum er þegar búið að vinna á einu greni og vonuðust heima- menn til þess að það myndi losa þá undan ágangi tófunnar en það hafí greinilega ekki dugað til því að nú sé fyrirgangurinn orðinn slík- ur að hávaðinn í tófunum heyrist greinilega inn í bæ á kvöldin. „Mér er meinilla við hversu mikið hún er hér,“ sagði Ingvar í samtali við Morgunblaðið. Nokkuð mikil afföll hafí verið af lömbum í vor en erfitt sé að greina hvað sé tóf- unni að kenna og hvað ekki. Hann hafi fyrir nokkru dysjað lamb en það hafi ekki aftrað tófunni frá því að gæða sér á iambinu. Stuttu síðar var búið að grafa lambið upp og hafa það á brott. Ingvar segir að þegar hann hóf búskap á Múlastöðum fyrir 14 árum hafi fuglalíf verið blómlegt, mikið um spóa og heiðlóu, nú sjáist fugl- amir æ sjaldnar, en nokkuð sé um að menn rekist á rænd hreiður. Þegar hundur var látinn rekja slóð tófu fyrir nokkmm árum hafi hann t.d. rekist á mörg hreiður sem tófan hafði greinilega rænt. Ingvar segir tófumar ekkert sér- staklega styggar, þær hræðist bfla til dæmis ekki en þjóta út í buskann þegar farið er út úr bflunum. Þær séu þó nokkuð á ferli við bæinn svo að líklega sé greni í nánd við hann þótt enn hafi enginn rekist á það. æfingar hefjast ekki fyrr en í haust," sagði Garðar. Aðalhlutverkið, Aidu, syngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Amner- is er í höndum Sigríðar Ellu Magn- úsdóttur, sem nú er í starfi hjá Covent Garden-óperunni í London, Amonasro leikur Kristinn Sig- mundsson, Radames leikur Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson fer með hlutverk Ramphis og hofgyðjuna leikur Katrín Sigurðardóttir. Einu hlutverki — hlutverki konungsins B Re - er óráðstafað. „Sýningin verður væntanlega heilmikil skrautsýning, t.d. verður 94 manna kór í Aidu, en flestir hafa kórmeðlimir á sýningum íslensku óperunnar verið 38 talsins og síðan verður það hljómsveit íslensku óperunnar sem leikur, eins og vant er, en hún er skipuð 43 hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands auk þess sem ráðnir verða sex auka trompetleikarar. “ Garðar sagði að uppsetning á Ólöf Kolbrún Harðardóttir Aidu hefði alltaf verið draumur hjá sér. „Þegar sýnt var að sýning- ar á II Trovatore myndu ganga vel í fyrra fórum við Gerard Deckert, sem einnig var hljómsveitarstjóri í þeirri uppfærslu, að ræða um hvaða verk íslenska óperan skyldi taka upp næst. Hann lagði þá strax til að næsta verk skyldi verða Aida og fullvissaði mig í leiðinni að það yrði lítið mál að koma því á fjalim- ar,“ sagði Garðar. Sýningar á II Trovatore hefjast aftur 12. september nk. og verða að öllum líkindum fram í nóvem- ber. Garðar sagði að uppsetning Aidu yrði dýr alveg eins og upp- setningar annarra ópera. „Eg geri ráð fyrir að kostnaður verði orðinn um sex milljónir króna þegar að frumsýningarkvöldi kemur, en það er staðreynd alls staðar í heiminum að ópemr standa ekki undir sér nema í einstaka tilvikum. Mig minnir að aðeins eitt verk — Töfra- flautan — hafí staðið sjálft undir kostnaði frá því við byijuðum," sagði Garðar. Fimleika- sýning í Austurstræti í DAG kl. 2 verður fimleikasýn- ing í Austurstræti á vegum barna og unglinga úr fimleikadeiid Armanns. Sýningin er liður í fjáröflun vegna ferðar sem deildin ætlar að fara í æfingabúðir í Svíþjóð í júlí. Sýndar verða gólfæfingar og æfingar á fjaðurbretti (trambolín) kl. 2 og síðan á hálftíma fresti fram eftir degi. Einnig verður fímleika- deildin með flóamarkað og köku- sölu. Fáóuþér eríJSSSSÍSS- SUZUKI SWIFT Sparneytnasti bíll sem fluttur er til landsins fæst nú stærri og rúmbetri og auk þess með sjálfskiptingu. SUZUKI SWIFT GL 3dr. beinskiptur kr. 299.000.' SUZUKI SWIFT GL 3dr. sjálfskiptur kr. 329.000. SUZUKI SWIFT GL 5 dr. beinskiptur kr. 322.000. SUZUKI SWIFT GL 5dr. sjálfskiptur kr. 348.000. SUZUKISWIFT sendibíll kr. 345.000. SUZUKI CARRY Nýr og enn betur búinn sendibíll frá Suzuki, með alla kosti fyrirrennara síns og marga að auki. SUZUKICARRY1000 sendibíll kr. 373.000.- SUZUKI CARRY 1000 háþekjusendibíll kr. 385.000.- SUZUKI - Margfaldur íslandsmeistari í sparakstri SUZUKI FOX Sterkbyggður og sparneytinn. Þrautreyndur við íslenskar aðstæður. SUZUKI FOX SJ410 jeppi 4 gíra kr. 380.000.- SUZUKI FOX SJ413 háþekju- jeppi 5gíra kr. 468.000.- SUZUKI FOX SJ410 pickup 4gíra kr. 420.000.- SUZUKI FOX SJ413 pickup 5 gíra kr. 465.000.- SUZUKI s« SVEINN EGILSSONHF. Skeifunni 17. Sími 685100 SOLUUMBOÐ: Bílaverkstæði Guðvarðar Elfss., Drangahraun 2 220 Hafnarfjörður-91/52310 Bilaumboð Stefnis hf., Austurvegur 55-58 800 Selfoss- 99/1332-1626 Ragnar Imsland, Miðtiin 7 780 Höfn Hornaf. - 97/8249-8222 Bifreiðaverkst. Lykill 740 Reyðarfjörður - 97/4199-4399 Bílaverkst. Jóns Þorgrimss., Garðarsbraut 62-64 640 Húsavík - 96/41515 Blasalan hf., Strandgata 53 600 Akureyri - 96/21666 Brynjar Pálsson, Hólmagrund 19 550 Sauðárkróki - 95/5950-5317 Dalverk, Vesturbraut 18 370 Búðardal- 93/4191 Bflasala Vesturlands, Borgarbraut 56 310 Borgarnes - 93/7577 Ólafur G. Ólafsson, Suðurgata 62 300 Akranes - 93/1135-2000 Kaupfélag Húnvetninga 540 Blönduósi - 95/4198 PÁV IWtm>V Arru Viklrmiruau, hl Gengi 10.6.86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.