Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 48
XJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Útvegs- bankanum gertað afhenda Hafskips- skjöl . ■.Ém Horgunblaðið/RAX Þátttakendur í kaupstaðarferðinni fara yfir Þjórsá. Frá vinstri Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Valmundsson, Páll Valmundsson og Páll Árnason er um borð í bátnum. Kaupstaðarferð með gamla laginu Sandhólafeiju, frá Asdisi Haraldsdóttur í TILEFNI af landsmóti hesta- manna sem haldið verður á Hellu á Rángárvöllum dagana 2.-6. júlí var ákveðið að fara í kaupstaðarferð til Reykjavíkur eins og gert var í gamla daga. Fimmtán hestamannafélög á svæðinu frá Keflavik að Skeið- ará leggja til hesta, klyf og vaming. blaðamanni Morgunblaðsins. Lagt var af stað í ferðina í gærmorgun, en þá voru aðeins þrír hestar komnir í lestina. Riðið var jrfir Rangá og lá leiðin að Sandhólaferju þar sem upphaf- lega var áætlað að fara yfir Þjórsá. Flytja átti menn og vam- ing yfir á báti og láta hestana synda. Þegar komið var að Þjórsá reyndist hún ófær. Lestarstjóri er Páll Valmunds- son og með honum í för eru Sigur- geir Valmundsson, Sigríður Þor- steinsdóttir og blaðamaður Morg- unblaðsins. Hreinn Ámason verð- ur ferðamönnum til trausts og halds, en hann er f framkvæmda- nefnd landsmótsins. í dag verður farið yfír Þjórsá á brú; en fyrirhugað er að sund- ríða Olfusá við Oddgeirshóla og bætast þá tveir hestar við lestina. Lestin kemur til Reykjavíkur á mánudag og verður vamingur seldur á Lækjartorgi. í Reykjavík verða svo teknar vistir til ferðar- innar austur á Hellu. Hálendisgróðuríim tveim vikum á eftir Upprekstur sauðfjár hefst víða ekki fyrr en í júlí FULLTRÚI í Sakadómi Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð á þriðjudag að Útvegs- bankanum bæri að veita Rann- sóknarlögreglunni aðgang að tilteknum skjölum varðandi bankareikninga vegna rann- sóknar á Hafskipsmáiinu og tengdum málum. Krafa um þetta kom frá Rannsóknarlög- reglunni eftir að Útvegsbank- inn hafði synjað RLR um að- gang að skjölunum. Útvegs- bankinn áfrýjaði ekki úrskurð- inurn til Hæstaréttar og hefur þegar afhent umrædd skjöl. Umræddir bankareikningar voru á nafni Hafskips hf. en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins munu aðeins æðstu stjómendur fyrirtækisins hafa gefíð út ávísanir áþá. Lárus Jónsson bankastjóri Út- vegsbankans sagði í gær að bank- inn vildi síður en svo torvelda rannsókn málsins. Það væri hins vegar kveðið svo á í viðskipta- bankalögunum að úrskurður dóm- ara þyrfti að vera fyrir hendi þegar slík gögn væru afhent til lögregl- unnar og því hefði bankinn viljað fá hann. Hann sagði að annað gilti um skiptaráðanda og skattrann- sóknarstjóra, samkvæmt lögum ættu þeir rétt á vitneskju án þess að þurfa fyrst að leita úrskurðar dómara. Láms sagði að bankinn væri ekki sammála forsendum úrskurð- arins, teldi þær of almennar. Hins vegar hefði verið ákveðið að áfrýja úrskurðinum ekki að þessu sinni, en gera grein fyrir þessari skoðun með bréfí. GRÓÐUR á hálendinu er almennt mjög langt á eftir því sem gerist í meðalári, liklega um 2 vikum á eftir að meðaltali. Þetta er meginniðurstaða árlegra gróður- skoðunarferða starfsmanna Landgræðslu ríkisins. Hefur upprekstri búfjár verið frestað í samræmi við þetta og hefst ekki fyrr en í júlí á flestum afréttum. Gróðurskoðunin fer fram úr lofti með flugvélum og á jörðu niðri. Andrés Amalds gróðureftirlitsmað- ur Landgræðslunnar sagði að víðast hvar á hálendinu væri gróður aðeins farinn að lifna meðfram lækjar- bökkum og sumstaðar í votlendis- jöðrum en land annars dökkt og gróðurvana yfir að líta. Hann sagði að um norðan- og vestanvert landið væri þetta vor í hópi seinustu ára, gróðurfarslega séð. Kuldamir í maímánuði og framan af júní eru að sjálfsögðu aðalástæða þessa, en Andrés sagði að í hlýindunum að undanfömu hefði gróður lifnað heilmikið þó víða væri enn nokkuð í nægan sleppigróður fyrir sauðfé. Andrés sagði að þegar svona illa voraði væri áríðandi að sleppa fé ekki of snemma á afrétti. Fátt hefði meiri áhrif á beitarþol, því ef fénu væri sleppt of snemma næði gróður- inn sér ekki upp, og þá yrðu afurð- imar minni en annars. Andrés sagði einnig í tilefni ferða hestamanna á landsmótið á Hellu að litlir hagar væm á hálendinu og væri hætta á að sá litli gróður sem væri á helstu áningastöðum yrði stórskemmdur ef hestamenn færa ekki varlega. Óbreytt veður um helgina AÐ SÖGN Yeðurstofunnar er gert ráð fyrir að veðrið um helg- ina verði svipað og undanfarna daga. Hitinn verður 10—15 gráður sunnanlands og 12—18 gráður austanlands. Fremur hæg austanátt og skýjað um vestanvert landið, en bjartara og betra veður um landið austanvert. Olíureikning- urinn hækkar um 800 millj- ónir króna — ef OPEC hækkar olíu- verðið um 5 dollara fatið HÆKKUN heimsmarkaðsverðs á oliu inn 5 dollara fatið, úr 13 dollurum i 18, sem búist er við að verði ef samkomulag tekst á fundi OPEC um minnkun fram- leiðslu aðildarþjóðanna úr 19 milljónum fata á dag niður í 17-18 miRjónir, mun hafa mjög slæm áhrif í íslensku efnahagslífi. Það þýddi að helmingur olíuverðs- lækkunarinnar gengi til baka og myndi hafa i för með sér 800 milljóna króna hækkun á kostnaði við oliuinnkaup þjóðarinnar á ári, að sögn Bolla Þórs BoIIasonar aðstoðarforstjóra Þjóðhagsstofn- unar. Bolli Þór sagði að olíuverðs- hækkun myndi hafa ýmis óbein áhrif. Til dæmis mætti búast við að verðbólga í aðal viðskiptalöndunum og þar með hér yrði meiri en ella og myndu möguleikar á eitthvað hærra útflutningsverði ekki ná að vegaþað upp. Bolli sagði að Þjóðhagsstofnun hefði ekki miðað áætlanir sínar við það lága olíuverð sem að undanfömu hefur verið á mörkuðunum og væri verðið sem nú væri verið að tala um lítið hærra en það olíuverð sem flest- ir hefðu miðað við í áætlunum sínum. Morgunblaðið/Jón Sig. Kýrnar á Sveinsstöðum virðast láta sér vel líka að lambið sjúgi sig. En kannski má segja að með þessu sé verið að færa vanda ny ólkurframleiðenda yfir á sauðfjárræktina. Biönduóxi. ÞAÐ VAR nokkuð undarleg sjón sem fréttaritari Morgun- blaðsins varð vitni að á dögun- um. Heimalningur á Sveins- stöðum í Þingi gerði sér lítið fyrir og saug eina kúna. Lamb á kýrspena Að sögn Magnúsar Ólafssonar bónda er þetta ekki liður í því að draga úr mjólkurframleiðslunni en hugmyndin væri ekki vitiausari en hver önnur. Þetta uppátæki i lambinu kom ábúendum veralega á óvart en kýmar á Sveinsstöðum virtust láta sér vel líka afstöðu lambsins til annarra búflárkynja en sauðfjár. Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.