Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 15 Um ímynd Islands: Fordæmí ferðaþjónustuimar eftír Harald J. Hamar Það er freistandi að leggja nokkur orð í belg varðandi umræðu þá, er orðið hefur í Morgunblaðinu síðustu daga um kynningu og ímynd íslands. í vitund §ölda Islendinga er „land- kynning" ferðaþjónustuáróður, eins og fram hefur komið. Allt of mörgum hefur sést yfir að kynningarstarf í ýmsum myndum leggur grundvöll að nánast öllum alþjóðlegum tengsl- um landsins. Því er gott að málefnið er tekið til umræðu á breiðum grund- velli. Að komast á blað Birgir Isl. Gunnarsson, alþingis- maður, braut upp á málinu í Mbl. í síðustu viku og því var fylgt eftir með forystugrein í blaðinu sl. laugar- dag. Alþingismaðurinn og ritstjóri Mbl. eru sammála um að kynning landsins sé einhæf og miðist fyrst og fremst við að upplýsa fólk í útlönd- um um íslandsferðir og hvað sé helst að sjá og njóta hér. Þetta er mikið rétt. En hafa menn gert sér grein fyrir ástæðunum? Þær eru einfaldlega þær að framámenn í ferðaþjónustu* hafa haft margfalt meiri skilning á nauðsyn landkynn- ingar en forystumenn í öðrum grein- um atvinnulífsins. Þetta fólk hefur með þrotlausu starfí og þrátt fyrir þröngan hag komið íslandi „á blað“ úti í hinum stóra heimi, ef svo mætti segja — þá auðvitað á ferðamarkaði. Vissulega hafa ýmsir aðrir náð góðum árangri á erlendum mörkuð- um og nægir að nefna sölustarf í útflutningi gavarafurða. Þar hafa menn þó ekki þurft að fara inn á 1)* Orðið ferðaþjónusta nota ég sem samnefnara allra ferðamála og í stað „ferðamannaiðnaðarins“, scm stundum sést á prenti og mér fínnst kauðalegt neytendamarkað í jafnríkum mæli og á sviði ferðaþjónustu og sölustarf- ið því ekki verið jafnbundið kynningu á landinu. Hveiju hefur ferða- þjónustan breytt? Birgir ísl. víkur að viðræðum sem hann hefúr að undanfömu átt við útlendinga sem forystumaður í þing- nefrid um atvinnumál og segist hafa komist að því að þær hugmyndir sem hann gálfur og flestir íslendingar hafa gert sér um þekkingu erlendra þjóða á íslandi og íslendingum fái ekki staðist. Það er vissulega kominn tími til að stjómmálamenn og aðrir forystu- menn leiði hugann meira að þessum málum. ísland er ekki í nafla heims- ins. Fólk í ferðaþjónustu áttaði sig á þessu fyrir mörgum áratugum en á meðan það hefur unnið sleitulaust að markaðsmálum í útlöndum og stöðugt verið að „stækka" ísland hefúr maigt ágætisfólk, sem hefur verið í aðstöðu til að leggjast á sveif með þessari atvinnugrein, látið sér fátt um finnast og jafnvel kvartað yfir þessum vaxandi erlendu viðskipt- um í iandinu. En hveiju hefúr stöðugt og aukið markaðsstarf ferðaþjónustunnar áorkað? Ekki aðeins því að veita æ fleiri íslendingum arðbær störf á ljölmörgum sviðum þessa atvinnu- vegs, sem teygir anga sína víða. Nei, ferðaþjónustan hefur nefnilega breytt íslandi og lífi íslendinga meira en nokkur önnur atvinnugrein í landinu liggur mér við að segja. Ef ekki væru erlendir farþegar til og frá Islandi hefðum við ekki þær samgöngur við umheiminn, sem við höfúm í dag. 0g þessar samgöngur eru einfaldlega grundvöllur framfara á öllum sviðum þjóðlffsins. Við hefð- um heldur ekki þann vöxt og fjöl- breytni í þjónustu sem orðið hefur í landinu, ef ekki væru erlend viðskipti til viðbótar viðskiptum heimamanna. „En hafí ferðaþjónustan skapað ranga ímynd ís- lands er engu um að kenna öðru en aðgerðar- leysi hinna, sem bíða eftir að verða mataðir. Mér virðast forystu- menn í stjómmálum yfirleitt hafa sýnt þess- um máJum mikið tóm- læti, ef ekki skilnings- leysi, og gjama talið þennan þátt íslenskrar tilvem sér óviðkomandi. Frá því em þó til heiðar- legar undantekningar.“ Þannig mætti lengi halda áfram. Við erfiðar aðstæður hefur ferðaþjónust- an nefnilega unnið stórvirki og orðið lyftistöng fyrir þjóðina á ótalmöigum sviðum. Gott fordæmi Nú er ég ekki að andmæla því sem alþingismaðurinn og ritsljóri Mbl. segja, að við þurfum annað og meira til viðbótan Landkynningu á breiðum grundvelli til þess að laða að flár- magn, skapa grundvöll að frekari nýtingu íslenzkra auðlinda, tækni- væðingu og fleiri tækifæri fyrir ís- lenskt hugvit þjóðarbúinu til eflingar. Síður en svo. Sannarlega er kominn tími til að fleiri fari að taka til hend- inni. En hafi ferðaþjónustan skapað ranga ímynd fslands er engu um að kenna öðru en aðgerðarleysi hinna, sem bíða eftir að veiða mataðir. Mér virðast foiystumenn í stjómmálum yfirleitt hafa sýnt þessum málum mikið tómlæti, ef ekki skilningsleysi, og gjama talið þennan þátt íslenskrar tilveru sér óviðkomandi. Frá því eru þó til heiðarlegar undantekningar. Ég leyfí mér að taka svona stórt upp í mig vegna þess að sjálfur hef ég unnið að landkynningarmálum á breiðum grundvelli í nær aldarfjórð- ung og tel mig þekkja allvel við hvað er að fásL Á öllum sviðum þjóðlífsins er til víðsýnt og áhugasamt fólk, sem iætur gott af sér leiða á þessu sviði. En hvergi er einhugurinn og áhuginn sambærilegur við það, sem rótgróið er nú oiðið í feiðaþjónustu. Öllum er það gott fordæmi til átaka út á við. Ef forustumenn á ýmsum öðmm sviðum þjóðiífsins tileinkuðu sér álíka viðhorf gæti margt breyst. Ég nefni aðeins sem dæmi ýmsa þætti í heil- brigðisþjónustunni þar sem við eigum stóran hóp af sprenglæiðu fólki, sem gæti í samvinnu við feiðamálin gert Island að einu allsheijar heilsuhæli, ef rétt væri á málum haldið. Ekki myndi það skaða ímynd íslands. Okur eða eðlileg ávöxtun - eftír Harald Blöndal Davíð Bjömsson, deildarstjóri verðbréfadeildar Kaupþings hf., ritaði grein í Morgunblaðið sl. fímmtudag, 19. júní, og fjallaði um íslenska ávöxtunarsjóði. Þessir sjóðir em tveir, annar eign þeirra, er standa að Kaupþingi hf. og gefur út svokölluð Kjarabréf, - én hinn er eign Fjárfestingafélags- ins hf. og þeirra, er þar standa að og gefúr út Einingarbréf. Sjóðir þessir raka saman fé og skiluðu 54% ávöxtun fyrsta árið að sögn Davíðs og bætir hann því við, að það svari til um það bil 20% vaxta umfram verðbólgu. Davíð útskýrir í grein sinni, hvemig _ stendur á svo mikilli grósku. Ástæðan er sú, segir hann, að sjóðimir fjárfesta aðallega í verðtryggðum og fasteignaveð- tryggðum skuldabréfum. Þessi bréf em keypt með gífurlegum afföllum, þar sem þau bera 4—5% vexti umfram verðbólgu að jafnaði. Verðtryggð veðskuldabréf em oftast gefin út af tveimur ástæðum. Annars vegar em þau gefin út fyrir eftirstöðvum kaupverðs í fasteigna- viðskiptum. Slík bréf em til nokkuð margra ára, enda hafa fasteignasal- ar gert sér grein fyrir því, að verð- tiyggð skuldabréf em hengingaról fyrir hvem mann, nema að þau séu a.m.k. til átta ára. Eigendur þessara bréfa selja þau gjaman þegar þeir em í fjárþröng, en bankar taka tæpast svona bréf af almúgamanni sem greiðslu eða tryggingu, nema viðkomandi sé kominn í vandræða- vanskil við bankann. Afföll af þess- um bréfum em mjög rriikil. Hins vegar em gefín út bréf, sem lögmenn kalla sín á milli okurbréf. Óheimilt er að kaupa bréf með afföllum af skuldara, og þess vegna er búinn til milliliður, sem verður eigandi bréfsins og selur bréfíð. Framkvæmdastjóri fyrirtækis sem selja þarf þessi bréf, er talinn kröfu- hafi bréfsins eða eigandi, og fyrir- tækið skuldari. Framkvæmdastjór- inn selur síðan bréfið með afföllum eins og hann ætti það. Allir vita, að hér er verið að fara í kringum okurlögin og það hefur gengið hæstaréttardómur um, að svona viðskipti séu okurviðskipti. Þessi bréf em ekki gefin út til langs tíma og afföllin em mjög mikil. Það er hægt að sína fram á það, að svona bréf em gefin út með vitund og aðstoð starfsmanna fjárfestingafé- laganna tveggja. Hér á landi hefur ekki verið starfandi verðbréfamarkaður undir opinbem eftirliti. Nú mun slíkur markaður tekinn til starfa og selur ríkisskuldabréf og nokkur önnur opinber bréf, sem ekki em seld með afföllum. Hins vegar em önnur skuldabréf ekki seld þar, heldur ganga þau kaupum og sölum hjá fjárfestingarfélögunum en bæði em þessi félög með prívatfjármála- markaði fyrir sig og ávöxtunarsjóði sína. Ég stórefast um, að framboð og eftirspum séu þar látin ráða, heldur em „kaupendur" á þessum mörkuðum sammála og samtaka um að þvinga fram eins mikil afföll af bréfum og mögulegt er. Davíð Haraldur Blöndai „Ég stórefast um, að framboð og eftirspurn sé þar látin ráða, heldur eru „kaupendur“á þessum mörkuðum sammála og samtaka um að þvinga fram eins mikil afföll af bréfum og mögulegt er. Davíð Björnsson kallar þessi verðbréfaviðskipti hag- stæða fjárfestingu, - mér f innst okur ná- kvæmara orðalag.“ Bjömsson kallar þessi verðbréfavið- skipti hagstæða fjárfestingu, - mér finnst okur nákvæmara orðalag. Ég tók áðan dæmi af fram- kvæmdastjóranum, sem þykist vera að lána fyrirtækinu peninga. Stund- um er þetta öfugt. Stundum er sonur að „lána“ móður sinni og setur eigin íbúð að veði fyrir að móðirin borgi sér, - stundum „lán- ar“ maður konu sinni. Þessi bréf lenda svo í vanskilum, enda eðlilegt, þegar afföllin eru eins og þau eru, — þá era þau gjaldfelld, svo að affoll sem miðuð vora við 4 ár koma með fullum þunga strax á fyrsta ári. Þessi bréf era íslenskum inn- heimtulögfræðingum vel kunn, svo og uppboðshölduram. Almúgafólk hefur glapist vegna fagurgala í blöðum og útvarpi til þess að gefa út og selja svona bréf, þegar bank- amir geta ekki lánað því, og svo ræður enginn við neitt. Það skiptir enda máli, hvort verið er að greiða 4—5% umfram verðbólgu eins og Seðlabankinn leyfir, eða hvort menn verða að greiða 20% eins og ávöxt- unarsjóðimir ná með því að skipu- leggja afföllin. Ef bankamir færa að kaupa og selja almenn skuldabréf, myndu afföllin stórminnka og komast í eðlilegt horf. Hinn opinberi verð- bréfamarkaður er kjörinn vettvang- ur til þess. En það er eins og þeir ráði þar mestu um skipulagningu, sem hafa hagnað sinn af þvi að kreista blóðið undan nöglunum á þeim, sem minna mega sín. Höfundur er hæstaréttarlög- maður. Athafnaleysi eða hugarfarsbreyting Ekki vil ég gerast sérstakur tals- maður opinberrar forsjár á neinu sviði. En með tilliti til þess samfélags- forms, sem hér hefúr þróast, er rétt- mætt að gera kröfu til þess að for- ysta í stjómmálum og stjómun — svo og sameiginlegir sjóðir landsmanna — verði margfalt virkari í kynningu .. landsins út á við en verið hefur. Dágóður hluti af öllum tekjum af erlendum viðskiptum, og af atvinnu- lífinu í heild, rennur í sameiginlega sjóði og geti þeir örvað viðskipti og aukið tekjur heildarinnar verður hlut- ur þessara g'óða æ meiri. Þetta er einfalt dæmi. Allt jákvætt kynningar- starf skilar afrakstri í einhverri mynd til allrar þjóðarinnar — og því við- felldnari sem ímjmd landsins verður, þeim mun vænlegra mun heims- byggðinni þykja að eiga viðskipti við okkur. Þetta skilja flestar þjóðir, án þess verða þær ekki stöndugar. Þess vegna tek ég undir með Birgi ísl. Gunnarssyni þegar hann metur stöðuna í kynningarmálum og telur að víkka þurfi verksviðið: „Til þess þarf sameiginlegt átak ýmissa aðila, bæði samtaka atvinnuveganna og ríkisvaldsins,“ segir hann og ritstjóri Mbl. virðist sammála. Ég vil bæta því við, að fyrst og fremst þurfi hugarfarsbreytingu þeirra flölmörgu framámanna, sem enn eiga eftir að skynja ijarlægð íslands frá hringiðu heimsins og hvaða skyldur aðstaðan leggur okkur á herðar. Þá kemur allt hitt af sjálfu sér. Reyndin er sú að mikill flöldi ein- staklinga hérlendis stundar sitt eigið kynningarstarf gagnvart vinum og viðskiptamönnum úti um allan heim. Það er mjög ríkt í þorra Islendinga að vilja koma fróðleik um land og þjóð að þar sem þeir fá því við komið. Foiysta um skipulegt átak í þessum máíum á breiðum grandvelli fengi góðan stuðning — og ég efast ekki um árangur, ef mönnum tækist að tileinka sér þrautseigju ferðaþjón- ustunnar, sem ekki beið eftir opin- berri handleiðslu. Höfundur er ritstjórí og útgefandi Iceland Review ogNews From Iceland. Norrænt vina- bæjamót á Siglu- firði Á SIGLUFIRÐI hófst á fimmtudaginn norrænt vinabæjarmót. Mótið ér að sögn Norræna félagsins á Siglufirði fjöl- mennasta mót sem sem hald- ið hefur verið á Siglufirði. Þangað era mættir fulltrúar frá Heming í Danmörku, Holmestrand í Noregi, Ván- ersborg í Svíþjóð, Áland á Álandseyjum, Eiði í Færeyj- um og Kangasala í Finnlandi. Alls era þetta um 230 gestir og verður þeim m.a. gefinn kostur á skoðunarferð- um um nágrenni Sigluij'arðar, knattspymuleikjum, fim- leikasýningu, gróðursett verða tré, hátíðardagskrá verður í Nýja bíó og hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni. Sett hefur verið upp listsýning með nafninu „Konur í vina- bæjunum". Mótinu lýkur á mánudag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.