Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 17 Um tónlistarhús eftir Kolbein J. Ketilsson Þar sem lítið sem ekkert hefur borið á áliti þeirra sem nú stunda tónlistamám í landinu varðandi fyrirhugað tónlistarhús, tel ég mig knúinn til að opinbera skoðun mína og sannfæringu vegna þess. Síðan dómnefnd gerði úrskurð sinn opinskáan hefur umQöllun um tónlistarhúsið, m.a. í fjölmiðlum, einkennst af greinilegri andstöðu vegna þess að ekki skuli vera gert ráð fyrir aðstöðu til óperuflutnings í því. Það er gagnslaust að ætla að kasta sandi í augu aimennings í þessu sambandi og halda því fram að fyrir henni sé ráð gert. Ekki er aðeins nóg að líta á teikningar fyrirhugaðs húss og iögun sam- kvæmt líkani til að sjá að svo er ekki, heldur virðist ekki möguleiki á að breyta því seinna meir. Mikil tilhiökkun og hugur var í almenningi við upphaf umræðunnar um íslenskt tónlistarhús. Flestir eygðu þar drauminn sem aldrei virtist ætla að rætast um að loksins risi alhiiða tónlistarhús fyrir allar tegundir tónlistar. Hús sem ekki þyrfti að skammast sín fyrir, en svo oft hefur sú sorglega orðið raunin á er listamenn, innlendir sem er- lendir, hafa flutt list sína hér. En nú hefur sá draumur tekið miður skemmtilegum breytingum. Dóm- nefnd í samkeppni um tónlistarhús ætlar sér að axla þá ábyrgð með ákvörðunartöku sinni að séð er nú „Flestir eygðu þar drauminn sem aldrei virðist ætla að rætast um að loksins risi al- hliða tónlistarhús fyrir allar tegundir tónlist- ar.“ fyrir endann á möguleikanum á meiriháttar uppfærslum hinna margvíslegu tónlistarviðburða. Ballett, ópera, söngleikir (musicals) og annars konar sviðsverk verða enn um ókomna tíð að hírast við þröngan kost og lítið pláss þar sem flutningur þeirra getur nánast aldr- ei orðið annað en hálfgerð skrípa- mynd af því sem upphaflega var ætlast til. En hvað veldur, hljóta allir þeir að spyrja sem í upphafi lýstu sig reiðubúna að styrkja fyrirtækið? Hefur land sem ekki telur fleiri íbúa - en raun er á, efni á að gera ekki ráð fyrir mismunandi tónlistarflutn- ingi í slíku húsi? Aðrar þjóðir sem telja milljónir íbúa og kalla má ríkar telja sig ekki hafa efni á því. Kolbeinn J. Ketilsson. Það hlýtur að vera sanngjöm krafa þeirra sem ekki sætta sig við úrskurð dómnefndarinnar að fá upplýst hvað réði slíkri ákvörðun. Hjá hveijum var leitað álits og ráð- gjafar og hver var hún? Þvi hafa svo margar mótmælagreinar birst um ákvörðun dómnefndarinnar en engin til stuðnings henni? Það furðulega við þetta allt er að þegar þetta mál ber á góma og ég verið nálægur, hef ég engan þann tónlist- amema talað við eða persónu yfir- leitt sem ekki hefur lýst furðu sinni á væntanlegu fyrirkomulagi húss- ins. Þvi er mér spum, af hveiju ekki að sameinast um tónlistarhús sem langflestir geta sætt sig við, flytj- endur og áheyrendur? Höfundur er söngvemi í Reykja- vík. „Kvenna- gnllin“ í Regn- boganum REGNBOGINN hefur tekið tU sýninga myndina „Kvennagullin" með Peter Coyote, Nick Mancuso og Carole Laure í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Bobby Roth. Myndin fjallar um tvo vini, annar er listmálari og lepur dauðann úr krákuskel, hinn er pabbastrákur og gerir það gott undir handarjaðri föður síns. Þar kemur sögu að sambýliskona listamannsins fær léttan afkomuskjálfta, yfirgefúr hann og tekur saman við annan listamann sem komið hefur ár sinni vel fyrir borð. Hinn niðurbrotni listamaður er í AUSTURSTR/ET117 VIÐIR STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI Það er engin spuming — í kjöti emm við í sérflokki! 1. flokks úrvinnsla á kjöti og gæðamatið í höndum færustu fagmanna. Kjötborðin slá allt út... É Pú færð hvergi meira úrval af ávöxtum, og fersku grænmeti! m Nauta. hamborgari m«ð brauðl / • JV; I , iINí. 'v. ^—.. 'V . AÐEINS kr. i fiskborði V5A K555um fslenskt Mianala »VI Vl • Eftlrlœti okkar Islendinga rjíUiaidniD. sunnud«0sst.lkl Læri Hryggur Bananar 79 i2l. 298" 298 Gulepli 69í°kft- ,, Grillsneiddir V2 með kjöthitamæli l>/2 líter nn - frampartar ACZ Cidiappelsínur 68 “ke. UR BAKARIINU 6—8 manna ljúffeng Sjónvarpskaka 89 00 rjómaterta 29800 nn PRIPPS BJÓR ‘UV Vl Kter ÍO 50 pr.kg. AÐEINS ^O’ Kaffe kaffi g!\ Vi kg * 15900 þann veginn að gefa upp alla von um hamingju og velgengi héma megin grafar þegar listaverkasali nokkur fær áhuga á verkum hans. Akveðið er að setja upp sýningu á þeim, Amor fer á kreik og hinn sí- gildi þrihymingur verður staðreynd. Vinimir tveir gera sér dælt við sama kvenmanninn og það liggur við vinslitum. Spumingin er aðeins þessi; hversu mikið álag þola gömul vinabönd? Opiðtilkl.21 í Mióddinni-* 01 í Austurstræti Lokað á laugardögum í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.