Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 140. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 Prentamiðja Morgunblaðsiiis Rætt um málefni Suður-Afríku á leiðtogafundi EB-ríkja: Refsiaðgerðir í undirbúningi Haag, Jóhannesarborg, Lundúnum, AP. LEIÐTOGAR ríkja Evrópubandalagsins ræddu í gær til hvaða aðgerða beri að gripa til þess að bæta aðstöðu blökkumanna í Suður-Afríku. Ljóst er að samstaða er ekki meðal leiðtoganna um harðar efnahagslegar refsi- aðgerðir, en þeir eru sammála um nauðsyn þess að beita ríkisstjórn Suður-Afriku þrýstingi til þess að fá hana til að láta af kynþáttaaðskilnaðarstef nunni. Meðal þess sem rætt er um innflutningsbann á grænmeti, ávöxtum, jámi og stáli, sem og fjárhagsleg aðstoð við fómarlömb kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Þá er og til athugunar hvort senda eigi utanríkisráðherra Bretlands, Sir Geoffrey Howe, til Suður- Afn'ku, ásamt með utanríkisráð- herrum Hollands og Belgíu, til þess að hvetja minnihlutastjóm hvítra manna til þess að láta af aðsklilnaðarstefnunni og til þess að að semja við leiðtoga blökku- AP/Símamynd Ronald Reagan Bandaríbjaforseti lýsir yfir ánægju sinni með úrslit atkvæðagreiðslu i fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem samþykkt var að veita skæruliðum i Nicaragua 100 milljón dollara aðstoð. Samþykkt fulltrúadeildarinnar á aðstoð við skæruliða í Nicaragua: Contadora ríkin harma úrslitin Washin^ton, Haag, Managua, AP. VlÐBRÓGl) við samþykkt full- trúardeUdar Bandaríkjaþings um 100 milþ'ón dollara aðstoð við skæruliða í Nicaragua hafa verið Sprenging á flugvelli í Madrid Tel Aviv og Madrid, AP. SPRENGJA, sem falin var í ferðatösku, sprakk á flugvellin- um í Madrid í gær, 15 minútum áður en flugvél ísraelska flug- félagsins E1A1 átti að halda áleið- is tU Tel Aviv. Þrettán manns særðust, þar af tveir alvarlega. Sprengjan sprakk um kl 15:30 að staðartíma, stuttu eftir að sfðasti farþeginn skráði sig til flugs. Ör- yggisvörður EI A1 reif töskuna af færibandi í farþegaafgreiðslu fé- lagsins á Barajas-flugvellinum, þegar hann sá reyk stíga frá tösk- unni. Stuttu sfðar sprakk taskan og særðust sjö manns. Sprengingin olli einnig töluverðum skemmdum á flugvallarbyggingunni. Farþeginn sem átti töskuna var handtekinn, en neitaði að gefa upp nafn og þjóðemi og enn er ekki Ijóst hver ber ábyrgðina á sprenging- unni. misjöfn. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti lýsti yfir mikilli ánægju með lyktir málsins og kvað niðurstöður atkvæða- greiðslunnar bera góðum mál- stað vitni, enda þótt þetta væri einungis áfangasigur. Hins vegar sagði Daniel Ortega forseti Nic- aragua í sjónvarpsræðu að at- kvæðagreiðslan staðfesti einung- is þá stríðsæsingastefnu, sem stjóm Reagans fylgdi og væri spor í átt að beinni hernaðar- íhlutun Bandaríkjamanna í Nic- aragua. Utanríkisráðherrar hinna svo- kölluðu Contadora-rílqa, sem staðið hafa að friðarumleitunum i Mið- Ameríku, lýstu yfir þvf að úrslit atkvæðagreiðslunnar hefðu valdið þeim miklum vonbrigðum. Miguel D’Escoto utanríkisráðherra Nic- aragua sagði að sandinistastjómin kynni að bregðast við úrslitunum með þvi að auka útgjöld til hermála. Búist er við því að alþjóðadóm- stóllinn í Haag fordæmi samþykkt fulltrúadeildarinnar, en í dag kveð- ur dómstóllinn upp dóm í kæmmáli sandínistastjómarinnar á hendur Bandaríkjamönnum vegna meintra tilrauna þeirra til að steypa stjóm- völdum í Nicaragua af stóli. Málið var lagt fram fyrir tveimur ámm, en Bandaríkjamenn hafa lýst yfír því að þeir hyggist ekki hlíta dómi alþjóðadómstólsins, þar sem hann hafi ekki lögsögu í málinu. Bandarískir stjómarerindrekar í Haag sögðu í gær að nánast væri víst að dómsúrskurðurinn yrði sandínistastjóminni í hag. manna í landinu. Umræðum um málið verður framhaldið í dag. Ríkisstjóm Suður-Afríku lét í gær lausa úr fangelsi að minnsta kosti tylft verkalýðsleiðtoga, en ennþá em í haldi í landinu um 1.800 manns, verkalýðsleiðtogar og aðrir, sem fangelsaðir vom eftir að neyðarástandslög tóku gildi í landinu fyrir tveimur vikum síðan. Engin ástæða var gefín fyrir lausn fanganna. Útgöngubann var sett á í átta bæjarfélögum blökku- manna til viðbótar í gær eftir að jarðsprengja sprakk. Enginn særðist í sprengingunni. Fimm blökkumenn féllu í gær, þar af tveir fyrir hendi lögreglu, að sögn upplýsingaþjónustu ríkis- ins. 66 menn hafa þá látist í Suður-Afríku frá því neyðar- ástandi var lýst yfír 12. júní síðast- liðinn, en 1.800 manns hafa látist frá því óeirðir hófust vegna kyn- þáttastefnu ríkisstjómarinnar í september 1984. Yfírstjóm hersins hefur mót- mælt því við ríkisstjóm Zimbabwe að þremur „hryðjuverkamönnum" vopnuðum hríðskotabyssum var leyft að flýja yfir landamærin til landsins fýrr í þessum mánuði. Segir í tilkynningu yfírstjómarinn- ar að hún líti atburðinn alvarlegum augum, sérstaklega þar sem sak- laust fólk hafí látið lífíð skömmu áður er jarðsprengjur sprungu. OPEC-fundurinn: Nokkuð mið- ar í sam- komulagsátt Bríoni, Júgóslaviu. AP. NOKKUÐ miðaði í samkomu- lagsátt í gær á fundi olíumála- ráðherra ríkja innan OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, um það hvernig bregðast berí við þeirrí verðlækkun sem orðið hefur á olíu á þessu ári. Talsvert vantar þó upp á að samkomulag náist. Meirihluti ráðherranna vill stefna að verði á bilinu 17—20 Bandaríkja- dalir fyrir olíufatið og miða fram- leiðslutakmarkanir við það. Verðið nú er 12—15 dalir fatið, en var í nóvember-mánuði á síðasta ári um 30 dalir. OPEC-ríki framleiða nú 18—19 milljónir olíufata á dag og telur meirihluti ríkjanna að nóg sé að minnka framleiðsluna um 1—2 milljónir til þess að ná verðinu upp í allt að 20 dali. íran hefur verið í forustu fyrir minnihluta ríkjanna, sem vill minnka framleiðsluna niður í 14 milljónir fata á dag og ná þannig verðinu upp í það sama og það var síðastliðið haust. Irland: Þjóðaratkvæði um hjónaskilnaði Dyflinni, AP. ÍRAR gengu til kosninga í gær til að ákveða hvort leggja eigi niður ákvæði í stjóraarskrá þeirra, sem bannar skilnaði þjóna. Ákvæði þetta er 49 ára gamalt og lögðu stjórnvöld til að gengið yrði til þjóðaratkvæðis um að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Skoðanakannanir undanfama daga hafa bent til þess að þessi tillaga, sem stjómin átti fmm- kvæði að, verði felld og þjóðin haldi enn við hina hálfrar aldar gömlu hefð. Vom 55% aðspurðra á móti því að leyfa hjónaskilnaði. Um 97% Ira eru rómversk- kaþólskrar trúar og eru þeir eina þjóðin, að undanskildum Möltubú- um, sem enn banna hjónaskilnaði. Forsætisráðherra írlands, Garret Fitzgerald, var einn hinna fyrstu til að greiða atkvæði í gær, en stjómin hélt uppi miklum áróðri fyrir tillögunni sfðustu daga. Birti hún m.a. auglýsingar í öllum helstu dagblöðum á írlandi þar sem hún hvatti konur til að fella ákvæðið, þar sem líf þeirra myndi taka miklum breytingum til batnaðar, ef hjónaskilnaðir yrðu leyfðir. Árið 1983 var ákveð- ið með þjóðaratkvæði að bæta ákvæði f stjómarskrána sem bannar fóstureyðingar og sam- kvæmt irskum lögum, eru ýmis höft lögð á sölu getnaðarvama. Búist er við að talningu at- kvæða ljúki annað kvöld. AP/Símamynd Irsk nunna býr sig undir að greiða atkvæði um tillögu sem irska stjórnin lagði fram, um að fella ákvæði um bann við hjónaskilnuðum úr stjóraar- skránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.