Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 5 Landsbankinn og íslensk seðla- útgáfa 100 ára Sýning um þróun og sögu 28. júní til 20. júlí LANDSBANKI íslands er 100 að ráða sem handskrifuðu allt þegar Morgunblaðið/Borkur Einn þáttur sýningarmnar er innréttuð fyrsta afgreiðsla Landsbanka fslands sem var i húsi Sigurðar Kristjánssonar, bóksala, við Bakarastíg í Reykjavík. Gatan var síðar kennd við bankann og nefnd Bankastræti og ber hún enn það nafn. Frá vinstri á myndinni í gömlu afgreiðslunni eru: Björn Tryggvason aðstoðarbankastjori Seðlabankans, Jónas Haralz bankastjori í Landsbanka íslands, Steinþór Sigurðsson sýningarstjori og listmálari og Einar Ingvason aðstoðarmaður bankastjómar Landsbanka Islands og framkvæmdastjóri afmælishaldsins. ára I. júlí nk. og í tilefni af afmælinu verður haldin sýning í nýja Seðlabankahúsinu þar sem lýst verður þróun bankans og íslenskrar bankastarfsemi. Reynt verður að skyggnast inn í framtíðina á sýningunni, til hins tæknivædda framtíðarbanka, og sýnd verður hálftíma löng kvik- mynd um sögu og starf bankans. í ár er íslensk seðlaútgáfa einnig 100 ára og mun Seðlabanki ís- lands sjá um einn þátt sýningar- innar, sögu gjaldmiðils og ís- lenskrar seðlaútgáfu, auk þess sem sýnd verður kvikmynd um seðlaútgáfu og myntsláttu. Sýn- ingin verður formlega sett í dag kl. 17.00 en opnuð almenningi á laugardag. Hún stendur tíl 20. júlí. Landsbankinn er fyrsti bankinn sem stofnaður var hér á landi og gegndi bankinn jafnframt hlutverki seðlabanka frá árinu 1927 til 1961 þar til lög um sérstakan seðlabanka náðu fram að ganga. Bankinn rekur nú 42 afgreiðslustaði víðsvegar um landið og er auk þess aðili að átta hraðbankaafgreiðslustöðum utan Landsbankans. Hinsvegar hafði bankinn yfír tveimur starfsmönnum Garðar Cortes „Fyrirvar- inn var allt of stuttur“ — segir Garðar Cortes, sem boðið var að syngja í Tosca með Skosku óperunni „ÞÓ ÉG kunni aríurnar nokkurn vcginn hefði ég aldrei sungið hlutverkið með eins dags fyrir- vara,“ sagði Garðar Cortes i samtali við Morgunblaðið, en honum bauðst sl. mánudag að syngja hlutverk Cavaradossi í Tosca eftir Puccini með Skosku óperunni i Glasgow. „Ég var beðinn að syngja á tveimur sýningum, 24. og 26. júní. Ég veit ekki hvemig áhugi Skosku óperunnar á mér sérstaklega er til kominn, en þó held ég að Skoska óperan hljóti að hafa heyrt af upp- tökum sem John Coast, umboðs- maður Sigríðar Ellu Magnúsdóttur, hafði undir höndum frá mér. Hann kom hingað til lands á sínum tíma til að hlusta á Sigríði Ellu í óperunni II Trovatore og fékk hann þá um leið áhuga á mínum söng. Hann bað Sigríði Ellu að færa honum upptökur frá mér þegar hún kæmi aftur til London, þar sem hún nú syngur með Covent Garden-óper- unni." Garðar sagði að hann hefði ör- ugglega farið með eins dags fyrir- vara ef um hefði verið að ræða hlutverk sem hann hefði sungið áður, t.d. í II Trovatore eða La Boheme, „en í Tosca — það kemur ekki til greina, enda hef ég aldrei snert á því verki", sagði Garðar. starfsemi bankans hófst árið 1886 í húsinu númer 3 við Bankastræti. Hlutdeild útlána Landsbankans til atvinnulífsins er nú um 50%. Hæst er hlutdeild bankans í útlánum til sjávarútvegsins, 68%, og 44% til landbúnaðar og iðnaðar. Þá er lið- lega fjórðungur allra útlána banka og sparisjóða til einstaklinga hjá Landsbankanum, samkvæmt upp- lýsingum úr sýningarskrá, sem bankinn hefur látið gefa út. í tilefni afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sleginn sérstakur minnispen- ingur úr bronsi. Á framhlið hans er mynd af gamla Landsbankahús- inu við Austurstræti, _er tekið var í notkun árið 1899. Á bakhlið er drekamynstur af fyrstu Lands- bankaseðlunum frá 1928. Þröstur Magnússon teiknaði peninginn og verður hann aðeins seldur á sýning- unni. Steinþór Sigurðsson listmálarí hefur hannað sýninguna í samráði við Auglýsingastofu Kristínar. Sýn- ingunni er skipt f ellefu þætti: aðdragandi að stofnun Landsbanka íslands, gjaldmiðill á fyrri öldum, saga Landsbankans _ 1886-1936, 100 ára seðlaútgáfa á íslandi, saga Landsbankans 1936-1986, tækja- safn, hönnun peningaseðils, banki framtíðarinnar, myndlist úr safni Landsbanka íslands, kvikmyndir og getraunir. Sýningin verður opin virka daga kl. 16.00 til 22.00 og um helgar kl. 14.00 til 22.00. Aðgangur er ókeypis. PHILIPS Með framtíðina að leiðarljósi, frábæra reynslu og fullkomnustu tækniþekkingu sem völ er á hefur AP fyrirtæki Philips í Danmörku hleypt af stokkunum nýrri kynslóð NMT farsíma. ap NMT4D1 FARSIMI ■ I VI 1 FRAMTÍÐARINNAR Tæknilegt meistaraverk. Lítill og léttur lipnr og fjölhæfur. Ný tækni, nútímaleg hönnun. 16 stafa láréttur skjár, stærri stafir. Svo þægilega auðveldur og öruggur í notkun. ap Farsíminn er ferðafélagi framtíðaránnar. Brautryðjendur í farsímum á íslandi. SALA - ÍSETNING - ÞJÓNUSTA. Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8 - S(mi 27500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.