Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Guðfinna Vigfús- dóttir - Minning Fædd 30. apríl 1893 Dáin21.júní 1986 Göfug kona, Guðfinna Vigfús- dóttir, hefir lokið langri og fagurri ævi. Guðfinna Vigfúsdóttir lézt 21. júní að heimili sínu, Öldugötu 12. Guðfinna var fædd 30. apríl 1893 í Hlíð undir EyjaQöilum. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir frá Hlíð og maður hennar, Vigfús Einarsson. Hún elst upp í föðurgarði, lengst . af í Árbæ í Ölfiisi, en 19 ára gömul fer hún til Reykjavíkur og hefur nám, ásamt Guðbjörgu systur sinni, í Hússtjómarskóla Hólmfríðar Gísladóttur. Það má nærri geta hversu stór stund það hefír verið ungri og tilfinninganæmri stúlku, eins og Guðfinna var, að komast í þennan skóla. Að náminu bjó hún alla ævi og minntist oft þessa tíma, sem var tími gleði og bjartra vona. í skólanum bundust vináttubönd við skólasystur sem entust til æviloka. í október 1918 gekk Guðfinna að eiga Siguijón Jónsson, verzlun- arstjóra frá Stóra-Ármóti í Flóa, og eiguðust þau tvær dætur, Dóru, gifta Richard Theodórs fyrrv. skrif- stofustjóra hjá Reykjavíkurhöfn, og Hóimfríði, píanókennara við Tón- listarskólann í Reylqavík. Siguijón var verzlunarstjóri í verzlun Geirs Zoega, sem hafði mikil umsvif í Reykjavík. Margir Reykvíkingar á miðjum aldri og eldri minnast Sig- urjóns, sem var sérstaklega heiðar- legur verzlunarmaður, glæsimenni og mikið góðmenni. Að Siguijóni látnum orti Snæbjöm Jónsson um hann eftirmæli, sem byija á eftir- farandi erindi: Þá er einum öðling færra okkar sem að prýði þjóð, einum sem að sífellt hærra sótti móti Ijósi skærra og við veginn vörður hlóð. Þau Guðfinna og Siguijón sköp- uðu sér fagurt heimili á Öldugötu 12. Oft var gestkvæmt á heimilinu, og þó efni væru ekki mikil var öllum tekið af höfðingsskap og gestrisni. Siguijóni var heimilið ómetanlegur helgistaður að hverfa að, eftir eril og störf dagsins. Guðfínna var glæsikona og höfð- ingskona í þess orðs beztu merk- ingu. Menntun hlaut hún litla í æsku, eða eins og á þeim tíma gerðist, farkennari kom og kenndi 1 mánuð á vetri, og síðan fór hún í Hússtjórnarskólann. En þetta stutta nám ávaxtaði hún vel. Hún var næm á allt er til þroska mátti verða, og alla ævi var hún að auka þroska sinn og menntun. Þegar hún komung stúlka er fengin í vinnu til séra Ólafs prófasts í Amarbæli og frú Lydiu, konu hans, þá sér prófastur strax hvað í ungu stúlkunni býr og hann kennir henni nótnalestur, sem var fátítt að stúlkur lærðu á þessum tíma. Guðfinna fékk þar gott veganesti hjá prófastinum, því tónlistin átti eftir að verða henni mikill gleðigjafi alla tíð, en sjálf var hún söngelsk og naut fagurrar tónlistar. Þegar Guðfinna var komin til Reykjavíkur starfaði hún mikið í Lestrarfélagi kvenna, en ungar konur á þeim tíma sóttu mikinn fróðleik og menntun við lestur góðra bóka. Það er erfitt að lýsa, svo vel sé, stórbrotinni konu eins og Guðfinna var. Á þeim 20 árum, sem ég hefi átt Guðfinnu og hennar fjölskyldu að vinum, er mér minnisstæðust reisn hennar, trúartraust og hin ómælda gleði yfir öllu sem fagurt var og gott. Hún unni öllu fögm, iandinu sínu, litlu blómi, ljóði eða sálmi, tónlist, fagurri handavinnu og fögm mannlífi. Allt þetta gerði hana að óvenjulega heilsteyptum og sterkum persónuleika. Þær mæðgur Guðfinna og Hólm- fríður hafa haldið saman heimili alla tíð eftir Siguijón lézt. Dóra og Richard hafa ekki látið sitt eftir liggja að þeim mæðgum mætti líða sem bezt. Þau hafa verið sem einn hugur í að gleðja og fegra líf þeirra. Við, vinir fjölskyldunnar, sem vissum að síðustu árin vom erfið þegar sjúkleiki sótti að, mættum læra af þeim Hólmfríði, Dóm og Richard, sem sýndu móðurinni svo mikinn kærleika og sem sýndu líf- inu svo mikla virðingu. Góð kona er gengin. Margt ber að þakka. Eg bið að landið okkar eignist margar konur hennar líkar. Gerður Hjörleifsdóttir Látin er í hárri elli frú Guðfinna Vigfúsdóttir. Ég minnist þess þegar ég fyrst sá Guðfinnu að ég dáðist að glæsileika hennar og reisn. Um ættir Guðfinnu kann ég fátt að segja. Vissi einungis að hún var bóndadóttir og komin af ágætu fólki. Mér kom oft í hug ljóð séra Matthíasar: Víðarenisíklingssölum, kvennafas er piýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst. Og víst er um það að mörg drottningin hefði mátt öfunda Guðfinnu af virðuleik hennar og reisn. Gift var Guðfínna Sigurjóni Jónssyni frá Stóra-Ármóti í Flóa. Hann var verzlunarstjóri við Verzl- un Geirs Zoéga, og mágur hins svokallaða gamla Geirs, sem giftur var Helgu, systur Siguijóns. Þau hjón, Siguijón og Guðfinna, eignuð- ust tvær dætur, Dóm, sem gift er Richard Theodórs, og Hólmfríði, skrifstofustjóra í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Þessum góðu hjónum kynntist ég þegar ég giftist systursyni Sigur- jóns, Geir Zoéga, og alla tíð vom þau okkur sannir vinir. Þeir frænd- ur vom miklir mátar þrátt fyrir t Hjartkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, vörubifreiðarstjóri, Mikiubraut 28, erlátinn. Ema Helgadóttlr, Kjartan Andrósson, Kristbjörg Kjartansdóttir, Björn Þorvaldsson, Jórunn Lísa Kjartansdóttir, Hallur Hallsson, Magdalena Kjartansdóttir, Þórarinn Stefánsson og barnabörn. t Okkar innilegasta þakkiæti fyrir sýndan hlýhug og samúö okkur til handa viö andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa, RÓSU BJARNADÓTTUR BOGA MATTHÍASSONAR, Litlu-Hólum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við (sfélagi Vestmannaeyja, Eykyndilskon- um og starfsfélögum Rósu, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Matthfas Bogason, Guðný Guðjónsdóttir, Birna Bogadóttir, Guöbjartur Herjólfsson, Rúnar Helgi Bogason, Kristný Guölaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU TÓMASDÓTTUR, Lindarholti 7, Ólafsvfk. Kærar þakkirtil starfsfólks kvennadeildar 21 a á Landspítalanum. Vfglundur Jónsson, Úlfar Víglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Vfglundsdóttir, Pétur Jóhannsson, Ragnheiður Vfglundsdóttir og barnabörn. t Innilegustu þakkir færum viö öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÁRNASONAR, Birkivöllum 1, Selfossi. Panný Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. nokkum aldursmun, og þótti Geir mjög vænt um þennan frænda sinn. Guðfinna, sem aðrar konur þessara tíma, annaðist heimili sitt af kost- gæfni, en hún var áreiðanlega að eðlisfari félagslynd kona og var hún mjög virkur þátttakandi í hinu litla félagi Kvennanefndar Dómkirkj- unnar. Hún vann að þessum hugð- arefnum sínum langt fram í elli með sömu vandvirkni og prúð- mennsku sem ávallt. Veit ég að félagskonur minnast hennar með virðingu og þakklæti. Manni sínum og dætrum bjó hún fagurt heimili, sem ég sagði stund- um að blátt áfram angaði af snyrti- legheitum. Guðfinna varð fyrir því óhappi fyrir nokkrum árum að lenda í bfl- slysi, þegar ekið var á bfl sem hún sat í, og hlaut hún slæmt höfuðhögg og aðra áverka. Fór þetta mjög illa með hana svo aldraða konu, en gæfa hennar var að eiga svo frá- bærar dætur og tengdason, sem önnuðust hana alla tfð. Og aldrei, á minni löngu ævi, hefi ég séð slíka ástúð og hlýju sem þessar systur auðsýndu móður sinni, sem þau og öll gerðu. En nú er komið að leiðarlokum og við sem eftir stöndum söknum vina okkar. Ég tel, að Guðfinna hafi verið vinkona mín og vil því þakka henni fyrir að hafa notið samfylgdar hennar svo langan tíma og bið henni velfamaðar á nýjum leiðum. En minningin um mæta konu mun lifa. Halldóra Ó. Zoéga Ég vil með þessum fáu línum flyfja kveðju og þakklætisorð til hinnar látnu vinkonu minnar, Guð- finnu Vigfúsdóttur, Öldugötu 12, Reylqavík, sem í dag verður lögð til hinztu hvfldar við hlið bónda síns, Siguijóns Jónssonar, í gamla kirkjugarðinum í Reykjavfk. Ég kom til þeirra hjóna, skóla- drengur í menntaskóla, og bjó hjá þeim í nokkra vetur, og á þeim þökk að gjalda fyrir mikla ástúð og hugulsemi sem ég fékk notið á heimili þeirra á þessum árum svo og traustan vinskap sem síðan hefur haldist óbreyttur. Það var hollt hveijum ungum manni að kynnast lífsskoðun þess- ara hjóna, sem voru fulltrúar hinna vönduðustu dyggða eldri kynslóðar- innar, kynslóðar, sem var alin upp við annað gildismat á verðmætum lífsins en nú er mest í tízku. Guðfinna fæddist 30. apríl 1893 að Hlíð undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Vigfús Einarsson, bóndi þar, og kona hans, Þóra Jóns- dóttir. 12 ára gömul fluttist hún með fjölskyldu sinni að Árbæ í Ölfusi, og minntist Guðfínna þess- ara tíma í Ölfusinu, sem ánægjuleg- ustu stunda æskuára sinna. Hún dvaldi um tíma á heimili Ólafs pró- fasts í Amarbæli, og kynntist þar sönglist og fékk tilsögn í nótna- lestri, sem vafalaust hefur átt sinn þátt í þvf að glæða áhuga hennar á hljómlist. Hún hafði góða söng- rödd og næmt söngeyra og hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og sótti mikið tónleika eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Þann 26. október gekk hún að eiga Siguijón Jónsson, verzlunar- stjóra, frá Stóra-Ármóti í Flóa. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Dóru, sem er gift Richard Theodórssyni skrifstofustjóra hjá Reykjavíkur- höfn, og Hólmfríði, píanókennara við Tónlistarskólann í Reykjavík. Guðfinna missti mann sinn árið 1953. Guðfinna var glæsileg kona í útliti, bar sig vel og hafði höfðing- legt fas og framkomu. Hún var greind og vel að sér um flesta hluti. Hún var auk þess ræðin og hafði skemmtilegt skopskyn. I einkalífi sínu var Guðfinna gæfu- manneskja. Fjölskyldulífíð ein- kenndist af ást og nærgætni, reglu- semi og samheldni. Guðfinna trúði á æðri forsjón. Hún hafði mikinn áhuga á kirkju- málum og var mjög virk og áhuga- söm í Kirkjunefnd kvenna við Dóm- kirkjuna í Reykjavík og vann þar óeigingjamt starf meðan heilsan leyfði. Guðfinna náði háum aldri og naut lengst af góðrar heilsu. Þannig gekk hún um beina í fjölmennri veizlu á 90 ára afmæli sínu og var þá hress og skemmtileg í viðræðu. Síðan hefur að vísu hallað undan fæti hvað snertir heilsufar, þótt hún hafi haldið andlegum kröftum sín- um þar til síðustu mánuðina. Guðfinna naut mikils ástríkis hjá dætmm sínum sem hafa annast hana af sérstakri umhyggju í veik- indum hennar, sem vissulega urðu mjög erfið og fyrirhafnarsöm síð- asta árið. Guðfinna fékk sína ósk uppfyllta að fá að kveðja þennan heim á heimili sínu, Öldugötu 12, þar sem hún hafði búið í rúm 60 ár. Ég veit að Guðfinna á góða heim- von á landi lifenda. Þeim Hólmfríði, Dóru og Richard votta ég hluttekningu mína og bið þeim Guðs blessunar. Tryggvi Þorsteinsson Ragnhildur Jóns- dóttir - Kveðjuorð Það er júní og gróandinn upp á sitt besta, fuglamir kvaka á hreiðr- um sínum og fiskar fylla ár lands okkar. Á þessum tíma velur yndisleg kona, sem varði unganum úr ævi sinni og meira til í sveitinni sinni norður í Miðfirði, að kveðja. Já, í dag kveð ég Ragnhildi Jóns- dóttur frá Fosskoti í Núpsdal, eigin- konu föðurbróður míns og vildarvin- ar Ólafs Bjömssonar, bónda í Núps- dalstungu. Ragnhildur og Ólafur eignuðust þijú böm sem öll lifa foreldra sína og bera þeim fagurt vitni. Ég sé fyrir mér Ragnhildi unga stúlku, fallega umfram aðra stúlkur því það hlýtur hún að hafa verið, svo falleg sem hún var alla tíð. En fegurðin var ekki bara hið ytra, innri fegurð hennar var slík að öll- um leið vel í návist hennar. Þegar ég sem bam dvaldi hjá Rönku og Ólafi frænda í Tungu lengri eða skemmri tíma, ýmist með foreldrum mínum eða án, vom dýrð- ar dagar. í huga mínum finnst mér eins og sólin hafi aldrei sest og lífið sannarlega verið leikur. Þau Ranka og Ólafur og bömin þeirra umvöfðu mann og það var gott að vera til. Yfir þessum summm í Tungu er og verður alltaf sérstakur dýrðar- ljómi og fyrir þessar ljúfar minning- ar vil ég af alhug þakka Ragnhildi nú og óska henni góðrar ferðar í þann heim, þar sem sólin að eilífu skín. Hclga Mattína Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.