Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Norrænt vinabæja- mót á Siglufirði e/tir VigfúsÞór Arnason Tuttugasta og sjöunda júní árið 1938 var Norræna félagið stofnað á Sigiufirði. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Guðmundur Hann- esson þáverandi bæjarfógeti á Siglufirði. Á fyrsta fundi félagsins gekk í félagið 61 félagi, en í fyrstu stjómina voru kosnir Guðmundur Hannesson formaður, Alfons Jóns- son ritari og Baldvin Þ. Kristjánsson gjaldkeri. í fyrstu grein félagslaganna er tilgangur orðaður á eftirfarandi hátt: Tilgangur félagsdeildarinnar er að vinna í náinni samvinnu við Norræna félagið í Reykjavík, og við skyld félög á Norðurlöndum í því að efla sambúð og samvinnu nor- rænna þjóða. Vill Siglufjarðardeildin sérstak- lega vinna að j)ví að samband Sigl- fírðinga og Islendinga við aðrar norrænar þjóðir verði sem öflugast víðtækast og innilegast, bæði á hinum félagslega og menningarlega grundvelli. Félagið vill stuðla að auknum kynnum og þekkingu nor- rænna þjóða. Félagið hefur starfað allt frá stofndegi, þó að starfsemin hafí verið misjafnlega mikil frá ári til árs. Mikilvægur þáttur í starfsemi Norrænu félaganna er að stuðla að og rækta svonefnd vinabæjatengsl. Snar þáttur í þeim eru vinabæja- mótin, sem haldin eru til skiptis í vinabæjunum. Fyrsta vinabæjamótið á íslandi var haldið á Siglufírði 26.—30. júlí árið 1951. Eðlilegast má telja að Siglufjörður hafí verið fyrstur til að halda slíkt mót, þar sem saga staðarins, síldarsagan, var svo mjög norræn. Um árabil sóttu staðinn heim sjómenn og síldarspekúlantar frá flestum Norðurlandanna, og heyra mátti á götum úti talaða dönsku, norsku, sænsku og fínnsku. Á fyrsta vinabæjamótið mættu fulltrúar frá Heming í Danmörku, Holmestrand i Noregi, Vánersborg í Svíþjóð, Utajárvi í Finnlandi. Síðan hafa bæst við Álesund á Álandseyj- um, Eiði í Færeyjum, og í stað Utajárvi í Finnlandi kom Kangasa- la. Þegar fyrsta vinabæjamótið var haldið var Þ. Ragnar Jónasson formaður, en lengst af hefur Sig- urður Gunnlaugsson gegnt því starfí fyrir Norræna félagið. Hefur hann starfað ötullega að þeim mála- flokki, bæði fyrir Norræna félagið á Siglufírði og fyrir Norræna félag- iðálslandi. Mikilvægur þáttur vinabæjamóta er að á milli bæjarfélaganna skapist traust og varanleg tengsl en þau verða til, ef einstaklingar bæjarfé- laganna tengjast vináttuböndum, en fátt er mikilvægara í lífinu en traust vinátta og heilbrigð. Mikil- vægt er því að allur almenningur taki þátt í slíkum mótum. Síðan vinabæjamótið var haldið í Kan- gasala árið 1982, hafa Siglfírðingar tekið virkan þátt í vinabæjamótun- um. Fimmtíu til sextíu Siglfírðingar hafa sótt mótin ár hvert en þau eru haldin árlega. Sterk félagsleg og menningarleg tengsl hafa skapast, margir hafa eignast persónulega vini. Kirkjukór og Lúðrasveit Siglufjarðar hafa tekið þátt í mótunum, skipti hafa átt sér stað milli skóla og kennara- samtaka, og þannig mætti lengi telja. Oft er spurt hvort norræn sam- vinna hafí eitthvert gildi fýrir okkur íslendinga. Það yrði langt mál að svara þeirri spumingu, en hér má benda á hve mikilvægur þáttur í norrænni samvinnu vinabæja- tengslin og starf norrænu félag- anna er. Nú í lok júnímánaðar munu Sigl- fírðingar halda vinabæjamót sitt. Til staðarins munu koma á þriðja hundrað gestir, félagar í Norrænu félögunum, íþróttamenn og konur, tónlistarfólk og svo frv. Á Siglufírði fer fram fjölþætt menningardagskrá, en helztu þætt- ir hennar eru eins og meðfylgjandi dagskrá sýnir. Það er von Norræna félagsins að sem flestir Sjglfírðingar taki þátt í vinabæjamótinu. Með þátttöku skapast tengsl og vinátta sem eru homsteinar norrænnar samvinnu. Höfundur er sóknarprestur á Siglufirði og formaður Norræna félagsins. Almannavarnir: Leiðbein- ingar um þyrlunotkun ALMANNAVARNIR hafa sent frá sér bækling með leiðbeiningum um notkun þyrlu við neyðar- og björg- unarþjónustu. Bæklingurinn er ætlaður öllum þeim aðilum sem tengjast starfí almannavama á neyðar- og hættu- tímum og á að auðvelda þeim mót- töku og umgengni við þær þyrluteg- undir sem em í notkun á íslandi. Lýst er öllum þessum þyrluteg- undum og kennt hvemig á að bera sig að við að velja lendingarstað og undirbúa lendingu, hvað ber að varast og hvemig gefa á flugmanni merki. Hótel Skál- holt tekið til starfa Sumarhótelið í Skálholti hefur tekið til starfa í húsakynnum Lýð- háskólans. í hótelinu er boðið upp á fullt fæði og gistingu í eins og tveggja manna herbergjum, auk þess sem svefnpokapláss er til reiðu. Þar er aðstaða fyrir minni ráð- stefnur og námskeið. í nágrenni hótelsins er auk þess hægt að komast í sundlaugar, heita potta og ljósabekki, hestaleigu og fá veiðileyfi. Um helgar heldur Helga Ingólfs- dóttir tónleika í Skálholtskirkju. Til Skálholts er hægt að komast daglega með Sérleyfísbílum Selfoss. ÓS^erbfóstari’o9^ Hún **£*«*»■ 9£TýbV«j ■ coant)óK\na se i v tgem'ð '^Máið^'.^nabarbar >tnáe9a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.