Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 42 y/Eldc'i átum ví& cdlt \pettcu rusl- fcebi þegar eg w cd> cnlast upp '' © 1985 Universal Press Syndicate Áster. . . . e//w og ófull- komna sinfónian. TM Rao U.S. Pat. Oft.-all rights reserved *>19P3 Los Angeles Times Syndicale Dómarinn hefur verið á kappleik um helgina! Verið róleg. Hann hlýtur að vera þarna! HÖGNI HREKKVÍSI w £<FiTT Afc- Finnja UÓfciA /EIHX.ETTI SjO > Á ferð um Suðurland Til Velvakanda. Laugardaginn 21. júní, þegar dagur er lengstur á okkar kæra landi, var ég ásamt fjölskyldu, þ. á m. ungum frænda hálfíslensk- um sem býr í New York, á ferð um Suðurland. Ferðinni var heitið að Geysi, en þar voru hin glæsilegu hjón Sigríður Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðsson (Greipssonar) að taka í notkun hluta af greiðasölu og væntanlegrar gistiaðstöðu við Geysi og buðu til móttöku af því tilefni. Þama hefír verið unnið feiknamikið starf og gamli leik- fímisalurinn frá tíð Iþróttaskólans í Haukadal er uppistaða í þessum smekklegu og fallegu húsakynnum. Viðarinnréttingar, útskurður og margt fleira vakti sérstaka athygli, einnig málverk Gísla Sigurðssonar listmálara og ritstjóra, sem prýddu veggi, en hann er ættaður úr þess- ari fögru sveit. Þama hitti ég Jón Sigurðsson, bróður Gísla, í hjólastólnum sínum. Jón var ungur bóndi í sveitinni, þegar hann varð fyrir hörmulegu slysi er hey hrundi ofan á hann og slasaðist svo að hann er bundinn við hjólastól allt lífíð. En ungi maðurinn lét ekki bugast. Hann hóf nám í 9. bekk, þá fulltíða, síðan skólagöngu áfram upp menntakerf- ið og á þessu vori var hann að ljúka prófi í líffræði frá Háskóla íslands. „Nú er ég að hefja nám í grasa- fræði," sagði Jón brosandi, þegar ég ræddi við hann stutta stund. Auk fljúgandi gáfna var þessum unga bónda gefíð mikið sálarþrek og æðruleysi. Það er hollt að hitta slíkt fólk. Þetta eru hinar sönnu hetjur þessa lands, sem sjaldan er talað um í fréttum. Fjölmiðlar eiga eflaust eftir að gera þessum viðburði góð skil og skal því ekki ijölyrt um hann hér, en dagurinn verður ógleymanlegur. Viðmót bræðranna á Geysi og þeirra fólks og rausn sú sem er einkennandi fyrir byggðarlagið og hið myndarlega fólk, sem býr þar, setti svip á þetta samkvæmi. A heimleið vildi ég sýna frænda mín- um frá New York Skálholtskirkju og reyndi að segja ögn frá Söguleg- um staðreyndum. Sól skein í heiði og það var fallegt að aka heim að Skálholti. Við lögðum bílnum og gengum að hálfopnum dyrum kirkj- unnar. Á móti okkur bárust tónar, söngur og hljóðfæraleikur. Fyrir altari var allstór hópur fólks og nokkrir strengjahljóðfæraleikarar sátu fyrir framan. „Hvaða kór er þetta?" spurði ég ungan sellóleik- ara, son tannlæknisins míns. Hann svaraði eitthvað á þá leið, að þetta væru bara svona ýmsir, sem hefðu gaman af að syngja saman og leika saman. Við settumst og hlustuðum stundarkorn. Þarna voru mörg kunn andlit, margt þekkt fólk úr tónlistarlífí höfuðborgarinnar. Við vildum ekki gera ónæði og spyrja frekar, en ég gat endurtekið spum- ingu mína við Pál Einarsson selló- leikara og jarðfræðing, sem mér sýndist gegna tveim hlutverkum, bæði sem hljóðfæraleikari og söng- maður, og hann svaraði á sama hátt og vinur okkar ungi, að þau væru bara að syngja saman af því að þeim þætti það gaman. Hljómburð- ur Skálholtskirkju er stórfallegur og þessi hópur fólks, sem ekki hét neitt en hafði safnast þama saman undir handleiðslu hins kunna píanó- leikara Jónasar Ingimundarsonar, söng svo fallega og tandurhreint að mér þótti slæmt að slíta mig burtu. Þetta var fallegur endir á góðum degi og gaman þótti mér að geta sýnt ungum manni sem á rætur að hálfu í íslenskri mold, hvemig hluti fólks á öllum aldri ver tómstundum. Það er svo mikið af niðurrifsöfl- um á sveimi, Velvakandi góður, og Sjómenn. Skýrslur sýna að mikinn meirihluta eldsvoða má rekja til mannlegra mistaka, reykinga, trassaskapar og van- þekkingar. Eldvarnaræfíngar skal halda reglulega um borð í skipum. Þær eiga að miða að því að skipveijar verði sem hæfastir til að koma í veg fyrir og beijast gegn þessari vá. Ert þú eldklár? Víkverji skrifar Nú er kominn sá árstími, þegar mest er unnið að viðhaldi gatna á höfuðborgarsvæðinu. Af því leiðir margvíslegt óhagræði fyrir þá, sem eru á ferðinni í bíl og ekkert við því að segja. Gatna- kerfíð í Reykjavík er hins vegar orðið sambærilegt við gatnakerfi stórborganna erlendis á þann veg, að oft geta menn þurft að aka langar leiðir til þess að komast í kringum lokaðar götur, ef þeir vita ekki fyrirfram á hvetju þeir eiga von. Þetta henti Víkveija t.d. í gær- morgun, þegar hann átti ekki annan kost en að hringsóla góða stund um Laugameshverfíð á leið sinni í miðbæinn vegna þess að hann átt- aði sig ekki í tíma á þeim götum, sem hafði verið lokað. Æskilegt er að gatnamálastjóri í Reykjavík og starfsbræður hans í nágrannabæj- um kynni þessar lokanir rækilega í blöðum áður en þær fara fram. Það mundi vafalaust greiða töluvert fyrir umferðinni, sem er orðin nógu þung fyrir á sumum tímum dagsins, sérstaklega snemma að morgni og svo síðdegis mikið seinni árin. Ungt fólk, sem tekur t.d. stúdentspróf vorið 1987, þarf að taka ákvörðun um það fyrir næstu áramót hvað og hvar það ætlar að nema, ef stefnt er til annarra landa. Þetta þýðir, að margir þeirra, sem luku stúdents- prófi nú í vor tóku slíka ákvörðun fyrir síðustu áramót. En þótt al- menningur hafí lagað sig að siðum annarra þjóða í þessum efnum á það sama ekki við um þá, sem stjóma þessu landi. Þeir taka ákvarðanir út og suður án þess að hugsa lengra en til dagsins í dag. Nú hefur menntamálaráðherra t.d. samþykkt tillögur stjómar lána- sjóðs námsmanna þess efnis, að veita ekki lán til greiðslu skóla- gjalda erlendis fyrstu árin eftir stúdentspróf, ef hægt er að nema sömu grein hér heima. Skyldu þeir, sem að þessari ákvörðun standa gera sér grein fyrir því, hvað þeir hafa átt mikinn þátt í að splundra gersamlega framtíðaráformum fjöl- margra íslenzkra ungmenna með þessu? Eru það ekki sjálfsagðir mannasiðir að tilkynna ákvarðanir af þessu tagi með ársfyrirvara? A Operuunnendur geta nú þegar farið að hlakka til næsta vetr- ar. Þjóðleikhúsið sýnir Toscu í haust og Islenzka óperan Aidu í janúar. Báðar þessar óperur eru mikil stór- virki og vinsældir þeirra gífurlegar. Það sýnir mikinn stórhug hjá forr- áðamönnum þessara stofnana beggja og söngfólkinu, sem að þeim stendur að takast á við þessi viðam- iklu verkefni. En þessir aðilar geta gengið út frá því sem vísu, að þeirra bíða þakklátir áheyrendur. XXX Oú var tíðin, að íslendingar tóku ákvarðanir um flesta þætti daglegs lífs mjög seint. Það tíðkað- ist t.d. ekki, að fólk tæki ákvarðanir um hvert halda skyldi í sumarleyfi fyrr en skömmu áður, á sama tíma og aðrar þjóðir fóru að huga að því í ársbytjun. Þetta hefur breytzt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.