Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Sumargleðin leggur upp í sextánda sinn UM næstu helgi leggur Sumar- gleðin upp í árvissa ferð sína um landið. Fyrsti viðkomustaðurinn verður í Stapa kvöld, föstudag- inn 27. júní, og daginn eftir heim- sækir hópurinn nýja hótelið á Selfossi. f viðtali við fréttamann, sagði Hermann Gunnarsson, að Sumar- gleðin yrði með allt öðru sniði í sumar en fólk ætti að venjast. Hinn létti andi kabarettsins mun svífa yfír vötnum og söngur og dans verða áberandi þáttur í skemmtun- um flokksins. Þessa breytingu má rekja til þess að Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, og íslandsmeistaram- ir í ftjálsum dansi, Svörtu Ekkjum- ar, hafa gengið til liðs við Sumar- gleðina. Ragnar Bjamason er höfundur söngtexta skemmtidagskrár og stjómar dagskránni, líkt og undan- farin ár. Höfundur og stjómandi dansatriða er Kolbrún Aðalsteins- dóttir. í Sumargleðinni em, auk Ragnars, þeir Bessi Bjamason, Magnús Ólafsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Hermann Gunnarsson. Hljóðfæraleikarar em Carl Möller, Jón Sigurðsson, Stefán Jóhannsson, Eyþór Stefánsson og Einar Bragi Bragason, en hann er nýr í hljóm- sveit Sumargleðinnar. Danshópinn Svörtu ekkjumar skipa Eydís Ey- jólfsdóttir, Elsa Yeoman og Ólafía Einarsdóttir, allar úr Dansnýjung Kollu. Þóra Guðmundsdóttir Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir Liðsmenn Sumargleðinnar reiðubúnir fyrir átök sumarins „Framtíðin alveg óráðin“ — segir Sigurður Oddsson fyrrum ábúandi að Höfða „ÞAÐ ER eiginlega ekkert nýtt að gerast, enginn verið drepinn eða neitt svoleiðis, það er allt í ró og spekt,“ sagði Sigurður Oddsson fyrrum ábúandi á Höfða í Eyjahreppi, en hann var borinn út með lögregluvaldi eins og fram kom í frétt blaðsins í gær. Sigurður sagðist hafa farið að Höfða í gær eftir að sýslumaður og lögreglumenn höfðu borið út búslóð hans. „Ég þurfti að huga að nokkmm kindum sem vom óbomar í girðingu hjá mér. Ég kom að íbúðarhúsinu Iæstu og bakdyr gamla bæjarins höfðu verið innsigl- aðar, en framdymar vom enn sem fyrr opnar og því hægt að fara um allt gamla íbúðarhúsið." Sýslumaður og menn hans höfðu ekið búslóðinni í geymsluskúr og gamalt íbúðarhús á Ytra-Rauðamel og sagðist Sigurður vera búinn að koma búslóðinni í geymslu annars staðar í sveitinni, þar sem skúrinn hefði verið hriplekur, fúi í íbúðar- húsinu og músagangur á báðum stöðum. Hann sagði búslóðina hafa orðið fyrir skemmdum, húsgögnun- um hent inn á þessa staði og öllu ægt saman, postulínsstyttur og leir- tau meira og minna brotið, fatnaður út um allt og isskápur, fullur af matvælum, hafí verið þama innan um allt hitt. „Það er ekkert nýtt í þessu og framtíðin hjá mér alveg óráðin. Þessa stundina erum við á bæjunum í sveitinni. Formaður Lögvemdar hringdi þó í mig og óskaði gagna í málinu, því honum blöskraði að- farimar." Sigurður var spurður hvort eitt- hvað væri hæft í því að bændur .. ætluðu að tmfla veiðar í Haf^arð- ará í sumar." Ljósmyndasýning I Menningar stofn- un Bandaríkjanna NtJ STENDUR yfir i Menningar- stofnun Bandarikjanna, að Nes- haga 16, Ijósmyndasýningin „Contemporary American Com- posers“. Sýningin er byggð upp á ljós- myndum á 37 bandarískum tón- skáldum og verkum þeirra. Einnig er á staðnum hægt að hlýða á snældur með verkum skáldanna. Sýningin er opin daglega á opn- unartíma Menningarstofnunarinn- ar, þ.e. milli kl 8:30 og 17:30. A fímmtudögum er opið til kl. 20:00. Sýningunni lýkur 1. júlf nk. „Ég sagði eittthvað á þá lund í gær að það kæmi mér ekkert á óvart þó veiðar yrðu truflaðar í sumar. Þeir vom að segja þetta nokkrir bændanna í gær að það væri alveg óþarfi að láta veiðimenn- ina í friði í sumar, þó ekki verði farið út í ólöglegar aðgerðir." Seyðisfjörður: Jónsmessuhátíð 27.—29.júní — tónlist, leiklist og uppákomur SeyðisfirðL NÚ í vetur varð til sú hugmynd hjá tveimur seyðfirskum stúlkum að gaman væri að halda hér á Seyðisfirði útihátíð um Jónsmessuna sem ætluð væri allri fjölskyldunni. Fá hingað hljómsveitir og ýmsa aðra skemmtikrafta til að halda uppi miklu fjöri í 2-3 daga. Þessar stúlkur heita Þóra Guðmundsdóttir og Guðrún Vilborg Borgþórs- dóttir, báðar þekktar hér um slóðir fyrir mikinn dugnað og áræði. Bakdyr gamJa ibúðarhússins voru innsiglaðar á þennan hátt við útburðinn á þriðjudag. Það vakti hinsvegar athygli að fram- dyr hússins voru opnar og hægt að fara um allt húsið. Til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd fengu þær í lið með sér Pétur nokkum Kristjánsson sem sá um fyrirbæri sem kallaðist „Mið- vikudagar á Seyðisfírði" og haldið var hér alla miðvikudaga sl. sumar með tónleikum og uppákomum flestra kunnustu hljómlistarmanna landsins. Þeirra á meðal vora Mezzoforte, Stuðmenn, Grafík, Drýsill, Bubbi Morthens, Megas og Dúkkulísumar. Hefur Pétur aðstoð- að við að fá á hátíðina ýmsar hljóm- sveitir og listamenn. Jónsmessuhátíðin verður haldin við Fjarðarsel, sem er mjög fallegt útivistarsvæði hér rétt innan við bæinn. Undanfamar vikur hefur stór hópur áhugafólks unnið að VERÐKONNUN 8 © É NRON ódýrasti fólksbillinn, daggjald / km.gjald LÍtill jeppi 4x4 daggjald / km.gjald Starri jeppi 4x4 daggjald / km.gjald 8-12 sæta bilar, daggjald / km.gjald A G bilaleiga Tangarhöfða 8-12,R Fiat Lho 1313/13,13 Mitsub. Pajero 2438/24,30 Subaru 8 sæta 1750/17,50 FPrd Eoonol. 12 s. 2188/21,88 Ati5, bilaleigan Hlaðbrekku 2,Kóp Fiat Uho 1238/12,38 Lada Sport 1813/18,13 Mitsub. Pajero 2188/21,88 Mitsubishi 9 sæta 1813/18,13 Förd Club W. 12 s. 2188/21,88 Bilaberg, bilaleiga Hraunbergi 9,R Fiat Uno 1188/11,88 Ðilaleiga Akureyrar Skeifunni 9,R Lada sedan/station 1188/11,88 Lada Sport 2000/20,00 Suzuki Pox 2063/20,63 Land Rover 2063/20,63 Mitsub. Pajero 2438/24,38 Mitsubishi 9 sæta 2250/22,50 Förd Econol. 12 s. 2500/25,00 Bilaleiqa Flugleióa Reykjavikurflugvelli Fiat Uno 1244/12,44 Suzuki FOx 2075/20,75 Mitsub. L 200, yfir- byggóur 2438/24,38 VW diesel 8 sæta 2338/23,38 Bilaleiga Húsavikur Hamarshöfóa 8,R Daihatsu Charade 1244/12,44 Lada Sport 1750/17,50 Mitsubishi 9 sæta 2000/20,00 Ðilaleigan As Skógarhlió 12,R , Mazda 323 1244/12,44 Daihatsu Taft 2063/20,63 Mazda diesel 12 s. 2438/24,38 Bilaleigan Bónus v/lhtf eróamióscöóina, R Daihatsu Charade 825/8,25 Ðilaleigan Geysir Borgartúni 24,R Fiat Uho, Lada 1313/13,13 Lada Sport 1850/18,50 Daihatsu Itocky Mitsub. Pajero 2475/24,75 Range Rover Mitsubishi 9 sæta 2313/23,13 Ðilaleigan ös Langholtsvegi 109,R Colt, Datsun Cherry 1313/13,13 Bilaleigan Portið Reykjavikurv. 64, Hafn. Datsun Pulsar 1500/15,00 Ðilaleigan Vik v/Miklatorg,R Nissan Micro 1375/13,75 Lada Sport 2063/20,63 Daihatsu Itocky 2475/24,75 E G bilaleigan Ðorgartúni 25,R Fiat Panda 1125/11,25 SH bilaleigan Nýbýlavegi 32,Kóp. Daihatsu Charmant 1244/12,44 Lada Sport 1813/18,13 TOyota diesel 2625/26,25 Mazda diesel 9 s. 2438/24,38 Ford Econol. 12 s. 2313/23,13 Könnun á verði hílaleigubíla NEYTENDAFÉLAG Reylga- víkur og nágrennis og aðildar- félög ASÍ og BSRB gengust fyrir könnun á verði bilaleigu- bíla dagana 23.—25. júni. Hér er um sumarverð að ræða sem nýlega tók gildi. Bílaleigum- ar gefa í öllum tilfellum upp verð án söluskatts en í töflunni er búið að bæta honum við. Könnunin nær aðeins til hluta allra þeirra bfla- tegunda sem í boði era hjá bfla- leigunum. Hvorki er tekið tillit til fylgihluta né árgerða bílanna, þannig er skýring á lágu verði hjá Bflaleigunni Bónus að sögn þeirra sem standa að könnuninni sú að þar era flestir bflar af ár- gerð’79—’80. Athygli er vakin á því að um ýmiss konar afslátt getur verið að ræða ef bfll er tekinn á leigu til lengri tíma, t.d. f eina viku. Launþegum, sem þurfa á bfla- leigubfl að halda, er bent á að kanna hvort aðild þeirra að stétt- ar- eða starfsmannafélagi veitir þeim réttindi til afsláttar. Nefna má sem dæmi að Bflaleiga Akur- eyrar veitir aðilum margra slíkra félaga afslátt. Sjálfsábyrgð leigutaka getur verið mismunandi há, eftir bfla- leigum. Á það er bent að sumar bflaleigumar bjóða upp á fulla kaskótryggingu, gegn aukagjaldi. undirbúningi þessarar hátfðar undir forystu þeirra Þóra og Guðrúnar Vilborgar. Reist hefur verið stórt tjald, settur upp hljómsveitarpallur og gerð hreinlætisaðstaða. Hefur ungur Seyðfírðingur, Tómas Tóm- asson tónlistarmaður, verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar og mun hann sjá um alla skipulagningu á meðan henni stendur. Þeir hljómlistarmenn sem fram koma era Grafík, Lóla, Bjami Tryggva, Sue Ellen, Fiff, Algebra, Jassband Tómasar Einarssonar, Tríó Valgeirs, Rikshaw, Lúðrasveit Neskaupstaðar, Kamevalflokkur Eddu Heiðrúnar Backman, Áma Péturs og Dominique. Útigrill verður á staðnum og mun Guðjón Harðarson, kaupmaður í versluninni Bröttuhlíð, verða með mikið úrval af grillsteikum, sem fólk getur sfðan grillað sér sjálft. Aðrar veitingar verða í umsjón íþróttafé- lagsins Hugins á Seyðisfírði. Auk þessa verður hótel Snæfell opið alla helgina og þar hægt að fá hina fjölbreytilegustu rétti alla hátíðar- dagana. Ferðir verða á milli hátíðarsvæð- isins og kaupstaðarins með reglu- legu millibili. Björgunarsveitin á Seyðisfírði og íþróttafélagið Huginn munu sjá um gæslu og leiðbeina fólki meðan á hátíðinni stendur. Flugleiðir hafa verið aðstandend- um hátíðarinnar innan handar, veitt afslátt á ferðum hljómlistarfólksins hingað austur. Sætaferðir verða frá Egilsstöðum alla dagana og áætlunarferðir frá öðram stöðum hér austanlands til Egilsstaða í tengslum við þær. Allir hljómlistarmennimir og þeir sem unnið hafa að undirbúningi þessarar Jónsmessuhátíðar munu gefa vinnu sína og verður því miða- verði stillt í hóf. Það verður kr. 1000 en miðinn gildir á öll skemmtiatriðin alla hátíðardagana. Er meiningin að hátíðin standi undir útlögðum kostnaði en ef einhver afgangur verður á að kaupa tæki handa félagsheimilinu Herðubreið til uppbyggingar æskulýðsstarfi hér á Seyðisfirði. Hátíðahöldin byija kl. 16.00 f dag og lýkur með dansleik á sunnudags- Garðar Rúnar. © INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.