Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 37 hittust og snæddu saman hádegisverð til að 30 ára útskriftardömur úr Kvennaskólanum i Reykjavík rifja upp gömlu góðu dagana. Innilegí þakklœti til ykkar allra sem heimsóttuÖ- mig á 90 ára afmœli minu og fœrÖuÖ mér blóm, skeyti oggjafir. LifiÖ heil. GuÖrún Guðjónsdóttir, Ægisíðu 64. # Listahátíð í Reykjavík SMÁSAGNASAMKEPPNI Þeir höfundar sem sendu inn sögur í smásagnasamkeppni Listahátíðar 1986 geta vitjað sagnanna á skrifstofu Listahátíð- ar. Amtmannsstíg 1, Rvik., sími 12444, vikuna 23.-27. júní millikl. 10.00 og 16.00. „Kvennaskólapíur“ Hann komst að því að kvenna- skólapía er kannski meira en sumir ráða við“ sungu þeir félagar í Ríó í lagi, þar sem þeir röktu raunasögu karlmanns, sem komist hafði í kynni við „dæmigerða kvennaskólapíu“. í hugum margra var það nefnilega ákveðinn stimpill hér í eina tíð, að stunda nám í Kvennó - merki um að viðkomandi stúlka kæmi frá fyrirmyndarheim- ili, væri kurteis og klár, fáguð í allri framkomu og fasi. Meðan hinir fullorðnu álitu þær fyrirmyndir annarra kvenna sögðu jafnaldrar þeirra í öðrum skólum þær hund- leiðinlegar kennarasleikjur og af- skaplega „pjattaðar", sem þótti víst ekki par fínt. - En síðan eru liðin mörg ár, tímamir hafa breyst og þó svo enn kunni eitthvað að eima eftir af fordómum þessum, viður- kenna flestir að álit sitt hafí þeir byggt á sögusögnum og ef til vill pínulítilli öfund. Kvennaskólinn var nefnilega skóli, sem aðeins tók inn 60 nemendur á ári hveiju og komust því venjulega færri að en vildu. Eins og oft vill verða með smærri skóla, þá var einingin innan Kvennó mikil, stúlkumar þekktust betur innbyrðis, en gengur og gerist í gagnfræðaskólum og stóðu þéttar saman, einmitt vegna þess að þær áttu stundum í vök að veijast. Ekki alls fyrir löngu tóku þær stúlkur sig til, sem útskrifuðust úr Kvennó fyrir einum 30 árum, hitt- ust og snæddu saman hádegisverð. Yið tókum eina þeirra, Sigurlaugu Ásgrímsdóttur, tali, og spurðum hana hvort þessi ímynd kvenna- skólastúlkna hefði nokkum tímann átt við rök að styðjast? „Nei, það held ég ekki,“ sagði Sigurlaug og hló. „Nemendumir í Kvennó komu eiginlega úr öllum áttum og ef eitt- hvað er, hefði ég frekar talið skól- ann fjölskrúðugri en flesta aðra, vegna þess að í hann kom fjöldinn allur af stúlkum utan af landi. Hitt er annað mál að skólinn var sérstak- ur. Þar var t.d. lögð meiri áhersla á matreiðslu og saumaskap en í öðmm skólum og aginn var mjög mikill. T.d. var okkur stranglega bannað að vera málaðar í skólanum og var vandlega fylgst með okkur að öllu leyti. En skólinn var mjög góður og kennaramir kunnu vel sitt fag,“ bætti hún við. „Ég fór t.d. í Kvennó eingöngu vegna þess að þetta var álitin mjög góð mennt- un á sínum tíma og atvinnumögu- leikar eftir að námi lauk vom mun betri fyrir okkur en flesta aðra, kannski einmitt vegna þess orðs, sem af honum fór.“ Finnst fyrmm Kvennaskólastúlk- um ekkert sárt að hann skuli vera hættur að starfa í þeirri mynd, sem þær þekktu hann? Sigurlaug neitar því. „Tímamir breytast," segir hún „og trúlega væri skólinn í dag tíma- skekkja. Auðvitað þykir okkur vænt um skólann, en hann hafði samt sína galla. Eg er ekki frá því í dag að ungt fólk hafí gott af því að umgangast basði kynin á þessum mótunaráram." En snúum okkur aftur að þessum hádegisverði 30 ára útskriftarár- gangsins. Hvemig var að hitta allar bekkjarsystur sínar aftur? „Við höfum nú sumar hveijar haldið góðu sambandi í gegnum árin, en óneitanlega var gaman að hittast allar á ný. Minningamar era nátt- úralega ótal margar og getum við endalaust skemmt okkur við að ri§a þær upp. Það var meira að segja svo glatt á hjalla hjá okkur í hádeg- inu að við hittumst nokkrar aftur um kvöldið - sátum og spjölluðum - og enduðum ævintýrið svo á því að kíkja á ball - svona bara til að rifja upp þessa gömlu góðu ...“ Tónlist tungu- mál allra þjóða Tónlistin er tungumál, sem þekkir engin landamæri, víst er það. Því hafa tónlistarmenn jafn- an beitt sér mjög í baráttunni fyrir betri heimi, haldið tónleika til styrktar hinum ýmsu góðgerðar- málum. Er skemmst að minnast Live-Aid-tónleikanna, sem haldnir vora sl. sumar, þar sem allur ágóð- inn var látinn renna til sveltandi fólks í Eþíópíu. En þó svo það hafí verið stærsta fyrirtækið sinnar tegundar til þessa era þeir margir listamennimir sem láta gott af sér leiða þó svo ekki fari mikið fyrir því í fíölmiðlum. Til að mynda hafa meðlimir hljómsveitarinnar U2, ásamt söngvaranum Sting, staðið í stórræðum það sem af er þessum mánuði. Hafa þeir ferðast um Bandaríkin og haldið tónleika til styrktar mannréttindasamtökunum Amnesty Intemational. Þá ákvörð- un sína kynntu þeir á fundi samtak- anna nú í vor þar sem Yelena Bonner var viðstödd m.a. Söngvarinn Sting ásamt unnustu sinni Trudie Styler og Giovanni Soldati, Harvey Keitel og Stefaniu Sandrelli. COSPER - Einmittsvonastarðirðuámigþegarviðtrúlofuðumokkur. Danskar buxna- dragtir Röndóttar, stærðir 38—46. Einlitar, stærðir 38—52. Plíseruð pils, verð kr ■ 1 .295. v/Laugalæk, sími 33755. Metsölublaó á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.