Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 27
Akureyri MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 27 Eyfirskir verktakar með hæsta tilboð í verksmiðjuhúsið: „Ekki eins ánægður nú og ég var í gær“ Segir Hörður Túliníus stjórnarformaður Akureyri. „ÉG ER ekki eins ánægður nú og í gær,“ sagði Hörður Túlinius, stjórnarforniaður Eyfirskra verktaka, í samtali við Morgunblaðið i gær, en þá hafði verið opnað tilboð í byggingu húss undir sútunar- verksmiðju í Julianehaab á Grænlandi. Þetta var 2. hluti verksins, en Eyfirskir verktakar áttu lægsta tilboð í 1. hlutann — grunninn — svo og byggingu skólahúss, en þau tilboð voru opnuð á þriðjudag eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Lægsta tilboð í húsið sjálft kom á 18.870.000 danskar kr. (tæpar frá Nunatak, sem er danskt-græn- lenskt fyrirtæki. Það hljóðaði upp á 15.714.808 danskar krónur — en eru tæpar 80 milljónir íslenskra króna. Næst lægsta tilboðið kom frá dönsku fyrirtæki og hljóðaði upp 95 milljónir ísl. kr.) og þriðja og hæsta tilboðið kom frá Eyfirskum verktökum. Það hljóðaði upp á 19.325.750 danskar krónur. Það eru rúmlega 96,6 milljónir ísl. króna - eða rúmum 16 milljónum ísl. kr. hærra en lægsta tilboðið. Fyrirvari um tímasetningu var bæði í danska tilboðinu og því frá Nunatak — um það hvenær verkinu yrði skilað, en skv. útboði á því að vera lokið í febrúar á næsta ári. „Það kæmi mér ekki á óvart þó samið yrði við einn aðila um verkið," sagði Hörður aðspurður. „Ég geri ráð fyrir því að við gerum kröfu um það að samið verði við okkur um allt, ef við fáum verkið á annað borð,“ sagði Hörður. í dag verða opnuð tilboð í síðasta hluta verksins — allar lagnir í sút- unarverksmiðjuna. Kristján H. Theódórsson, bóndi á Brúnum í Öngulsstaðahreppi, byijaði slátt í gær og bjóst við að flestir í hreppnum yrðu byrjaðir í þessari viku. Heyskaparhorf- ur eru góðar Akureyri. SLÁTTUR er nú hafinn á nokkrum bæjum í Öngulsstaðahreppi og Hrafnagilshreppi i Eyjafirði. Birgir Jónsson, bóndi á Grýtu í Öngulsstaðahreppi, sagði í gær þegar Morgunblaðsmann bar að garði að yfirleitt hæfíst hann handa við að slá um þetta leyti. „Okkur hér inni í Eyjafirði ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði því spretta hefur verið mjög góð að undanfömu og þurrkur,“sagði Birgir. „Ég reyni alltaf að slá frekar snemma til að geta borið aftur á og slegið síðan öðru sinni í ágústbyijun, yfírleitt hef ég því hafið fyrri slátt um og upp úr 20.júní. Sláttur er nú að hefjast hér allt í kring, en eins og alltaf þá byija menn á svolitið mismun- andi tíma,“ sagði Birgir. Á Brúnum í Öngulsstaðahreppi var hreppstjórinn, Kristján Theó- dórsson, í óðaönn að slá þegar blaðamann bar að garði. „Eg er að hefja slátt í dag en sumir hér um slóðir voru byijaðir um síðustu helgi," sagði Kristján. Hann sagði að síðasta sumar hefðu eyfírskir bændur fengið að finna fyrir sunnlensku sumri, eins og hann kallaði það. „Það var fullvætusamt héma í fyrra en nú er ekki hægt annað en að líta björtum augum fram á við því heyskaparhorfur eru góðar. Það má reikna með að hægt verði að slá aftur, bændur gerðu talsvert af því hér um slóðir fyrir nokkmm ámm og ég reikna með að gera það að einhveiju leyti nú í ár,“ sagði Kristján að lokum. Á Grýtu var sláttur hafinn fyrir nokkrum dögum og Birgir Jónsson, bóndi þar, var ásamt Jette Kristinu Hansen að byija að setja bagga inn í hlöðu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólmsteinn Hólmsteinsson framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi iengst til vinstri og Njörður Tryggvason frá Sérsteypunni fylgjast með framkvæmdum. Leggja steypu á plön með malbikunarvélum Akureyri. MÖL OG sandur hf. á Akureyri gerði á dögunum tilraun með að steypa öll bOaplön við eigin húsnæði — og var steypan lögð með malbikunarvélum. „Við leggjum út þurra steypu og síðan er farið með valtara á hana strax, þannig að umferð getur komið á steypuna fljótlega eins og á malbik," sagði Hólm- steinn Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Möl og sandi, í samtali við Morgunblaðið. Hólmsteinn sagði að fyrirtækið vildi kynna þessa nýjung fyrir einstaklingum og fyrirtækjum í bænum. „Þetta getur orðið mjög sniðugt, sérstaklega í sambandi við bílaplön. Þá verður hægt að leggja gólf í stórar skemmur — það verður hagkvæmt því með þessari aðferð þarf ekki að leggja nein jám.“ Hann sagðist telja að þessi að- ferð ætti eftir að verða mikið not- uð. „Ég held að þetta komi meira og meira með árunum í stað mal- bikunar og við höfum mikinn áhuga á að kynna forráðamönnum Akureyrarbæjar þessa aðferð," sagði Hólmsteinn. Hann bætti við að þetta væri vissulega nokkru dýrara en malbikun en væri á móti mun endingarbetra. Það var Njörður Tiyggvason frá Sérsteypunni sf. sem var ráð- gjafí Malar og sands við þessar tilraunir. Sérsteypan er í eigu ís- lenska jámblendifélagsins og Sementsverksmiðju ríkisins og hafa þessi fyrirtæki gert nokkrar tilraunir með þessa nýju aðferð syðra. Morgunblaðið/KJS I hádeginu hafði þegar safnast talsverður hópur manna fyrir framan áfengisútsöluna, en útsalan hófst ekki fyrr en eftir hádegid. Utsöluvínið seldist upp á hálftíma Akureyri. AKUREYRINGAR fóru ekki varhluta af útsölu ÁTVR á létt- um vínum. Upp úr hádegi í gær hafði safnast saman nokkuð stór hópur fyrir utan áfengisútsöluna við Hólabraut, en útsalan hófst ekki fyrr en klukkan eitt. Hún átti að hefjast strax við opnun um morguninn en dróst vegna seinkunar á sendingunni að sunn- an. „Búðin fylltist á augabragði og þessar 1000 flöskur sem við fengum að sunnan seldust upp á auga- bragði,“ sagði Ólafur Benediktsson, útsölustjóri. Að sögn Ólafs var mikill hluti þess víns sem á útsölunni var hvft- vín og rauðvín frá Bandaríkjunum og einnig var nokkuð um grískt rósavín. „Afslátturinn sem gefínn var á þessum vínum var á bilinu 31 til 50% og virtist sem áhugi manna væri talsverður fyrir þessu því nokkuð var um að menn vildu kaupa mikið magn í einu,“ sagði Ólafur að lokum. Suðurbrekka Blaðbera vantar á Suðurbrekku og í Lundahverfi. Sér- staklega óskað eftir fólki sem getur borið út fyrir hádegi allt árið. Upplýsingar hjá afgreiðslunni í síma 23905. Hafnarstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.