Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 23 Forsetakosningar í Finnlandi 1988: Váyrynen fram gegn Koivisto PAAVO Vfiyrynen, utanríkisráð- herra, hefur verið útnefndur frambjóðandi Miðflokksins við forsetakosningamar i Finnlandi árið 1988. Vayrynen er 39 ára að aldri og telur sig eiga góða möguleika á að ná kjöri sem forseti, jafnvel þótt Mauno Koivisto, forseti, reyni að ná endurkjöri. Gengið var frá útnefningu Vay- rynens á fundi Miðflokksins um helgina. Þar lýsti hann yfir því að kosningamar 1988 yrðu „engin æfing“ fyrir kosningamar 1994, eins og hann orðaði það. Mauno Koivisto, forseti, hefur ekki látið uppi hvort hann hyggst reyna að ná endurkjöri að tveimur árum liðn- um. Miðflokkurinn hefur verið gagn- rýndur fyrir að útnefna frambjóð- anda sinn með svo löngum fyrir- vara. Leiðtogar flokksins em sagðir gera sér vonir um að tíminn vinni með flokknum og það sé ávinningur f því að vera fyrstur af stað. Þeir Paavo Vfiyrynen afsaka ákvörðunina með skírskotun til þess að næsta flokksþing fari ekki fram fyrr en að kosningum loknum. Ómönnuð dvergþyrla Hér á myndinni má sjá nýja flugvélartegund, sem sýnd var í fyrsta skipti á Bresku hergagnasýningunni í Aldershot fyrir skömmu. Þessi ómannaða dvergþyrla er nefnd Soarfly, enda líkist hún meira skor- dýri, en hefðbundinni flugvél á flugi. Framleiðendur hennar telja að hún muni valda byltingu á vígvöllum framtíðarinnar, þar sem hún getur farið í könnunar- og árásarferðir, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Blaðburöarfólk óskast! KÓPAVOGUR Skólagerði Borgarholtsbr. 20-58 Hrauntunga ÚTHVERFI Ármúli AUSTURBÆR Hverfisgata 4-62 og fl. ÍSLENSKA S JÓN VARPSFÉLAGIÐ HF - STÖD 2 EINSTÖK ATVINNU TÆKIFÆRI íslenska sjónvarpsfélagið hf, býður frísku og áhugasömu fólki að sækja um nokkrar lykilstöður hjá STOÐ 2, fyrstu einkasjónvarpsstöðinni á íslandi. Útsendingar hefjast í september. Eftirfarandi störf eru auglýst til umsóknar: SKRIFSTOFUSTJÓRI Verksviðið er m.a. umsjón með skrifstofu, starfsmannahaldi, gerð greiðsluáætlana, eftirlit með samningum og yfirumsjón með bók- haldi. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu úr viðskiptaheiminum. MARKAÐSSTJÓRI Verksviðið er auglýsinga- og áskriftasala, ásamt ábyrgð á samskipt- um stöðvarinnar við auglýsendur og áskrifendur á markaðssvæðinu. Menntun og reynsla af sölu- og markaðsmálum nauðsynleg. RITARAR OG SKRIFSTOFUFÓLK Bæði er um að ræða einkaritarastörf, tölvuvinnslu og önnur almenn skrifstofustörf. Einnig gætu opnast önnur starfstækifæri fyrir skrif- stofufólk. Búast má við að starfsmennimir vinni ýmist í hópum eða starfi að sjálfstæðum verkefnum. Áhersla er lögð á góða vélritunar- og tungumálakunnáttu. Leitað er að fólki með fágaða framkomu og brennandi áhuga á störfum við sjónvarp. FRÉTTAMENN Störfin eru bæði við innlendar og erlendar fréttir. Próf eða reynsla við fréttafjölmiðlun skilyrði. STARFSFÓLK í TÆKNIDEILD Störfin eru við kvikmyndun, upptökur, útsendingar og vinnslu dag- skrárefnis. Til greina kemur að ráða annars vegar starfsmenn með reynslu, og hins vegar óreynda starfsmenn með áhuga fyrir tækni- störfum sem þjálfaðir yrðu til starfa. Aðeins er tekið á móti umsóknum hjá Liðsauka hf., Skólavörðustíg la, frá kl. 9-15, þar sem umsóknareyðublöð fást. Sérstaklega skal tekið fram að skrifstofan verður opin laugar- daginn 28. júní n.k. Umsóknarfrestur er til 11. júlí. Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355 BJARNI DAGUR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.