Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986
11
Gömul glæpamynd
og döpur gamanmynd
Atriði úr kvikmyndinni Ósýnilega konan.
Sjönvarp
Arnaldur Indriðason
Ósýnilega konan (Phanthom
Lady) s/h. Sýnd í sjónvarpinu
fðstudaginn 27. júní. ★ V2.
Bandarísk. Leikstjóri Robert Siod-
mak. Handrit: Bemard C. Schoen-
feld eftir sögu William Irish. 1944.
87 mín.
Ljón á veginum (Avanti).
Sýnd í sjónvarpinu laugardaginn
28. júní. ★■/2. Bandarísk. Leik-
stjóm og handrit: Billy Wilder.
1972.144 mín.
Föstudagsmynd sjónvarpsins,
Ósýnilega konan (Phanthom
Lady), er um mann sem dæmdur
er fyrir morð sem hann ekki
framdi. Eina persónan sem veitt
getur honum Qarvistarsönnun er
kona sem hann fór með á leiksýn-
ingu kvöldið sem konan hans var
myrt, en gallinn er bara sá að hún
vildi ekki segja nein deili á sér
og hvarf út í nóttina eftir leikhús-
ferðina og fannst ekki þrátt fyrir
mikla leit.
Þetta er heldur ólíklegt allt
saman og það batnar ekki eftir
því sem líður á myndina. Leikur-
inn í henni er svo til svipbrigðalaus
og á betur heima í útvarpi en bíó-
mynd og spennan er í lágmarki.
En samt má hafa gaman af þess-
um sálfræðiþriller frá ’44, þó ekki
sé nema vegna þess að það er
alltaf eitthvað heillandi við þessar
svart-hvítu glæpamyndir, eitt-
hvað einfalt og afdráttarlaust í
framsetningu.
Með aðalhlutverkin fara þau
Franchot Tone, sem leikur þann
dæmda hálfkauðalega, og Ella
Raines sem fer ágætlega með
hlutverk sjálfrar hetju myndarinn-
ar. Hún er sú eina sem trúir á
sakleysi Tone og hún er líka pínu-
lítið skotin í honum enda hann
hár og herðabreiður með Gable-
skegg.
Leikstjóri Ósýnilegu konunn-
ar, Robert Siodmak, lést árið
1973 en hann var þýskur gyðing-
ur flæmdur í útlegð þegar nasistar
tóku völdin í Þýskalandi. Hann
gat sér góðan orðstír í Hollywood
á stríðsárunum sem röð stílfærðra
sálfræðiþrillera í anda Ósýnilegu
konunnar.
Billy Wilder, leikstjóri laugar-
dagsmyndarinnar, Ljón á vegin-
umk (Avanti!) hraktist einnig frá
Þýskalandi nasismans en svo vill
til að þeir Siodmak og Wilder
unnu saman að heimildarmynd í
Þýskalandi árið 1929. Wilder
gerði margar af þekktustu og
vinsælustu Hollywood-myndum
fímmta áratugarins í samvinnu
við handritahöfundinn Charles
Brackett (Double Indemnity,
The Lost Weekend, Sunset
Bulevard) en aðrar myndir sem
hann er frægður fyrir eru Stalag
17, Some Like it Hot og The
Apartment, sem hann hlaut
Óskarsverðlaun fyrir.
En auðvitað eru ekki ailar
myndir Wildes jafn eftirminnileg-
ar og Ljón á veginum, er ein af
þeim sem auðvelt er að gleyma.
Það er langdregin, innihaldslítil
og ófyndin svört-kómedía um
mann (Jack Lemmon) sem fer til
Ítalíu að ná í lík föður síns sem
látist hefur í bílslysi. Lemmon
kemst að því að faðir hans átti
hjákonu á Ítalíu og að hún hafi
einnig farist í bílslysinu. Dóttir
hennar (Juliet Mills) er líka komin
til Ítalíu að ná í lík móður sinnar
og leiðir hennar og Lemmons
liggja saman.
Það er erfitt að gera gaman-
mynd um lík (Hitchcock tókst það
í Trouble with Harry) af skiljan-
legum ástæðum og það er þreytu-
legur blær yfír þessari. Meira að
segja sá líflegi leikari, Jack
Lemmon, lítur þreytulega út. Ljón
á veginum er fjórða myndin sem
hann leikur í fyrir Wilder og það
er einni of mikið.
VOLVO
FÓLKSBfLAR KRÓNUR
Kerti 372,-
Platínur 140,-
í 240 Olfusía 341,-
Spindilkúlur0 1.142,-
240 framan Dempari 2.611,-
») K úTTT
| SUÐURLANDSBRAUT 16 - S ÍMI 35200
Framkvæmdastj óm
Listahátíðar:
Tillögurnar
að tónlistar-
húsi eru ófull-
nægjandi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá' >
Listahátíð í Reykjavík:
„Á fundi framkvæmdastjómar
Listahátíðar 19. júní var eftirfarandi
ályktun samþykkt einróma:
Vegna fyrirhugaðrar byggingar
tónlistarhúss í Reykjavík lýsir fram-
kvæmdastjóm Listahátfðar í Reylga-
vík 1986 yfír því að hún telur þær
tillögur sem fram hafa komið allsendis
ófullnægjandi.
Bendir framkvæmdastjóm á að
þetta hús leysir engan veginn þann
vanda sem skapast hefur þegar fjöl-
sóttir tónleikar em haldnir í borginni,
til að mynda á Listahátíð.
Framkvæmdastjóm lýsir og yfir
furðu sinni á þvf að ekki skuli vera
gert ráð fyrir óperuflutningi í fyrir-
huguðu tónlistarhúsi nema þá! skötu-
líki. Leggur framkvæmdastjóm
áherslu á að svo skammsýn sjónarmið
sem fram koma í fyrirhugaðri bygg-
ingu tónlistarhúss verði ekki látin
ráða, enda er nauðsynlegt að svona
dýr bygging leysi þann vanda sem hér
hefur verið í tónlistar, og óperuflutn-
ingi. Verði af byggingu þessa tónlist-
arhúss í því formi sem það nú er
hugsað, er sá vandi að mestu leyti
óleystur eftir sem áður. Og til hvers
er þá verið að byggja?"
MITSUBISHI
PAJERO
VERDLÆKKUN!
meö diesel-turbo kr. 808.000.-
úá hann.
Þeir, sem ekki eiga hann
þrá hann.
Okkar verð er miðað við fullbúinn bíl,
ogþámeinum við:^
0 Framdrifslokur
0 Tregdumismunadrif (70% íæsing)
.0 Aukamiðstöð undir aftursæti
0 Rafhituð framsæti
O Rúllubílbeiti í öllum sætum
O Fulllgæddur að innan
0 AflsSw - -
o.n.o.11.
50 ÁRA REYNSLA
í BÍLAINNFLUTNINGI
OG ÞJÖNUSTU
Simi695500
augaveg