Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Paragvæ Eg hef ekki látið hjá líða að §alla hér á síðu um íslenskar heimildarmyndir er hafa ratað á skjáinn. Þó hef ég nú stundum ekki verið alveg sáttur við þessar „heim- ildarmyndir" enda talið sumar hvetj- ar nánast auglýsingamyndir er lofa og prísa þær stofnanir er að baki standa. Þá má ekki gleyma því að það getur skipt miklu fýrir ung og uppvaxandi kvikmyndafyrirtæki að koma filmum á framfæri í sjónvarpi allra landsmanna. Hvað um það þá er ég alls ekki að amast við íslenskum heimildarmyndum framleiddum af einkaaðilum en vil aðeins benda á að ríkisútvarpið er bundið ákveðnum siðareglum er kveða á um óhlut- drægni. Þriðjudaginn 24. júní síðast- liðinn birtist á skjánum alíslensk heimildarmjmd er var kynnt svo í dagskrárkynningu: Paragvæ — ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn fóru til Paragvæ í Suður-Ameríku á liðn- um vetri. í myndinni er brugðið upp svipmyndum af landi og þjóð. Fram- leiðendun Myndvarp og Frétta- og fræðsluþjónustan. Umsjón og stjóm: Rafn Jónsson. Kvikmyndataka: Bald- ur Hrafnkell Jónsson. Hljóð: Böðvar Guðmundsson. Það vill nú þannig til að aðstand- endur þessarar Paragvæ-myndar eru fyrrum innanbúðarmenn hjá íslenska ríkissjónvarpinu og því hæg heima- tökin. Samt hreifst ég nú svolítið af framtaki strákanna. Af hveiju ekki « að nota sér fría ferð til Paragvæ og festa það sem fyrir augu og eyru bar á filmu? Það er hárrétt hjá Rafni Jónssyni að sjaldnast sjáum við hér á Vesturlöndum aðrar myndir frá S-Ameríku en af skelfdu fólki hlaup- andi undan táragassprengjum og kylfum lögreglu. I Paragvæ-mynd Myndvarps sáum við hins vegar landið með augum venjulegs ferða- manns, slíks er rétt drepur niður fæti og kíkir á hið hversdagslega mannlíf og skreppur til helstu merk- isstaða. Eg segi kannski ekki að myndin hans Rafns jafnist á við þaulhugsaðar landkynningarmyndir frá breska eða þýska sjónvarpinu, myndir þar sem ekki er bara skoðað landið er við blasir heldur eru og innviðir samfélagsins rýndir. En getur fagmennskan ekki gengið úr hófi fram þannig að sjónvarpsáhorf- andinn þreytist á formúlunni? Paragvæ-mynd Rafns og félaga varð til af tilviljun og því var hún einlæg í öllum sínum ófullkomleika. Komst Rafn Jónsson jafnvel svo langt í einlægni sinni að lýsa því yfir að sennilega væri Alfredo Stroessnere, hinn alræmdi einrasðisherra landsins, bara farsæll stjómandi úr því hann hefði hangið á valdastóli síðan 1954. „Þeir væm ömggiega löngu búnir að losa sig við hann ef ástæða hefði þótt til.“ Rafn Jónsson áréttaði hvað eftir annað í myndinni að sjaldan kæmist nú Paragvæ í heimsfréttimar og því væri kannski ástæða til að kíkja á þetta gleymda land í hjarta S-Amer- íku. En nú vill svo til að kvöldið eftir að hið týnda land Paragvæ ljómaði á skerminum þá skaust þaðan örstutt fréttaskot af gervihnattaspeglum alþjóðlegu fréttastofanna. I þessu fréttaskoti sáum við ekki stærsta vatnsorkuver jarðarinnar eða lista- fögur leirker Paragvæ-indíánanna, nei, myndavélunum var beint að hópi óeinkennisklæddra lögreglumanna er hindraði helsta stjómarandstæð- inginn í Paragvæ í að komast um alþjóðaflugvöll inn í landið. Mynda- vélum var síðan beint að mari á síðu mannsins. Allt fór sumsé samkvæmt áætlun, fréttamennimir mættir á staðinn það sem átökin voru fyrirséð. Er nema von að manni finnist stund- um að fréttamenn alþjóðlegu frétta- stofanna séu hafðir að ginningarfifii að þeir séu kvaddir á þaulæfðar leik- sýningar sem ætlað er að rata á hinn alheimslega sjónvarpsskjá er sjaldn- ast sýnir hið hversdagslega amstur milljarðanna er byggja þessa jörð. Ólafur M. Jóhannesson Atriði í kvikmyndinni Ósýnilegan konan sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Föstudagsmyndin: Ósýnilega konan ■■^H Ósýnilega kon- QO15 an (Phantom LiLt— Lady), banda- rísk bíómynd frá árinu 1944, er á dagskrá sjón- varps í kvöld. Myndin er svart-hvít. Þegar ungur og framagjam arkitekt kemur heim í íbúð sína í New York er tekið á móti honum af hóp rannsóknarlög- reglumanna. Kona hans, sem hann hefur þá nýlega verið að rífast við, hefur fundist kyrkt í rúmi sínu. Hann fullyrðir að hann hafi eytt kvöldinu með ungri konu sem hann hafi hitt á bar fyrir tilviljun. Stúlkunnar er ákaft leitað þar sem hún er eina vitnið sem áréttað getur fjarveru eiginmannsins um kvöldið. Kvikmyndahandbókin gef- ur þessari stjömu og sæmilega. mynd telur eina hana Stjórnmálanámskeið: Erlendur Jónsson les smásögu sína ■■■■ Erlendur Jóns- -| A 00 8011 *es smásögu 14— sína, Stjóm- málanámskeið, á rás eitt eftir hádegi í dag. Það er fyrri hluti, en síðari hlutinn verður lesinn mánudaginn 30. júní. Sagan fjallar um einhleypan mann um fer- tugt sem líður önn fyrir einsemd sína og langar að finna sér lífsfyllingu með einhveijum hætti. Vinir hans og velunnarar vilja að hann finni sér góðan félagsskap, t.d. í pólitík- inni, og þegar flokkurinn sem hann hefur alltaf stutt, auglýsir stjómmálanám- skeið finnst honum kjörið tækifæri að reyna sig á þeim vettvangi. Um skeið finnst honum að sér muni opnast dyr til áhrifa og valda í þjóðfélaginu en þegar fram líða stundir sér hann að þar er ekki allt eins og hann hafði vænst. Og á kosningadegi ráðast úrslitin hjá okkar manni í fleiri en einum skilningi. Lágnætti: Spilað og spjallað um tónlist ■■■■ Lágnætti, tón- C\a 00 listarþáttur Lj*±— ISddu Þórarins- dóttur, verður að venju eftir miðnætti í kvöld. Gestir Eddu að þessu sinni verða þeir Bjöm R. Einars- son básúnuleikari og Jónas Þórir Dagbjartsson fiðlu- leikari hjá sinfóníuhljóm- sveitinni. Þeir hafa báðir starfað með sinfóníuhljóm- sveitinni allt frá því að hún var stofnuð, og þekkja því manna best þá tíma er hljómsveitin var að slíta bamsskónum. Munu þeir segja ýmsar sögur af því, t.a.m. hvaða stjómendur mótuðu hljómsveitina mest. Fyreti aðalstjómand- inn var Ólafur Kielland og hafði hljómsveitin nánast verið eins og leir í höndum hans. Leikin verður tónlist eftir óskum þeirra og það era m.a. mjög gamlar upptökur frá fyreta skeiði sínfóníuhljómsveitarinnar. I UTVARP FOSTUDAGUR 27. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 8.30 Fréttirá ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie Þýöandi: Sigríöur Thorlac- ius. Lesari: Heiðdís Norð- fjörð (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Guö- mundur Sæmundsson flyt- ur. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Sögusteinn Umsjón: Haraldur Ingi Har- aldsson. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir og Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Stjórnmálanámskeiö”, smásaga eftir Erlend Jóns- son. Höfundur les fyrri hluta. 14.30 Nýttundirnálinni Lög leikin af nýútkomnum hljómplötum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Á hringveginum — Suöurland Umsjón: Einar Kristjánsson, Þoriákur Helgason og Asta R. Jóhannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Síödegistónleikar a. „Orfeus í undirheimum", forieikur eftir Jacques Offen- bach. Fílharmoníusveitin í Berlín leikur; Herbert von Karajan stjómar. b. „Keisaravalsinn" eftir Johann Strauss. Kammersveitin í Baden- Baden leikur; Manfred Reichert stjórnar. c. „Flautudans", þáttur úr „Hnotubrjótnum" eftir Pjotr Tsjaikovský; Fílharmoníu- sveitin í Beriín leikur; Ferdin- and Leitnerstjómar. e. „Tveir þættir" úr Þyrni- rósuballettinum eftir Pjotr Tsjaíkovský. Fílharmóniu- sveitin í Varsjá leikur; Witold Rowicki stjórnar. 17.00 Fréttir 17.03 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. Aöstoöarmaöur: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I loftinu Hallgrímur Thorsteinsson og Guölaug María Bjarna- dóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.55 Daglegt mál. Öm Ólafs- son flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Valtýr Bjöm Valtýsson kynn- ir. 20.40 Sumarvaka. a. Skiptapinn á Hjallasandi Úlfar K. Þorsteinsson les annan hluta af fjórum úr Gráskinnu hinni meiri. b. Kórsöngur Kariakór Mývatnssveitar syngur undir stjóm Amar Friörikssonar. c. Gamla heyiö Guörún Aradóttir les sögu eftir Guömund Friöjónsson. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.30 Frátónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir verk sitt „Landet som icke 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Visnakvöld Aöalsteinn Ásberg Sigurös- son sér um þáttinn. 23.00 Frjálsarhendur Þáttur í umsjá llluga Jökuls- sonar. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti Spilaö og spjallaö um tón- list. Edda Þórarinsdóttir tal- ar viö Björn R. Einarsson og Jónas Þóri Dagbjartsson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 3.00. FOSTUDAGUR 27.júní 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: ÁsgeirTómas- son, Kolbrún Halldórsdóttir og Gunnlaugur Helgason. 12.00 Hlé 14.00 Bótímáli SJÓNVARP I 19.15 Á döfinni. Umsjónar- maöur Maríanna Friöjóns- dóttir. 19.25 Krakkarnir í hverfinu (Kids of Degrassi Street) 4. Martin heyrirtónlist. Kanadískur myndaflokkur í fimm þáttum fyrir börn og unglinga. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Listapopp 16. júni FOSTUDAGUR 27.júní 1986. Svipmyndir frá fyrri popp- tónleikum Listahátíöar i Laugardalshöll. Kynnir: Jón Gústafsson. 21.16 Ságamli(DerAlte) 12. þáttur. . Þýskur sakamálamynda- flokkur í fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýöandi Kristrún Þóröardóttir. 22.10 Seinni fréttir. 22.16 Ósýnilega konan (Phantom Lady) s/h Bandarísk kvikmynd frá ár- inu 1944. Leikstjóri: Robert Siodmak. Aöalhlutverk: Ella Raines og Franchot Tones. Ungur maöur á uppleiö er sakaöur um moröið á konu sinni. Fjarvistarsönnun hans veltur á vitnisburöi stúlku sem enginn veit deili á. Hennar er ákaft leitað, en ýmis Ijón veröa á vegin- um. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskráriok. Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óska- lög þeirra. 16.00 Frítiminn Tónlistarþáttur meö ferða- málaívafi í umsjá Ásgerðar Flosadóttur. 17.00 Endasprettur Ragnheiöur Davíösdóttir kynnir tónlist úr ýmsum átt- um og kannar hvað er á seyöi um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Þræðir Stjórnandj: Andrea Jóns- dóttir. 21.00 Rokkrásin Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason kynna söngvarann Peter Gabriel Síöari hluti. 22.00 Kvöldsýn Valdfs Gunnarsdéttir kynnir tónlist af rólegra taginu. 23.00 Ánætun/akt meö Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskráriok. Fréttir em sagöar í þrjár mínútur kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.15—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96.5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.