Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 33 Astríður Guðjóns dóttir - Minning Fædd 19. maí 1904 Dáin 16. júní 1986 Kveðja til ömmu í dag er til moldar borin elskuleg amma okkar, Ásta Guðjónsdóttir, og langar okkur að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Amma var gift Einari J. Einars- syni, sem lést 9. september 1976, og missti hún þá mikið. Þau áttu fallegt heimili á Bergþórugötu 9 hér í borg. Margs er að minnast og af mörgu að taka. Þegar talað er um minning- ar, þá er okkur öllum efst í huga ánægjustundimar í æsku, í sumar- bústað ömmu og afa, Vinaminni á Kjalamesi. Þar dvöldum við á sumrin, oft öll saman, en þó oftast Jóna sem ólst upp hjá þeim. Þar vom óteljandi gleðistundir á stómm grænum túnum undir blárri Esj- unni. Hlátur, ærsl og læti, stríðni og góðmennska vom í hávegum höfð, og er það ömmu og afa að þakka, að þessar góðu minningar búa ennþá í hjörtum okkar. En fyrst og fremst langar okkur að þakka ömmu fyrir allt það góða sem hún gaf okkur, bæði það andlega og veraldlega. Við kveðjum elsku ömmu okkar með þessari fallegu bæn, sem hún las með okkur og þótti vænt um. Guð geymi elsku ömmu. Þökkum henni allt og allt. „Vertu guð faðir, faðir minn, ífrelsaransJesúnafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni." Ástu og Einars em orðin átta og bamabamaböm níu. Sem fyrr segir bjó Ásta á Berg- þómgötu 9 til æviloka, en var undir lokin á daginn á heimili því, sem Reykjavíkurborg rekur á Dalbraut, en þar fá aldraðir inni yfír daginn og geta sjálfir gert sér margt til dægrastyttingar. Sérstakar þakkir vil ég fyrir hönd vandamanna hinnar látnu færa Karenu og Guðmundi og öðmm þeim, sem önnuðust hana á dag- deildinni á Dalbraut, fyrir hlýja og góða umönnun meðan hún dvaldi þar. Á Dalbraut vann tengdamóðir mín að handavinnu sinni því að hún var hannyrðakona mikil. Hennar síðasta verk var að sauma teppi handa dótturdottur sinni. Hafði Ásta lokið því verki föstudaginn 9. júní sl. og tók þá saman allt sitt hannyrðadót og annað það, sem hún hafði geymt á Dalbraut sér til nota yfír daginn, og bar það Jieim til sín, og má af þvi ætla, að hana hafi gmnað að hún ætti ekki aftur- kvæmt á Dalbraut. Laugardaginn 14. júní kom hún í heimsókn til okkar hjóna og var þá hin hress- asta, því að hún bar aldurinn vel. Undir kvöld þennan dag hafði hún orð á því að sér væri þungt fyrir bijósti, en vildi þó ekki gera mikið úr því. Það kom okkur hjónum því algerlega á óvart, þegar hún skömmu síðar leið útaf og hafði misst meðvitund. Þótt hún kæmist mjög fljótt undir læknishendur varð henni ekki bjargað. Hún komst ekki aftur til ráðs, en var með lífsmarki fram á mánudaginn 16. júní að hún andaðist. Það er jafnan vandgert að lýsa þeim hlutlaust, sem standa manni nærri, en fyrir mér var tengdamóðir mín mikilhæf kona og það held ég einnig að óhætt sé að fullyrða að það hafi hún verið að allra dómi, þeirra sem af henni höfðu einhver kynni. Ástríður Guðjónsdóttir var mjög myndarleg kona í sjón og hún var greind kona og vel að sér um flesta hluti, listfeng í sér eins og hannyrð- ir hennar bera vott um, en hún ólst upp á þeim tíma, þegar alþýða manna fékk ekki notið hæfíleika sinna, brauðstritið kallaði á alla orku fólks á kreppuárunum. Fjölskyldu sinni var Ásta kær og mér var hún góð og skilningsrík tengdamóðir, og er mér eins og öðrum vandamönnum mikil eftirsjá að þessari góðu konu. Við minn- umst hennar með þakkiátum huga og biðjum Guð að geyma hana. Jón Árnason Barnabörn Þegar ég minnist hér tengdamóð- ur minnar fáum orðum veit ég að orð mín verða fátæklegri en ég vildi að þau væru. Mér var þessi góða kona kær og ég mat hana mikils og það verður því fyrir mér sem fleirum að orðin lýsa ekki að fullu hugsun minni og tilfínningum til hennar. Ástríður Guðjónsdóttir fæddist 19. maí 1904 á Akranesi, dóttir hjónanna Margrétar Helgadóttur frá Litlabakka á Akranesi og Guð- jóns Tómassonar frá Bjargi á Akra- nesi. Ástríður, eða Ásta, eins og hún var jafnan kölluð og notaði það heiti oftast einnig sjálf, ólst upp í foreldrahúsum við gott atlæti og fluttist með foreldrum sínum sextán ára gömul (1920) til Reykjavíkur og 1923 keyptu foreldrar hennar húsið Bergþórugötu 9, þar sem Ásta átti heima allan sinn aldur upp frá því. Meðan Ásta var í foreldrahúsum vann hún ýmis störf á þeim harða tíma, sem kreppuárin voru fólki, en eftir að hún giftist manni sínum, Einari Einarssyni 1930 (18. októ- ber), var hún húsmóðir og vann aldrei utan heimilis. En þar vann hún líka mikið starf eins og heimili þeirra hjóna bar jafnan vott um. Þar mátti sjá fyrirmyndar handa- verk húsmóðurinnar á flestu innan- húss og hannyrðir hennar prýddu þarveggi. Ásta missti mann sinn 1976. Hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra þann 9. september það ár og varð fjölskyldu sinni og vinum harmdauði, því að Einar var mikill ágætismaður að allra dómi, sem honum kynntust. Hann var í rúm 50 ár starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg, þar af frá 1935 hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og af þeim tíma verkstjóri í fjölda ára, eða þar til hann hætti fyrir aldurssakir, sjötugur. Þeim hjónum, Einari og Ástu, varð þriggja bama auðið, en eitt þeirra, drengur, dó tveggja ára. Hin böm þeirra komust til aldurs og em enn á lífi: Margrét, kona þess sem hér ritar, og Kristleifur, verkstjóri hjá ÍSAL, kvæntur Önnu Hjálmarsdóttur. Bamaböm þeirra Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaldeyri í bankanum. Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, auk tjóns á farangri. Búnaðarbankinn býður ferðatékka í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum og Visa greiðslukort. Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað. ÉBRUIinBÓT -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.