Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986
Morgunblaðið/Ingimar
Ekið var víða um Austurland, Breiðdal, Skriðdal, Egilsstaði, Fagradal, Reyðarfjörð
og Fáskrúðsfjörð og ýmsir staðir skoðaðir undir leiðsögn kunnugra.
. Morgunblaðið/Ingimar
Ymislegt var til skemmtunar í ferðinni, m.a. stiginn dans. Um 150 manna tóku þátt
í ferðinni og fengu menn ágætisveður.
Austurland:
Skemmtiferð eldra fólks
Djúpivogur.
LIONSKLÚBBAR á sunnanverðum
Austfjörðum efndu sunnudaginn 22.
júnl til skemmtiferðar fyrir fólk yfír
60 ára aldri.
Þetta voru klúbbamir á Fáskrúðsfirði,
Stöðvarfirði, Breiðdal og Djúpavogi. Hist
var í Staðarborg, Breiðdal. Norðurdalur
Breiðdals var skoðaður undir leiðsögn
Valborgar Guðmundsdóttur í Tungufelli.
Síðan var borðaður ágætur hádegisverð-
ur í Staðarborg í boði Lionsklúbbsins
Svans, Breiðdal.
Ekið var um Skriðdal og fomar hof-
rústir á Þingmúia skoðaðar undir leið-
sögn Sölva Olasonar. Síðan lá leið um
Egilsstaði, Fagradal og til Fáskrúðs-
fjarðar þar sem Lionsmenn biðu með
ágætan kvöldverð og ýmislegt skemmti-
efni. Héldu hópamir heim á leið um ki.
9 um kvöldið, eftir skemmtilegan dag í
ágætu veðri. Um 150 manns tóku þátt
í ferðinni.
Fréttaritari.
Morgunblaðið/Ingimar
Sunnudaginn 22. júní fóru Lionsmenn frá Fáskrúðsfirði, Stöðv-
arfirði, Breiðdal og Djúpavogi í skemmtiferð með fólk yfir
sextugt.
Morgunblaðið/Ingimar
Lionsmenn buðu til matar, i Breiðdal til hádegisverðar, Fá-
skrúðsfirði til kvöldverðar.
Hún var fljót að
matbúa er gest bar
óvænt að garði
— Spjallað við Karólínu Jóhannsdóttur í Stykkishólmi
sem rak lengi greiða- og matsölu á eigin heimili
Stykkishólmi, 15. júní.
HÚN Karólina í Hólminum er
mörgum kunn og sérstaklega
þegar ekkert hótel var hér í
Stykkishólmi, þá rak hún í eigin
húsnæði greiða- og matsölu um
margra ára skeið og er mér
það undrunarefni hvað hún
afkastaði þá miklu og hversu
mörgum hún kom i húsaskjól.
Hún var fljót að taka til matinn
þegar gest bar snögglega að
garði og ég held að hún hafí
aldrei visað neinum frá og ef
svo hefur verið þá hafa engir
möguleikar verið fyrir hendi,
en Karólína var ákaflega vin-
sæl.
Það bera með sér gestabækum-
ar hennar, sem margir rituðu í
og fylgdi venjulega einkunn þeirra
um móttökumar og enn í dag
koma margir í Hólminn sem áður
gistu á heimili Karólínu, til þess
að heilsa henni og þakka fyrir
síðast. Og dúkurinn hennar Karól-
ínu, sem hún sýnir mér með eigin-
handamöfnum margra tuga
gesta. Þessi dúkur er hin mesta
gersemi. En Karólína gerði meira.
Hún þótti með afbrigðum góð að
sauma fslenska búninginn og vom
margar sem fengu hana til að
sauma fyrir sig. Þá eru þeir ekki
fáir fallegu hekluðu dúkamir
hennar sem prýða borð víðsvegar
um land. Sem sagt, það er ótrúlegt
hvað þessi góða kona hefur af-
kastað og verið bæ sfnum til sóma.
Ég minnist þess þegar ég kom
hingað að þá var mikið um bæði
matar- og kaffíboð og þau vom
mörg sem Karólína lagði hönd að.
Lengi var hún önnur hönd apótek-
arahjónanna hér og ekki má
gleyma störfum hennar á heimili
Sæmundar Halldórssonar kaup-
manns, einu mesta athafna- og
gestrisnisheimili um langa tfð.
Karólfna er fædd að Narfeyri
13. júní 1897, nýorðin 89 ára
gömul. Foreldrar hennar vom
Karítas Lámsdóttir og Jóhann
Indriðason. En í Stykkishólmi
hefur ævi og starfsvettvangur
hennar verið.
Nú er hún á Dvalarheimilinu í
Hólminum, glöð, ánægð og bros-
andi og getur glaðst yfir miklum
og farsælum starfsdegi.
„Drottinn hefir verið minn
Karólína Jóhannsdóttir
styrkur," segir Karólína. „Mín
mesta gæfa var þegar ég gekk í
Hvítasunnusöfnuðinn og eignaðist
Jesú sem minn persónulega frels-
ara. Hann gaf mér styrkinn og
honum get ég þakkað hversu ég
hef getað öðmm að liði orðið.
Því þegar mér fundust byrðamar
þungar kom hann inn í lff mitt
og létti það. Ætti ég einhveija
ósk landsmönnum til handa væri
hún sú að þeir mættu eiga Jesú
einkavin í hverri þraut. Þá léttust
byrðamar — það vita þeir sem
rejma og þetta er reynsla allra
alda.“
Ég spurði Karólínu um líðan
hennar:
„Mér líður vel. Hér á Dvalar-
heimilinu em allir mér góðir og
blessuð bömin koma alltaf að
heimsækja mig og það er svo
gaman. Bömin í Hólminum em
mérgóð.
Það er verið að tala um erfið-
leika. Auðvitað verður maður að
vinna til að afla sér viðurværis.
En þegar ég byrjaði að vinna fyrir
mér var ekki alltaf talað um kaup
f krónumæli. Það var stundum
meira virði að njóta trausts og
aðhlynningar. En erfiðleikamir
em til að sigra þá. Uppgjöf er
ósigur. Guð hefir gefið mér mikla
auðlegð. Vinimir allir og svo fólk-
ið sem ég mæti. Þetta er sönn
verðmæti. Hin veraldlegu verða
eftir þegar ég kveð, en hin fylgja
mér þegar ég fer heim til Drottins
mfns og frelsara.
Ég ætla að biðja þig um að
skila fyrir mig í blaðinu kveðju
til allra vinanna sem ég minnist
með þakklátum huga. Já, lífíð er
dásamlegt í fylgd með góðum
guði.“
Og á þessu endaði samtal mitt
við Karólínu, en hún hefir frá
mörgu að segja á langri og far-
sælli ævi.
Árni