Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1986 35 ekkert rusl, þær eru nú uppsettar hjá Reykjavíkurborg á Artúns- höfða. Eg var kaupmaður á Hvols- velli, með verslunina Hagkjör. Þar verslaði ég m.a. við danskt fyrir- tæki, KFK, Kom og Foderstoff kompaniet, Kobenhavn, átti reynd- ar stærstan þátt í því að koma dönsku köggluðu húsdýrafóðri á íslenskan markað. Ég efast ekki um að Danirnir, sem ég ferðaðist með um Suðurland til að sýna þeim nokkur fyrirmyndarbú í sveitunum austur í Rangárvallasýslu, muni eftir mér og myndu örugglega taka vel á móti mér og mínum mönnum ef ég þyrfti að skreppa út yfir Atlantsála. Hér á Stokkseyri hefi ég verið til sjós, eða stundað húsasmíði og allt þar á milli. Það er því út í hött að álíta að við gerðum okkur ekki grein fyrir sölumálunum, markaðssetningunni. Þegar ég stóð í verslunarrekstr- inum á sínum tíma hlustaði ég ekki á ráðgjafa, treysti einungis á sjálfan mig. Þess vegna missti ég verslun- ina eftir sex ára rekstur. En nú, þegar ég er með ráðgjafa á hverjum fíngrij virðist ætla að fara á sömu leið. Ég hélt ég hefði lært af fyrri mistökum en það verður þá bara að koma í ljós þegar öll kurl koma til grafar. Ég vona nú að með þessum skrifum hafi ég upplýst nokkuð um þessi „Skankey“-mál. Við erum staðráðin í því hér að endurkaupa ekki af Dönunum „Þúfu í Flóa“ sem Einar Benediktsson er sagður hafa selt þeim endur fyrir löngu, hvað sem hæft er nú í því. Að lokum vil ég skora á stjóm- völd þessa lands að losa okkur í eitt skipti fyrir öll við þessa óværu, þetta er hneyksli, sem varðar alþjóð. Nánari upplýsingar í smáatriðum um þetta mál læt ég bíða síns tíma og vona að ég geti hlegið öðruvísi en sumir, því „sá hlær best sem síðast hlær“. Ég vil koma á fram- færi og segja líkt og Trausti veður- fræðingur sagði og varð lands- frægt: „Það er stórýkt þetta með spítalann, ég lá þar í eina viku en er nú til lækninga á Borgarspítalan- um og er á batavegi, þó er ég viss um að ég næ mér ekki að fullu fyrr en ég get „hlegið“ aftur eðli- lega. Að síðustu vil ég þakka öllum sem hafa hjálpað mér að upplýsa þessi mál og þá sérstaklega lög- fræðingi Stjömuplasts sf., Sigurði Helga Guðjónssyni hrl., og iðnaðar- ráðuneytinu fyrir stuðning þess. Skrifað í apríl og maí. Höfundur hcfur starfað viðhúsa- smíðará Stokkseyri ogsérnú um skólagarðana þar. Fyrsti fund- ur nýrrar bæj- arsljórnar Húsavfk. BÆJARSTJÓRN Húsavíkur hélt fyrsta fund sinn sl. föstudag og stýrði aldursforseti, Kristján Ás- geirsson, fundinum og lét kjósa forseta fyrir næsta ár og var Kat- rin Eymundsdóttir D-lista kosinn forseti. Fyrsti varaforseti var Iqör- inn Guðrún Kristin Jóhannsdóttir og annar varaforseti var kosinn Hjördís Ámadóttir. Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lýstu yfir meiri- hlutasamstarfi fyrir næsta kjörtímabil Bjami Aðalgeirsson var endurkjörinn bæajrstjóri til næstu fjögurra ára og kosið var í hefðbundnar neftidir. Fréttaritari Styrkveitingar úr Rannsóknasj óði 1986: 33 umsækjendum úthlutað rúmlega 60 milljónum króna RÚMLEGA 60 milljónum króna var nýlega úthlutað úr Rann- sóknasjóði. 33 verkefni hlutu styrk en 86 umsóknir bárust. Rannsóknaráð ríkisins skip- aði á síðasta ári sérstaka mats- nefnd til að meta umsóknirnar faglega. í henni eiga sæti Sig- mundur Guðbjarnason háskóla- rektor, en hann er formaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson forstjóri Islenska járnblendifé- lagsins og Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Ennfremur var leitað umsagna fjölmargra sérfróðra manna um einstakar umsóknir segir i fréttatilkynningu frá Rann- sóknaráði ríkisins. Um úthlutun styrkjanna fer eftir reglum sem menntamála- ráðuneytið hefur sett þar sem tiltekin eru ákveðin forgangssvið. Þannig er 3Í% fjársins veitt til þriggja verkefna í líf- og lífefna- tækni. Um 20% fara til níu verk- efna á sviði fískeldis og 12% til fimm verkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Síðasttöldu verkefnin eru nokkru færri frá því sem var í fyrra, en tekið er fram að margar umsóknanna á því sviði féllu að reglum Iðnlánasjóðs um vöruþró- unarlán og var því vísað þangað. Listinn sem hér fer á eftir sýnir styrkveitingamar. Tekið er fram að í níu tivikum er nú veittur framhaldsstyrkur til sömu verk- efna og fengu styrk á síðastliðnu ári. Umsækjendur Veittur styrkur Heiti verkefnis Bygginga- og mannvirkjat. B.M. Valláhf.og Rannsóknast. byggiðn. 1.000 Vikursteypur — ný notkunarsvið Auðunn óskarsson Einar Þ. Ásgeirsson Óttar P. Halldórsson Ragnar Sigbjömsson Hákon ólafsson Rögnvaldur Gíslason 700 TreQaplasthvolf yfír fiskiræktar og fjar- skiptabúnað Fiskeldi og skyld verkefni Árlax hf. 1.000 Tilraun til Iaxeldis í fersku vatni úr 30 g i 4000 g Ámi Helgason Ámi ísaksson Jónas Jónsson 300 Notkun súrefnisauðgaðs vatns f laxaseiðaeldi Fiskeldisfél. Strönd hf. Finnur G. Garðarsson 1.700 Vetrarfóðrun á laxi í sjókvfum við náttúrul. aðstæður í Hvalfirði Hafrannsóknastofnun Rannsóknastofn. fiskiðn. íslandslax hf. 2.600 Söfnun og eldi á smálúðu Jónas Jónasson Ámi ísaksson Ámi Helgason 474 Samanb. á fímm laxa- 8tofnum og blendinga milli þeirri m.Lt. endur- heimtu í hafbeit Sigurður Helgason Eva Benediktsdóttir Ámi ísaksson Sveinbjöm Oddsson 1.100 Þróun aðferða til þess að greina nýmaveikismið í laxfiskum Sjóeldi hf. Marinor as. Eldisráðgjöf sf. 2.500 Floteldi allt árið Tumi Tómasson Böðvar Sigvaldason Hólalax hf. 1.000 Endurheimtur laxa úr sjó Norðanlands Fiskeldi/Upplýsinga- og Tölvutækni aður og hugbúnaður — Tækjabún- Félag um þróun í físk- eldistækni 1.600 flokkun eldisseiða með ljós- og örtölvutækni Gæða- og framleiðnitækni Álafoss hf. 4.000 Rannsókn á eiginl. fsl. ullar til að örva þróun á nýjum bandtegundum Rannsóknastofn. fískiðn. Rannsóknastofn. landbún. Mjolkurfél. Reykjavíkur 1.630 tilr. með framl. og notkun á fiskafóðrí úr lághita- þurrkuðu loðnumjöli og loðnulýsi Sigurbjöm Æ. Jónsson 1.500 Uppstokkunarvél Líf- og lífefnatækni Elín Ólafsdóttir Eggert Gunnarsson Bergþóra Jónsdóttir 4.000 Einangrun hormóna úr blóði og þvagi til lyfjagerðar Lýsi hf. Rannsóknastofn. fiskiðn. 855 Eiming við ofúr lofttæmi Raunvísindastofn. hásk. Líffraeðistofn. hásk. Rannsóknastofn. fiskiðn. 13.800 Ensímvinnsla úr fslenskum hráefnum Iðntæknistofn. íslands Umsækjendur Veittur styrkur Heiti verkefnis Matvælatækni Iðntæknistofn. íslands 2.550 Fisksnakk til útflutn.: Rannsóknastofn. fiskiðn. ranns. á extrúðunarsuðu, Fiskmar hf. vöru- og ferlisþróun Rannsóknastofn. landbún. 700 Rafmagnsörvun á dilka- Iðntænistofn. fslands Búvörudeild SÍS skrokkum Rannsóknastofn. fiskiðn. 825 Fitusýrusamsetning í Lýsi hf. Raunvísindastofn. hásk. íslensku sjávarfangi Sjávarréttagerðin hf. 1.500 Tilr. með handúrskeljun Akranesi krabbakjötsvöðva úr tijónukrabba til fblöndunar Traust hf. 1.000 Ný aðferð við opnun á hörpuskel Traust hf. Orku- og efnistækni 500 Hönnun og þróun búnaðar til söfnunar og vinnslu rækjuhrogna Hitaveita Suðumesja 2.000 tilraunavinnsla kfslar úr Iðntæknistofn. íslands jarðsjó j arhitasvæðisins Raunvfsindastofn. hásk. í Svartsengi Iðntæknistofn. íslands 550 Tengsl kólnunar og styrks Málmtæknideild f seigjámi Upplýsinga- og tölvutækni — Hugbúnaður Artek hf. 1.700 Örforritaður örgjörvi fyrir forritunarmálið Ada Upplýsinga- og tölvutækni — Tækjabúnaður og hugbúnaður Ásgeir B. Ellertsson 2.000 TAS (Topographical f.h. Borgarspftalans Ari Amalds Analyses system) f.h. Verk- og kerfis- fræðistofunnar hf. Jóhann P. Malmquist 1.600 U tgerðarráðgj afínn Oddur Benediktsson Þróunarverkefni á sviði Páll Jensson þekkingarkerfa og notkun Öm Daníel Jónsson þeirra sem hjálpartækis Snæbjöm Kristjánsson Páll Kr. Pálsson við ákvarðanatöku Sigurbjöm Svavarsson Kerfisfræðistofa 800 Uppbygging tölvukcrfís Verkfræðistofn. til þróunar sérhæfðra Háskóla íslands kerfa Páll Theódórsson 1.000 Þróun og hönnun fjöl- f.h. Elðlisfræðistofu teljarakerfa með gasnemum Raunvísindastofn. hásk. og vökvasindumemum Ýmislegt Rannsóknastofn. landbún. Rannsóknastofn. fiskiðn. Búnaðarfélag íslands Bændaskólinn Hvanneyrí Bændaskólinn Hólum Samb. fsl. loðdýraræktenda 1.500 Ranns. á fóðri og fóðrun í loðdýrarækt Stefán Aðalsteinsson 1.500 Ræktun fslenska Páll Hersteinsson melrakkans Eggert Gunnarsson Siguijón Bláfeld Jón R. Bjömsson Ymislegt/Líf- og lífefnatækni Sigurbjöm Einarsson 1.200 Framleiðsla hagnýtra svepprótarsveppa til notkunar í skógrœkt í fréttatilkynningunni er vakin athygli á því að 9 einstök fyrirtæki fá nú styrk en voru 4 áður, og að í þrem tilvikum fá einstakar stofnanir styrk en voru 11 áður. Fyrirtæki og einstaklingar eru nú aðilar að 28 af 33 verkefnum með um 71% fjármagnsins. Þar af eru 15 verkefni með um 38,7% fjárs- ins unnin em í samstarfi stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. í tillögu sinni til menntamála- ráðherra um úthlutun styrkjanna minnir framkvæmdanefnd Rann- sóknaráðs á að stór hluti um- ræddra styrkja fer til kaupa á tækjum og búnaði til rannsókna og að styrkþegar þurfa flestir að borga toll, vörugjald og sölugjald af þeim tækjum, sem keypt eru fyrir styrki úr Rannsóknasjóði. Þó þurfa fyrirtæki í samkeppnis- iðnaði væntanlega ekki að greiða slík gjöld samkvæmt undan- þáguákvæði í 3. gr. tollskrárlaga. Hvetur framkvæmdanefndin ein- dregið til þess að gjöld þessi verði felld niður af tækjum, sem keypt eru fyrir styrki úr sjóðnum. Þá hvetur framkvæmdanefndin til þess að starfsemi Rannsókna- sjóðs verði efld á næsta ári, þann- ig að unnt verði að hafa tvær úthlutanir á ári í framtíðinni, en slíkt tilhögun kemur sér mun betur fyrir þá sem stunda rann- sókna- og þróunarstörf og opnar möguleika á að bregðast skjótt við nýjum hugmyndum um rann- sókna- og þróunarverkefni. Fram að þessu hefur það mikill fjöldi hæfra umsókna borist miðað við ráðstöfunarfé, að ekki hefur verið gerlegt að skipta þvi og hafa tvær úthlutanir. Frá ferð á vegum Ferðafélagsins Ferðafélag íslands: Góð þátttaka í ferðum félagsins um helgina MIKIL þátttaka var I öllum liðna helgi; voru þátttakend- ferðum Ferðafélags íslands, ur samtais 462. sem það gekkst fyrir siðast- í helgarferðum til Þórsmerkur og á Eiríksjökul voru 110 manns, í dagsferðum á laugardag 98 manns og 111 manns tóku þátt í sólstöðuferð á Esju. Á sunnu- deginum, degi gönguferða hjá ÍSI, gengu 143 með Ferðafélag- inu frá Höskuldarvöllum að Lækjarvöllum, en sú ferð var ókeypis og framlag félagsins til trimmherferðar ÍSIÁ mánudags- kvöldið var Jónsmessunætur- ganga um Svínaskarð og tók 51 maður þátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.