Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Morgunblaðið/Einar Falur Unnið við grjóttöku i hafnargarðinn við olíuhöfn Helguvíkur. Helguvík: Tveir stórvirkir Hollendingar: Sanddæluskipið Volvox Hollandia (fjær), sem brátt er á förum héðan og gijótflutningapramminn, sem nú er notaður við gerð hafnargarðs. L I a Framkvæmdir við hafnar Qfar ð bvrjaðar Kostnaður við gerð hafnarmannvirkja áætlaður 800 milljónir DÝPKUNARFRAMKVÆMDUM við olíuhöfnina í Helguvík er að ljúka um þessar mundir og eru hafnar þar framkvæmdir við varnargarð. 18. júní síðastliðinn kom hol- lenska dæluskipið „Volvox Hollan- dia“ til landsins og hóf að dæla sandi og leir úr stæðinu, þar sem gijótgarðurinn í höfninni standa. Skip þetta mun vera eitt stærsta skip sinnar tegundar í heiminum. Skipið er sérbyggt til þessara þarfa og er mjög stórvirkt. Það rúmar 6.000 rúmmetra og þegar best lætur getur það fyllt sig og tæmt á rúmlega klukkutíma. Nauðsynlegt er að fjarlægja slíkan jarðveg enda verður hafnargarður mun sem þessi ekki reistur á sandi. HoIIenska skipið 200.000 tonnum höfninni. Sanddæluskipið er störfum og er byijað dældi nálægt af jarðvegi ur að að ljúka koma gijótinu fyrir í stæðinu. Einhveiju af hafnargrýtinu er komið fyrir með vörubílum, en aðalmagninu er komið fyrir með sérstökum gijótpramma, sem siglt er í stæðið og losar sig þar við gijótið. Prammi þessi er eins og sanddæluskipið tekið á leigu frá Hollandi og er hann sérstaklega hannaður til þarfa sem þessara; flutningsgeta prammans er 1.000 tonn í ferð. í vor var byggður sérstakur viðlegu- kantur þar sem pramminn leggur að og gijóti er skipað út f hann. Um ein og hálf milljón tonna fer í gijótgarðinn, sem verður rúmlega 300 metra langur. Fyrir innan gijótgarðinn verður viðlegukantur þar sem olíuskip munu geta lagt í framtíðinni og dælt olíu í tankana í Helguvík. Lokið hefur verið byggingu dælustöðvar og tveggja 15.000 rúmmetra tanka, sem nú þegar eru í notkun. Olíu f þá tanka er dælt úr skipum í Keflavíkurhöfn og síð- an inn á flugvallarsvæðið. Með byggingu olíuhafnarinnar er verið að létta á Keflavíkurhöfn. Stefnt er að því að framkvæmd- um við gijótgarðinn ljúki sumarið 1987, og að öllum framkvæmdum verði lokið vorið 1988. Kostnaður við gerð hafnargarðs og keija í viðlegukanti er áætlaður 800 mill- jónir og nýlega gerðu íslenskir aðalverktakar, sem annast þessar framkvæmdir fyrir varnarliðið, samning við undirverktaka um gerð viðlegukants og er það verk- takafyrirtækið Núpur sem annast þær framkvæmdir, en Núpur er sameignarfyrirtæki helstu íslensku verktakanna á sviði jarðvegsvinnu. Hvað segir starfsfólk Hraðfrystistöðvarinnar EINS og fram kom í frétt Morg- unblaðsins sl. þriðjudag hefur Hraðfrystistöðin í Reykjavík ákveðið að hætta frystingu um mánaðamótin september-októ- ber. Ollum starfsmönnum fyrir- tækisins, 80 að tölu, hefur verið sagt upp af þessum ástæðum frá og með 1. október nk. Morgunblaðið heimsótti Hrað- frystistöðina í Reykjavík í gær, miðvikudag. Við höfðum tal af starfsfólki þar og ræddum m.a. um það hvemig áhrif þessir atburðir hefðu á það, hvort að það væri byijað að svipast um eftir annarri atvinnu og stöðu fískvinnslu á Suð-Vesturlandi almennt. Eins Og iruma úr leiðskíru lofti - segir Jón Júlíusson „ÞETTA kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, það bjóst enginn við þessu,“ sagði Jón Júlíusson sem unnið hefur hjá Hraðfrysti- stöðinni í 5 ár. „Það eru tveir dagar síðan þetta kom upp á og við erum ekki alveg búin að átta okkur á þessu. Hljóðið er alldauft í fólki. Það eru sumir búnir að vera hér í mörg ár og ekki hlaupið að því að fá vinnu fyrir fullorðið fólk. Við vonum þó það besta. Það er voðalegt að undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar sé rekinn með sífelldu tapi. Maður skilur ekki alveg hvemig það er hægt, t.d. er fískverð í Bandaríkjunum hátt. Starfsfólkið héma bindur vonir við að stjómvöld taki til hendinni í þessum málum." „Persónulega vonar maður að maður fái eitthvað að gera þó að maður sé kominn jrfír fímmtugt. Jón Júliusson Atvinnuleysisbætumar segja lítið, þær nægja engan veginn fyrir fyrir sköttum, gjöldum og nauðsynjum. Ég vonast til þess að fá eitthvað innan fískvinnslunnar að gera. Ég hef verið í fískvinnslu megnið af ævinni og kann vel við.“ Trúi því ekki innst inni að fyrir- tækinu verði lokað - segir Lilja Eiðsdóttir „ÉG KIPPTI mér ekki mikið upp við uppsagnarbréfið,** sagði Lilja Eiðsdóttir sem hefur unnið í fisk- vinnslunni síðan i janúar. Þar áður vann hún á Viðeynni, öðrum togara Hraðfrystistöðvarinnar. „Maður er orðin svo vanur að fá svona bréf, fékk þau áður einu sinni í viku vegna hráefnisskorts." „Ég veit ekki af hveiju svona er komið fyrir fyrirtækinu, en skipin héma físka aðallega ódýrasta físk- inn, karfa og ufsa, sem fæst ekkert Lilja Eiðsdóttir fyrir. Það er lítið veitt af þorski hér á suð-vesturlandi. Framtíðin held ég að sé í frystitogurum. Utgerðar- mennimir fá mestan arð af þeim.“ Ég er ekki enn farinn að hugsa mér til hreyfings. Auðvitað fer maður að líta í kringum sig en ég vona það besta. Innst inni trúir maður því ekki að þessu fyrirtæki verði lokað." Varla búnar að atta okkur á þessu - segir Svanborg Kjartansdóttir „VIÐ erum varla búnar að átta okkur á þessu, þetta kom svo á óvart. Maður hafði aldrei heyrt að fyrirtækið ætti við neinn al- varlegan vanda að stríða,“ sagði Svanborg Kjartansdóttir. Hún sagðist hafa unnið hjá Hraðfrystistöðinni í 10 mánuði, hafði unnið hjá ísbiminum þar áður en var þó hætt áður en kom til uppsagnanna í sambandi við sam- eininguna við Bæjarútgerðina. Svanborg sagði að henni líkaði Svanborg Kjartansdóttir vel héma hjá Hraðfrystistöðinni. Hún sagðist ekki vera farin að hugsa sér til hreyfíngs en bjóst þó ekki við því að leita sér að vinnu aftur innan fískvinnslunnar. Ekkert framundan fyrir eldra fólkið hérna — segir Vilborg Sig- urðardóttir „ÉG HELD að það sé ekkert framundan fyrir eldra fólkið héma,“ sagði Vilborg Sigurðar- dóttir en hún hefur unnið hjá Hraðfrystistöðinni í 9 ár. Ég held að minnsta kosti ekki að það séu miklir möguleikar á því að. ég, manneskja á áttræðis- aldri, fái vinnu aftur. Mér fínnst furðulegt að aðalat- vinnugreinin í þessu landi sé að detta niður, það virðist ekkert þrífast í þessu landi nema verslun. Fiskvinnslan hefur verið algjörlega homreka, það er eins og ráðamenn Vilborg Sigurðardóttir skilji ekki á hveijum við lifum. Eg held að stjómvöld beri fyrst og fremst ábyrgð á þessu," sagði Vil- borg. „Svo er annað sem við starfs- fólkið höfum velt mikið fyrir okkur. Nú er fískur sendur út í gámum og seldur í fískvinnslustöðvar þar. Það fæst fyrir hann gott verð, hærra verð en fiskvinnslustöðvam- ar borga hér, það eru borguð hærri laun í þessum stöðvum en hér en samt virðist vera góður hagnaður af þessu. Hvað er að gerast? Hvem- ig stendur á því að ekki er hagnaður á vinnslunni hér á íslandi?" Búnir að búast við þessu lengi - segir Guðni Ólafsson og Halldór Þorvaldsson „VIÐ vorum búnir að búast við Síssu lengi," sögðu þeir Guðni Iafsson og HaUdór Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.