Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Gnmnskólann tíl nútíðarínnar eftír Öldu Möller Skipulag grunnskólakennslu á íslandi miðast við lífshætti er löngu heyra sögunni til hérlendis og verða varla aftur upp teknir. Athugasemdir mínar við skóla- kerfið eru tvær: í fyrsta lagi tel ég að skólaveran sé of stutt barnanna vegna, að nota þurfi tímann betur og sinna betur fræðsluhlutverki skólans. í öðru lagi tel ég skólann ekki koma til móts við þarfir foreldra, er þurfa örugga vistun barna á vinnutíma. Samkvæmt stundaskrá er menntamálaráðuneytið gaf út í haust eru 7-8 ára börn í skólanum 22 kennslustundir vikulega en 9 ára böm í 26 stundir. Sex ára böm verða aðnjótandi 16 kennslustunda í viku. Dagleg skólavist er því að jafnaði um 2 klst. fyrir 6 ára böm, 3 klst. fyrir 7-8 ára böm en um 4 klst. fyrir 9 ára börn. Vistin er auk þess víða ósamfelld og kennsla felld niður öðm hvom á starfstímanum (dæmi: ráðstöfunardagar kennara). Böm í sömu íjölskyldu sækja sum skóla árdegis en önnur síðdegis. Nýleg könnun vinnuhóps er Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði til að kanna tengsl heimila og skóla, samfelldan skóladag ofl. sýndi, að um 70 af hverjum 100 mæðmm gmnnskólanema vinna utan heimil- is. Fá störf mun hægt að stunda með 2-3 klst. vinnu daglega, all- margar mæður komast sennilega heim innan 5 tíma, en margar gegna fullu starfi ýmist daglangt eða í vaktavinnu. Það er því stað- reynd, að íjölmargar mæður ná ekki að vinna störf sín utan heimilis á skólatíma bamanna og komast ekki til vinnu er kennsla fellur niður. Þá vaknar spumingin: Hvemig fer fólk að? Hvemig brúa foreldrar þetta tímabil með krakka, 6-9 ára og engan veginn sjálfbjarga? Margir gera hlé á vinnu, ferja böm í bílum úr skólum til dagmæðra eða vanda- manna, eða fá erlendar stúlkur og eldri konur til að annast heimilin á meðan. Ekki er heldur óþekkt að 7-9 ára böm fái að ganga sjálfala tímunum saman daglangt. Augljóst er, að í þessu flókna skipulagi má ekkert út af bera og varla eru for- eldrar með hugann við vinnu sína, ef óvissa ríkir um ástandið heima, eða hvar krakkamireru niðurkomn- ir. Er þá útivinna mæðra svo nýtil- komin á íslandi, að yfirvöld mennta- mála hafi ekki áttað sig á því sem þjóðfélagsbreytingu? Nei - íslensk- ar konur hafa af eigin þörf og þjóð- félagsins stundað launavinnu svo öldum skiptir, einkum við fisk- vinnslu. Athyglisvert er, að enn er hlutfall útivinnandi kvenna hæst á landsbyggðinni þar sem þjóðfélagið þarf mest á vinnu þeirra að halda í fiskiðnaðinum. Sennilega var þörfm fyrir dag- vistir bama ekki eins brýn á fyrri hluta aldarinnar og hún er nú. Víða bjuggu þrír ættliðir saman í heimili og varð þá einhver til að hafa auga með bömunum og gefa þeim að borða. Nú er enginn heima, bílaum- ferð í þéttbýli er orðin hættuleg bömum og freistingamar margar er leiða þau á glapstigu. Dagsfæðan er valin af handahófi, og geðþótta bamanna. Iðjuleysi og ráp um hverfíð er algengt, þar til fólkið tín- ist heim. Enginn er til að leiðbeina með heimanám fyrr en dagur er að kvöldi og allir orðnir þreyttir. Oft hefur vaknað hjá mér sú spurning hvers vegna grunn- skólakerfið hafi steinrunnið hér síðasta aldarfjórðunginn og hvers vegna grunnskólalögin frá 1974 tóku ekkert tillit til þessara aðstæðna barna og foreldra, þó að fjálglega sé hlutverk grunnskól- ans sagt þar vera að búa nemendur í samvinnu við heimilin undir líf og starf í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun! Mér virðist, að alltaf hafi þurft að beijast hart fyrir öllum framfaramálum þessarar þjóðar gegn ríkjandi hugsunarhætti. Þegar fræðsluskyldu var komið á 1907 urðu ýmsir til að telja hana hinn mesta óþarfa. Til framfara hefur alltaf þurft brautryðjendur - menn sem voru öðrum víðsýnni og voru ýmist eldhugar og hrifu aðra með - eða menn sem voru öðrum þolnari í stöðugri baráttu gegn þröngsýni og stöðnun. Þessir menn hafa verið of fáir meðal ráðamanna stjórnmála undanfarna áratugi, en fræðsluyfir- völd og skólamenn varla getað lyft hugsun sinni upp yfir hin knýjandi vandamál skólastarfsins, sem eru m.a. flótti úr kennarastétt vegna bágra launa, tvísetning skóla vegna barnafjölda hingað til, skortur á kennslugögnum og rekstrarfé. Meðal almennra kennara virðist ríkja sami drungi og fjötur launa- mála. Foreldrar reikna ekki með endurbótum, telja það vonlausa baráttu. Á meðan er rætt fallega um aukin tengsl heimila og skóla og skólaráð er í sitja m.a. foreldrar. Þetta heitir að dreifa valdleysi en ekki völdum, meðan enn vantar skilning sveitarfélaga og rikisins á því að allt tal þeirra um að menntun sé besta fjárfestingin krefst staðfestingar í athöfnum þeirra sjálfra. Nú skal viðurkennast að ein- hveijar framfarir hafa orðið undan- farin ár. Aðeins eru um 15 ár síðan kennsla 6 ára barna hófst á vegum einstakra bæjarfélaga og þá sem þjónusta við þá foreldra er á þurftu að halda og greiddu þeir hluta kostnaðarins. Þessi kennsla er nú orðin hluti af grunnskólastarfí og greidd með ríkisfé. í sumum skólum leyfist bömunum að dveljast svolítið lengur en 2 klst. á dag og heitir það gæsla. Misjafnlega er búið að bömunum. Ekki er vistin alls staðar gerð áhugaverð, er þá lítið notuð enda hvort sem er fáum foreldrum nægileg. í fróðlegu riti „Skýrslu forskólanefndar 1981“, er lögð áhersla á að auka þurfi skólavist 6 ára barna og raunar má segja að rauði þráðurinn í skýrslunni sé þörf og geta ungra bama til aukinnar skólavem. í haust var opnað svonefnt náms- ver í Kársnesskóla í Kópavogi. Þar geta böm í efri bekkjum grunnskól- ans dvalist utan stundaskrár, lokið dagsverkinu (heimanámi) með hjálp kennara, spjallað saman og notað bókasafnið. Engin aðstaða er til að matast í skólanum og námsverið er ekki opið yngri bekkjunum. Þessi 'tilraun hjálpar því ekki heimilunum að koma sinni stundaskrá saman. Hins vegar sýnir það, að til er fólk - þ.e. í bæjarstjóm, í skólanefnd bæjarins og innan veggja skólans - er skynjar að hlutverk skólans er ekki lengur aðeins að fræða börn skv. „viðmiðunarstundaskrá" lítinn hluta dagsins heldur hefur hann mun víðtækara menntunar- og uppeldishlutverk í þjóðfélagi sem margir telja afvegaleitt í umönnun barna, mettar engan veginn náms- gleði þeirra, getu og framtakssemi, en kennir mörgum iðjuleysi, tímasó- un og að láta sér leiðast. Mín skoðun er sú að auðveldara sé að laga skólakerfið að þjóðfélaginu en að breyta þjóðfélaginu til fyrri tíma þ.e. að menntunarkröfur minnki og að útivinna beggja foreldra verði ekki lengur nauðsynleg. Hvernig getur þá starf framtíðar- skólans orðið á íslandi nútímans? Ég tel að við eigum að sækja fyrirmynd þess til Bretlands, Bandaríkjanna og Hollands þar sem böm hafa lengi sótt skóla frá 5-6 Alda Möller „Til framfara hefur alltaf þurft brautryðj- endur - menn sem voru öðrum víðsýnni og voru ýmist eldhugar og hrifu aðra með - eða menn sem voru öðrum þolnari í stöðugri baráttu gegn þröngsýni og stöðnun.“ ára aldri í 7 klst. daglega (8.30- 15.30). í Svíþjóð sækja böm skóla frá kl. 8-15 frá 7 ára aidri. Skóla- veran byggist á mun meiri fræðslu en hér tíðkast en engan veginn á henni eingöngu. Virða þarf hreyfi- og leikjaþörf bama, ætla þeim tíma til útiveru og gera ráð fyrir að sum þeirra sæki t.d. tónlistarskóla. Það sem nú flokkast undir heima- nám verður unnið í skólanum og jafnar það að sjálfsögðu aðstöðu barna og bætir kennsluhætti. Þá skapast einnig möguleiki fyrir kennara að vinna allan sinn starfs- dag í skólanum og losna að mestu við heimavinnu. Skilyrðin fyrir auknu skólastarfi eru að sjálfsögðu mörg og ströng. í fyrstu er líklegt, að foreldrar er nýta sér starfsemina þurfi að taka þátt í auknum launakostnaði með greiðslum til bæjarfélagsins. Helst vil ég að þeir hvetji kennara til þátttöku í þessari tilraunastarfsemi. Ég tel hins vegar, að framtíðar- lausnin sé sú að gera þessa starf- semi að föstum lið í skólastarfinu þannig að öll börn njóti hennar enda hætt við að ella dragi sundur með þeim er njóta og hinum er ekki fá. Húsnæðismál em mörgum skól- anum erfið, en margt bendir til þess að grunnskólar landsins verði einsetnir innan tíðar vegna fækkun- ar bama á íslandi. Engin þörf er á að skóli sé alveg einsetinn áður en aukin skolavist á tilraunastigi getur hafist. Árgöngum má blanda saman við leiki og störf, t.d. 7 og 8 ára bömum annars vegar og 9-10 ára bömum hins vegar. Daglöng skólavist gerir að sjálfsögðu kröfur til þess að börn geti matast i skólanum, þ.e. tekið með sér nesti og keypt þar mjólk- urvörur, smurt brauð, ávexti og ávaxtasafa. Mikilvægi þessa þáttar hafa margir þegar skilið og virðist mér að skólamötuneyti geti orðið hvati aukinnar skólavistar og aukin skólavist flýtt komu mötuneyta. Tengd þessari þróun er nauðsyn þess að efla kennslu í heimilisfræði í skólanum og koma upp kennslu- eldhúsum, en enga trú hef ég á að framreiða eigi heitar samsettar máltíðir í skólanum né að börnin vilji borða aðkeyptan heitan mat í hádeginu. Ákvörðun um vemlega aukna skólavist bama er í eðli sínu mjög pólitísk, því að hún yrði stór liður í opinberri stefnu í skólamálum. Þessi ákvörðun þarf þó engan veg- inn að tengjast neinum. flokkspóli- tískum sjónarmiðum, því að hún er ekkert síður samræmanleg stefnu hægri manna en vinstri afla í stjóm- málum. Hún yrði fyrst í stað talin til kostnaðar við félagslega þjón- ustu en getur orðið bæjarfélögum til beinna hagsbóta innan fárra ára með því að hjálpa þeim er fyrst taka upp þessa stefnu að laða til sín fólk á góðum starfsaldri. Því er nú spáð, að íslendingum hætti brátt að fjölga og taki síðan að fækka. Þá skapast svigrúm til að einsetja skóla og vinna að öðru leyti að þeim breytingum, sem hér er lýst. Égfullyrði - að þeir er starfa að bæjar- og skólamálum og nú vilja skipu- leggja og bjóða aukna fræðslu og vistun barna í skólum verða í framtíðinni taldir til brautryðj- enda í skólamálum, - að skólar þeirra verða taldir til fyrirmyndarskóla, - og að bæjarfélög þeirra verða þá talin öðrum stöðum eftirsókn- arverðari til búsetu. Ég ætla að enda þessa lögeggjan með tilvitnun í bókina um Lísu í Undralandi, bæði vegna þess að ýmsum þykir sjálfsagt hugmyndir mínar draumórakenndar, en sjálfri finnst mér tilvitnunin eiga vel við um verkefnin sem bíða í uppeldis- og fræðslumálum barna hérlendis. „Sjáðu til, það þarf að hlaupa að megni bara til að haldast í sömu sporunum. Viljirðu komast eitthvað áfram, þarftu að hlaupa að minnsta kosti helmingi hraðar" (sagði rauða drottningin við Lísu). Höfundur er matvælafræðingur, starfarlyá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og er dósent við Háskóla íslands. Stórstúkuþing 1986: Áfengisútsölum má ekki fjölga STÓRSTÚKA íslands varð aldargömul í ár en hún var stofnuð 24. júni 1886. í tilefni afmælisins var haldinn hátíðarfundur i Alþingis- húsinu, en þar var stúkan stofnuð, og Stórstúkuþing 1986 var haldið í tengslum við afmælið. Stórstúkuþingið lét frá sér fara nokkrar ályktanir. Undirstrikuð var nauðsyn þess að ekki yrði fj'ölgað áfengisútsölum og vínveitingastöð- um. Skorað var á alla opinbera aðila að hætta veitingu áfengra drykkja í veislum og einnig á alþingi og ríkisstjóm að beita sér fyrir lagasetningu í anda samþykkta alþjóða heilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá var framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar falið að kynna og reka áróður fyrir þeim lífshætti sem endurspeglast í kjörorðunum, Heil- brigði — Hollusta — Bindindi. Vakin var athygli á því að 8.000 manns hafa gengið í samtök sem auðkenna sig með einkunnarorðun- um Vímulaus æska. Töldu fundar- menn þetta órækan vott þess að mörgum stendur ógn af vímuefna- neyslu unglinga og jafnframt að nú hillti undir það að menn áttuðu sig þúsundum saman á því að áfengi er vímuefni. Að áliti fundarins hlýt- ur niðurstaðan af þessu að verða sú að fjöldinn hafni neyslu á áfengi, bæði sjálfs sín vegna og eins þeirrar samábyrgðar er fylgir því jafnan að búa í mannlegu samfélagi. í tilefni af afmælinu bárust Stór- stúkunni allmargar gjafír en hún bauð til veislu í kvöldverðarsal Templarahallarinnar. Borgarstjórn Reykjavíkur kostaði veisluna. Frá Stórstúkuþingi 1986. 3 •' 'V W |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.