Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 72
 STum wm I FASTEIGNA jjjl MARKAÐURINN Í^LÍI LIFLEG SALA Okkurvantar eignirásöluskrá símar: 11540—21700 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1986 VERÐILAUSASOLU 40 KR. Sala gámafisks í júní: 25% verðlækkun frá upphafi til loka mánaðarins ÍSLENDINGAR seldu ferskan fisk úr fiskiskipum f Bretlandi og Þýzkalandi og gámum í Bretlandi fyrir 326 milljónir króna í síðasta mánuði samkvæmt upplýsingum LIÚ. Alls voru með þessum hætti seldar 6.341 lest og meðalverð á hvert kiló var 51,42 krónur. Meðal- verð fyrir fisk úr gámum var 51,97 krónur en 49,96 úr fiskiskipum. Hæst varð meðalverð úr gámum í fyrstu viku mánaðarins, 61,93 krón- ur, en lægst í síðustu vikunni, 44,78, eða um 25% lægra. Hæst meðal- verð skipa var 65,94 krónur hjá Sunnutindi SU, en iægst verð fiski- skipa 36,48 krónur hjá Þorsteini GK. Fiskiskipin seldu alls í mánuðinum 2.255 lestir að verðmæti 112,7 mill- jónir króna og meðalverð var 49,96. I fyrstu vikunni voru seldar 432 lestir að verðmæti 24,8 milljónir, meðalverð 57,34; í annarri viku 684 lestir að verðmæti 33,2 milljónir, Bensínið lækkar um 2 krónur: Sterka bensín- ið alls staðar á sama verði VERÐLAGSRÁÐ hefur sam- þykkt verðlækkun á bensíni, svartolfu og gasolfu. Bensínið la»kk»r um 2 krónur, úr 28 krónum lítrinn f 26 krónur. Þetta jafngildir 7% lækkun og hefur bensin nú lækkað um 26% það sem af er árinu. Sterka bensínið mun kosta 28,50 kr. hver lftri hjá öllum olíufélögunum. Gasolía lækkar um 1,20 krón- ur, úr 8,40 krónum lítrinn í 7,60 kr. Nýtt svartolíuverð er 6.600 krónur tonnið, en það var 7.000 krónur fyrir lækkunina. Verð á sterka bensíninu er sem kunnugt er frjálst. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá olíufélögunum þremur að þau myndu eftirleiðis selja sterkt bensín á 28,50 kr. lítrann. Þetta þýðir að Skeljungur og Esso lækka verðið um 2 krón- ur, en OLÍS seldi sterka bensínið á 29,90 kr. lítrann og lækkar því verðið um 1,40 kr. meðalverð 48,44; í þriðju viku 577 lestir að verðmæti 29,8 milljónir, meðalverð 51,70 og í þeirri síðustu 561 lest að verðmæti 24,9 milljónir, meðalverð 44,34 krónur. Ur gámum voru seldar 4.086 lestir að verðmæti 213,4 milljónir króna, meðalverð 51,97. í fyrstu vikunni voru seldar 575 lestir að verðmæti 35,6 milljónir, meðalverð 61,93; í annarri viku 1.105 lestir að verðmæti_ 61,7 milljónir, meðal- verð 55,87; í þriðju viku 899 lestir að verðmæti 48,5 milljónir, meðal- verð 53,98 og í þeirri síðustu 1.507 lestir að verðmæti 67,5 milljónir, meðalverð 44,78. Borgarspítalinn: A leið á landsmót Morgunblaðið/V aldimar Kriatinsaon Margur reiðskjótinn lagði leið sína yfir Þjórsárbrú í gær, en talið er að flestir þeirra er komi ríðandi á mótið þurfi að fara yfir brúna þar sem áin er ófær hestum. Gekk umferðin vel yfir brúna og sýndu ökumenn þolinmæði og tillitssemi þegar hestarnir töltu yfir þennan flöskuháls á leið sinni á landsmótið. Sjá frétt frá landsmótinu á bls. 5. Allir meinatæknar segja upp störfum — nærri helmingur meinatækna á Landsspítalanum hættur eöa að hætta vegna óánægju meö kaup og kjör ALLIR meinatæknar Borgarspít- alans, um 40 manns í 30 stöðum, sögðu upp störfum sínum á mánu- daginn og láta þeir af störfum 1. október í haust takist ekki nýir samningar fyrir þann tfma. Ástandið á Landsspítalanum er þegar orðið alvarlegt af sömu Þórír Oddsson um þátt iðnaðarráðherra í Hafskipsmáli: Reynt að ljúka rann- sókninni um helgina Eindregin ósk iðnaðarráðherra til ríkissaksóknara að rann- sókn á meintri aðild hans að Hafskipsmálinu verði flýtt ALBERT Guðmundsson iðnaðarráðherra hafði í gærmorgun samband við Hallvarð Einvarðsson, nýskipaðan ríkissaksóknara, og kom á framfæri við hann eindreginni ósk sinni um að ríkissak- sóknari hlutaðist til um að hraðað yrði svo sem unnt væri rann- sókn á meintri aðild ráðherrans að Hafskipsmálinu. „Iðnaðarráðherra hefur farið þess á leit við mig að rannsókn á meintri aðild hans að Hafskipsmál- inu verði hraðað svo sem unnt er,“ sagði Hallvarður Einvarðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hallvarður sagði að eindregin ósk þessa efnis hefði borist honum í gærmorgun og hann hefði komið þeirri ósk á framfæri við Þóri Oddsson, settan rannsóknarlög- reglustjóra. „Við höfum haft það að markmiði að hraða þessari rannsókn og auð- vitað munum við reyna að verða við þessum tilmælum sem ríkissak- sóknari hefur beint til okkar, að hraða henni enn frekar," sagði Þórir Oddsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvemig RLR myndi bregðast við ósk iðnaðarráð- herra. Þórir sagðist allt eins búast við að rannsókn á ætluðum þætti iðnað- arráðherra í Hafskipsmálinu yrði lokið um svipað leyti og rannsókn- inni í máli Guðmundar J. Guð- mundssonar. Kvaðst hann vonast til þess að það yrði um eða eftir næstu helgi. sökum, þvf að frá áramótum hefur rúmlega þriðjungur meina- tækna þar sagt upp störfum. Horfir nú til mikilla vandræða á rannsóknarstofum spítalans, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Rikisspftalanna. Meinatæknamir sögðu upp vegna óánægju með launakjör sín, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans. Grunnlaun meinatækna munu vera um 30 þúsund krónur á mánuði. „Þeir telja að nýgerðir sérkjara- samningar séu ekki fullnægjandi og því sögðu þeir allir upp með venju- legum fyrirvara," sagði Jóhannes í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Davíð Á. Gunnarsson sagði að frá síðustu áramótum hefði rúmlega þriðjungur af um 30 meinatæknum Landsspítalans, sem starfa á rann- sóknarstofum í blóðefnafræði og blóðmeinafræði, sagt upp störfum og þar af væru einir sex hættir. „Við fáum ekki nýtt fólk í stað þeirra, sem hætta, og því höfum við verið í miklum vandræðum. Ef ekki verður komið verulega til móts við kröfur þessa fólks, þá verða vand- ræðin á rannsóknarstofum gífurleg eftir einn mánuð eða svo,“ sagði Davíð. Hann sagðist ekki muna eftir slíku ástandi fyrr. „Stéttarfélög heilbrigð- isstéttanna, m.a. meinatækna, hafa verið að ganga frá sérsamningum sínum að undanfömu og staðfest þá í flestum tilvikum með miklum at- kvæðamun," sagði hann. „Á sama tíma ber hinn einstaki starfsmaður sig upp við okkur og lýsir mikilli óánægju með kaup sitt og kjör. Þetta er vel menntað og afar hæft tækni- fólk, sem fær betri vinnu og laun í einkageiranum. Uppsagnimar hafa í för með sér mjög aukið vinnuálag hjá þeim, sem eftir em - í rauninni meira álag en nokkurt vit er í. Okkar vandi er sá, að við semjum ekki sjálf- ir við okkar starfsfólk, heldur launa- deild fjármálaráðuneytisins og því sitjum við á milli fólksins og samn- ingsaðilans. Þetta mál er allt mikið umhugsunarefni fyrir þá, sem eiga að taka á því, það er að segja stjóm- völd í landinu." Um mánaðamótin var gengið frá nýjum sérkjarasamningum Borg- arspítalans og röntgentækna spítal- ans, sem sögðu upp síðla vetrar og réðu sig tímabundið til loka júnímán- aðar. Þar var um að ræða 10-15 manna hóp, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, og var m.a. samið um eins launaflokks hækkun fyrir sér- þjálfun röntgentæknanna. Þá hefur og nýlega verið gengið frá nýjum sérkjarasamningi við Hjúkrunarfé- lag Islands. Launataxtar þess félags voru samræmdir töxtum Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og hafði það m.a. í för með sér þriggja launaflokka hækkun fyrir félaga í HÍ, einn flokk frá 1. febrú- ar, annan frá 1. júlí og sá þriðji kemur 1. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.