Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 Austur að Úlfljótsvatni eftir Hrefnu Tynes Hefurðu komið austur að Úlfljótsvatni, ersólinroðartind, áin niðar, lækurhjalar... Úlfljótsvatn. Einu sinni var það hámark hamingjunnar að fá að dvelja í skátaskólanum á Úlfljóts- vatni lengri eða skemmri tíma. Og margur krakkinn hefur hlaupið þar um móana, brugðið sér upp að vörðunni „og litið yfir láð“. Hvað er orðið af ykkur öllum? Ég þarf ekki annað en loka augunum svolitla stund, þá sé ég í anda stelpunum mínum bregða fyrir, inni í skála, úti á túni, niður við læk, út við á, út í Borgarvík, uppi á fjalli, í varðeldalautinni, á kvöldvöku, við fánahyllingu, í kirkj- unni, ung andlit full eftirvæntingar, spennandi að lifa, alltaf eitthvað að gerast. Lífið var eitt stórt ævin- týri. Hvar eruð þið? Ég er að skrifa ykkur bréf. Munið þið þetta tímabil í ævi ykkar? Til hvers er Hrefna eiginlega að skrifa? Jú, jú, þetta kemur allt. Við höfum stundum rekist á, af hend- ingu eða að gefnu tilefni. Nokkrar ykkar hafa alltaf öðru hveiju sam- band við mig, sumar sjaldan, en aðrar aldrei, en þetta er allt ofur eðlilegt. Það er bara i huganum sem alltaf er hægt að hittast, bara hjart- „Munið þið eftir þegar farið var í 40,50 og 60 km göngnrnar, öllum þvegið um fæturna upp úr þvottabala á eftir og þeir nuddaðir með júg- urfeiti. Svo voruð þið allar bornar inn í tjald.“ að finnur til stöðugrar væntum- þykju. „Eitt sinn skáti, ávallt skáti" er staðreynd, rætumar eru bara mis- munandi langar og sterkar. Og nú skal ég segja ykkur af hveiju ég er að skrifa og síðan rifjum við upp ýmsar skemmtilegar minningar. í ár eru liðin 45 ár síðan skátam- ir fengu afnotarétt af Úlfljótsvatni og var það fyrir tilstilli dr. Helga Tómassonar þáverandi skátahöfð- ingja. Allt frá fyrstu stund hefur sá draumur vakað með okkur, að klæða þetta land skógi. Nú loksins hefur landið verið girt fjárheldri girðingu og nú fer skógræktin að verða að veruleika. Laugardaginn 5. júlí nk. koma skátar saman á Úlfljótsvatni og gróðursetja fyrsta lundinn, sem verður helgaður minningu dr. Helga, en hann var skátahöfðingi Stillt upp til kirkjugöngu frá árinu 1938 til ársins 1958! Dagskráin stendur frá kl. 14.00 til kl. 17.00. Skóflu og sólskinsskap er nauðsynlegt að hafa með. Munið þið eftir leikriti, sem ein- hver ykkar samdi og endar svona: „Kakó og kex, en gaman, kakó og kex“. Kannski fáum við þama kakó og kex, hver veit? Munið þið eftir Jónsmessuskrúðgöngunni og Jóns- messubrúðhjónunum? Brúðurin var með slör úr stífu flugnagasi bundið um höfuðið með snæri, sem var bara venjulegt hnútasnæri. Munið þið eftir þegar farið var í 40, 50, 60 km göngumar, öllum þvegið um fætuma upp úr þvottabala á eftir ogþeir nuddaðir með júgurfeiti. Svo voruð þið allar bomar inn í tjald. En þegar Lilla Höm kom með bala og þvottabretti til að þvo Dísu Dóm um hárið, en hún hafði bæði sítt og þykkt hár, enda var hún bæði höfð fyrir Fjallkonu og drottn- ingu eftir því sem við átti. Svo voru það allar kvöldvökumar. Munið þið eftir því þegar afturendinn á „Undradýrinu" varð eftir frammi í búri, af því að sú sem lék afturend- ann tók ekki við sér þegar dýratemj- arinn fór af stað inn í skála með dýrið? Og þegar ég spáð í kakókönnum- ar fyrir alla ljósálfana, þegar skát- amir fóm í gönguna, og ein 9 ára spurði með þjósti: „Hvað er þetta manneskja, sérðu ekki hvort ég giftist?" Þá varð ég að byija upp á nýtt, þá fann ég alla eiginmennina, bömin, pakkana og utanlandsferð- imar og allt fram eftir götunum. Svo þegar beljan kom inn eldhús- dyramegin og labbaði í gegnum skálann, hún var sko ekki að flýta sér, en lagði pent frá sér „nafn- spjaldið" sitt á skálagólfið og Jónni, sem þá var lítill, sagði: „Ulla ba“, en þá var búin til forstofa við eld- húsdymar fljótlega á eftir. Og þegar stelpumar komu með Erlu á sjúkrabömm og skelltu henni niður fyrir framan fætuma á mér og Asthildur sagði: „Það er steinliðið jrfír hana.“ Ég var að kenna hjálp í viðlögum og vildi nú vita hvort hún vissi hvemig yfirlið lýsti sér og spurði hana af hveiju hún héldi það. „Jú, við kitluðum hana og hún hreyfði sig ekki,“ sagði Asthildur hróðug. Erla var nefnilega vön að narra litlu stelpumar, bara til að láta þær bera sig á sjúkrabömm. Og ekki gleymum við öllum hátíð- legu stundunum í litlu kirkjunni okkar við vatnið, þar var sungið, hlustað á sögur sem vom kallaðar „kirkjusögumar", þar var skáta- heitið unnið og allir gestkomandi komu með svo oftast var þétt setin kirkjan. Minningamar frá Úlfljótsvatni em óteljandi, og bréfið myndi ekki komast fyrir í Mogganum ef allt yrði tekið með. Stundum finnst mér að skuld mín við skátahreyfinguna fyrir ógleymanlegar stundir til gagns og gleði sé svo stór að ég fái seint eða aldrei endurgoldið hana eða með hveiju getum við hver fyrir sig endurgoldið þó ekki sé nema að litlu leyti? Jú, með því að gefa frá okkur, þó ekki sé nema í smáu, örlítið af allri þeirri birtu, yl, samúð og sáttfysi sem lífíð krefst og við getum miðlað. Munið þið eftir reglunni okkar góðu um það að allar ættu að sættast fyrir kvöldbæn hafi þær orðið ósáttar? Ég rakst einu sinni á tvær sem vom að sættast inni í kolastíunni af því að þær fundu engan annan stað þar sem þær gátu fengið að vera í friði. Það em tölu- vert margar „kolastíur" í þjóðfélag- inu. Við það að sættast þar verða þær að helgum reit. Við verðum að reyna að vera skátar, þar sem við emm í mannhafínu, skiptir engu hvaða störf við stundum. Við gleymum ekki Úlfljótsvatni. Verði ekki tækifæri nú, þá kemur. að því seinna. Við emm rétt að byija. Gæfan fylgi ykkur. Höfundur er kvenskátaforingi. Ný myndabók um Island með jarð- fræðilegu ívafi Rætt við höfund bókarinnar Ulric Miinzer Þýska bókaforlagið Atlantis gaf út jarðfræðilega bók um ís- land eftir Þjóðverjann Ulrich MUnzer í lok síðasta árs. Bókin ber heitið ICELAND - Volcan- oes, Glaciers, Geysers (ÍSLAND - eldfjöll, jöklar, hverir). MUnzer er mælingaverkfræðingur að mennt og kom fyrst hingað til íslands áríð 1970. Dr. Gylfi Þ. Gíslason skrifaði formála fyrir bókinni en Ellen Sallet gerði ensku þýðinguna. Bókin er um 200 bls. og í henni eru 131 mynd, flestar í lit. Bók þessi hefur fengið góða dóma í Þýskalandi. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við MUnzer er hann var hér á ferð fyrir skömmu og var hann fyrst spurður hver tildrög hefðu veríð að þvi að hann hófst handa við gerð bókarinnar. lengi hefur verið áhugamál mitt og þar em birtar nokkrar forvitnilegar gervitunglamyndir af hlutum ís- lands. Þessar myndir leiða ýmislegt nýtt í ljós sem ómögulegt er að sýna með öðrum hætti um gróðurfar einstakra landsvæða. í þessum kafla er syrpa mynda af svæðinu umhverfis Grábrók í Norðurárdal. í öðmm kafla er fjallað um stöðu íslands á Mið-Atlantshafshryggn- um og áhrif jarðskorpuhreyfinga á jarðfræði landsins. í þessum kafla em myndir af gossprangum og misgengjum víða um landið t.d. „Ég kom hingað fyrst árið 1970 með kammersveit Miinchen og fékk þá þessa hugmynd að gera bók um Island. Bókin er alls ekki vísindarit enda var hugmynd mín frá upphafi að gefa út fræðibók sem flokkaðist undir það sem kalla mætti alþýðleg vísindi. Ég var um sex ár að vinna að bókinni og ferðaðist 20 sinnum til íslands til að vinna að gerð hennar. Mér tókst að fá útgefanda f Englandi og Þýskalandi. Einnig leitaði ég eftir útgefanda á íslandi en það hefur ekki tekist enn. Bók Múnzers skiptist í sjö kafla og hefst hver þeirra á texta uppá nokkrar síður. „í fyrsta kaflanum er gerð grein fyrir Qarkönnun, sem Hiti og kuldi. Þessi sérstæða mynd er tekin i Kverkfjöllum. Ufrich Mynd úr bók Milnzers. Myndin er tekin af Vindbelgi og sýnir vel gervigígana við Mývatn. Eldgjá, Almannagjá, Langasjó o.fl. í þriðja kafla er fjallað um eld- stöðvar á íslandi og þar er að fínna ljósmyndir af ýmsum eldstöðvum og hraunmyndunum. Kaflanum fylgir kort þar sem dyngjur, stapar, eldkeilur, megineldstöðvar og gosspmngur er merktar inn og nöfnin talin upp í myndatexta. Jöklum og jökulmyndunum er lýst í fjórða kafla og þar er kort sem sýnir útbreiðslu jökla undir lok ísaldar. Þar em margar myndir af jöklum, skriðjöklum og jökullónum. í fímmta kafla er greint frá hvemm og jarðhita, og þar era myndir frá nokkmm helstu jarð- hitasvæðum landsins. í sjötta kafia ef fjallað um ár, stöðuvötn og sanda. Þar er að finna fjölda mynda sem sýna hina sér- stæðu náttúra landsins. I lokakaflanum, sjöunda kafla, er fjallað um hinar ýmsu bergteg- undir og steintegundir sem hér finnast. Auk annarra mynda er þar að finna myndasyrpu sem sýnir sérstæðar jarðmyndanir og útfell- ingar. Aftast í bókinni er ítarleg skrá jarðfræðiorða með skýringum, heimildaskrá. Þar er einnig jrfírlits- kort sem sýnir staðina þar sem ljós- myndimar í bókinni vom teknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.