Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1986 mmmn „‘Svona., svona., Uxtt 'eMMS. allb&f- iv'ona. þó einhwcr hringi dynzb/öLLunrti." .. .þegar bros hans fylgir þérallan daginn Nei, ég er ekki með neinn varning sem tollurinn hefur áhuga á. Með morgunkaffinu Ekkert mál, mamma. Hann kemur og sækir þig eftir fáein- ar minútur! V HÖGNIHREKKVÍSI Stöndum vörð um náttúruna íslendingur skrifar: „Agæti Velvakandi. Að undanfomu hefur mér oft flogið í hug hve mikill flársjóður landið okkar er. Ekki þarf að aka nema í 5 mínútur út fyrir borgar- mörkin til þess að komast í snert- ingu við ómengaða náttúruna. Hreint og tært lindarvatnið sprettur upp ur jörðinni og hjalar lágum rómi við lækjarbakkann þar sem það seytlar friðsællega nær ósi. Fugia- þytur og kvak berst að manni frá frumbyggjum landsins. Svona hefur það alltaf verið og svona viljum við íslendingar að landið okkar haldist, hreint og óspillt. Nú hrannast svört ský upp á himininn; válynd veður eru í nánd. Stóraukin vélvæðing af öllu tagi, hraði, stress og flýtir, hróp og köll. Nýgræðingurinn, grös og holtasól- eyjar eru miskunnarlaust rifnar upp frá rótum og eftir stendur svöðusár á landinu. Minnisvarði um manninn sem var að flýta sér. Nú er svo komið að margir íslendingar hafa engan tíma til að kynnast eigin landi, heldur vinna myrkranna á milli fyrir næstu sólarlandaferð. A meðan hrannast hingað erlendir ferðamenn í stríðum straumum er eiga þá ósk heitasta að fá að líta. óspillta og sérstæða náttúru íslands augum. Mörg böm sem nú eru að alast upp hafa vart í sveit komið og þekkja ekki til einföldustu verka. Enda þótt ekki megi standa í vegi fyrir tækni og eðlilegri framþróun, mega menn aldrei gleyma uppruna sínum. Eitt það mikiivægasta í þeirri viðleitni er að standa vörð um tunguna. Án hennar verðum við aldrei þjóð. Bréfrítari er ánægður með þá þjónustu sem Bílaaðstoð Tóta í Brautarholtinu veitir bOeigendum. Víkveiji skrifar Gífurlegur vöxtur er í hótel- byggingum hér á landi og hafa nú tvö glæsileg hótel opnað á Suðurlandi, Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Geysir í Haukadal í Bisk- upstungum. Þá hefur nýlega verið opnað nýtt hótel á Selfossi. 011 þessi hótel bera vitni mikilli trú og bjart- sýni á ferðamannaiðnað, sem svo hefur verið kallaður og vonandi munu þessi hótel öll blómgast og og hafa nóg af gestum. í þessum byggingum endurspeglast trú á landið og það, sem það hefur upp á að bjóða. En það eru ekki aðeins þessar hótelbyggingar, sem rísa. Nýlega var Hótel Saga stækkuð til mikilla muna og hótel eru í byggingu í höfuðborginni.Á Akureyri eru einn- ig hótel í byggingu svo og í Kefla- vík. Þar er risið glæsilegt hótel, einskonar flugvallarhótel. Víkveiji átti þess kost að skoða hið nýja hótel Örk í Hveragerði nýverið, er þar fór fram vígsluat- höfn, sem frá var skýrt í Morgun- blaðinu í fyrri viku. Hótel þetta er afar glæsilegt og reist af mikilli smekkvísi. Það var aðeins 9 mánuði í byggingu og segja kunnugir að hreppsnefndin þar eystra hafi vart áttað sig í fyrstu á hve stórhuga eigandinn var, en eflaust á Örkin eftir að verða mikil lyftistöng þess- um hreppi, sem býr við svo fágæt náttúrugæði sem leirinn og hvera- hitinn veita. Sama er að segja um Hótel Geysi í Haukadal. Haukadalur er tengdur jarðhitanum eigi síður en Hvera- gerði og þar er einhver mesti ferða- mannasegull landsins, sem hótelið ber nafn sitt af, goshver, sem gefið hefur öðrum goshverum í heiminum nafn. Ástæða er til að fagna grósku í þessum atvinnuvegi, sem þjónar gestum og gangandi og óska eig- endum þessara fyrirtækja alls vel- farnaðar. XXX Færeyingar taka duglega á móti grænfriðungum, sem komu til Færeyja fyrir skömmu og ætluðu. að stöðva þar hvalveiðar. Foringjan- um, Paul Watson, á skipi græn- friðunga, Sea Shepherd, var meinuð landganga í Færeyjum og honum bannað að stíga fæti á færeyska grund næstu þijú árin. Mun bann þetta jafnframt gilda í öllu Dana- veldi, þ.e. þá einnig að öllum Iíkind- um á Grænlandi. Það mun vera grindhvaladráp Færeyinga, sem Sea Shepherd-menn ætluðu að stöðva. • Ástæða er til þess að minna á ummæli eins af grænfriðungum, sem kom til íslands fyrir nokkrum misserum til þess að vinna málstað þeirra lið hérlendis. Hann sagði, að þegar hvalir hefðu verið alfriðaðir og þeir náð takmarki sínu, myndu samtökin snúa sér að þorskinum, það mætti ekki drepa hann. Um- mæli þessi lýstu svo gífurlegu of- stæki, sem jafnan hafa einkennt þessi samtök, sem samkvæmt þessu víla ekki fyrir sér að beijast fyrir því að kippa stoðum undan sjálf- stæði heillar smáþjóðar. Þeim er ekkert heilagt. Að vísu afneitaði einn talsmanna grænfriðunga þess- ari skoðun nokkru síðar en hún var látin í Ijós og kvað hana hafa verið ákaflega óheppilega. Það var þó ekki gert, fyrr en þessu fólki varð ljóst, hveija þýðingu þessi ummæli höfðu. XXX En þrátt fyrir allt, mega menn ekki vanvirða mátt þessara samtaka, sem eru svo áhrifarík, að þau segja jafnvei Bandaríkjastjóm fyrir verkum. Er þar átt við hik Japana á að kaupa hvalaafurðir af íslendingum — því að ella missa þeir mikilsverð fískimið við strendur Bandaríkjanna. Á hinn bóginn er það umhugsunarvert, þegar Banda- ríkin skipta sér svo af milliríkjavið- skiptum tveggja óskyldra þjóða, að þau hafi í hótunum við annað þeirra. Hvers vegna ætti það að koma Bandaríkjastjóm við, þótt Japanir keyptu hvalaafurðir af íslending- um? Kemur okkur íslendingum í raun ekki meira við öll sú mengun, sem frá iðnríkjum stafar og mengar nú allt himinhvólfíð. Þar eiga Bandaríkjamenn mikla sök sem aðrar iðnaðarþjóðir og kannski fer þessi mengun verr með hvalastofn- ana en nokkurra dýra veiði hér við yzta haf. Skyldi ekki öllu lífi á jörðinni stafa þar hætta af? XXX Nú berast þær fréttir frá Wash- ington, að hæstiréttur Banda- ríkjanna líti svo á að stjómvöldum þar sé „ekki skylt" að skipta sér af þótt einhveijir aðrir en Banda- ríkjamenn eti hvalkjöt. Það er mikið að þessi virðulega stofnun kemst að þessari niðurstöðu, en hvar er samt hugsjón forystumannanna, sem áður fyrr stjómuðu þessu mikla ríki og trúðu á fijáls viðskipti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.