Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.07.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JUlI 1986 „Ó, fögur er vor fósturjörð" segir í kvæðinu og hér hefur Ingi Steinn einmitt tekið stefnuna á hana. Eins og allir reyndir tanmingamenn best vita er mikið atriði að sleppa ekki taumnum þegar viðskilnaður við reiðskjótann verður fyrr en ætlað er og með þetta í huga lendir Ingi Steinn nyúkri lendingu. Hestar Valdimar Kristinsson Tamningamenn hafa flestir fengið að reyna að mikið er tU í máltækinu „Enginn verður óbarínn biskup". Og þetta fékk hann Ingi Steinn Jónsson að reyna þegar hann þreytti tamn- ingapróf á Hólum í Hjaltadal þar sem hann stundar nám á bændaskólanum. Reyndar sýndi hann mikla dirfsku og hugrekki því áður en hann hóf að temja hestinn Klæng frá Hólum, sem honum var út- hlutað af skólans hálfu, hafði hann aðeins einu sinni komið á bak hesti. Að sögn Ingimars Ingimarssonar, sem leiðbeinir nemendunum við tamningar, reyndist Klængur vera frekar skapmikill og erfíður í tamningu svo hér var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Þrátt fyrir að oft hafí verið á brattann að sækja fyrir Inga Stein lét hann ekki deigan síga og mætti með sinn hest til keppni. Meðfylgjandi myndasyrpa var einmitt tekin við það tækifæri en framan af virtist Klængur ætla að halda sig á mottunni eins og sagt er. En þegar Ingi Steinn var hálfnaður með sýninguna greip Klæng óstjómleg heimþrá og mátti lengi vel ekki á milli sjá hvor hefði betur. Að lokum fór þó svo að Ingi Steinn þurfti að láta í minni pokann en hann hugsaði sem svo að ekki væri stríðinu lokið þó ein orrusta hefði tapast og vippaði sér jafn snögglega á bak og hann fór af baki. Með það reið hann rösklega af stað ákveðnari en fyrr að láta ekki í minni pokann fyrir Klængi, sem var hálf skömmustulegur yfír athæfí sínu. „Fall er fararheill" segir ein- hvers staðar og án efa á Ingi Steinn eftir að spjara sig á vett- vangi hestamennskunnar því eitt er víst að til þess hefur hann bæði kjark og þor. Þegar hér er komið var græna tuggan við stallinn orðin undirgefninni yflrsterkarí hjá Klængi, sem sótti ákaft í átt að hesthúsunum en Ingi Steinn reynir að sporna við áformum hans. „Oft verður góður hestur úr göldnum fola“ Sýnishorn af algengu hlutskipti tamningamanna „Ég berst á fáki fráum...“ gæti Ingi Steinn veríð að raula fyrír munni sér um leið og hann hleypir Klængi sínum á svifléttu stökki. Eru sjálfsagt báðir sáttir, Klængur með grænu tugguna heima í hest- húsi, sem hann væntanlega fær, og Ingi Steinn með sigur í stríði við baldinn fola. rsmsz Morgunblaðið/V aldimar Á augabragði spratt knapinn á fætur og snaraði sér á bak og lét engan bilbug á sér finna þegar hann kallar til dómaranna: „Ég klára þetta“ og með það reið hann út á enda vallarins. Framkvæmd laxveiðilaga eftir Einar Hannesson Það er með laxveiðilög, eins og aðra lagasmíð, að það tekur sinn tíma að koma ákvæðum þeirra til framkvæmda. Óhætt er að fullyrða að flest meginatriði laga þessara, hvað framkvæmd varðar, séu þegar komin í viðunandi horf. Einn er þó sá þáttur laganna sem stöðugt þarf að sinna, ef ekki á undan að síga um gagnsemi ákvæða þeirra. Þetta er eftirlit með því að friðunarákvæði laganna séu haldin. Eitt mikilvæg- asta ákvæði laganna er bann við laxveiði í sjó. Til þess að glöggva sig á hver séu helstu fyrirmæli laganna í þessu efni, verður nú farið lauslega yfír þau: 1. Vikufriðun, sem varðar veiði á laxi oggöngusilungi. Friðunartími gagnvart netaveiði er frá kl. 10 á föstudagskvöldi til__klukkan 10 á þriðjudagsmorgni. 011 net eiga að vera á landi þennan tíma. Sama gildir um slíkan veiðiskap í sjó. Hins vegar gildir um stangveiði á laxi oggöngusilungi, að á hverjum sólarhring má einungis stunda veiði á tímabilinu frá kl. 7 að morgni til kl. 22 að kvöldi, en þó aldrei nema í 12 stundir á því tímabili. Algengt er að gert sé hlé um miðjan daginn við stangveiði. 2. Þá má vekja athygli á þvi, að hvergi má vera skemmra en 100 metrar milli fastra veiðivéla (lagna) og þó eigi minna en fimmföld lengd „Það skiptir miklu máli að ákvæði laga um lax- o g silungsveiði séu haldin, enda er veiðieft- irlit skilgreint af lög- gjafanum sem fiski- rækt.“ þeirra, sem næst liggja. Gildir þetta fyrir báða bakka straumvatns. Sér- staklega skal tekið fram, að óheim- ilt er að stunda stangveiði þar sem veitt er með föstum veiðivélum. 3. Ádráttur fyrir lax og göngu- silungerbannaður. 4. Við stangveiði má aðeins nota lifandi eða dautt agn, en ekki krók né annað, sem festir í fískinum. 5. Að lokum skal vikið að stangafjölda í veiðivatni. Víðast hvar hefur verið ákveðið, hversu margar stengur megi hafa samtímis í veiðivatni. Sú ákvörðun er reist á heimild í lögum og ber að hlýta henni í hvívetna. Að síðustu er vert að minna á, að hvergi á landinu er heimilt að stunda lax- eða silungsveiði án leyfis frá veiðifélagi eða umráða- manni veiði, ef ekki er félagsmaður um veiðina. Það eru sem sé engin þau vötn eða ár til, sem flokkast undir það að vera einskis manns land, eins og stundum er talað um almenning, t.d. vötn á afrétti. Laxveiðilögin íHvítá á Ámessýslu Á aðalfundi Landssambands veiðifélaga, sem nýlega var haldinn, var talið brýnt að veiðieftirlit yrði aukið til muna og í því sambandi bent á þá miklu hagsmuni sem fólgnir væru í kaupum veiðileyfa í ám og vötnum og þeim fjármunum, sem lagðir hefðu verið í seiðaslepp- ingar og aðrar ræktunaraðgerðir, eins og t.d. hafbeit. Fundurinn fór þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að það léti Landhelgisgæsluna líta eftir veiðitækjum með ströndum landsins. Rúmlega 20 veiðieftirlitsmenn eru starfandi hér á landi um veiði- tímann, sem er á tímabilinu frá 1. apríl til 20. september ár hvert. Eftirlitsmenn þessir hafa sömu völd og aðrir löggæslumenn, en starfs- svið þeirra er eingöngu bundið við framkvæmd laga um lax- og sil- ungsveiði. Þeir hafa í höndum skip- unarbréf frá landbúnaðarráðuneyti en starfa í tengslum við lögreglu- embættin á hveijum stað. Það skiptir miklu máli, að ákvæði laga um lax- og silungsveiði séu haldin, enda er veiðieftirlit skil- greint af löggjafanum sem físk- rækt. Höfundur starfar á skrifstofu veiðimálastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.